Egla, 58: Difference between revisions
(Created page with "{{Egla_TOC}} ==Chapter 1== ==Kafli 1== <ref>REFERENCE TEXT(Fræðigrein:DISPLAY AS OTHER INFO)</ref> ==References== <references /> ==Links== [[Category:Eg...") |
No edit summary |
||
Line 3: | Line 3: | ||
==Chapter | ==Chapter 58== | ||
==Kafli 58== | |||
Eiríkur konungur heyrði ályktarorð er Egill mælti á þinginu og varð reiður mjög. En allir menn höfðu vopnlausir farið til þingsins, veitti konungur því eigi atgöngu. Hann bað menn sína ganga til skipa. Þeir gerðu sem hann bauð. Og er þeir komu til strandar skaut konungur á húsþingi og sagði fyrirætlan sína: „Vér skulum nú færa tjöld af skipum vorum og róa eftir þeim Arinbirni og Agli og skal taka Egil af lífi og hlífa engum manni þeim er fyrir honum vill standa.“ | |||
Síðan gengu þeir á skip og bjuggust um sem skjótast og reru þar til er skip þeirra Arinbjarnar höfðu verið. Voru þeir þá á brottu. Þá lét konungur taka róður eftir þeim norður um sund og er hann kom á Sognsæ þá reri lið Arinbjarnar inn til Sauðungssunda og stefnir hann inn eftir þeim og hitti hann skip Arinbjarnar inn á Sauðungssundum. Lagði konungur að skipunum og köstuðu þeir orðum á þá. Spurði konungur hvort Egill væri þar á skipinu. | |||
Arinbjörn svarar: „Egill er eigi hér,“ segir hann, „munuð þér skjótt mega sjá það herra. Eru þeir einir menn hér innan borðs að þér munuð kenna. En Egill mun eigi finnast undir þiljum niðri þó að þér leitið.“ | |||
Konungur spurði Arinbjörn hvað hann vissi til Egils síðast. Hann svarar að Egill var við á skútu einni með þrjá tigi manna „og reru þeir leið sína út til Steinssunds.“ | |||
Þá mælti konungur að þeir skyldu róa fram hin innri sundin og stefna svo í móti þeim Agli og þeir gerðu svo. | |||
Maður er nefndur Ketill höður. Hann var hirðmaður Eiríks konungs, upplenskur maður að ætt. Hann sagði leið fyrir konungsskipinu og stýrði því. Ketill var mikill maður og fríður sýnum og hann var frændi konungs. Var það margra manna mál að þeir væru líkir sýnum. | |||
Egill hafði látið flota skipi sínu og fluttan til farm áður hann fór til þings. En er þeir höfðu skilið við Arinbjörn þá fóru þeir leið sína til Steinssunds þar til er þeir komu til skips síns. Gengu þeir þar á. En skútan flaut við stýri milli lands og skips. Lágu þar árar í hömlu. | |||
Eftir um morguninn er trautt var dagað þá urðu varðmenn varir við að skip nokkur reru að þeim og er Egill vaknaði stóð hann þegar upp og mælti að þeir skyldu hlaupa í skútuna. Hann vopnaðist skjótt og allir þeir. Egill tók upp silfurkisturnar þær er Aðalsteinn konungur hafði gefið honum. Þær hafði hann jafnan með sér. Þeir hljópu í skútuna og reru fram í milli landsins og snekkju þeirrar er næst fór landinu en það var skip Eiríks konungs. | |||
En því að bráðum bar að, að lítt var lýst, þá renndust skipin hjá og er lyftingar bar saman þá skaut Egill spjóti og kom á þann mann miðjan er við stýrið sat en þar var Ketill höður. Þá kallar Eiríkur konungur og bað menn róa eftir þeim Agli. En er skipin renndu hjá kaupskipinu þá hljópu menn konungs upp á skipið en þeir menn er eftir höfðu orðið af Egils mönnum og eigi hljópu í skútuna, þá voru allir drepnir þeir er náð varð en sumir hljópu á land. Þar létust tíu menn af sveitungum Egils. Sum skipin reru eftir þeim Agli en sum rændu kaupskipið. Var þar tekið fé það allt er innan borðs var en þeir brenndu skipið. | |||
En þeir er eftir þeim Agli reru sóttu ákaft, tóku tveir eina ár. Skortir þar eigi lið innan borðs en þeir Egill höfðu þunnskipað. Voru þeir þá átján á skútunni. Þá dró saman með þeim. En fyrir innan eyna var vaðilsund nokkuð grunnt milli og annarrar eyjar. Útfall var sjávarins. Þeir Egill hleyptu skútunni í það hið grunna sundið en snekkjurnar flutu þar eigi og skildi þar með þeim. Sneri þá konungur suður aftur en Egill fór norður á fund Arinbjarnar. Þá kvað Egill vísu: | |||
Nú hefir þrym-Rögnir þegna <br> | |||
þróttharðr, en mig varðag <br> | |||
viti, vorrar sveitar <br> | |||
vígelds tíu fellda,<br> | |||
því að sárlagar Sýrar, <br> | |||
sendr úr minni hendi, <br> | |||
digr fló beint meðal bjúgra <br> | |||
bifþorn Ketils rifja.<br> | |||
Egill kom á fund Arinbjarnar og segir honum þessi tíðindi. | |||
Arinbjörn segir að honum var ekki vildara af von um skipti þeirra Eiríks konungs „en ekki mun þig fé skorta Egill. Eg skal bæta þér skipið og fá þér annað það er þú megir vel fara á til Íslands.“ | |||
Ásgerður kona Egils hafði verið með Arinbirni síðan þeir fóru til þings. | |||
Arinbjörn fékk Agli skip það er vel var haffæranda og lét ferma af viði. Býr Egill skip það til hafs og hafði þá enn nær þremur tigum manna. Skiljast þeir Arinbjörn þá með vináttu. Þá kvað Egill: | |||
Svo skyldu goð gjalda, <br> | |||
gram reki bönd af löndum, <br> | |||
reið séu rögn og Óðinn, <br> | |||
ráns míns fjár honum.<br> | |||
Fólkmýgi lát flýja, <br> | |||
Freyr og Njörðr, af jörðum.<br> | |||
Leiðist lofða stríði <br> | |||
landás, þann er vé grandar.<br> | |||
<ref>REFERENCE TEXT(Fræðigrein:[[PAGE NAME|DISPLAY AS]] OTHER INFO)</ref> | <ref>REFERENCE TEXT(Fræðigrein:[[PAGE NAME|DISPLAY AS]] OTHER INFO)</ref> |
Revision as of 14:49, 8 November 2011
Egils saga (Table of Contents) | |||||||||||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | 32 | 33 | 34 | 35 | 36 | 37 | 38 | 39 | 40 | 41 | 42 | 43 | 44 | 45 | 46 | 47 | 48 | 49 | 50 | 51 | 52 | 53 | 54 | 55 | 56 | 57 | 58 | 59 | 60 |
61 | 62 | 63 | 64 | 65 | 66 | 67 | 68 | 69 | 70 | 71 | 72 | 73 | 74 | 75 | 76 | 77 | 78 | 79 | 80 | 81 | 82 | 83 | 84 | 85 | 86 | 87 | 88 | 89 | 90 |
Chapter 58
Kafli 58
Eiríkur konungur heyrði ályktarorð er Egill mælti á þinginu og varð reiður mjög. En allir menn höfðu vopnlausir farið til þingsins, veitti konungur því eigi atgöngu. Hann bað menn sína ganga til skipa. Þeir gerðu sem hann bauð. Og er þeir komu til strandar skaut konungur á húsþingi og sagði fyrirætlan sína: „Vér skulum nú færa tjöld af skipum vorum og róa eftir þeim Arinbirni og Agli og skal taka Egil af lífi og hlífa engum manni þeim er fyrir honum vill standa.“
Síðan gengu þeir á skip og bjuggust um sem skjótast og reru þar til er skip þeirra Arinbjarnar höfðu verið. Voru þeir þá á brottu. Þá lét konungur taka róður eftir þeim norður um sund og er hann kom á Sognsæ þá reri lið Arinbjarnar inn til Sauðungssunda og stefnir hann inn eftir þeim og hitti hann skip Arinbjarnar inn á Sauðungssundum. Lagði konungur að skipunum og köstuðu þeir orðum á þá. Spurði konungur hvort Egill væri þar á skipinu.
Arinbjörn svarar: „Egill er eigi hér,“ segir hann, „munuð þér skjótt mega sjá það herra. Eru þeir einir menn hér innan borðs að þér munuð kenna. En Egill mun eigi finnast undir þiljum niðri þó að þér leitið.“
Konungur spurði Arinbjörn hvað hann vissi til Egils síðast. Hann svarar að Egill var við á skútu einni með þrjá tigi manna „og reru þeir leið sína út til Steinssunds.“
Þá mælti konungur að þeir skyldu róa fram hin innri sundin og stefna svo í móti þeim Agli og þeir gerðu svo.
Maður er nefndur Ketill höður. Hann var hirðmaður Eiríks konungs, upplenskur maður að ætt. Hann sagði leið fyrir konungsskipinu og stýrði því. Ketill var mikill maður og fríður sýnum og hann var frændi konungs. Var það margra manna mál að þeir væru líkir sýnum.
Egill hafði látið flota skipi sínu og fluttan til farm áður hann fór til þings. En er þeir höfðu skilið við Arinbjörn þá fóru þeir leið sína til Steinssunds þar til er þeir komu til skips síns. Gengu þeir þar á. En skútan flaut við stýri milli lands og skips. Lágu þar árar í hömlu.
Eftir um morguninn er trautt var dagað þá urðu varðmenn varir við að skip nokkur reru að þeim og er Egill vaknaði stóð hann þegar upp og mælti að þeir skyldu hlaupa í skútuna. Hann vopnaðist skjótt og allir þeir. Egill tók upp silfurkisturnar þær er Aðalsteinn konungur hafði gefið honum. Þær hafði hann jafnan með sér. Þeir hljópu í skútuna og reru fram í milli landsins og snekkju þeirrar er næst fór landinu en það var skip Eiríks konungs.
En því að bráðum bar að, að lítt var lýst, þá renndust skipin hjá og er lyftingar bar saman þá skaut Egill spjóti og kom á þann mann miðjan er við stýrið sat en þar var Ketill höður. Þá kallar Eiríkur konungur og bað menn róa eftir þeim Agli. En er skipin renndu hjá kaupskipinu þá hljópu menn konungs upp á skipið en þeir menn er eftir höfðu orðið af Egils mönnum og eigi hljópu í skútuna, þá voru allir drepnir þeir er náð varð en sumir hljópu á land. Þar létust tíu menn af sveitungum Egils. Sum skipin reru eftir þeim Agli en sum rændu kaupskipið. Var þar tekið fé það allt er innan borðs var en þeir brenndu skipið.
En þeir er eftir þeim Agli reru sóttu ákaft, tóku tveir eina ár. Skortir þar eigi lið innan borðs en þeir Egill höfðu þunnskipað. Voru þeir þá átján á skútunni. Þá dró saman með þeim. En fyrir innan eyna var vaðilsund nokkuð grunnt milli og annarrar eyjar. Útfall var sjávarins. Þeir Egill hleyptu skútunni í það hið grunna sundið en snekkjurnar flutu þar eigi og skildi þar með þeim. Sneri þá konungur suður aftur en Egill fór norður á fund Arinbjarnar. Þá kvað Egill vísu:
Nú hefir þrym-Rögnir þegna
þróttharðr, en mig varðag
viti, vorrar sveitar
vígelds tíu fellda,
því að sárlagar Sýrar,
sendr úr minni hendi,
digr fló beint meðal bjúgra
bifþorn Ketils rifja.
Egill kom á fund Arinbjarnar og segir honum þessi tíðindi.
Arinbjörn segir að honum var ekki vildara af von um skipti þeirra Eiríks konungs „en ekki mun þig fé skorta Egill. Eg skal bæta þér skipið og fá þér annað það er þú megir vel fara á til Íslands.“
Ásgerður kona Egils hafði verið með Arinbirni síðan þeir fóru til þings.
Arinbjörn fékk Agli skip það er vel var haffæranda og lét ferma af viði. Býr Egill skip það til hafs og hafði þá enn nær þremur tigum manna. Skiljast þeir Arinbjörn þá með vináttu. Þá kvað Egill:
Svo skyldu goð gjalda,
gram reki bönd af löndum,
reið séu rögn og Óðinn,
ráns míns fjár honum.
Fólkmýgi lát flýja,
Freyr og Njörðr, af jörðum.
Leiðist lofða stríði
landás, þann er vé grandar.
References
- ↑ REFERENCE TEXT(Fræðigrein:DISPLAY AS OTHER INFO)