Egla, 74: Difference between revisions
(Created page with "{{Egla_TOC}} ==Chapter 1== ==Kafli 1== <ref>REFERENCE TEXT(Fræðigrein:DISPLAY AS OTHER INFO)</ref> ==References== <references /> ==Links== [[Category:Eg...") |
No edit summary |
||
Line 3: | Line 3: | ||
==Chapter | ==Chapter 74== | ||
==Kafli 74== | |||
'''Egill fann Ármóð skegg''' | |||
Egill stóð upp um morguninn þegar er dagaði. Bjuggust þeir förunautar og fóru þegar er þeir voru búnir aftur til bæjarins og leita Ármóðs. Og er þeir komu til skemmubúrs þess er Ármóður svaf í og kona hans og dóttir þá hratt Egill upp hurðunni og gekk til rekkjunnar Ármóðs. Hann brá þá sverði en annarri hendi greip hann í skegg Ármóði og hnykkti honum á stokk fram en kona Ármóðar og dóttir hljópu upp og báðu Egil að hann dræpi eigi Ármóð. | |||
Egill segir að hann skyldi það gera fyrir þeirra sakir „því að það er maklegt en hefði hann verðleika til að eg dræpi hann.“ Þá kvað Egill: | |||
Nýtr illsögull ýtir <br> | |||
armlinns konu sinnar, <br> | |||
oss er við ógnar hvessi<br> | |||
óttalaust, og dóttur.<br> | |||
Þeygi muntu við þenna <br> | |||
þykkju verðr fyrir drykkju<br> | |||
grepp, skulum á veg vappa <br> | |||
vítt, hlíta svogeru.<br> | |||
Síðan sneið Egill af honum skeggið við hökuna. Síðan krækti hann fingrinum í augað svo að úti lá á kinninni. Eftir það gekk Egill á brott og til förunauta sinna. | |||
Fara þeir þá leið sína, koma að dagverðarmáli til bæjar Þorfinns. Hann bjó við Eiðaskóg. Þeir Egill kröfðu dagverðar og æja hestum sínum. Þorfinnur bóndi lét heimult skyldi það. Ganga þeir Egill þá inn í stofu. | |||
Egill spurði ef Þorfinnur hefði var orðið við förunauta hans „höfðum vér hér mælt mót með oss.“ | |||
Þorfinnur segir svo: „Fóru hér sex menn saman nokkuru fyrir dag og voru vopnaðir mjög.“ | |||
Þá mælti húskarl Þorfinns: „Eg ók í nótt eftir viði og fann eg sex menn á leið og voru það húskarlar Ármóðs og var það miklu fyrir dag. Nú veit eg eigi hvort þeir munu allir einir og hinir sex menn er þú sagðir frá.“ | |||
Þorfinnur segir að þeir menn er hann hafði hitt höfðu síðar farið en húskarlinn kom heim með viðarhlassið. | |||
Og er þeir Egill sátu og mötuðust þá sá Egill að kona sjúk lá í þverpallinum. Egill spurði Þorfinn hver kona sú væri er þar var svo þunglega haldin. | |||
Þorfinnur segir að hún hét Helga og var dóttir hans „hefir hún haft langan vanmátt“ og það var kröm mikil. Fékk hún enga nótt svefn og var sem hamstoli væri. | |||
„Hefir nokkurs í verið leitað,“ segir Egill, „um mein hennar?“ | |||
Þorfinnur segir: „Ristnar hafa verið rúnar og er sá einn bóndason héðan skammt í brott er það gerði og er síðan miklu verr en áður eða kanntu Egill nokkuð gera að slíkum meinum?“ | |||
Egill segir: „Vera kann að ekki spillist við þó að eg komi til.“ | |||
Og er Egill var mettur gekk hann þar til er konan lá og ræddi við hana. Hann bað þá hefja hana úr rúminu og leggja undir hana hrein klæði og nú var svo gert. Síðan rannsakaði hann rúmið er hún hafði hvílt í og þar fann hann tálkn og voru þar á rúnar. Egill las þær og síðan telgdi hann af rúnarnar og skóf þær í eld niður. Hann brenndi tálknið allt og lét bera í vind klæði þau er hún hafði haft áður. Þá kvað Egill: | |||
Skalat maðr rúnar rista <br> | |||
nema ráða vel kunni. <br> | |||
Það verðr mörgum manni <br> | |||
er um myrkvan staf villist.<br> | |||
Sá ég á telgdu tálkni <br> | |||
tíu launstafi ristna. <br> | |||
Það hefir fengið lauka lindi<br> | |||
langs oftrega fengið.<br> | |||
Egill reist rúnar og lagði undir hægindið í hvíluna þar er hún hvíldi. Henni þótti sem hún vaknaði úr svefni og sagði að hún var þá heil en þó var hún máttlítil en faðir hennar og móðir urðu stórum fegin. Bauð Þorfinnur að Egill skyldi þar hafa allan forbeina þann er hann þóttist þurfa. | |||
<ref>REFERENCE TEXT(Fræðigrein:[[PAGE NAME|DISPLAY AS]] OTHER INFO)</ref> | <ref>REFERENCE TEXT(Fræðigrein:[[PAGE NAME|DISPLAY AS]] OTHER INFO)</ref> |
Revision as of 15:20, 8 November 2011
Egils saga (Table of Contents) | |||||||||||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | 32 | 33 | 34 | 35 | 36 | 37 | 38 | 39 | 40 | 41 | 42 | 43 | 44 | 45 | 46 | 47 | 48 | 49 | 50 | 51 | 52 | 53 | 54 | 55 | 56 | 57 | 58 | 59 | 60 |
61 | 62 | 63 | 64 | 65 | 66 | 67 | 68 | 69 | 70 | 71 | 72 | 73 | 74 | 75 | 76 | 77 | 78 | 79 | 80 | 81 | 82 | 83 | 84 | 85 | 86 | 87 | 88 | 89 | 90 |
Chapter 74
Kafli 74
Egill fann Ármóð skegg
Egill stóð upp um morguninn þegar er dagaði. Bjuggust þeir förunautar og fóru þegar er þeir voru búnir aftur til bæjarins og leita Ármóðs. Og er þeir komu til skemmubúrs þess er Ármóður svaf í og kona hans og dóttir þá hratt Egill upp hurðunni og gekk til rekkjunnar Ármóðs. Hann brá þá sverði en annarri hendi greip hann í skegg Ármóði og hnykkti honum á stokk fram en kona Ármóðar og dóttir hljópu upp og báðu Egil að hann dræpi eigi Ármóð.
Egill segir að hann skyldi það gera fyrir þeirra sakir „því að það er maklegt en hefði hann verðleika til að eg dræpi hann.“ Þá kvað Egill:
Nýtr illsögull ýtir
armlinns konu sinnar,
oss er við ógnar hvessi
óttalaust, og dóttur.
Þeygi muntu við þenna
þykkju verðr fyrir drykkju
grepp, skulum á veg vappa
vítt, hlíta svogeru.
Síðan sneið Egill af honum skeggið við hökuna. Síðan krækti hann fingrinum í augað svo að úti lá á kinninni. Eftir það gekk Egill á brott og til förunauta sinna.
Fara þeir þá leið sína, koma að dagverðarmáli til bæjar Þorfinns. Hann bjó við Eiðaskóg. Þeir Egill kröfðu dagverðar og æja hestum sínum. Þorfinnur bóndi lét heimult skyldi það. Ganga þeir Egill þá inn í stofu.
Egill spurði ef Þorfinnur hefði var orðið við förunauta hans „höfðum vér hér mælt mót með oss.“
Þorfinnur segir svo: „Fóru hér sex menn saman nokkuru fyrir dag og voru vopnaðir mjög.“
Þá mælti húskarl Þorfinns: „Eg ók í nótt eftir viði og fann eg sex menn á leið og voru það húskarlar Ármóðs og var það miklu fyrir dag. Nú veit eg eigi hvort þeir munu allir einir og hinir sex menn er þú sagðir frá.“
Þorfinnur segir að þeir menn er hann hafði hitt höfðu síðar farið en húskarlinn kom heim með viðarhlassið.
Og er þeir Egill sátu og mötuðust þá sá Egill að kona sjúk lá í þverpallinum. Egill spurði Þorfinn hver kona sú væri er þar var svo þunglega haldin.
Þorfinnur segir að hún hét Helga og var dóttir hans „hefir hún haft langan vanmátt“ og það var kröm mikil. Fékk hún enga nótt svefn og var sem hamstoli væri.
„Hefir nokkurs í verið leitað,“ segir Egill, „um mein hennar?“
Þorfinnur segir: „Ristnar hafa verið rúnar og er sá einn bóndason héðan skammt í brott er það gerði og er síðan miklu verr en áður eða kanntu Egill nokkuð gera að slíkum meinum?“
Egill segir: „Vera kann að ekki spillist við þó að eg komi til.“
Og er Egill var mettur gekk hann þar til er konan lá og ræddi við hana. Hann bað þá hefja hana úr rúminu og leggja undir hana hrein klæði og nú var svo gert. Síðan rannsakaði hann rúmið er hún hafði hvílt í og þar fann hann tálkn og voru þar á rúnar. Egill las þær og síðan telgdi hann af rúnarnar og skóf þær í eld niður. Hann brenndi tálknið allt og lét bera í vind klæði þau er hún hafði haft áður. Þá kvað Egill:
Skalat maðr rúnar rista
nema ráða vel kunni.
Það verðr mörgum manni
er um myrkvan staf villist.
Sá ég á telgdu tálkni
tíu launstafi ristna.
Það hefir fengið lauka lindi
langs oftrega fengið.
Egill reist rúnar og lagði undir hægindið í hvíluna þar er hún hvíldi. Henni þótti sem hún vaknaði úr svefni og sagði að hún var þá heil en þó var hún máttlítil en faðir hennar og móðir urðu stórum fegin. Bauð Þorfinnur að Egill skyldi þar hafa allan forbeina þann er hann þóttist þurfa.
References
- ↑ REFERENCE TEXT(Fræðigrein:DISPLAY AS OTHER INFO)