Egla, 18: Difference between revisions
No edit summary |
No edit summary |
||
Line 6: | Line 6: | ||
==Kafli 18== | ==Kafli 18== | ||
Sigtryggur snarfari og Hallvarður harðfari hétu bræður tveir. Þeir voru með Haraldi konungi, víkverskir menn. Var móðurætt þeirra á Vestfold og voru þeir í frændsemistölu við Harald konung. Faðir þeirra hafði kyn átt tveim megum Gautelfar. Hann hafði bú átt í Hísing og var maður stórauðigur en þá höfðu þeir tekið við arfi eftir föður sinn. Þeir voru fjórir bræður. Hét einn Þórður, og Þorgeir, og voru þeir yngri. Þeir voru heima og réðu fyrir búi. Þeir Sigtryggur og Hallvarður höfðu sendiferðir konungs allar, bæði innan lands og utan lands, og höfðu margar ferðir þær farið er háskasamlegar voru, bæði til aftöku manna eða fé upp að taka fyrir þeim mönnum er konungur lætur heimferðir veita. Þeir höfðu sveit mikla um sig. Ekki voru þeir vingaðir alþýðu manns en konungur mat þá mikils og voru þeir allra manna best færir bæði á fæti og á skíðum, svo og í skipförum voru þeir hvatfærri en aðrir menn. Hreystimenn voru þeir og miklir og forsjálir um flest. Þeir voru þá með konungi er þetta var tíðinda. | |||
Um haustið fór konungur að veislum um Hörðaland. Það var einn dag að hann lét kalla til sín þá bræður, Hallvarð og Sigtrygg. En er þeir komu til hans sagði hann þeim að þeir skyldu fara með sveit sína og halda njósn um skip það sem Þorgils gjallandi fór með „og hann hafði í sumar vestur til Englands. Færið mér skipið og allt það er á er nema menn. Látið þá fara í brott leið sína í friði ef þeir vilja ekki verja skipið.“ | |||
Þeir bræður voru þess albúnir og tók sitt langskip hvor þeirra, fara síðan að leita þeirra Þorgils og spurðu að hann var vestan kominn og hann hafði siglt norður með landi. Þeir fara norður eftir þeim og hitta þá í Furusundi, kenndu brátt skipið og lögðu að annað skipið á útborða en sumir gengu á land upp og út á skipið að bryggjunum. Þeir Þorgils vissu sér engis ótta von og vöruðust ekki. Fundu þeir eigi fyrr en fjöldi manns var uppi á skipinu með alvæpni og þeir voru allir handteknir og leiddir síðan á land upp og vopnlausir og höfðu ekki nema ígangsklæði ein. En þeir Hallvarður skutu út bryggjunum og slógu strenginum og drógu út skipið, snúa síðan leið sína og sigldu suður þar til þess er þeir fundu konung, færðu honum skipið og allt það er á var. | |||
En er farmurinn var borinn af skipinu þá sá konungur að það var stórfé og eigi var það lygi er Hárekur hafði sagt. | |||
En Þorgils og hans félagar fengu sér flutningar og leita þeir á fund Kveld-Úlfs og þeirra feðga og sögðu sínar farar eigi sléttar. Fengu þar þó góðar viðtökur. | |||
Sagði Kveld-Úlfur að þá mundi þar til draga sem honum hafði fyrir boðað, að Þórólfur mundi eigi til alls endis gæfu til bera um vináttu Haralds konungs „og þætti mér ekki mikils vert um félát þetta er Þórólfur hefir misst nú ef nú færi eigi hér hið meira eftir. Grunar mig enn sem fyrr að Þórólfur muni eigi gerr kunna að sjá efni sín við ofurefli slíkt sem hann á að skipta“ og bað Þorgils svo segja Þórólfi að „mitt ráð er það,“ segir hann, „að hann fari úr landi á brott því að vera kann að hann komi sér betur ef hann sækir á hönd Englakonungi eða Danakonungi eða Svíakonungi.“ | |||
Síðan fékk hann Þorgísli róðrarskútu eina og þar með reiða allan, svo tjöld og vistir og allt það er þeir þurftu til ferðar sinnar. Síðan fóru þeir og léttu eigi fyrr ferð sinni en þeir komu norður til Þórólfs og sögðu honum það er til tíðinda hafði gerst. | |||
Þórólfur varð vel við skaða sinn, sagði svo að hann mundi ekki fé skorta „er gott félag að eiga við konung.“ | |||
Síðan keypti Þórólfur mjöl og malt og það annað er hann þurfti til framflutningar liði sínu. Sagði hann að húskarlar mundu vera ekki svo fagurbúnir sem hann hafði ætlað um hríð. | |||
Þórólfur seldi jarðir sínar en sumar veðsetti hann en hélt upp kostnaði öllum sem fyrr. Hafði hann þá og ekki færra lið með sér en hina fyrri vetur heldur hafði hann nokkuru fleira manna, svo um veislur og heimboð við vini sína þá hafði hann meira efni um það allt en fyrr. Var hann heima þann vetur allan. | |||
<ref>REFERENCE TEXT(Fræðigrein:[[PAGE NAME|DISPLAY AS]] OTHER INFO)</ref> | <ref>REFERENCE TEXT(Fræðigrein:[[PAGE NAME|DISPLAY AS]] OTHER INFO)</ref> |
Revision as of 13:59, 8 November 2011
Egils saga (Table of Contents) | |||||||||||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | 32 | 33 | 34 | 35 | 36 | 37 | 38 | 39 | 40 | 41 | 42 | 43 | 44 | 45 | 46 | 47 | 48 | 49 | 50 | 51 | 52 | 53 | 54 | 55 | 56 | 57 | 58 | 59 | 60 |
61 | 62 | 63 | 64 | 65 | 66 | 67 | 68 | 69 | 70 | 71 | 72 | 73 | 74 | 75 | 76 | 77 | 78 | 79 | 80 | 81 | 82 | 83 | 84 | 85 | 86 | 87 | 88 | 89 | 90 |
Chapter 18
Kafli 18
Sigtryggur snarfari og Hallvarður harðfari hétu bræður tveir. Þeir voru með Haraldi konungi, víkverskir menn. Var móðurætt þeirra á Vestfold og voru þeir í frændsemistölu við Harald konung. Faðir þeirra hafði kyn átt tveim megum Gautelfar. Hann hafði bú átt í Hísing og var maður stórauðigur en þá höfðu þeir tekið við arfi eftir föður sinn. Þeir voru fjórir bræður. Hét einn Þórður, og Þorgeir, og voru þeir yngri. Þeir voru heima og réðu fyrir búi. Þeir Sigtryggur og Hallvarður höfðu sendiferðir konungs allar, bæði innan lands og utan lands, og höfðu margar ferðir þær farið er háskasamlegar voru, bæði til aftöku manna eða fé upp að taka fyrir þeim mönnum er konungur lætur heimferðir veita. Þeir höfðu sveit mikla um sig. Ekki voru þeir vingaðir alþýðu manns en konungur mat þá mikils og voru þeir allra manna best færir bæði á fæti og á skíðum, svo og í skipförum voru þeir hvatfærri en aðrir menn. Hreystimenn voru þeir og miklir og forsjálir um flest. Þeir voru þá með konungi er þetta var tíðinda.
Um haustið fór konungur að veislum um Hörðaland. Það var einn dag að hann lét kalla til sín þá bræður, Hallvarð og Sigtrygg. En er þeir komu til hans sagði hann þeim að þeir skyldu fara með sveit sína og halda njósn um skip það sem Þorgils gjallandi fór með „og hann hafði í sumar vestur til Englands. Færið mér skipið og allt það er á er nema menn. Látið þá fara í brott leið sína í friði ef þeir vilja ekki verja skipið.“
Þeir bræður voru þess albúnir og tók sitt langskip hvor þeirra, fara síðan að leita þeirra Þorgils og spurðu að hann var vestan kominn og hann hafði siglt norður með landi. Þeir fara norður eftir þeim og hitta þá í Furusundi, kenndu brátt skipið og lögðu að annað skipið á útborða en sumir gengu á land upp og út á skipið að bryggjunum. Þeir Þorgils vissu sér engis ótta von og vöruðust ekki. Fundu þeir eigi fyrr en fjöldi manns var uppi á skipinu með alvæpni og þeir voru allir handteknir og leiddir síðan á land upp og vopnlausir og höfðu ekki nema ígangsklæði ein. En þeir Hallvarður skutu út bryggjunum og slógu strenginum og drógu út skipið, snúa síðan leið sína og sigldu suður þar til þess er þeir fundu konung, færðu honum skipið og allt það er á var.
En er farmurinn var borinn af skipinu þá sá konungur að það var stórfé og eigi var það lygi er Hárekur hafði sagt.
En Þorgils og hans félagar fengu sér flutningar og leita þeir á fund Kveld-Úlfs og þeirra feðga og sögðu sínar farar eigi sléttar. Fengu þar þó góðar viðtökur.
Sagði Kveld-Úlfur að þá mundi þar til draga sem honum hafði fyrir boðað, að Þórólfur mundi eigi til alls endis gæfu til bera um vináttu Haralds konungs „og þætti mér ekki mikils vert um félát þetta er Þórólfur hefir misst nú ef nú færi eigi hér hið meira eftir. Grunar mig enn sem fyrr að Þórólfur muni eigi gerr kunna að sjá efni sín við ofurefli slíkt sem hann á að skipta“ og bað Þorgils svo segja Þórólfi að „mitt ráð er það,“ segir hann, „að hann fari úr landi á brott því að vera kann að hann komi sér betur ef hann sækir á hönd Englakonungi eða Danakonungi eða Svíakonungi.“
Síðan fékk hann Þorgísli róðrarskútu eina og þar með reiða allan, svo tjöld og vistir og allt það er þeir þurftu til ferðar sinnar. Síðan fóru þeir og léttu eigi fyrr ferð sinni en þeir komu norður til Þórólfs og sögðu honum það er til tíðinda hafði gerst.
Þórólfur varð vel við skaða sinn, sagði svo að hann mundi ekki fé skorta „er gott félag að eiga við konung.“
Síðan keypti Þórólfur mjöl og malt og það annað er hann þurfti til framflutningar liði sínu. Sagði hann að húskarlar mundu vera ekki svo fagurbúnir sem hann hafði ætlað um hríð.
Þórólfur seldi jarðir sínar en sumar veðsetti hann en hélt upp kostnaði öllum sem fyrr. Hafði hann þá og ekki færra lið með sér en hina fyrri vetur heldur hafði hann nokkuru fleira manna, svo um veislur og heimboð við vini sína þá hafði hann meira efni um það allt en fyrr. Var hann heima þann vetur allan.
References
- ↑ REFERENCE TEXT(Fræðigrein:DISPLAY AS OTHER INFO)