Egla, 33: Difference between revisions
No edit summary |
No edit summary |
||
Line 3: | Line 3: | ||
==Chapter | ==Chapter 33== | ||
==Kafli 33== | |||
Litlu fyrir vetur kom skip til Hjaltlands sunnan úr Orkneyjum. Sögðu þeir þau tíðindi að langskip hafði komið um haustið til eyjanna. Voru það sendimenn Haralds konungs með þeim erindum til Sigurðar jarls að konungur vildi drepa láta Björn Brynjólfsson hvar sem hann yrði áhendur og slíkar orðsendingar gerði hann til Suðureyja allt til Dyflinnar. Björn spurði þessi tíðindi og það með að hann var útlægur í Noregi. En þegar er Björn hafði komið til Hjaltlands gerði hann brullaup til Þóru. Sátu þau um veturinn í Móseyjarborg. | Litlu fyrir vetur kom skip til Hjaltlands sunnan úr Orkneyjum. Sögðu þeir þau tíðindi að langskip hafði komið um haustið til eyjanna. Voru það sendimenn Haralds konungs með þeim erindum til Sigurðar jarls að konungur vildi drepa láta Björn Brynjólfsson hvar sem hann yrði áhendur og slíkar orðsendingar gerði hann til Suðureyja allt til Dyflinnar. Björn spurði þessi tíðindi og það með að hann var útlægur í Noregi. En þegar er Björn hafði komið til Hjaltlands gerði hann brullaup til Þóru. Sátu þau um veturinn í Móseyjarborg. | ||
Line 15: | Line 16: | ||
Björn og þeir skipverjar allir fóru til vistar með Skalla-Grími. Hann hafði aldrei færri menn með sér en sex tigu vígra karla. | Björn og þeir skipverjar allir fóru til vistar með Skalla-Grími. Hann hafði aldrei færri menn með sér en sex tigu vígra karla. | ||
Revision as of 14:15, 8 November 2011
Egils saga (Table of Contents) | |||||||||||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | 32 | 33 | 34 | 35 | 36 | 37 | 38 | 39 | 40 | 41 | 42 | 43 | 44 | 45 | 46 | 47 | 48 | 49 | 50 | 51 | 52 | 53 | 54 | 55 | 56 | 57 | 58 | 59 | 60 |
61 | 62 | 63 | 64 | 65 | 66 | 67 | 68 | 69 | 70 | 71 | 72 | 73 | 74 | 75 | 76 | 77 | 78 | 79 | 80 | 81 | 82 | 83 | 84 | 85 | 86 | 87 | 88 | 89 | 90 |
Chapter 33
Kafli 33
Litlu fyrir vetur kom skip til Hjaltlands sunnan úr Orkneyjum. Sögðu þeir þau tíðindi að langskip hafði komið um haustið til eyjanna. Voru það sendimenn Haralds konungs með þeim erindum til Sigurðar jarls að konungur vildi drepa láta Björn Brynjólfsson hvar sem hann yrði áhendur og slíkar orðsendingar gerði hann til Suðureyja allt til Dyflinnar. Björn spurði þessi tíðindi og það með að hann var útlægur í Noregi. En þegar er Björn hafði komið til Hjaltlands gerði hann brullaup til Þóru. Sátu þau um veturinn í Móseyjarborg.
En þegar um vorið er sjó tók að lægja setti Björn fram skip sitt og bjó sem ákaflegast. En er hann var búinn og byr gaf sigldi hann í haf. Fengu þeir veður stór og voru litla stund úti, komu sunnan að Íslandi. Gekk þá veður á land og bar þá vestur fyrir landið og þá í haf út. En er þeim gaf byr aftur þá sigldu þeir að landinu. Engi var sá maður þar innan borðs er verið hefði fyrr á Íslandi.
Þeir sigldu inn á fjörð einn furðulega mikinn og bar þá að hinni vestri ströndinni. Sá þar til lands inn ekki nema boða eina og hafnleysur. Beittu þá sem þverast austur fyrir landið, allt til þess er fjörður varð fyrir þeim og sigldu þeir inn eftir firðinum til þess er lokið var skerjum öllum og brimi. Þá lögðu þeir að nesi einu, lá þar ey fyrir utan en sund djúpt í milli, festu þar skipið. Vík gekk upp fyrir vestan nesið en upp af víkinni stóð borg mikil.
Björn gekk á bát einn og menn með honum. Björn sagði förunautum sínum að þeir skyldu varast að segja það ekki frá ferðum sínum er þeim stæði vandræði af því. Þeir Björn reru til bæjarins og hittu þar menn að máli. Spurðu þeir þess fyrst hvar þeir voru að landi komnir. Menn sögðu að það hét að Borgarfirði en bær sá er þar var hét að Borg en Skalla-Grímur bóndinn. Björn kannaðist brátt við hann og gekk til móts við Skalla-Grím og töluðust þeir við. Spurði Skalla-Grímur hvað mönnum þeir væru. Björn nefndi sig og föður sinn en Skalla-Grími var allur kunnleiki á Brynjólfi og bauð Birni allan forbeina sinn þann er hann þurfti. Björn tók því þakksamlega. Þá spurði Skalla-Grímur hvað fleira væri þeirra manna á skipi er virðingarmenn væru. Björn sagði að þar var Þóra Hróaldsdóttir, systir Þóris hersis. Skalla-Grímur varð við það allglaður og sagði svo að það var skylt og heimult um systur Þóris fóstbróður síns að hann gerði slíkan forbeina sem þurfti eða hann hefði föng til og bauð þeim Birni báðum til sín með alla skipverja sína. Björn þekktist það. Var þá fluttur farmur af skipinu upp í tún að Borg. Settu þeir þar búðir sínar en skipið var leitt upp í læk þann er þar verður. En þar er kallað Bjarnartöður sem þeir Björn höfðu búðir.
Björn og þeir skipverjar allir fóru til vistar með Skalla-Grími. Hann hafði aldrei færri menn með sér en sex tigu vígra karla.
References
- ↑ REFERENCE TEXT(Fræðigrein:DISPLAY AS OTHER INFO)