Egla, 85: Difference between revisions
(Created page with "{{Egla_TOC}} ==Chapter 1== ==Kafli 1== <ref>REFERENCE TEXT(Fræðigrein:DISPLAY AS OTHER INFO)</ref> ==References== <references /> ==Links== [[Category:Eg...") |
No edit summary |
||
Line 3: | Line 3: | ||
==Chapter | ==Chapter 85== | ||
==Kafli 85== | |||
'''Af Egli og Önundi sjóna''' | |||
Egill Skalla-Grímsson gekk í þingbrekku um daginn eftir og með honum Þorsteinn og allur flokkur þeirra. Þar kom þá og Önundur og Steinar. Tungu-Oddur var og þar kominn og þeir Einar. | |||
Og er menn höfðu þar mælt lögmálum sínum þá stóð Egill upp og mælti svo: „Hvort eru þeir Steinar og Önundur feðgar hér svo að þeir megi skilja mál mitt?“ | |||
Önundur segir að þeir voru þar. | |||
„Þá vil eg lúka upp sættargerð milli þeirra Steinars og Þorsteins. Hef eg þar upp það mál er Grímur faðir minn kom hingað til lands og nam hér lönd öll um Mýrar og víða hérað og tók sér bústað að Borg og ætlaði þar landeign til en gaf vinum sínum landakosti þar út í frá svo sem þeir byggðu síðan. Hann gaf Ána bústað að Ánabrekku þar sem Önundur og Steinar hafa hér til búið. Vitum vér það allir Steinar hvar landamerki eru milli Borgar og Ánabrekku, að þar ræður Háfslækur. Nú var eigi það Steinar að þú gerðir það óvitandi að beita land Þorsteins og lagðir undir þig eign hans og ætlaðir að hann mundi vera svo mikill ættleri að hann mundi vera vilja ræningi þinn, því að þú Steinar og þið Önundur megið það vita að Áni þá land að Grími föður mínum, en Þorsteinn drap fyrir þér þræla tvo. Nú er það öllum mönnum auðsýnt að þeir hafa fallið á verkum sínum og eru þeir óbótamenn og að heldur þótt þeir væru frjálsir menn þá væru þeir þó óbótamenn. En fyrir það Steinar er þú hugðist ræna mundu Þorstein son minn landeign sinni, þeirri er hann tók með mínu ráði og eg tók í arf eftir föður minn, þar fyrir skaltu láta laust þitt land að Ánabrekku og hafa eigi fyrir fé. Það skal og fylgja að þú skalt eigi hafa bústað né vistafar hér í héraði fyrir sunnan Langá og vera brottu frá Ánabrekku áður fardagar séu liðnir en falla óheilagur fyrir öllum þeim mönnum er Þorsteini vilja lið veita þegar eftir fardaga ef þú vilt eigi brott fara eða nokkurn hlut eigi halda þann er eg hefi á lagt við þig.“ | |||
En er Egill settist niður þá nefndi Þorsteinn votta að gerð hans. | |||
Þá mælti Önundur sjóni: „Það mun mál manna Egill að gerð sjá er þú hefir gert og upp sagt sé heldur skökk. Nú er það frá mér að segja að eg hefi allan mig við lagt að skirra vandræðum þeirra en héðan af skal eg ekki af spara það er eg má gera til óþurftar Þorsteini.“ | |||
„Hitt mun eg ætla,“ segir Egill, „að hlutur ykkar feðga mun æ því verri er deildir vorar standa lengur. Hugði eg Önundur að þú mundir það vita að eg hefi haldið hlut mínum fyrir þvílíkum svo mönnum sem þið eruð feðgar. En Oddur og Einar er dregist hafa svo mjög til þessa máls hafa hér af fengið skapnaðar virðing.“ | |||
<ref>REFERENCE TEXT(Fræðigrein:[[PAGE NAME|DISPLAY AS]] OTHER INFO)</ref> | <ref>REFERENCE TEXT(Fræðigrein:[[PAGE NAME|DISPLAY AS]] OTHER INFO)</ref> |
Revision as of 15:38, 8 November 2011
Egils saga (Table of Contents) | |||||||||||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | 32 | 33 | 34 | 35 | 36 | 37 | 38 | 39 | 40 | 41 | 42 | 43 | 44 | 45 | 46 | 47 | 48 | 49 | 50 | 51 | 52 | 53 | 54 | 55 | 56 | 57 | 58 | 59 | 60 |
61 | 62 | 63 | 64 | 65 | 66 | 67 | 68 | 69 | 70 | 71 | 72 | 73 | 74 | 75 | 76 | 77 | 78 | 79 | 80 | 81 | 82 | 83 | 84 | 85 | 86 | 87 | 88 | 89 | 90 |
Chapter 85
Kafli 85
Af Egli og Önundi sjóna
Egill Skalla-Grímsson gekk í þingbrekku um daginn eftir og með honum Þorsteinn og allur flokkur þeirra. Þar kom þá og Önundur og Steinar. Tungu-Oddur var og þar kominn og þeir Einar.
Og er menn höfðu þar mælt lögmálum sínum þá stóð Egill upp og mælti svo: „Hvort eru þeir Steinar og Önundur feðgar hér svo að þeir megi skilja mál mitt?“
Önundur segir að þeir voru þar.
„Þá vil eg lúka upp sættargerð milli þeirra Steinars og Þorsteins. Hef eg þar upp það mál er Grímur faðir minn kom hingað til lands og nam hér lönd öll um Mýrar og víða hérað og tók sér bústað að Borg og ætlaði þar landeign til en gaf vinum sínum landakosti þar út í frá svo sem þeir byggðu síðan. Hann gaf Ána bústað að Ánabrekku þar sem Önundur og Steinar hafa hér til búið. Vitum vér það allir Steinar hvar landamerki eru milli Borgar og Ánabrekku, að þar ræður Háfslækur. Nú var eigi það Steinar að þú gerðir það óvitandi að beita land Þorsteins og lagðir undir þig eign hans og ætlaðir að hann mundi vera svo mikill ættleri að hann mundi vera vilja ræningi þinn, því að þú Steinar og þið Önundur megið það vita að Áni þá land að Grími föður mínum, en Þorsteinn drap fyrir þér þræla tvo. Nú er það öllum mönnum auðsýnt að þeir hafa fallið á verkum sínum og eru þeir óbótamenn og að heldur þótt þeir væru frjálsir menn þá væru þeir þó óbótamenn. En fyrir það Steinar er þú hugðist ræna mundu Þorstein son minn landeign sinni, þeirri er hann tók með mínu ráði og eg tók í arf eftir föður minn, þar fyrir skaltu láta laust þitt land að Ánabrekku og hafa eigi fyrir fé. Það skal og fylgja að þú skalt eigi hafa bústað né vistafar hér í héraði fyrir sunnan Langá og vera brottu frá Ánabrekku áður fardagar séu liðnir en falla óheilagur fyrir öllum þeim mönnum er Þorsteini vilja lið veita þegar eftir fardaga ef þú vilt eigi brott fara eða nokkurn hlut eigi halda þann er eg hefi á lagt við þig.“
En er Egill settist niður þá nefndi Þorsteinn votta að gerð hans.
Þá mælti Önundur sjóni: „Það mun mál manna Egill að gerð sjá er þú hefir gert og upp sagt sé heldur skökk. Nú er það frá mér að segja að eg hefi allan mig við lagt að skirra vandræðum þeirra en héðan af skal eg ekki af spara það er eg má gera til óþurftar Þorsteini.“
„Hitt mun eg ætla,“ segir Egill, „að hlutur ykkar feðga mun æ því verri er deildir vorar standa lengur. Hugði eg Önundur að þú mundir það vita að eg hefi haldið hlut mínum fyrir þvílíkum svo mönnum sem þið eruð feðgar. En Oddur og Einar er dregist hafa svo mjög til þessa máls hafa hér af fengið skapnaðar virðing.“
References
- ↑ REFERENCE TEXT(Fræðigrein:DISPLAY AS OTHER INFO)