Egla, 89

From WikiSaga
Jump to: navigation, search


Contents

Chapter 89

Grim takes the Christian faith

Grim of Moss-fell was baptized when Christianity was established by law in Iceland. He had a church built there, and 'tis common report that Thordis had Egil moved[1] to the church.[2] And this proof there is thereof, that later on, when a church was built at Moss-fell, and that church which Grim had built at Bush-bridge taken down, the churchyard was dug over, and under the altar-place[3] were found human bones. They were much larger than the bones of other men. From the tales of old people it is thought pretty sure that these were Egil's bones.[4]


Skapti the priest,[5] Thorarin's son, a wise man, was there at the time. He took then the skull of Egil, and set it on the churchyard fence. The skull was wondrous large,[6] but still more out of the common way was its heaviness. It was all wave-marked[7][8] on the surface like a shell. Skapti then wished to try the thickness of the skull.[9] He took a good-sized hand-axe, and brandishing it aloft in one hand, brought down the back of it with force on the skull[10] to break it.[11] But where the blow fell the bone whitened,[12] but neither was dinted nor cracked.[13] Whence it might be gathered that this skull[14] could not easily be harmed by the blows of weak men while skin and flesh were on it.[15] The bones of Egil were laid in the outer part of the churchyard[16] at Moss-fell.[17]

References

 1. had Egil moved: "Plusieurs remarques s´imposent sur ce récit. La première concerne les actions de Þórdís. Pourquoi veut-elle faire reposer son père en terre chrétienne? [...] Acquise elle-même à la vision chrétienne du devenir de l'homme après la mort, son amour pour lui la conduit à vouloir lui assurer les plus grandes chances de survie dans l'au-delà." Torfi H. Tulinius. Le statut théologique d‘Egill Skalla-Grímsson (p. 281).
 2. to the church: "Þórdís hefir því lifað fram yfir það, en kirkjan var bygð, og getr það vel verið, því hún fæddist 925 (Safn til s. Ísl. I,305), og var því hálfáttræð um það leyti er kristni var lögtekin á landinu, og Grímr bóndi hennar bygði kirkjuna. Mér sýnast hin nýgreindu orð sögunnar benda til þess, að Þórdís hafi þá verið ekkja, og búið búi sínu að Mosfelli, er hún lét flytja Egil til kirkju. Annars hefði líklega Grímr bæði staðið fyrir því, og verið talinn fyrir því í frásögninni, þó það hefði verið gjört fyrir tillögur Þórdísar. Eg ætla því sennilegt, að Þórdís hafi lifað lengr en Grímr." Magnús Grímsson. Athugasemdir við Egils sögu Skallagrímssonar (pp. 275-76).
 3. under the altar-place: "The location under the place of the altar corresponded to where Egils saga states that the medieval residents dug up Egill's bones to move them from Hrisbru to the new church built at Mosfell in the twelfth century.” Erlandson, Jon M. et. al.. Egill‘s Grave? (p. 48).
 4. Egil's bones : "In Egils saga, after the miracle, we learn much about his later kin; that they perpetuate the dark/fair genetic contrast, that many are skalds, that Helga in fagra is of his line and exerted fatal attraction on two skalds, Gunnlaugr and Hrafn. We saw the list of miracles adapted to secular uses in the kings' and bishops' sagas. In the family sagas, the most common equivalent is a listing or discussion of descendants, a device we might have anticipated from the concerns displayed in the opening passages. Though not organic, such an ending is comprehensible. " Hume, Kathryn. Beginnings and Endings in the Icelandic Family Sagas (s. 599).
 5. Skapti the priest: "Skapti er [...] á skrá um kynborna presta frá 1143. Það væri í samræmi við ýmsar aðrar klóklegar aðferðir Eglu-höfundar við að gjöra sögu sína sennilega að bendla merkan prest frá næstliðinni öld við þessa ósennilegu beinaupptöku og lýsingu.“ Bjarni Einarsson. Hörð höfuðbein (p. 111).
 6. The skull was wondrous large: " Algengt er að ofvöxtur hlaupi í höfuðskelina. Hún þykknar þá einungis út á við án þess að þrýsta á heilann svo andlegt atgervi truflast ekki" Örnólfur Thorlacius. Hjálmaklettur Egils (p.133).
 7. It was all wave-marked: " Hann er blindur, heyrnarlaus, fótaveikur, dettinn og fótkaldur. Hann riðar eða hengir höfuðið. Bein hans voru miklu meiri en annarra manna bein, og höfuðkúpan með þeim ólíkindum sem fyrr getur. Öll þessi einkenni geta komið heim við beinsjúkdóm Paget, jafnvel fótkuldinn sem gæti stafað af æðakölkun í ganglimum. En hausinn tekur af flest tvímæli." Þórður Harðarson. Sjúkdómur Egils Skallagrímssonar (p. 247).
 8. all wave-marked: "A corrugated and irregular bone surface hardly seem to add to the lustre of a great warrior and poet. It is, however, a common description in medical textbooks. A curious and observant twelfth century Icelander noticed the same irregular corrugated features that twentieth century medical students are taught to look for as signs of Paget’s disease." Þórður Harðarson & Elisabet Snorradóttir. Egil’s or Paget’s disease (p. 1614).
 9. thickness of the skull: "I hope it will be obvious that Egil's aberrance is of mythic, not medical, import. To that end, I insert a number of excursuses on relevant mythic type-characters, including the berserkr, the Dwarf, the Lapplander, and the revenant. The Egil we meet in Egil's Saga is premised on these models (… which) share the feature of monstrosity: outlandish, foreign, aberrant, unnatural appearance and behavior. That Egil is the quintessential Icelandic founder-hero and is ill-featured and outsized at one and the same time is the keystone of this character." Bragg, Lois. Oedipus borealis; the aberrant body (p. 138).
 10. brought down the back of it with force on the skul : " Um skáldskapinn í síðari hluta sögunnar er naumast unnt að ræða á þess að nefna höfuð Egils en að því er viki hvað eftir annað og höfuðlausn hans er skipað niður nokkurn veginn í miðri sögu hans. Höfuðið gegnir að sjálfsögðu hlutverki í persónusköpun Egils en jafnframt er það byggingarþáttur, nokkurs konar táknrænt stef sem hamrað er á, jafnt í lausu máli sem bundnu, allt til þess að hnykkt er á því í bókstaflegri merkingu með sleggju þegar bein Egils eru grafin upp. Það getur ekki farið fram hjá lesendum að Egill er ,höfuðskáld’ og að í höfði hans er tungan sem reynist honum hvorttveggja í senn skeinuhætt og drýgst allra vopna. Kannski er það heldur ekki hending að höfuðkúpa hans reynist bárótt eins og skelin sem ber sama nafn og hljóðfæri Heimis í Hlymdölum" Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, Svanhildur Óskarsdóttir. Um Egils sögu (p. xvi).
 11. to break it: "in dieser Handlung äußert sich […] der Abscheu, den Christen gegenüber solchen riesen- oder wolfsähnlichen Ungetümen empfanden, wie es Egill, sein Vater und dessen Vater gewesen sind. Ein Skalde, auf jeden Fall aber einer wie Egill, mußte nach dem Verständnis seiner Zeitgenossen über Verbindungen zu Útgardr (Utgard) verfügen". Gurjewitsch, Aaron J.. Egill Skalla-Grímsson. Skalde und Werwolf (p. 89).
 12. the bone whitened: "Even the saga description of the whitening of the skull (hvítnaði hann) when hit by Skapti's axe is a clear indication of Paget's". Byock, Jesse L.. The Skull and Bones in Egils saga (p. ??).
 13. neither was dinted nor cracked: "Óeðlileg beinaharka kann að hafa stafað af því að berserkir neyttu einhvers, sem annað fólk lagði sér ekki til munns, í því skyni að hrinda berserksgangi af stað og slíkt kann að hafa valdið breytingu á gerð beina." Hermann Pálsson. Egils saga og fornir járnhausar (p. 9).
 14. it might be gathered that this skull: "Þessi frásögn um „óbrotgjarnan haus Egils minnir augljóslega mjög á ýmsar jarteinasögur norrænna bókmennta þar sem líkami dauðra manna er gerður að spegilmynd þess sem innra bjó og á þann hátt látinn þjóna þeim tilgangi að sanna helgi þeirra eða annað ágæti. Slíkar frásagnir þekkjast víðar úr Íslendingasögum og má í því samhengi minna á beinafundina eftir brennuna á Bergþórshvoli." Þórir Óskarsson. Kollgáta í Eglu (p. 71).
 15. while skin and flesh were on it: "Egil's almost indestructible cranium is, of course, a humorous return to the Hǫfuðlausn... The "head-ransom" is one of the many instances of mêmeté in which the dispositions of Egil's character - his daring, his audacity, his agonistic stance - are reiterated. But the enduring, indestructible quality of the skull - the locus of speech - long after Egil is dead suggests that it is also an expression of Egil's core being, which is to say of his ipséité." De Looze, Laurence. The Concept of the Self in Egil’s Saga (p. 70-71).
 16. outer part of the churchyard: "Í síðasta hluta [jarteinasögunnar] sem er aðeins ein lína er tekið fram hvar sönnunargögnin eru grafin, spennandi viðfangsefni fyrir arftaka hins forvitna prests. Og karnivalið í kirkjugarðinum heldur áfram með sínum vísindalega áhuga á sjúklegum haus hetjunnar; á að grafa það upp sem aldrei hefur verið til og setja aftur á kirkjugarðsvegginn, heiminum til sýnis og skemmtunar." Helga Kress. Karnivalið í kirkjugarðinum (p. 56).
 17. churchyard at Moss-fell: “In accordance with the saga information that bones were moved to the new churchyard, we found several emptied graves in the old Hrísbrú graveyard. The emptied graves are witnessed by shafts containing small pieces of isolated human bone, apparently missed when the remains were removed from the grave.” Byock, Jesse L. et al.. A viking-age valley in Iceland (p. 208).

Kafli 89

Grímur tók trú

Grímur að Mosfelli var skírður þá er kristni var í lög leidd á Íslandi. Hann lét þar kirkju gera. En það er sögn manna að Þórdís hafi látið flytja Egil[1] til kirkju[2] og er það til jartegna að síðan er kirkja var ger að Mosfelli en ofan tekin að Hrísbrú sú kirkja er Grímur hafði gera látið þá var þar grafinn kirkjugarður. En undir altarisstaðnum[3] þá fundust mannabein. Þau voru miklu stærri en annarra manna bein. Þykjast menn það vita af sögn gamalla manna að mundu verið hafa bein Egils.[4]


Þar var þá Skafti prestur[5] Þórarinsson, vitur maður. Hann tók upp hausinn Egils og setti á kirkjugarðinn. Var hausinn undarlega mikill[6] en hitt þótti þó meir frá líkindum hve þungur var. Hausinn var allur báróttur[7] utan[8] svo sem hörpuskel. Þá vildi Skafti forvitnast um þykkleik haussins.[9] Tók hann þá handexi vel mikla og reiddi annarri hendi sem harðast og laust hamrinum á hausinn[10] og vildi brjóta[11] en þar sem á kom hvítnaði fyrir.[12]en ekki dalaði né sprakk,[13] og má af slíku marka að haus sá[14] mundi ekki auðskaddur fyrir höggum smámennis meðan svörður og hold fylgdi.[15] Bein Egils voru lögð niður í utanverðum kirkjugarði[16] að Mosfelli.[17]

Tilvísanir

 1. látið flytja Egil: "Plusieurs remarques s´imposent sur ce récit. La première concerne les actions de Þórdís. Pourquoi veut-elle faire reposer son père en terre chrétienne? [...] Acquise elle-même à la vision chrétienne du devenir de l'homme après la mort, son amour pour lui la conduit à vouloir lui assurer les plus grandes chances de survie dans l'au-delà." Torfi H. Tulinius. Le statut théologique d‘Egill Skalla-Grímsson (s. 281).
 2. til kirkju: "Þórdís hefir því lifað fram yfir það, en kirkjan var bygð, og getr það vel verið, því hún fæddist 925 (Safn til s. Ísl. I,305), og var því hálfáttræð um það leyti er kristni var lögtekin á landinu, og Grímr bóndi hennar bygði kirkjuna. Mér sýnast hin nýgreindu orð sögunnar benda til þess, að Þórdís hafi þá verið ekkja, og búið búi sínu að Mosfelli, er hún lét flytja Egil til kirkju. Annars hefði líklega Grímr bæði staðið fyrir því, og verið talinn fyrir því í frásögninni, þó það hefði verið gjört fyrir tillögur Þórdísar. Eg ætla því sennilegt, að Þórdís hafi lifað lengr en Grímr." Magnús Grímsson. Athugasemdir við Egils sögu Skallagrímssonar (s. 275-76).
 3. undir altarisstaðnum: "The location under the place of the altar corresponded to where Egils saga states that the medieval residents dug up Egill's bones to move them from Hrisbru to the new church built at Mosfell in the twelfth century.” Erlandson, Jon M. et. al.. Egill‘s Grave? (s. 48).
 4. bein Egils : "In Egils saga, after the miracle, we learn much about his later kin; that they perpetuate the dark/fair genetic contrast, that many are skalds, that Helga in fagra is of his line and exerted fatal attraction on two skalds, Gunnlaugr and Hrafn. We saw the list of miracles adapted to secular uses in the kings' and bishops' sagas. In the family sagas, the most common equivalent is a listing or discussion of descendants, a device we might have anticipated from the concerns displayed in the opening passages. Though not organic, such an ending is comprehensible. " Hume, Kathryn. Beginnings and Endings in the Icelandic Family Sagas (s. 599).
 5. Skafti prestur: "Skapti er [...] á skrá um kynborna presta frá 1143. Það væri í samræmi við ýmsar aðrar klóklegar aðferðir Eglu-höfundar við að gjöra sögu sína sennilega að bendla merkan prest frá næstliðinni öld við þessa ósennilegu beinaupptöku og lýsingu.“ Bjarni Einarsson. Hörð höfuðbein (s. 111).
 6. Var hausinn undarlega mikill: " Algengt er að ofvöxtur hlaupi í höfuðskelina. Hún þykknar þá einungis út á við án þess að þrýsta á heilann svo andlegt atgervi truflast ekki" Örnólfur Thorlacius. Hjálmaklettur Egils (s.133).
 7. Hausinn var allur báróttur: " Hann er blindur, heyrnarlaus, fótaveikur, dettinn og fótkaldur. Hann riðar eða hengir höfuðið. Bein hans voru miklu meiri en annarra manna bein, og höfuðkúpan með þeim ólíkindum sem fyrr getur. Öll þessi einkenni geta komið heim við beinsjúkdóm Paget, jafnvel fótkuldinn sem gæti stafað af æðakölkun í ganglimum. En hausinn tekur af flest tvímæli." Þórður Harðarson. Sjúkdómur Egils Skallagrímssonar (s. 247).
 8. allur báróttur utan: "A corrugated and irregular bone surface hardly seem to add to the lustre of a great warrior and poet. It is, however, a common description in medical textbooks. A curious and observant twelfth century Icelander noticed the same irregular corrugated features that twentieth century medical students are taught to look for as signs of Paget’s disease." Þórður Harðarson & Elisabet Snorradóttir. Egil’s or Paget’s disease (s. 1614).
 9. þykkleik haussins: "I hope it will be obvious that Egil's aberrance is of mythic, not medical, import. To that end, I insert a number of excursuses on relevant mythic type-characters, including the berserkr, the Dwarf, the Lapplander, and the revenant. The Egil we meet in Egil's Saga is premised on these models (… which) share the feature of monstrosity: outlandish, foreign, aberrant, unnatural appearance and behavior. That Egil is the quintessential Icelandic founder-hero and is ill-featured and outsized at one and the same time is the keystone of this character." Bragg, Lois. Oedipus borealis; the aberrant body (s. 138).
 10. laust hamrinum á hausinn : " Um skáldskapinn í síðari hluta sögunnar er naumast unnt að ræða á þess að nefna höfuð Egils en að því er viki hvað eftir annað og höfuðlausn hans er skipað niður nokkurn veginn í miðri sögu hans. Höfuðið gegnir að sjálfsögðu hlutverki í persónusköpun Egils en jafnframt er það byggingarþáttur, nokkurs konar táknrænt stef sem hamrað er á, jafnt í lausu máli sem bundnu, allt til þess að hnykkt er á því í bókstaflegri merkingu með sleggju þegar bein Egils eru grafin upp. Það getur ekki farið fram hjá lesendum að Egill er ,höfuðskáld’ og að í höfði hans er tungan sem reynist honum hvorttveggja í senn skeinuhætt og drýgst allra vopna. Kannski er það heldur ekki hending að höfuðkúpa hans reynist bárótt eins og skelin sem ber sama nafn og hljóðfæri Heimis í Hlymdölum" Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, Svanhildur Óskarsdóttir. Um Egils sögu (s. xvi).
 11. og vildi brjóta: „in dieser Handlung äußert sich […] der Abscheu, den Christen gegenüber solchen riesen- oder wolfsähnlichen Ungetümen empfanden, wie es Egill, sein Vater und dessen Vater gewesen sind. Ein Skalde, auf jeden Fall aber einer wie Egill, mußte nach dem Verständnis seiner Zeitgenossen über Verbindungen zu Útgardr (Utgard) verfügen“. Gurjewitsch, Aaron J.. Egill Skalla-Grímsson. Skalde und Werwolf (s. 89).
 12. hvítnaði fyrir: "Even the saga description of the whitening of the skull (hvítnaði hann) when hit by Skapti's axe is a clear indication of Paget's". Byock, Jesse L.. The Skull and Bones in Egils saga (s. ??).
 13. ekki dalaði né sprakk: "Óeðlileg beinaharka kann að hafa stafað af því að berserkir neyttu einhvers, sem annað fólk lagði sér ekki til munns, í því skyni að hrinda berserksgangi af stað og slíkt kann að hafa valdið breytingu á gerð beina." Hermann Pálsson. Egils saga og fornir járnhausar (s. 9).
 14. má af slíku marka að haus sá: "Þessi frásögn um „óbrotgjarnan haus Egils minnir augljóslega mjög á ýmsar jarteinasögur norrænna bókmennta þar sem líkami dauðra manna er gerður að spegilmynd þess sem innra bjó og á þann hátt látinn þjóna þeim tilgangi að sanna helgi þeirra eða annað ágæti. Slíkar frásagnir þekkjast víðar úr Íslendingasögum og má í því samhengi minna á beinafundina eftir brennuna á Bergþórshvoli." Þórir Óskarsson. Kollgáta í Eglu (s. 71).
 15. meðan svörður og hold fylgdi: "Egil's almost indestructible cranium is, of course, a humorous return to the Hǫfuðlausn... The "head-ransom" is one of the many instances of mêmeté in which the dispositions of Egil's character - his daring, his audacity, his agonistic stance - are reiterated. But the enduring, indestructible quality of the skull - the locus of speech - long after Egil is dead suggests that it is also an expression of Egil's core being, which is to say of his ipséité." De Looze, Laurence. The Concept of the Self in Egil’s Saga (s. 70-71).
 16. utanverðum kirkjgarði: "Í síðasta hluta [jarteinasögunnar] sem er aðeins ein lína er tekið fram hvar sönnunargögnin eru grafin, spennandi viðfangsefni fyrir arftaka hins forvitna prests. Og karnivalið í kirkjugarðinum heldur áfram með sínum vísindalega áhuga á sjúklegum haus hetjunnar; á að grafa það upp sem aldrei hefur verið til og setja aftur á kirkjugarðsvegginn, heiminum til sýnis og skemmtunar." Helga Kress. Karnivalið í kirkjugarðinum (s. 56).
 17. kirkjugarði að Mosfelli: “In accordance with the saga information that bones were moved to the new churchyard, we found several emptied graves in the old Hrísbrú graveyard. The emptied graves are witnessed by shafts containing small pieces of isolated human bone, apparently missed when the remains were removed from the grave.” Byock, Jesse L. et al.. A viking-age valley in Iceland (s. 208).

Links

Personal tools