Egla, 48: Difference between revisions
No edit summary |
No edit summary |
||
Line 8: | Line 8: | ||
'''Af viðræðu Þóris og konungs''' | '''Af viðræðu Þóris og konungs''' | ||
Þórólfur hélt liði sínu norður fyrir Halland og lögðu þar til hafnar er þeim bægði veður, rændu þar ekki. Þar var skammt á land upp jarl sá er Arnfinnur er nefndur. En er hann spurði að víkingar voru þar komnir við land þá sendi hann menn sína á fund þeirra þess erindis að vita hvort þeir vildu þar friðland hafa eða hernað. | Þórólfur hélt liði sínu norður fyrir Halland og lögðu þar til hafnar er þeim bægði veður, rændu þar ekki. Þar var skammt á land upp jarl sá er Arnfinnur er nefndur. En er hann spurði að víkingar voru þar komnir við land þá sendi hann menn sína á fund þeirra þess erindis að vita hvort þeir vildu þar friðland hafa eða hernað. | ||
Revision as of 14:37, 8 November 2011
Egils saga (Table of Contents) | |||||||||||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | 32 | 33 | 34 | 35 | 36 | 37 | 38 | 39 | 40 | 41 | 42 | 43 | 44 | 45 | 46 | 47 | 48 | 49 | 50 | 51 | 52 | 53 | 54 | 55 | 56 | 57 | 58 | 59 | 60 |
61 | 62 | 63 | 64 | 65 | 66 | 67 | 68 | 69 | 70 | 71 | 72 | 73 | 74 | 75 | 76 | 77 | 78 | 79 | 80 | 81 | 82 | 83 | 84 | 85 | 86 | 87 | 88 | 89 | 90 |
Chapter 48
Kafli 48
Af viðræðu Þóris og konungs
Þórólfur hélt liði sínu norður fyrir Halland og lögðu þar til hafnar er þeim bægði veður, rændu þar ekki. Þar var skammt á land upp jarl sá er Arnfinnur er nefndur. En er hann spurði að víkingar voru þar komnir við land þá sendi hann menn sína á fund þeirra þess erindis að vita hvort þeir vildu þar friðland hafa eða hernað.
En er sendimenn voru komnir á fund Þórólfs með sín erindi þá sagði hann að þeir mundu þar ekki herja, sagði að þeim var engi nauðsyn til að herja þar og fara herskildi, sagði að þar var land ekki auðigt.
Sendimenn fara aftur til jarlsins og sögðu honum erindislok sín. En er jarlinn varð þess var að hann þurfti ekki liði að safna fyrir þá sök þá reið hann ofan með ekki lið til fundar við víkinga. En er þeir fundust þá fóru þar allt vel ræður með þeim. Jarl bauð Þórólfi til veislu með sér og liði hans því er hann vildi. Þórólfur hét ferðinni.
En þá er á var kveðið lét jarlinn senda reiðskjóta ofan móti þeim. Réðust þeir til ferðar bæði Þórólfur og Egill og höfðu með sér þrjá tigu manna. En er þeir komu til jarlsins fagnaði hann þeim vel. Var þeim fylgt inn í stofu. Var þar þegar inni mungát og gefið þeim að drekka. Sátu þeir þar til kvelds.
En áður borð skyldu upp fara þá sagði jarl að þar skyldi sæti hluta, skyldi drekka saman karlmaður og kona svo sem til ynnist en þeir sér er fleiri væru. Menn báru þá hluti sína í skaut og tók jarlinn upp. Jarl átti dóttur allfríða og þá vel frumvaxta. Svo sagði hlutur til að Egill skyldi sitja hjá jarlsdóttur um kveldið. Hún gekk um gólf og skemmti sér. Egill stóð upp og gekk til rúms þess er dóttir jarlsins hafði setið um daginn. En er menn skipuðust í sæti sín þá gekk jarlsdóttir að rúmi sínu. Hún kvað:
Hvað skaltu, sveinn, í sess minn
því að þú hefir sjaldan gefnar
vargi varmar bráðir?
Vera vil eg ein um mína.
Sástaðu hrafn í hausti
of hræsolli gjalla.
Varat þar er eggjar
á skelþunnar runnust.
Egill tók til hennar og setti hana niður hjá sér. Hann kvað:
Farið hef eg blóðgum brandi
svo að mér benþiður fylgdi
og gjallanda geiri
Gangr var harðr á víkingum.
Gerðum reiðir róstu,
rann eldr of sjöt manna.
Eg lét blóðga búka
í borghliðum sæfast.
Áki fór heim til búa sinna og synir hans. Hann var maður vellauðigur og átti mörg bú á Jótlandi. Skildust þeir með kærleik og mæltu til vináttu mikillar milli sín.
En er haustaði sigldu þeir Þórólfur norður fyrir Noreg og koma fram í Fjörðum, fara á fund Þóris hersis. Tók hann vel við þeim en Arinbjörn sonur hans miklu betur. Býður hann að Egill skal þar vera um veturinn. Egill tók það með þökkum.
En er Þórir vissi boð Arinbjarnar þá kallaði hann það heldur bráðmælt „veit eg eigi,“ sagði hann, „hversu það líkar Eiríki konungi því að hann mælti svo eftir aftöku Bárðar að hann vildi ekki að Egill væri hér í landi.“
„Ráða máttu vel faðir“ segir Arinbjörn, „því við konung að hann telji ekki að um vist Egils. Þú munt bjóða Þórólfi mági þínum hér að vera en við Egill munum hafa eitt veturgrið báðir.“
En af þessi ræðu sá Þórir að Arinbjörn mundi þessu ráða. Buðu þeir feðgar þá Þórólfi þar veturgrið en hann þekktist það. Voru þeir þar við tólf menn um veturinn.
Bræður tveir eru nefndir Þorvaldur ofsi og Þorfinnur strangi. Það voru náfrændur Bjarnar hölds og höfðu með honum fæðst. Þeir voru menn miklir og sterkir, kappsmenn miklir og framgjarnir. Þeir fylgdu Birni þá er hann var í víking en síðan er hann settist um kyrrt þá fóru þeir bræður til Þórólfs og voru með honum í hernaði. Þeir voru í stafni á skipi hans en þá er Egill tók skipstjórn þá var Þorfinnur hans stafnbúi. Þeir bræður fylgdu Þórólfi jafnan og mat hann þá mest skipverja sinna. Þeir bræður voru þann vetur í hans sveit og sátu næst þeim bræðrum. Þórólfur sat í öndvegi og átti drykkju við Þóri en Egill sat fyrir ádrykkju Arinbjarnar. Skyldi þar um gólf ganga að minnum öllum.
Þórir hersir fór um haustið á fund Eiríks konungs. Tók konungur við honum forkunnar vel. En er þeir tóku ræður sínar þá bað Þórir konung að hann skyldi eigi fyrirkunna hann þess er hann hafði Egil með sér um veturinn.
Konungur svarar því vel, sagði að Þórir mátti þiggja af honum slíkt er hann vildi „en ekki mundi þetta svo fara ef annar maður hefði við Agli tekið.“
En er Gunnhildur heyrði hvað þeir ræddu þá mælti hún: „Það ætla eg Eiríkur að nú fari enn sem oftar að þú sért mjög talhlýðinn og manst það eigi lengi er illa er gert til þín enda muntu til þess draga fram sonu Skalla-Gríms að þeir munu enn drepa niður nokkura náfrændur þína. En þótt þú látir þér engis þykja vert um dráp Bárðar þá þykir mér eigi svo þó.“
Konungur segir: „Meir frýr þú mér Gunnhildur grimmleiks en aðrir menn, en verið hefir kærra við Þórólf af þinni hendi en nú er. En ekki mun eg orð mín aftur taka við þá bræður.“
„Vel var Þórólfur hér,“ sagði hún, „áður Egill spillti fyrir honum en nú ætla eg engan mun.“
Þórir fór heim þá er hann var búinn og sagði þeim bræðrum orð konungs og drottningar.
References
- ↑ REFERENCE TEXT(Fræðigrein:DISPLAY AS OTHER INFO)