Egla, 83: Difference between revisions

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search
(Created page with "{{Egla_TOC}} ==Chapter 1== ==Kafli 1== <ref>REFERENCE TEXT(Fræðigrein:DISPLAY AS OTHER INFO)</ref> ==References== <references /> ==Links== [[Category:Eg...")
 
No edit summary
Line 3: Line 3:




==Chapter 1==
==Chapter 83==
 
==Kafli 83==
 
'''Af Önundi sjóna'''
 
Önundur sjóni bjó að Ánabrekku þá er Egill bjó að Borg. Önundur sjóni átti Þorgerði dóttur Bjarnar hins digra af Snæfellsströnd. Börn þeirra Önundar voru þau Steinar og Dalla er átti Ögmundur Galtason, þeirra synir Þorgils og Kormákur. Og er Önundur gerðist gamall og sýndur lítt þá seldi hann af hendi bú. Tók þá við Steinar son hans. Þeir feðgar áttu auð fjár. Steinar var allra manna mestur og rammur að afli, ljótur maður, bjúgur í vexti, fóthár og miðskammur. Steinar var uppivöðslumaður mikill og ákafamaður, ódæll og harðfengur, hinn mesti kappsmaður.
 
Og er Þorsteinn Egilsson bjó að Borg þá gerðist þegar fátt um með þeim Steinari. Fyrir sunnan Háfslæk liggur mýri er heitir Stakksmýri. Standa þar yfir vötn á vetrin en á vorið er ísa leysir þá er þar útbeit svo góð nautum að það var kallað jafnt og stakkur töðu. Háfslækur réð þar landamerkjum að fornu fari. En á vorum gengu naut Steinars mjög á Stakksmýri, er þau voru rekin utan að Háfslæk, en húskarlar Þorsteins vönduðu um. Steinar gaf að því engan gaum og fór svo fram hið fyrsta sumar að ekki varð til tíðinda.
 
En annað vor þá hélt Steinar beitinni en Þorsteinn lagði þá í umræðu við hann og ræddi þó stillilega. Bað hann Steinar halda beit búfjár síns svo sem að fornu hafði verið. Steinar segir að fé mundi ganga þar sem það vildi. Hann ræddi um allt heldur festilega og skiptust þeir Þorsteinn við nokkurum orðum. Síðan lét Þorsteinn hnekkja nautunum út á mýrar yfir Háfslæk. Og er Steinar varð þess var þá fékk hann til Grana þræl sinn að sitja að nautunum á Stakksmýri og sat hann þar alla daga. Þetta var hinn efra hlut sumars. Beittust þá upp allar engjar fyrir sunnan Háfslæk.
 
Nú var það einn dag að Þorsteinn hafði gengið upp á borg að sjást um. Hann sá hvar naut Steinars fóru. Hann gekk út á mýrar. Það var síð dags. Hann sá að nautin voru þá komin langt út í holtasundið. Þorsteinn rann út um mýrarnar. Og er Grani sá það þá rak hann nautin óvægilega til þess er þau komu á stöðul. Þorsteinn kom þá eftir og hittust þeir Grani í garðshliðinu. Þorsteinn vó hann þar. Það heitir Granahlið síðan. Það er á túngarðinum. Þorsteinn hratt garðinum ofan á Grana og huldi svo hræ hans. Síðan fór Þorsteinn heim til Borgar en konur þær er til stöðuls fóru fundu Grana þar er hann lá. Eftir það fóru þær heim til húss og sögðu Steinari þessi tíðindi. Steinar leiddi hann uppi í holtunum en síðan fékk Steinar til annan þræl að fylgja nautunum og er sá eigi nefndur. Þorsteinn lét þá sem hann vissi eigi um beit það sem eftir var sumarsins.
 
Það varð til tíðinda að Steinar fór hinn fyrra hlut vetrar út á Snæfellsströnd og dvaldist þar um hríð. Steinar sá þá þræl er Þrándur hét. Hann var allra manna mestur og sterkastur. Steinar falaði þræl þann og bauð við verð mikið en sá er átti þrælinn mat hann fyrir þrjár merkur silfurs og mat hann hálfu dýrra en meðalþræl og var það kaup þeirra. Hann hafði Þránd með sér heim.
 
Og er þeir komu heim þá ræðir Steinar við Þránd: „Nú er svo til farið að eg vil hafa verknað af þér. Er hér skipað áður til verka allra. Nú mun eg verk fyrir þig leggja er þér er lítið erfiði í. Þú skalt sitja að nautum mínum. Þykir mér það miklu skipta að þeim sé vel til haga haldið. Vil eg að þú hafir þar engis manns hóf við nema þitt hvar hagi er bestur á mýrum. Má eg eigi á manni sjá ef þú hefir eigi til þess hug eða afl að halda til fulls við einn hvern húskarl Þorsteins.“
 
Steinar seldi í hendur Þrándi exi mikla, nær alnar fyrir munn, og var hún hárhvöss. „Svo líst mér á þig Þrándur,“ segir Steinar, „sem eigi sé sýnt hversu mikils þú metur goðorð Þorsteins ef þið sjáist tveir á.“
 
Þrándur svarar: „Engan vanda ætla eg mér á við Þorstein en skilja þykist eg hvert verk þú hefir fyrir mig lagt. Muntu þykjast litlu til verja þar sem eg er. En eg ætla mér vera góðan kost, hvor sem upp kemur, ef við Þorsteinn skulum reyna með okkur.“
 
Síðan tók Þrándur til nautagæslu. Honum hafði það skilist, þótt hann hefði eigi lengi verið, hvert Steinar hafði nautum sínum látið halda og sat Þrándur að nautum á Stakksmýri.
 
Og er Þorsteinn varð þess var þá sendi hann húskarl sinn til fundar við Þránd og bað segja honum landamerki með þeim Steinari. Og er húskarl hitti Þránd þá sagði hann honum erindi sín og bað hann halda nautunum annan veg, sagði að það var land Þorsteins Egilssonar er nautin voru þá í komin.
 
Þrándur segir: „Það hirði eg aldrei hvor þeirra land á. Mun eg naut hafa þar sem mér þykir hagi bestur.“
 
Síðan skildust þeir. Fór húskarl heim og segir Þorsteini svör þrælsins. Þorsteinn lét þá kyrrt vera en Þrándur tók þá að sitja að nautum nætur og daga.
 


==Kafli 1==


<ref>REFERENCE TEXT(Fræðigrein:[[PAGE NAME|DISPLAY AS]] OTHER INFO)</ref>
<ref>REFERENCE TEXT(Fræðigrein:[[PAGE NAME|DISPLAY AS]] OTHER INFO)</ref>

Revision as of 15:36, 8 November 2011


Chapter 83

Kafli 83

Af Önundi sjóna

Önundur sjóni bjó að Ánabrekku þá er Egill bjó að Borg. Önundur sjóni átti Þorgerði dóttur Bjarnar hins digra af Snæfellsströnd. Börn þeirra Önundar voru þau Steinar og Dalla er átti Ögmundur Galtason, þeirra synir Þorgils og Kormákur. Og er Önundur gerðist gamall og sýndur lítt þá seldi hann af hendi bú. Tók þá við Steinar son hans. Þeir feðgar áttu auð fjár. Steinar var allra manna mestur og rammur að afli, ljótur maður, bjúgur í vexti, fóthár og miðskammur. Steinar var uppivöðslumaður mikill og ákafamaður, ódæll og harðfengur, hinn mesti kappsmaður.

Og er Þorsteinn Egilsson bjó að Borg þá gerðist þegar fátt um með þeim Steinari. Fyrir sunnan Háfslæk liggur mýri er heitir Stakksmýri. Standa þar yfir vötn á vetrin en á vorið er ísa leysir þá er þar útbeit svo góð nautum að það var kallað jafnt og stakkur töðu. Háfslækur réð þar landamerkjum að fornu fari. En á vorum gengu naut Steinars mjög á Stakksmýri, er þau voru rekin utan að Háfslæk, en húskarlar Þorsteins vönduðu um. Steinar gaf að því engan gaum og fór svo fram hið fyrsta sumar að ekki varð til tíðinda.

En annað vor þá hélt Steinar beitinni en Þorsteinn lagði þá í umræðu við hann og ræddi þó stillilega. Bað hann Steinar halda beit búfjár síns svo sem að fornu hafði verið. Steinar segir að fé mundi ganga þar sem það vildi. Hann ræddi um allt heldur festilega og skiptust þeir Þorsteinn við nokkurum orðum. Síðan lét Þorsteinn hnekkja nautunum út á mýrar yfir Háfslæk. Og er Steinar varð þess var þá fékk hann til Grana þræl sinn að sitja að nautunum á Stakksmýri og sat hann þar alla daga. Þetta var hinn efra hlut sumars. Beittust þá upp allar engjar fyrir sunnan Háfslæk.

Nú var það einn dag að Þorsteinn hafði gengið upp á borg að sjást um. Hann sá hvar naut Steinars fóru. Hann gekk út á mýrar. Það var síð dags. Hann sá að nautin voru þá komin langt út í holtasundið. Þorsteinn rann út um mýrarnar. Og er Grani sá það þá rak hann nautin óvægilega til þess er þau komu á stöðul. Þorsteinn kom þá eftir og hittust þeir Grani í garðshliðinu. Þorsteinn vó hann þar. Það heitir Granahlið síðan. Það er á túngarðinum. Þorsteinn hratt garðinum ofan á Grana og huldi svo hræ hans. Síðan fór Þorsteinn heim til Borgar en konur þær er til stöðuls fóru fundu Grana þar er hann lá. Eftir það fóru þær heim til húss og sögðu Steinari þessi tíðindi. Steinar leiddi hann uppi í holtunum en síðan fékk Steinar til annan þræl að fylgja nautunum og er sá eigi nefndur. Þorsteinn lét þá sem hann vissi eigi um beit það sem eftir var sumarsins.

Það varð til tíðinda að Steinar fór hinn fyrra hlut vetrar út á Snæfellsströnd og dvaldist þar um hríð. Steinar sá þá þræl er Þrándur hét. Hann var allra manna mestur og sterkastur. Steinar falaði þræl þann og bauð við verð mikið en sá er átti þrælinn mat hann fyrir þrjár merkur silfurs og mat hann hálfu dýrra en meðalþræl og var það kaup þeirra. Hann hafði Þránd með sér heim.

Og er þeir komu heim þá ræðir Steinar við Þránd: „Nú er svo til farið að eg vil hafa verknað af þér. Er hér skipað áður til verka allra. Nú mun eg verk fyrir þig leggja er þér er lítið erfiði í. Þú skalt sitja að nautum mínum. Þykir mér það miklu skipta að þeim sé vel til haga haldið. Vil eg að þú hafir þar engis manns hóf við nema þitt hvar hagi er bestur á mýrum. Má eg eigi á manni sjá ef þú hefir eigi til þess hug eða afl að halda til fulls við einn hvern húskarl Þorsteins.“

Steinar seldi í hendur Þrándi exi mikla, nær alnar fyrir munn, og var hún hárhvöss. „Svo líst mér á þig Þrándur,“ segir Steinar, „sem eigi sé sýnt hversu mikils þú metur goðorð Þorsteins ef þið sjáist tveir á.“

Þrándur svarar: „Engan vanda ætla eg mér á við Þorstein en skilja þykist eg hvert verk þú hefir fyrir mig lagt. Muntu þykjast litlu til verja þar sem eg er. En eg ætla mér vera góðan kost, hvor sem upp kemur, ef við Þorsteinn skulum reyna með okkur.“

Síðan tók Þrándur til nautagæslu. Honum hafði það skilist, þótt hann hefði eigi lengi verið, hvert Steinar hafði nautum sínum látið halda og sat Þrándur að nautum á Stakksmýri.

Og er Þorsteinn varð þess var þá sendi hann húskarl sinn til fundar við Þránd og bað segja honum landamerki með þeim Steinari. Og er húskarl hitti Þránd þá sagði hann honum erindi sín og bað hann halda nautunum annan veg, sagði að það var land Þorsteins Egilssonar er nautin voru þá í komin.

Þrándur segir: „Það hirði eg aldrei hvor þeirra land á. Mun eg naut hafa þar sem mér þykir hagi bestur.“

Síðan skildust þeir. Fór húskarl heim og segir Þorsteini svör þrælsins. Þorsteinn lét þá kyrrt vera en Þrándur tók þá að sitja að nautum nætur og daga.


[1]

References

  1. REFERENCE TEXT(Fræðigrein:DISPLAY AS OTHER INFO)

Links