Egla, 31: Difference between revisions

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search
No edit summary
No edit summary
Line 13: Line 13:
Þau Skalla-Grímur áttu dætur tvær. Hét önnur Sæunn en önnur Þórunn. Voru þær og efnilegar<ref>'''efnilegar stúlkur''': "Ég hef áður fært rök fyrir því að hugmyndir miðaldamanna um efnilegar stúlkur hafi snemma á miðöldum átt við stúlkur sem voru efnilegar í bókstaflegri merkingu þessa orðs. Málið snerist um efnilega kvenkosti og efnilegastar voru þær sem áttu miklar eignir, helst jarðeignir en ekki sakaði að þær voru líka fríðar og miklir kvenskörungar. Þegar leið á miðaldir fór þó hugmyndin um efnilegan kvenkost að breytast verulega.“ [[Agnes S. Arnórsdóttir. Nokkrar hugleiðingar um kynbundið uppeldi á miðöldum]] (p. 108).</ref> í uppvexti.
Þau Skalla-Grímur áttu dætur tvær. Hét önnur Sæunn en önnur Þórunn. Voru þær og efnilegar<ref>'''efnilegar stúlkur''': "Ég hef áður fært rök fyrir því að hugmyndir miðaldamanna um efnilegar stúlkur hafi snemma á miðöldum átt við stúlkur sem voru efnilegar í bókstaflegri merkingu þessa orðs. Málið snerist um efnilega kvenkosti og efnilegastar voru þær sem áttu miklar eignir, helst jarðeignir en ekki sakaði að þær voru líka fríðar og miklir kvenskörungar. Þegar leið á miðaldir fór þó hugmyndin um efnilegan kvenkost að breytast verulega.“ [[Agnes S. Arnórsdóttir. Nokkrar hugleiðingar um kynbundið uppeldi á miðöldum]] (p. 108).</ref> í uppvexti.


Enn áttu þau Skalla-Grímur son. Var sá vatni ausinn og nafn gefið og kallaður Egill. En er hann óx upp þá mátti það brátt sjá á honum að hann mundi verða mjög ljótur og líkur föður sínum, svartur á hár. En þá er hann var þrevetur þá var hann mikill og sterkur svo sem þeir sveinar aðrir er voru sex vetra eða sjö. Hann var brátt málugur og orðvís.<ref>'''"Egil’s premature verbal skills are a variant of the puer senex topos used in earlier sagas to signal Olaf Tryggvason’s predisposition for Christianity and Magnús’s early political sagacity." [[Andersson, Theodore M.. Political Ambiguities – Egils saga Skallagrímssonar]] (p. 105).</ref> Heldur var hann illur viðureignar er hann var í leikum með öðrum ungmennum.
Enn áttu þau Skalla-Grímur son. Var sá vatni ausinn og nafn gefið og kallaður Egill. En er hann óx upp þá mátti það brátt sjá á honum að hann mundi verða mjög ljótur og líkur föður sínum, svartur á hár. En þá er hann var þrevetur þá var hann mikill og sterkur svo sem þeir sveinar aðrir er voru sex vetra eða sjö. Hann var brátt málugur og orðvís.<ref>"Egil’s premature verbal skills are a variant of the puer senex topos used in earlier sagas to signal Olaf Tryggvason’s predisposition for Christianity and Magnús’s early political sagacity." [[Andersson, Theodore M.. Political Ambiguities – Egils saga Skallagrímssonar]] (p. 105).</ref> Heldur var hann illur viðureignar er hann var í leikum með öðrum ungmennum.


Það vor fór Yngvar til Borgar og var það að erindum að hann bauð Skalla-Grími til boðs út þangað til sín og nefndi til þeirrar ferðar Beru dóttur sína og Þórólf son hennar og þá menn aðra er þau Skalla-Grímur vildu að færu. Skalla-Grímur hét för sinni. Fór Yngvar þá heim og bjó til veislunnar og lét þá öl heita.
Það vor fór Yngvar til Borgar og var það að erindum að hann bauð Skalla-Grími til boðs út þangað til sín og nefndi til þeirrar ferðar Beru dóttur sína og Þórólf son hennar og þá menn aðra er þau Skalla-Grímur vildu að færu. Skalla-Grímur hét för sinni. Fór Yngvar þá heim og bjó til veislunnar og lét þá öl heita.

Revision as of 18:23, 1 November 2011


Chapter 31

Kafli 31

Hér segir af börnum Skalla-Gríms

Skalla-Grímur og þau Bera áttu börn mjög mörg og var það fyrst að öll önduðust. Þá gátu þau son og var vatni ausinn og hét Þórólfur. En er hann fæddist upp þá var hann snemma mikill vexti og hinn vænsti sýnum. Var það allra manna mál að hann mundi vera hinn líkasti Þórólfi Kveld-Úlfssyni er hann var eftir heitinn. Þórólfur var langt umfram jafnaldra sína að afli. En er hann óx upp gerðist hann íþróttamaður um flesta þá hluti er þá var mönnum títt að fremja, þeim er vel voru að sér gervir. Þórólfur var gleðimaður mikill. Snemma var hann svo fullkominn að afli að hann þótti vel liðfær með öðrum mönnum. Varð hann brátt vinsæll af alþýðu. Unni honum og vel faðir og móðir.

Þau Skalla-Grímur áttu dætur tvær. Hét önnur Sæunn en önnur Þórunn. Voru þær og efnilegar[1] í uppvexti.

Enn áttu þau Skalla-Grímur son. Var sá vatni ausinn og nafn gefið og kallaður Egill. En er hann óx upp þá mátti það brátt sjá á honum að hann mundi verða mjög ljótur og líkur föður sínum, svartur á hár. En þá er hann var þrevetur þá var hann mikill og sterkur svo sem þeir sveinar aðrir er voru sex vetra eða sjö. Hann var brátt málugur og orðvís.[2] Heldur var hann illur viðureignar er hann var í leikum með öðrum ungmennum.

Það vor fór Yngvar til Borgar og var það að erindum að hann bauð Skalla-Grími til boðs út þangað til sín og nefndi til þeirrar ferðar Beru dóttur sína og Þórólf son hennar og þá menn aðra er þau Skalla-Grímur vildu að færu. Skalla-Grímur hét för sinni. Fór Yngvar þá heim og bjó til veislunnar og lét þá öl heita.

En er að þeirri stefnu kemur er Skalla-Grímur skyldi til boðsins fara og þau Bera þá bjóst Þórólfur til ferðar með þeim og húskarlar svo að þau voru fimmtán saman.

Egill ræddi um við föður sinn að hann vildi fara „á eg þar slíkt kynni sem Þórólfur,“ segir hann.

„Ekki skaltu fara,“ segir Skalla-Grímur, „því að þú kannt ekki fyrir þér að vera í fjölmenni þar er drykkjur eru miklar er þú þykir ekki góður viðskiptis að þú sért ódrukkinn.“

Steig þá Skalla-Grímur á hest sinn og reið í brott en Egill undi illa við sinn hlut. Hann gekk úr garði og hitti eykhest einn er Skalla-Grímur átti, fór á bak og reið eftir þeim Skalla-Grími. Honum varð ógreiðfært um mýrarnar því að hann kunni enga leið en hann sá þó mjög oft reið þeirra Skalla-Gríms þá er eigi bar fyrir holt eða skóga. Er það að segja frá hans ferð að síð um kveldið kom hann á Álftanes þá er menn sátu þar að drykkju. Gekk hann inn í stofu. En er Yngvar sá Egil þá tók hann við honum feginsamlega og spurði hví hann hefði svo síð komið. Egill sagði hvað þeir Skalla-Grímur höfðu við mælst. Yngvar setti Egil hjá sér. Sátu þeir gagnvert þeim Skalla-Grími og Þórólfi.

Það var þar haft ölteiti að menn kváðu vísur. Þá kvað Egill vísu:

Kominn er eg til erna
Yngvars þess er beð lyngva,
hann var fús að finna
fránþvengjar gefr drengjum.
Munt eigi þú, þægir,
þrevetran mér betri,
ljósundinna landa
linns, óðar smið finna.

Yngvar hélt upp vísu þeirri og þakkaði vel Agli vísuna. En um daginn eftir þá færði Yngvar Agli að skáldskaparlaunum kúfunga þrjá og andaregg. En um daginn eftir við drykkju kvað Egill vísu aðra um bragarlaun:

Síþögla gaf söglum
sárgagls þrjá Agli
hirðimeiðr við hróðri
hagr brimrótar gagra
og bekkþiðurs blakka
borðvallar gaf fjorða
kennimeiðr, sá er kunni,
kjörbeð, Egil gleðja.

Vel lagði Egill í þökk skáldskap sinn við marga menn.

Ekki varð þá fleira til tíðinda í ferð þeirra. Fór Egill heim með Skalla-Grími.

References

  1. efnilegar stúlkur: "Ég hef áður fært rök fyrir því að hugmyndir miðaldamanna um efnilegar stúlkur hafi snemma á miðöldum átt við stúlkur sem voru efnilegar í bókstaflegri merkingu þessa orðs. Málið snerist um efnilega kvenkosti og efnilegastar voru þær sem áttu miklar eignir, helst jarðeignir en ekki sakaði að þær voru líka fríðar og miklir kvenskörungar. Þegar leið á miðaldir fór þó hugmyndin um efnilegan kvenkost að breytast verulega.“ Agnes S. Arnórsdóttir. Nokkrar hugleiðingar um kynbundið uppeldi á miðöldum (p. 108).
  2. "Egil’s premature verbal skills are a variant of the puer senex topos used in earlier sagas to signal Olaf Tryggvason’s predisposition for Christianity and Magnús’s early political sagacity." Andersson, Theodore M.. Political Ambiguities – Egils saga Skallagrímssonar (p. 105).

Links