Egla, 69: Difference between revisions

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search
No edit summary
No edit summary
Line 31: Line 31:
<div>
<div>


<ref>"Liksom det senare ledet avrundas med talesätt om eken  som man måste vårda sig om, om man vill bo under dess krona, tilspetsas den första tankegången med sentensen: på konungagården är ingången vid men utgången trång (eller, mera ordagrannt: konungagården är rymlig med avseende på ingåendet, men trång med avseende på bortfärden). Balansen och parallellismen mellan de båda tankeleden blir härigenom nära nog fullständig."(Fræðigrein:[[PAGE NAME|DISPLAY AS]] OTHER INFO) (p. 178).</ref>
<ref>REFERENCE TEXT(Fræðigrein:[[PAGE NAME|DISPLAY AS]] OTHER INFO)</ref>


==References==
==References==

Revision as of 17:35, 1 November 2011


Chapter 69

Kafli 69

Utanferð Egils

Egill spurði þau tíðindi austan um haf að Eiríkur blóðex hefði fallið í vesturvíking en Gunnhildur og synir þeirra voru farin til Danmerkur suður og brottu var af Englandi það lið allt er þeim Eiríki hafði þangað fylgt. Arinbjörn var þá kominn til Noregs. Hafði hann fengið veislur sínar og eignir þær er hann hafði átt og var kominn í kærleika mikla við konung. Þótti Agli þá enn fýsilegt gerast að fara til Noregs. Það fylgdi og tíðindasögu að Aðalsteinn konungur var andaður. Réð þá fyrir Englandi bróðir hans Játmundur.

Egill bjó þá skip sitt og réð háseta til. Önundur sjóni réðst þar til, sonur Ána frá Ánabrekku. Önundur var mikill og þeirra manna sterkastur er þá voru þar í sveit. Eigi var um það einmælt að hann væri eigi hamrammur. Önundur hafði oft verið í förum landa í milli. Hann var nokkuru eldri en Egill. Með þeim hafði lengi verið vingott.

Og er Egill var búinn lét hann í haf og greiddist þeirra ferð vel, komu að miðjum Noregi. Og er þeir sáu land stefndu þeir inn í Fjörðu. Og er þeir fengu tíðindi af landi var þeim sagt að Arinbjörn var heima að búum sínum. Heldur Egill þangað skipi sínu í höfn sem næst bæ Arinbjarnar.

Síðan fór Egill að finna Arinbjörn og varð þar fagnafundur mikill með þeim. Bauð Arinbjörn Agli þangað til vistar og föruneyti hans því er hann vildi að þangað færi. Egill þekktist það og lét ráða skipi sínu til hlunns en hásetar vistuðust. Egill fór til Arinbjarnar og þeir tólf saman. Egill hafði látið gera langskipssegl mjög vandað. Segl það gaf hann Arinbirni og enn fleiri gjafir þær er sendilegar voru. Var Egill þar um veturinn í góðu yfirlæti. Egill fór um veturinn suður í Sogn að landskyldum sínum, dvaldist þar mjög lengi. Síðan fór hann norður í Fjörðu.

Arinbjörn hafði jólaboð mikið, bauð til sín vinum sínum og héraðsbóndum. Var þar fjölmenni mikið og veisla góð. Hann gaf Agli að jólagjöf slæður gervar af silki og gullsaumaðar mjög, settar fyrir allt gullknöppum í gegnum niður. Arinbjörn hafði látið gera klæði það við vöxt Egils. Arinbjörn gaf Agli alklæðnað nýskorinn að jólum. Voru þar skorin í ensk klæði með mörgum litum. Arinbjörn gaf margs konar vingjafir um jólin þeim mönnum er hann höfðu heimsótt því að Arinbjörn var allra manna örvastur og mestur skörungur.

Þá orti Egill vísu:

Sjálfráði lét slæður
silki drengr of fengið
gullknappaðar greppi,
get eg aldrei vin betri.
Arinbjörn hefir árnað
eirarlaust eða meira,
síð mun seggr of fæðast
slíkr, oddvita ríki.

[1]

References

  1. REFERENCE TEXT(Fræðigrein:DISPLAY AS OTHER INFO)

Links