Egla, 13: Difference between revisions

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search
No edit summary
No edit summary
Line 6: Line 6:


==Kafli 13==
==Kafli 13==
Af Þorgísli gjallanda
Þorgils gjallandi hét maður. Hann var heimamaður Þórólfs og hafði af honum mesta virðing húskarla hans. Hann hafði fylgt Þórólfi þá er hann var í víking, var þá stafnbúi hans og merkismaður. Þorgils hafði verið í Hafursfirði í liði Haralds konungs og stýrði þá skipi því er Þórólfur átti og hann hafði haft í víking. Þorgils var rammur að afli og hinn mesti hreystimaður. Konungur hafði veitt honum vingjafir eftir orustu og heitið vináttu sinni. Þorgils var forstjóri fyrir búi í Torgum þá er Þórólfur var eigi heima. Hafði Þorgils þá þar ráð.
En er Þórólfur hafði heiman farið þá hafði hann til greitt finnskatt þann allan er hann hafði haft af fjalli og konungur átti og fékk í hendur Þorgísli og bað hann færa konungi ef hann kæmi eigi heim áður um það er konungur færi norðan og suður um. Þorgils bjó byrðing mikinn og góðan er Þórólfur átti, og bar þar á skattinn og hafði nær tuttugu mönnum, sigldi suður eftir konungi og fann hann inn í Naumudal.
En er Þorgils kom á fund konungs þá bar hann konungi kveðju Þórólfs og sagði að hann fór þar með finnskatt þann er Þórólfur sendi honum.
Konungur sá til hans og svarar engu og sáu menn að hann var reiður.
Gekk þá Þorgils á brott og ætlaði að fá betra dagráð að tala við konung. Hann kom á fund Ölvis hnúfu og sagði honum allt sem farið hafði og spurði ef hann vissi nokkuð til hverju gegndi.
„Eigi veit eg það,“ sagði hann, „hitt hefi eg fundið að konungur þagnar hvert sinn er Þórólfs er getið síðan er vér vorum í Leku og grunar mig af því að hann muni rægður vera. Það veit eg um Hildiríðarsonu að þeir eru löngum á einmælum við konung en það er auðfundið á orðum þeirra að þeir eru óvinir Þórólfs. En eg mun þessa brátt vís verða af konungi.“
Síðan fór Ölvir til fundar við konung og mælti: „Þorgils gjallandi er hér kominn vinur yðvar með skatt þann er kominn er af Finnmörk og þér eigið og er skatturinn miklu meiri en fyrr hefur verið og miklu betri vara. Er honum títt um ferð sína. Ger svo vel konungur, gakk til og sjá því að engi mun séð hafa jafngóða grávöru.“
Konungur svarar engu og gekk þó þar er skipið lá. Þorgils braut þegar upp vöruna og sýndi konungi. En er konungur sá að það var satt að skatturinn var miklu meiri og betri en fyrr hafði verið þá hóf honum heldur upp brún og mátti Þorgils þá tala við hann. Hann færði konungi bjórskinn nokkur er Þórólfur sendi honum og enn fleiri dýrgripi er hann hafði fengið á fjalli. Konungur gladdist þá og spyr hvað til tíðinda hefði orðið um ferðir þeirra Þórólfs. Þorgils sagði það allt greinilega.
Þá mælti konungur: „Skaði mikill er það er Þórólfur skal eigi vera tryggur mér eða vilja vera banamaður minn.“
Þá svöruðu margir er hjá voru og allir á eina lund, sögðu að vera mundi róg illra manna ef konungi væri slíkt sagt, en Þórólfur mundi ósannur að vera. Kom þá svo að konungur kveðst því mundu heldur af trúa. Var konungur þá léttur í öllum ræðum við Þorgils og skildust sáttir.
En er Þorgils hitti Þórólf sagði hann honum allt sem farið hafði.


<ref>REFERENCE TEXT(Fræðigrein:[[PAGE NAME|DISPLAY AS]] OTHER INFO)</ref>
<ref>REFERENCE TEXT(Fræðigrein:[[PAGE NAME|DISPLAY AS]] OTHER INFO)</ref>

Revision as of 13:56, 8 November 2011


Chapter 13

Kafli 13

Af Þorgísli gjallanda Þorgils gjallandi hét maður. Hann var heimamaður Þórólfs og hafði af honum mesta virðing húskarla hans. Hann hafði fylgt Þórólfi þá er hann var í víking, var þá stafnbúi hans og merkismaður. Þorgils hafði verið í Hafursfirði í liði Haralds konungs og stýrði þá skipi því er Þórólfur átti og hann hafði haft í víking. Þorgils var rammur að afli og hinn mesti hreystimaður. Konungur hafði veitt honum vingjafir eftir orustu og heitið vináttu sinni. Þorgils var forstjóri fyrir búi í Torgum þá er Þórólfur var eigi heima. Hafði Þorgils þá þar ráð.

En er Þórólfur hafði heiman farið þá hafði hann til greitt finnskatt þann allan er hann hafði haft af fjalli og konungur átti og fékk í hendur Þorgísli og bað hann færa konungi ef hann kæmi eigi heim áður um það er konungur færi norðan og suður um. Þorgils bjó byrðing mikinn og góðan er Þórólfur átti, og bar þar á skattinn og hafði nær tuttugu mönnum, sigldi suður eftir konungi og fann hann inn í Naumudal.

En er Þorgils kom á fund konungs þá bar hann konungi kveðju Þórólfs og sagði að hann fór þar með finnskatt þann er Þórólfur sendi honum.

Konungur sá til hans og svarar engu og sáu menn að hann var reiður.

Gekk þá Þorgils á brott og ætlaði að fá betra dagráð að tala við konung. Hann kom á fund Ölvis hnúfu og sagði honum allt sem farið hafði og spurði ef hann vissi nokkuð til hverju gegndi.

„Eigi veit eg það,“ sagði hann, „hitt hefi eg fundið að konungur þagnar hvert sinn er Þórólfs er getið síðan er vér vorum í Leku og grunar mig af því að hann muni rægður vera. Það veit eg um Hildiríðarsonu að þeir eru löngum á einmælum við konung en það er auðfundið á orðum þeirra að þeir eru óvinir Þórólfs. En eg mun þessa brátt vís verða af konungi.“

Síðan fór Ölvir til fundar við konung og mælti: „Þorgils gjallandi er hér kominn vinur yðvar með skatt þann er kominn er af Finnmörk og þér eigið og er skatturinn miklu meiri en fyrr hefur verið og miklu betri vara. Er honum títt um ferð sína. Ger svo vel konungur, gakk til og sjá því að engi mun séð hafa jafngóða grávöru.“

Konungur svarar engu og gekk þó þar er skipið lá. Þorgils braut þegar upp vöruna og sýndi konungi. En er konungur sá að það var satt að skatturinn var miklu meiri og betri en fyrr hafði verið þá hóf honum heldur upp brún og mátti Þorgils þá tala við hann. Hann færði konungi bjórskinn nokkur er Þórólfur sendi honum og enn fleiri dýrgripi er hann hafði fengið á fjalli. Konungur gladdist þá og spyr hvað til tíðinda hefði orðið um ferðir þeirra Þórólfs. Þorgils sagði það allt greinilega.

Þá mælti konungur: „Skaði mikill er það er Þórólfur skal eigi vera tryggur mér eða vilja vera banamaður minn.“

Þá svöruðu margir er hjá voru og allir á eina lund, sögðu að vera mundi róg illra manna ef konungi væri slíkt sagt, en Þórólfur mundi ósannur að vera. Kom þá svo að konungur kveðst því mundu heldur af trúa. Var konungur þá léttur í öllum ræðum við Þorgils og skildust sáttir.

En er Þorgils hitti Þórólf sagði hann honum allt sem farið hafði.

[1]

References

  1. REFERENCE TEXT(Fræðigrein:DISPLAY AS OTHER INFO)

Links