Egla, 16: Difference between revisions

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search
No edit summary
No edit summary
Line 6: Line 6:


==Kafli 16==
==Kafli 16==
Af Þórólfi
Þórólfur fór um sumarið suður til Þrándheims á fund Haralds konungs og hafði þar með sér skatt allan og mikið fé annað og níu tigu manna og alla vel búna. En er hann kom til konungs var þeim skipað í gestaskála og veitt þeim hið stórmannlegasta.
Eftir um daginn gekk Ölvir hnúfa til Þórólfs frænda síns. Töluðust þeir við. Sagði Ölvir að Þórólfur var þá hrópaður mjög og konungur hlýddi á slíkar fortölur.
Þórólfur bað Ölvi byrja mál sitt við konung „því að eg mun,“ sagði hann, „vera skammtalaður fyrir konungi ef hann vill heldur trúa rógi vondra manna en sannindum og einurð er hann mun reyna að mér.“
Annan dag kom Ölvir til móts við Þórólf og sagði að hann hefði rætt mál hans við konung „veit eg nú eigi,“ sagði hann, „gerr en áður hvað honum er í skapi.“
„Eg skal þá sjálfur ganga til hans,“ segir Þórólfur.
Gerði hann svo, gekk til konungs þá er hann sat yfir matborði. Og er hann kom inn heilsaði hann konungi. Konungur tók kveðju hans og bað Þórólfi gefa að drekka.
Þórólfur sagði að hann hafði þar skatt þann er konungur átti, er kominn var af Finnmörk „og enn fleiri hluti hefi eg til minningar við yður konungur, þá er eg hefi yður að færa. Veit eg að því mun mér vera öllu best varið er eg hefi gert til þakka yðvarra.“
Konungur segir að ekki mátti hann vænta að Þórólfi nema góðs eina „því að eg er engis,“ segir hann, „annars af verður en þó segja menn nokkuð tvennt til hversu varfær þú munt um vera hvernig mér skal líka.“
„Eigi er eg þar fyrir sönnu hafður,“ segir Þórólfur, „ef nokkurir segja það að eg hafi ótrúleika lýst við yður, konungur. Hygg eg að þeir muni vera þínir vinir minni en eg, er slíkt hafa upp borið fyrir þér, en hitt er ljóst að þeir mundu vilja vera óvinir mínir fullkomnir. En það er og líkast að þeir komist þar að keyptu ef vér skulum einir við eigast.“
Síðan gekk Þórólfur á brott en annan dag eftir greiðir Þórólfur skattinn af hendi og var konungur viðstaddur. Og er það var allt greitt þá bar Þórólfur fram bjórskinn nokkur og safala, sagði að það vill hann gefa konungi.
Margir mæltu er þar voru hjá staddir að það var vel gert og var vináttu fyrir vert. Konungur sagði að Þórólfur hafði þar sjálfur sér laun fyrir skapið. Þórólfur sagði að hann hefði með trúleik gert allt það er hann kunni til skaps konungs „og ef enn líkar honum eigi þá mun eg fá ekki að gert. Var konungi það kunnigt, þá er eg var með honum og í hans sveit, hverja meðferð eg hafði en það þykir mér undarlegt ef konungur ætlar mig nú annan mann en þá reyndi hann mig.“
Konungur segir: „Vel fórstu Þórólfur með þínum háttum er þú varst með oss. Ætla eg það enn best af að gera að þú farir til hirðar minnar, tak við merki mínu og ver fyrir öðrum hirðmönnum. Mun þá engi maður rægja þig ef eg má yfir sjá nótt og dag hverjar meðferðir þú hefir.“
Þórólfur sá til beggja handa sér. Þar stóðu húskarlar hans. Hann mælti: „Trauður mun eg af hendi láta sveit þessa. Muntu ráða konungur nafngiftum við mig og veislum þínum en sveitunga mína mun eg ekki af hendi láta meðan mér endast föng til þótt eg véli um mína kosti eina. Er hitt bæn mín og vilji að þér konungur farið að heimboði til mín og heyrið þá orð þeirra manna er þú trúir, hvert vitni þeir bera mér um þetta mál. Gerið þá eftir sem yður finnast sannindi til.“
Konungur svarar og segir að eigi mun hann oftar veislu þiggja að Þórólfi. Gekk Þórólfur þá í brott og bjóst síðan til heimferðar.
En er hann var í brott farinn þá fékk konungur í hönd Hildiríðarsonum sýslu þá á Hálogalandi er áður hafði Þórólfur haft, og svo finnferð. Konungur kastaði eigu sinni á bú í Torgum og allar þær eignir er Brynjólfur hafði átt, fékk það allt til varðveislu Hildiríðarsonum.
Konungur sendi menn með jartegnum á fund Þórólfs að segja honum þessa tilskipan sem hann hafði gert. Síðan tók Þórólfur skip þau er hann átti og bar þar á lausafé allt það er hann mátti með fara og hafði með sér alla menn sína bæði frelsingja og þræla, fór síðan norður á Sandnes til bús síns. Hafði Þórólfur þar eigi minna fjölmenni og eigi minni rausn.


<ref>REFERENCE TEXT(Fræðigrein:[[PAGE NAME|DISPLAY AS]] OTHER INFO)</ref>
<ref>REFERENCE TEXT(Fræðigrein:[[PAGE NAME|DISPLAY AS]] OTHER INFO)</ref>

Revision as of 13:58, 8 November 2011


Chapter 16

Kafli 16

Af Þórólfi Þórólfur fór um sumarið suður til Þrándheims á fund Haralds konungs og hafði þar með sér skatt allan og mikið fé annað og níu tigu manna og alla vel búna. En er hann kom til konungs var þeim skipað í gestaskála og veitt þeim hið stórmannlegasta.

Eftir um daginn gekk Ölvir hnúfa til Þórólfs frænda síns. Töluðust þeir við. Sagði Ölvir að Þórólfur var þá hrópaður mjög og konungur hlýddi á slíkar fortölur.

Þórólfur bað Ölvi byrja mál sitt við konung „því að eg mun,“ sagði hann, „vera skammtalaður fyrir konungi ef hann vill heldur trúa rógi vondra manna en sannindum og einurð er hann mun reyna að mér.“

Annan dag kom Ölvir til móts við Þórólf og sagði að hann hefði rætt mál hans við konung „veit eg nú eigi,“ sagði hann, „gerr en áður hvað honum er í skapi.“

„Eg skal þá sjálfur ganga til hans,“ segir Þórólfur.

Gerði hann svo, gekk til konungs þá er hann sat yfir matborði. Og er hann kom inn heilsaði hann konungi. Konungur tók kveðju hans og bað Þórólfi gefa að drekka.

Þórólfur sagði að hann hafði þar skatt þann er konungur átti, er kominn var af Finnmörk „og enn fleiri hluti hefi eg til minningar við yður konungur, þá er eg hefi yður að færa. Veit eg að því mun mér vera öllu best varið er eg hefi gert til þakka yðvarra.“

Konungur segir að ekki mátti hann vænta að Þórólfi nema góðs eina „því að eg er engis,“ segir hann, „annars af verður en þó segja menn nokkuð tvennt til hversu varfær þú munt um vera hvernig mér skal líka.“

„Eigi er eg þar fyrir sönnu hafður,“ segir Þórólfur, „ef nokkurir segja það að eg hafi ótrúleika lýst við yður, konungur. Hygg eg að þeir muni vera þínir vinir minni en eg, er slíkt hafa upp borið fyrir þér, en hitt er ljóst að þeir mundu vilja vera óvinir mínir fullkomnir. En það er og líkast að þeir komist þar að keyptu ef vér skulum einir við eigast.“

Síðan gekk Þórólfur á brott en annan dag eftir greiðir Þórólfur skattinn af hendi og var konungur viðstaddur. Og er það var allt greitt þá bar Þórólfur fram bjórskinn nokkur og safala, sagði að það vill hann gefa konungi.

Margir mæltu er þar voru hjá staddir að það var vel gert og var vináttu fyrir vert. Konungur sagði að Þórólfur hafði þar sjálfur sér laun fyrir skapið. Þórólfur sagði að hann hefði með trúleik gert allt það er hann kunni til skaps konungs „og ef enn líkar honum eigi þá mun eg fá ekki að gert. Var konungi það kunnigt, þá er eg var með honum og í hans sveit, hverja meðferð eg hafði en það þykir mér undarlegt ef konungur ætlar mig nú annan mann en þá reyndi hann mig.“

Konungur segir: „Vel fórstu Þórólfur með þínum háttum er þú varst með oss. Ætla eg það enn best af að gera að þú farir til hirðar minnar, tak við merki mínu og ver fyrir öðrum hirðmönnum. Mun þá engi maður rægja þig ef eg má yfir sjá nótt og dag hverjar meðferðir þú hefir.“

Þórólfur sá til beggja handa sér. Þar stóðu húskarlar hans. Hann mælti: „Trauður mun eg af hendi láta sveit þessa. Muntu ráða konungur nafngiftum við mig og veislum þínum en sveitunga mína mun eg ekki af hendi láta meðan mér endast föng til þótt eg véli um mína kosti eina. Er hitt bæn mín og vilji að þér konungur farið að heimboði til mín og heyrið þá orð þeirra manna er þú trúir, hvert vitni þeir bera mér um þetta mál. Gerið þá eftir sem yður finnast sannindi til.“

Konungur svarar og segir að eigi mun hann oftar veislu þiggja að Þórólfi. Gekk Þórólfur þá í brott og bjóst síðan til heimferðar.

En er hann var í brott farinn þá fékk konungur í hönd Hildiríðarsonum sýslu þá á Hálogalandi er áður hafði Þórólfur haft, og svo finnferð. Konungur kastaði eigu sinni á bú í Torgum og allar þær eignir er Brynjólfur hafði átt, fékk það allt til varðveislu Hildiríðarsonum.

Konungur sendi menn með jartegnum á fund Þórólfs að segja honum þessa tilskipan sem hann hafði gert. Síðan tók Þórólfur skip þau er hann átti og bar þar á lausafé allt það er hann mátti með fara og hafði með sér alla menn sína bæði frelsingja og þræla, fór síðan norður á Sandnes til bús síns. Hafði Þórólfur þar eigi minna fjölmenni og eigi minni rausn.


[1]

References

  1. REFERENCE TEXT(Fræðigrein:DISPLAY AS OTHER INFO)

Links