Egla, 22: Difference between revisions

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search
(Created page with "{{Egla_TOC}} ==Chapter 1== ==Kafli 1== <ref>REFERENCE TEXT(Fræðigrein:DISPLAY AS OTHER INFO)</ref> ==References== <references /> ==Links== [[Category:Eg...")
 
No edit summary
Line 3: Line 3:




==Chapter 1==
==Chapter 22==
 
==Kafli 22==
Fall Þórólfs Kveld-Úlfssonar
Haraldur konungur sat þá á Hlöðum er þeir Hallvarður fóru á brott og þegar jafnskjótt bjóst konungur sem skyndilegast og gekk á skip sín og reru þeir inn eftir firði um Skarnssund og svo um Beitsjó inn til Eldueiðs. Lét hann þar eftir skipin og fór norður um eiðið til Naumudals og tók hann þar langskip er bændur áttu og gekk hann þar á með lið sitt. Hafði hann hirð sína og nær þremur hundruðum manna. Hann hafði fimm skip eða sex og öll stór. Þeir tóku andviðri hvasst og reru nótt og dag svo sem ganga mátti. Nótt var þá farljós.
 
Þeir komu aftan dags til Sandness eftir sólarfall og sá þar fyrir bænum fljóta langskip mikið og tjaldað yfir. Þar kenndu þeir skip það er Þórólfur átti. Hafði hann það látið búa og ætlaði af landi á brott en þá hafði hann heita látið fararmungát sitt. Konungur bað menn ganga af skipum gersamlega. Lét hann fara upp merki sitt. Skammt var að ganga til bæjarins en varðmenn Þórólfs sátu inni við drykkju og voru eigi gengnir á vörðinn og var engi maður úti. Sat allt lið inni við drykkju.
 
Konungur lét slá mannhring um stofuna. Lustu þeir þá upp herópi og var blásið í konungslúður herblástur. En er þeir Þórólfur heyra það hljópu þeir til vopna því að hvers manns alvæpni hékk yfir rúmi hans. Konungur lét kalla að stofunni og bað ganga út konur og ungmenni og gamalmenni, þræla og mansmenn.
 
Síðan gekk út Sigríður húsfreyja og með henni konur þær er inni voru og aðrir þeir menn er útganga var lofuð. Sigríður spurði eftir ef þeir væru þar synir Berðlu-Kára. Þeir gengu fram báðir og spurðu hvað hún vildi þeim.
 
„Fylgið mér til konungs,“ sagði hún.
 
Þeir gerðu svo. En er hún kom til konungs þá spurði hún: „Skal nokkuð um sættir tjóa að leita herra með ykkur Þórólfi?“
 
Konungur svarar: „Vill Þórólfur upp gefast og ganga á vald mitt til miskunnar og mun hann halda lífi og limum en menn hans munu sæta refsingum svo sem sakir falla til.“
 
Síðan gekk Ölvir hnúfa til stofunnar og lét kalla Þórólf til máls við sig. Hann sagði honum þann kost er konungur gerði.
 
Þórólfur svarar: „Enga vil eg nauðungarsætt taka af konungi. Bið þú konung gefa oss útgöngu. Látum þá skeika að sköpuðu.“
 
Ölvir gekk til konungs og sagði hvers Þórólfur beiddist.
 
Konungur sagði: „Berið eld að stofunni. Ekki vil eg berjast við þá og týna liði mínu. Veit eg að Þórólfur mun gera oss mannskaða mikinn ef vér skulum sækja hann þar, er hann mun seint að vinna inni þótt hann hafi lið minna en vér.“
 
Síðan var eldur borinn að stofunni og sóttist það skjótt því að timbrið var þurrt og bræddur viðurinn en næfrum þakið um ræfrið. Þórólfur bað menn sína brjóta upp bálkinn er var milli stofunnar og forstofunnar og sóttist það skjótt. En er þeir náðu timburstokknum þá tóku svo margir stokkinn einn sem á fengu haldið og skutu öðrum endanum í hyrningina svo hart að nafarnar hrutu af fyrir utan og hljópu í sundur veggirnir svo að þar var útgangur mikill. Gekk þar Þórólfur fyrstur út og þá Þorgils gjallandi og svo hver eftir annan.
 
Tókst þá bardaginn og var það um hríð að stofan gætti á bak þeim Þórólfi en er hún tók að brenna þá sótti eldurinn að þeim. Féll þá og margt lið þeirra. Þá hljóp Þórólfur fram og hjó til beggja handa, sótti þangað að er merki konungs var. Þá féll Þorgils gjallandi. En er Þórólfur kom fram að skjaldborginni lagði hann sverði í gegnum þann mann er merkið bar.
 
Þá mælti Þórólfur: „Nú gekk eg þremur fótum til skammt.“
 
Þá stóðu á honum bæði sverð og spjót en sjálfur konungur veitti honum banasár og féll Þórólfur fram á fætur konungi. Þá kallaði konungur og bað hætta að drepa fleiri menn og var þá svo gert.
 
Síðan bað konungur menn sína fara ofan til skipa. Hann mælti við Ölvi og þá bræður: „Takið nú Þórólf frænda ykkarn og veitið honum umbúnað sæmilegan, og svo öðrum mönnum er hér eru fallnir, og veitið þeim gröft, en látið binda sár manna þeirra er lífvænir eru, en ekki skal hér ræna því að þetta er allt mitt fé.“
 
Síðan gekk konungur ofan til skipanna og flest lið með honum en er þeir voru á skip komnir þá tóku menn að binda sár sín.
 
Konungur gekk um skipið og leit á sár manna. Hann sá hvar maður batt svöðusár eitt. Konungur sagði að ekki hafði Þórólfur veitt það sár „og allt bitu honum annan veg vopnin. Fáir ætla eg að þau bindi sárin er hann veitti og skaði mikill er eftir menn slíka.“
 
En þegar að morgni dags lét konungur draga segl sín og sigldi suður sem af tók. En er á leið daginn þá fundu þeir konungur róðrarskip mörg í hverju eyjarsundi og hafði lið það ætlað til fundar við Þórólf því að njósnir hans höfðu verið allt suður í Naumudal og víða um eyjar. Höfðu þeir orðið vísir að þeir Hallvarður bræður voru komnir sunnan með lið mikið og ætluðu að Þórólfi. Höfðu þeir Hallvarður haft jafnan andviðri og höfðu þeir dvalist í ýmsum höfnum, til þess er njósn hafði farið hið efra um land og höfðu þess orðið varir njósnarmenn Þórólfs og hafði þetta herhlaup fyrir þá sök verið.
 
Konungur sigldi hraðbyrja til þess er hann kom í Naumudal, lét þar skipin eftir en hann fór landveg í Þrándheim. Tók hann þar skip sín sem hann hafði eftir látið, hélt þá liðinu út til Hlaða. Spurðust brátt þessi tíðindi og komu fyrir þá Hallvarð þar er þeir lágu. Sneru þeir þá aftur til konungs og þótti þeirra ferð heldur hæðileg.
 
Þeir bræður Ölvir hnúfa og Eyvindur lambi dvöldust um hríð á Sandnesi. Létu þeir búa um val þann er þar hafði fallið. Bjuggu þeir um lík Þórólfs eftir siðvenju svo sem títt var að búa um lík göfugra manna, settu eftir hann bautasteina. Þeir létu græða sjúka menn. Þeir skipuðu og til bús með Sigríði. Var þar eftir allur fjárafli en mestur hafði inni brunnið húsbúnaður og borðbúnaður og klæðnaður manna.
 
En er þeir bræður voru búnir þá fóru þeir norðan og komu á fund Haralds konungs er hann var í Þrándheimi og voru með honum um hríð. Þeir voru hljóðir og mæltu fátt við menn.
 
Það var einhvern dag að þeir bræður gengu fyrir konung. Þá mælti Ölvir: „Þess orlofs viljum við bræður þig biðja konungur að þú lofir okkur heimferð til búa okkarra því að hér hafa þau tíðindi gerst er við berum eigi skaplyndi til að eiga drykk og sess við þá menn er báru vopn á Þórólf frænda okkarn.“
 
Konungur leit við honum og svarar heldur stutt: „Eigi mun eg það lofa ykkur. Hér skuluð þið vera með mér.“ Þeir bræður gengu í brott og aftur til sætis síns.
 
Annan dag eftir sat konungur í málstofu, lét kalla þangað þá Ölvi bræður.
 
„Nú skuluð þið vita,“ segir konungur, „um erindi það er þið hófuð við mig og beiddust heimferðar. Hafið þið verið hér um hríð með mér og verið vel siðaðir. Hafið þið vel jafnan dugað. Hefir mér til ykkar allir hlutir vel hugnað. Nú vil eg Eyvindur að þú farir norður á Hálogaland. Vil eg gifta þér Sigríði á Sandnesi, konu þá er Þórólfur hafði átt. Vil eg gefa þér fé það allt er Þórólfur átti. Skaltu þar hafa með vináttu mína ef þú kannt til gæta. En Ölvir skal mér fylgja. Vil eg hann eigi lausan láta fyrir sakar íþrótta hans.“
 
Þeir bræður þökkuðu konungi þann sóma er hann veitti þeim, sögðu að þeir vildu það fúslega þekkjast. Bjóst Eyvindur þá til ferðar, fékk sér gott skip það er honum hæfði. Fékk konungur honum jartegnir sínar til ráðs þessa. Greiddist ferð Eyvindar vel og kom fram norður í Álöst á Sandnesi. Sigríður tók vel við þeim. Síðan bar Eyvindur fram jartegnir konungs og erindi sín fyrir Sigríði og hóf bónorð sitt við hana, sagði að það var konungs orðsending að Eyvindur nái ráði þessu. En Sigríður sá þann einn sinn kost, svo sem þá var komið, að láta konung fyrir ráða. Fór það ráð fram að Eyvindur fékk Sigríðar. Tók hann þá við búi á Sandnesi og við fé því öllu er Þórólfur hafði átt. Var Eyvindur göfugur maður. Voru börn þeirra Finnur skjálgi faðir Eyvindar skáldaspillis og Geirlaug er átti Sighvatur rauði. Finnur hinn skjálgi átti Gunnhildi, dóttur Hálfdanar jarls. Móðir hennar hét Ingibjörg, dóttir Haralds konungs hins hárfagra.
 
Eyvindur lambi hélst í vináttu við konung meðan þeir lifðu báðir.


==Kafli 1==


<ref>REFERENCE TEXT(Fræðigrein:[[PAGE NAME|DISPLAY AS]] OTHER INFO)</ref>
<ref>REFERENCE TEXT(Fræðigrein:[[PAGE NAME|DISPLAY AS]] OTHER INFO)</ref>

Revision as of 14:03, 8 November 2011


Chapter 22

Kafli 22

Fall Þórólfs Kveld-Úlfssonar Haraldur konungur sat þá á Hlöðum er þeir Hallvarður fóru á brott og þegar jafnskjótt bjóst konungur sem skyndilegast og gekk á skip sín og reru þeir inn eftir firði um Skarnssund og svo um Beitsjó inn til Eldueiðs. Lét hann þar eftir skipin og fór norður um eiðið til Naumudals og tók hann þar langskip er bændur áttu og gekk hann þar á með lið sitt. Hafði hann hirð sína og nær þremur hundruðum manna. Hann hafði fimm skip eða sex og öll stór. Þeir tóku andviðri hvasst og reru nótt og dag svo sem ganga mátti. Nótt var þá farljós.

Þeir komu aftan dags til Sandness eftir sólarfall og sá þar fyrir bænum fljóta langskip mikið og tjaldað yfir. Þar kenndu þeir skip það er Þórólfur átti. Hafði hann það látið búa og ætlaði af landi á brott en þá hafði hann heita látið fararmungát sitt. Konungur bað menn ganga af skipum gersamlega. Lét hann fara upp merki sitt. Skammt var að ganga til bæjarins en varðmenn Þórólfs sátu inni við drykkju og voru eigi gengnir á vörðinn og var engi maður úti. Sat allt lið inni við drykkju.

Konungur lét slá mannhring um stofuna. Lustu þeir þá upp herópi og var blásið í konungslúður herblástur. En er þeir Þórólfur heyra það hljópu þeir til vopna því að hvers manns alvæpni hékk yfir rúmi hans. Konungur lét kalla að stofunni og bað ganga út konur og ungmenni og gamalmenni, þræla og mansmenn.

Síðan gekk út Sigríður húsfreyja og með henni konur þær er inni voru og aðrir þeir menn er útganga var lofuð. Sigríður spurði eftir ef þeir væru þar synir Berðlu-Kára. Þeir gengu fram báðir og spurðu hvað hún vildi þeim.

„Fylgið mér til konungs,“ sagði hún.

Þeir gerðu svo. En er hún kom til konungs þá spurði hún: „Skal nokkuð um sættir tjóa að leita herra með ykkur Þórólfi?“

Konungur svarar: „Vill Þórólfur upp gefast og ganga á vald mitt til miskunnar og mun hann halda lífi og limum en menn hans munu sæta refsingum svo sem sakir falla til.“

Síðan gekk Ölvir hnúfa til stofunnar og lét kalla Þórólf til máls við sig. Hann sagði honum þann kost er konungur gerði.

Þórólfur svarar: „Enga vil eg nauðungarsætt taka af konungi. Bið þú konung gefa oss útgöngu. Látum þá skeika að sköpuðu.“

Ölvir gekk til konungs og sagði hvers Þórólfur beiddist.

Konungur sagði: „Berið eld að stofunni. Ekki vil eg berjast við þá og týna liði mínu. Veit eg að Þórólfur mun gera oss mannskaða mikinn ef vér skulum sækja hann þar, er hann mun seint að vinna inni þótt hann hafi lið minna en vér.“

Síðan var eldur borinn að stofunni og sóttist það skjótt því að timbrið var þurrt og bræddur viðurinn en næfrum þakið um ræfrið. Þórólfur bað menn sína brjóta upp bálkinn er var milli stofunnar og forstofunnar og sóttist það skjótt. En er þeir náðu timburstokknum þá tóku svo margir stokkinn einn sem á fengu haldið og skutu öðrum endanum í hyrningina svo hart að nafarnar hrutu af fyrir utan og hljópu í sundur veggirnir svo að þar var útgangur mikill. Gekk þar Þórólfur fyrstur út og þá Þorgils gjallandi og svo hver eftir annan.

Tókst þá bardaginn og var það um hríð að stofan gætti á bak þeim Þórólfi en er hún tók að brenna þá sótti eldurinn að þeim. Féll þá og margt lið þeirra. Þá hljóp Þórólfur fram og hjó til beggja handa, sótti þangað að er merki konungs var. Þá féll Þorgils gjallandi. En er Þórólfur kom fram að skjaldborginni lagði hann sverði í gegnum þann mann er merkið bar.

Þá mælti Þórólfur: „Nú gekk eg þremur fótum til skammt.“

Þá stóðu á honum bæði sverð og spjót en sjálfur konungur veitti honum banasár og féll Þórólfur fram á fætur konungi. Þá kallaði konungur og bað hætta að drepa fleiri menn og var þá svo gert.

Síðan bað konungur menn sína fara ofan til skipa. Hann mælti við Ölvi og þá bræður: „Takið nú Þórólf frænda ykkarn og veitið honum umbúnað sæmilegan, og svo öðrum mönnum er hér eru fallnir, og veitið þeim gröft, en látið binda sár manna þeirra er lífvænir eru, en ekki skal hér ræna því að þetta er allt mitt fé.“

Síðan gekk konungur ofan til skipanna og flest lið með honum en er þeir voru á skip komnir þá tóku menn að binda sár sín.

Konungur gekk um skipið og leit á sár manna. Hann sá hvar maður batt svöðusár eitt. Konungur sagði að ekki hafði Þórólfur veitt það sár „og allt bitu honum annan veg vopnin. Fáir ætla eg að þau bindi sárin er hann veitti og skaði mikill er eftir menn slíka.“

En þegar að morgni dags lét konungur draga segl sín og sigldi suður sem af tók. En er á leið daginn þá fundu þeir konungur róðrarskip mörg í hverju eyjarsundi og hafði lið það ætlað til fundar við Þórólf því að njósnir hans höfðu verið allt suður í Naumudal og víða um eyjar. Höfðu þeir orðið vísir að þeir Hallvarður bræður voru komnir sunnan með lið mikið og ætluðu að Þórólfi. Höfðu þeir Hallvarður haft jafnan andviðri og höfðu þeir dvalist í ýmsum höfnum, til þess er njósn hafði farið hið efra um land og höfðu þess orðið varir njósnarmenn Þórólfs og hafði þetta herhlaup fyrir þá sök verið.

Konungur sigldi hraðbyrja til þess er hann kom í Naumudal, lét þar skipin eftir en hann fór landveg í Þrándheim. Tók hann þar skip sín sem hann hafði eftir látið, hélt þá liðinu út til Hlaða. Spurðust brátt þessi tíðindi og komu fyrir þá Hallvarð þar er þeir lágu. Sneru þeir þá aftur til konungs og þótti þeirra ferð heldur hæðileg.

Þeir bræður Ölvir hnúfa og Eyvindur lambi dvöldust um hríð á Sandnesi. Létu þeir búa um val þann er þar hafði fallið. Bjuggu þeir um lík Þórólfs eftir siðvenju svo sem títt var að búa um lík göfugra manna, settu eftir hann bautasteina. Þeir létu græða sjúka menn. Þeir skipuðu og til bús með Sigríði. Var þar eftir allur fjárafli en mestur hafði inni brunnið húsbúnaður og borðbúnaður og klæðnaður manna.

En er þeir bræður voru búnir þá fóru þeir norðan og komu á fund Haralds konungs er hann var í Þrándheimi og voru með honum um hríð. Þeir voru hljóðir og mæltu fátt við menn.

Það var einhvern dag að þeir bræður gengu fyrir konung. Þá mælti Ölvir: „Þess orlofs viljum við bræður þig biðja konungur að þú lofir okkur heimferð til búa okkarra því að hér hafa þau tíðindi gerst er við berum eigi skaplyndi til að eiga drykk og sess við þá menn er báru vopn á Þórólf frænda okkarn.“

Konungur leit við honum og svarar heldur stutt: „Eigi mun eg það lofa ykkur. Hér skuluð þið vera með mér.“ Þeir bræður gengu í brott og aftur til sætis síns.

Annan dag eftir sat konungur í málstofu, lét kalla þangað þá Ölvi bræður.

„Nú skuluð þið vita,“ segir konungur, „um erindi það er þið hófuð við mig og beiddust heimferðar. Hafið þið verið hér um hríð með mér og verið vel siðaðir. Hafið þið vel jafnan dugað. Hefir mér til ykkar allir hlutir vel hugnað. Nú vil eg Eyvindur að þú farir norður á Hálogaland. Vil eg gifta þér Sigríði á Sandnesi, konu þá er Þórólfur hafði átt. Vil eg gefa þér fé það allt er Þórólfur átti. Skaltu þar hafa með vináttu mína ef þú kannt til gæta. En Ölvir skal mér fylgja. Vil eg hann eigi lausan láta fyrir sakar íþrótta hans.“

Þeir bræður þökkuðu konungi þann sóma er hann veitti þeim, sögðu að þeir vildu það fúslega þekkjast. Bjóst Eyvindur þá til ferðar, fékk sér gott skip það er honum hæfði. Fékk konungur honum jartegnir sínar til ráðs þessa. Greiddist ferð Eyvindar vel og kom fram norður í Álöst á Sandnesi. Sigríður tók vel við þeim. Síðan bar Eyvindur fram jartegnir konungs og erindi sín fyrir Sigríði og hóf bónorð sitt við hana, sagði að það var konungs orðsending að Eyvindur nái ráði þessu. En Sigríður sá þann einn sinn kost, svo sem þá var komið, að láta konung fyrir ráða. Fór það ráð fram að Eyvindur fékk Sigríðar. Tók hann þá við búi á Sandnesi og við fé því öllu er Þórólfur hafði átt. Var Eyvindur göfugur maður. Voru börn þeirra Finnur skjálgi faðir Eyvindar skáldaspillis og Geirlaug er átti Sighvatur rauði. Finnur hinn skjálgi átti Gunnhildi, dóttur Hálfdanar jarls. Móðir hennar hét Ingibjörg, dóttir Haralds konungs hins hárfagra.

Eyvindur lambi hélst í vináttu við konung meðan þeir lifðu báðir.


[1]

References

  1. REFERENCE TEXT(Fræðigrein:DISPLAY AS OTHER INFO)

Links