Egla, 12: Difference between revisions
No edit summary |
No edit summary |
||
Line 3: | Line 3: | ||
==Chapter | ==Chapter 12== | ||
==Kafli 12== | |||
'''Af Hildiríðarsonum''' | |||
Hildiríðarsynir fóru á fund konungs og buðu honum heim til þriggja nátta veislu. Konungur þekktist boð þeirra og kvað á nær hann mundi þar koma. En er að þeirri stefnu kom þá kom konungur þar með lið sitt og var þar ekki fjölmenni fyrir en veisla fór fram hið besta. Var konungur allkátur. Hárekur kom sér í ræðu við konung og kom þar ræðu hans að hann spyr um ferðir konungs, þær er þá höfðu verið um sumarið. Konungur sagði slíkt er hann spurði, kvað alla menn hafa sér vel fagnað og mjög hvern eftir föngum sínum. | |||
„Mikill munur,“ sagði Hárekur, „mun þess hafa verið að í Torgum mundi veisla fjölmennust.“ | |||
Konungur sagði að svo var. | |||
Hárekur segir: „Það var vís von því að til þeirrar veislu var mest aflað og báruð þér konungur þar stórlegar gæfur til er svo snerist að þér komuð í engan lífsháska. Fór það sem líklegt var að þú varst vitrastur og hamingjumestur, því að þú grunaðir þegar að eigi mundi allt af heilu vera er þú sást fjölmenni það hið mikla er þar var saman dregið. En mér var sagt að þú létir allt lið þitt jafnan með alvæpni vera eða hafðir varðhöld örugg bæði nótt og dag.“ | |||
Konungur sá til hans og mælti: „Hví mælir þú slíkt Hárekur, eða hvað kanntu þar af að segja?“ | |||
Hann segir: „Hvort skal eg mæla í orlofi konungur það er mér líkar?“ | |||
„Mæltu,“ segir konungur. | |||
„Það ætla eg,“ segir Hárekur, „ef þú konungur heyrðir hvers manns orð er menn mæla heima eftir hugþokka sínum, hver ákúrun það þykir er þér veitið öllu mannfólki, að þér þætti ekki vel vera. En yður er það sannast að segja konungur að alþýðuna skortir ekki annað til mótgangs við yður en dirfð og forstjóra. En það er ekki undarlegt,“ sagði hann, „um slíka menn sem Þórólfur er að hann þykist umfram hvern mann. Hann skortir eigi afl, eigi fríðleik. Hann hefir og hirð um sig sem konungar. Hann hefir morð fjár þótt hann hefði það eina er hann ætti sjálfur en hitt er meira að hann lætur sér jafnheimilt annarra fé sem sitt. Þér hafið og veitt honum stórar veislur og var nú búið við að hann mundi það eigi vel launa, því að það er yður sannast frá að segja, þá er spurðist að þér fóruð norður á Hálogaland með eigi meira liði en þér höfðuð, þremur hundruðum manna, þá var það hér ráð manna að hér skyldi her saman koma og taka þig af lífi konungur og allt lið þitt og var Þórólfur höfðingi þeirrar ráðagerðar því að honum var það til boðið að hann skyldi konungur vera yfir Háleygjafylki og Naumdælafylki. Fór hann síðan út og inn með hverjum firði og um allar eyjar og dró saman hvern mann er hann fékk og hvert vopn, og fór það þá ekki leynt að þeim her skyldi stefna í móti Haraldi konungi til orustu. En hitt er satt konungur, þótt þér hefðuð lið nokkuru minna þá er þér fundust, að búandkörlum skaut skelk í bringu þegar þeir sáu sigling yðra. Var þá hitt ráð tekið að ganga á móti yður með blíðu og bjóða til veislu. En þá var ætlað, ef þér yrðuð drukknir og lægjuð sofandi, að veita yður atgöngu með eldi og vopnum og það til jartegna, ef eg hefi rétt spurt, að yður var fylgt í kornhlöðu eina því að Þórólfur vildi eigi brenna upp stofu sína, nýja og vandaða mjög. Það var enn til jartegna að hvert hús var fullt af vopnum og herklæðum. En þá er þeir fengu engum vélræðum við yður komið tóku þeir það ráð sem helst var til, drápu öllu á dreif um þessa fyrirætlan. Ætla eg það alla kunna að dylja þessa ráða því að fáir hygg eg að sig viti saklausa ef hið sanna kemur upp. Nú er það mitt ráð konungur að þú takir Þórólf til þín og látir hann vera í hirð þinni, bera merki þitt og vera í stafni á skipi þínu. Til þess er hann fallinn allra manna best. En ef þú vilt að hann sé lendur maður þá fá honum veislur suður í Fjörðum, þar er ætterni hans allt. Megið þér þá sjá yfir að hann gerist eigi of stór. En fá hér sýslu á Hálogalandi í hönd þeim mönnum er hófsmenn séu og yður munu með trúleik þjóna og hér eiga kyn og þeirra frændur hafa hér áður haft þvílíkt starf. Skulum við bræður vera búnir og boðnir til slíks sem þér viljið okkur til nýta. Hafði faðir okkar hér lengi konungssýslu. Varð honum það vel í höndum. Er yður konungur vandsettir hér menn yfir til forráða því að þér munuð hér sjaldan koma sjálfir. Hér er lítið landsmegin til þess að þér farið með her yðvarn og munuð það eigi oftar gera að fara hingað með fá liði því að hér er ótryggt lið margt.“ | |||
Konungur reiddist mjög við ræður þessar og mælti þó stillilega sem hann var vanur jafnan þá er hann frétti þau tíðindi er mikils voru verð. Hann spurði þá hvort Þórólfur væri heima í Torgum. | |||
Hárekur sagði að þess var engi von „er Þórólfur svo viti borinn að hann mundi kunna sér að vera eigi fyrir liði yðru konungur, því að honum mundi þess von að eigi skyldu allir svo haldinorðir að þú konungur mundir eigi var verða við þessi tíðindi. Fór hann norður í Álöst þegar er hann spurði að þér voruð norðan á leið.“ | |||
Konungur ræddi fátt um þessi tíðindi fyrir mönnum en fannst það á að hann mundi trúnað á festa þess orðræðu er honum var sagt. Fór konungur síðan ferðar sinnar. Leiddu Hildiríðarsynir hann virðulega á brott með gjöfum en hann hét þeim vináttu sinni. Þeir bræður gáfu sér erindi inn í Naumudal og fóru svo í svig við konung að þeir hittu hann að öðru hverju. Tók hann jafnan vel máli þeirra. | |||
<ref>REFERENCE TEXT(Fræðigrein:[[PAGE NAME|DISPLAY AS]] OTHER INFO)</ref> | <ref>REFERENCE TEXT(Fræðigrein:[[PAGE NAME|DISPLAY AS]] OTHER INFO)</ref> |
Revision as of 13:52, 8 November 2011
Egils saga (Table of Contents) | |||||||||||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | 32 | 33 | 34 | 35 | 36 | 37 | 38 | 39 | 40 | 41 | 42 | 43 | 44 | 45 | 46 | 47 | 48 | 49 | 50 | 51 | 52 | 53 | 54 | 55 | 56 | 57 | 58 | 59 | 60 |
61 | 62 | 63 | 64 | 65 | 66 | 67 | 68 | 69 | 70 | 71 | 72 | 73 | 74 | 75 | 76 | 77 | 78 | 79 | 80 | 81 | 82 | 83 | 84 | 85 | 86 | 87 | 88 | 89 | 90 |
Chapter 12
Kafli 12
Af Hildiríðarsonum
Hildiríðarsynir fóru á fund konungs og buðu honum heim til þriggja nátta veislu. Konungur þekktist boð þeirra og kvað á nær hann mundi þar koma. En er að þeirri stefnu kom þá kom konungur þar með lið sitt og var þar ekki fjölmenni fyrir en veisla fór fram hið besta. Var konungur allkátur. Hárekur kom sér í ræðu við konung og kom þar ræðu hans að hann spyr um ferðir konungs, þær er þá höfðu verið um sumarið. Konungur sagði slíkt er hann spurði, kvað alla menn hafa sér vel fagnað og mjög hvern eftir föngum sínum.
„Mikill munur,“ sagði Hárekur, „mun þess hafa verið að í Torgum mundi veisla fjölmennust.“
Konungur sagði að svo var.
Hárekur segir: „Það var vís von því að til þeirrar veislu var mest aflað og báruð þér konungur þar stórlegar gæfur til er svo snerist að þér komuð í engan lífsháska. Fór það sem líklegt var að þú varst vitrastur og hamingjumestur, því að þú grunaðir þegar að eigi mundi allt af heilu vera er þú sást fjölmenni það hið mikla er þar var saman dregið. En mér var sagt að þú létir allt lið þitt jafnan með alvæpni vera eða hafðir varðhöld örugg bæði nótt og dag.“
Konungur sá til hans og mælti: „Hví mælir þú slíkt Hárekur, eða hvað kanntu þar af að segja?“
Hann segir: „Hvort skal eg mæla í orlofi konungur það er mér líkar?“
„Mæltu,“ segir konungur.
„Það ætla eg,“ segir Hárekur, „ef þú konungur heyrðir hvers manns orð er menn mæla heima eftir hugþokka sínum, hver ákúrun það þykir er þér veitið öllu mannfólki, að þér þætti ekki vel vera. En yður er það sannast að segja konungur að alþýðuna skortir ekki annað til mótgangs við yður en dirfð og forstjóra. En það er ekki undarlegt,“ sagði hann, „um slíka menn sem Þórólfur er að hann þykist umfram hvern mann. Hann skortir eigi afl, eigi fríðleik. Hann hefir og hirð um sig sem konungar. Hann hefir morð fjár þótt hann hefði það eina er hann ætti sjálfur en hitt er meira að hann lætur sér jafnheimilt annarra fé sem sitt. Þér hafið og veitt honum stórar veislur og var nú búið við að hann mundi það eigi vel launa, því að það er yður sannast frá að segja, þá er spurðist að þér fóruð norður á Hálogaland með eigi meira liði en þér höfðuð, þremur hundruðum manna, þá var það hér ráð manna að hér skyldi her saman koma og taka þig af lífi konungur og allt lið þitt og var Þórólfur höfðingi þeirrar ráðagerðar því að honum var það til boðið að hann skyldi konungur vera yfir Háleygjafylki og Naumdælafylki. Fór hann síðan út og inn með hverjum firði og um allar eyjar og dró saman hvern mann er hann fékk og hvert vopn, og fór það þá ekki leynt að þeim her skyldi stefna í móti Haraldi konungi til orustu. En hitt er satt konungur, þótt þér hefðuð lið nokkuru minna þá er þér fundust, að búandkörlum skaut skelk í bringu þegar þeir sáu sigling yðra. Var þá hitt ráð tekið að ganga á móti yður með blíðu og bjóða til veislu. En þá var ætlað, ef þér yrðuð drukknir og lægjuð sofandi, að veita yður atgöngu með eldi og vopnum og það til jartegna, ef eg hefi rétt spurt, að yður var fylgt í kornhlöðu eina því að Þórólfur vildi eigi brenna upp stofu sína, nýja og vandaða mjög. Það var enn til jartegna að hvert hús var fullt af vopnum og herklæðum. En þá er þeir fengu engum vélræðum við yður komið tóku þeir það ráð sem helst var til, drápu öllu á dreif um þessa fyrirætlan. Ætla eg það alla kunna að dylja þessa ráða því að fáir hygg eg að sig viti saklausa ef hið sanna kemur upp. Nú er það mitt ráð konungur að þú takir Þórólf til þín og látir hann vera í hirð þinni, bera merki þitt og vera í stafni á skipi þínu. Til þess er hann fallinn allra manna best. En ef þú vilt að hann sé lendur maður þá fá honum veislur suður í Fjörðum, þar er ætterni hans allt. Megið þér þá sjá yfir að hann gerist eigi of stór. En fá hér sýslu á Hálogalandi í hönd þeim mönnum er hófsmenn séu og yður munu með trúleik þjóna og hér eiga kyn og þeirra frændur hafa hér áður haft þvílíkt starf. Skulum við bræður vera búnir og boðnir til slíks sem þér viljið okkur til nýta. Hafði faðir okkar hér lengi konungssýslu. Varð honum það vel í höndum. Er yður konungur vandsettir hér menn yfir til forráða því að þér munuð hér sjaldan koma sjálfir. Hér er lítið landsmegin til þess að þér farið með her yðvarn og munuð það eigi oftar gera að fara hingað með fá liði því að hér er ótryggt lið margt.“
Konungur reiddist mjög við ræður þessar og mælti þó stillilega sem hann var vanur jafnan þá er hann frétti þau tíðindi er mikils voru verð. Hann spurði þá hvort Þórólfur væri heima í Torgum.
Hárekur sagði að þess var engi von „er Þórólfur svo viti borinn að hann mundi kunna sér að vera eigi fyrir liði yðru konungur, því að honum mundi þess von að eigi skyldu allir svo haldinorðir að þú konungur mundir eigi var verða við þessi tíðindi. Fór hann norður í Álöst þegar er hann spurði að þér voruð norðan á leið.“
Konungur ræddi fátt um þessi tíðindi fyrir mönnum en fannst það á að hann mundi trúnað á festa þess orðræðu er honum var sagt. Fór konungur síðan ferðar sinnar. Leiddu Hildiríðarsynir hann virðulega á brott með gjöfum en hann hét þeim vináttu sinni. Þeir bræður gáfu sér erindi inn í Naumudal og fóru svo í svig við konung að þeir hittu hann að öðru hverju. Tók hann jafnan vel máli þeirra.
References
- ↑ REFERENCE TEXT(Fræðigrein:DISPLAY AS OTHER INFO)