Egla, 23: Difference between revisions

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search
No edit summary
No edit summary
Line 6: Line 6:


==Kafli 23==
==Kafli 23==
Dráp Hildiríðarsona
 
'''Dráp Hildiríðarsona'''
 
Ketill hængur hét maður, son Þorkels Naumdælajarls og Hrafnhildar dóttur Ketils hængs úr Hrafnistu. Hængur var göfugur maður og ágætur. Hann hafði verið hinn mesti vinur Þórólfs Kveld-Úlfssonar og frændi skyldur. Hann var þá í úthlaupi því er liðsafnaður var á Hálogalandi og menn ætluðu til liðs við Þórólf svo sem fyrr var ritað. En er Haraldur konungur fór norðan og menn urðu þess varir að Þórólfur var af lífi tekinn þá rufu þeir safnaðinn. Hængur hafði með sér sex tigu manna og sneri hann til Torga en þar voru fyrir Hildiríðarsynir og höfðu fátt lið. En er Hængur kom á bæinn veitti hann þeim atgöngu. Féllu þar Hildiríðarsynir og þeir menn flestir er þar voru fyrir en þeir Hængur tóku fé allt það er þeir fengu.
Ketill hængur hét maður, son Þorkels Naumdælajarls og Hrafnhildar dóttur Ketils hængs úr Hrafnistu. Hængur var göfugur maður og ágætur. Hann hafði verið hinn mesti vinur Þórólfs Kveld-Úlfssonar og frændi skyldur. Hann var þá í úthlaupi því er liðsafnaður var á Hálogalandi og menn ætluðu til liðs við Þórólf svo sem fyrr var ritað. En er Haraldur konungur fór norðan og menn urðu þess varir að Þórólfur var af lífi tekinn þá rufu þeir safnaðinn. Hængur hafði með sér sex tigu manna og sneri hann til Torga en þar voru fyrir Hildiríðarsynir og höfðu fátt lið. En er Hængur kom á bæinn veitti hann þeim atgöngu. Féllu þar Hildiríðarsynir og þeir menn flestir er þar voru fyrir en þeir Hængur tóku fé allt það er þeir fengu.



Revision as of 14:04, 8 November 2011


Chapter 23

Kafli 23

Dráp Hildiríðarsona

Ketill hængur hét maður, son Þorkels Naumdælajarls og Hrafnhildar dóttur Ketils hængs úr Hrafnistu. Hængur var göfugur maður og ágætur. Hann hafði verið hinn mesti vinur Þórólfs Kveld-Úlfssonar og frændi skyldur. Hann var þá í úthlaupi því er liðsafnaður var á Hálogalandi og menn ætluðu til liðs við Þórólf svo sem fyrr var ritað. En er Haraldur konungur fór norðan og menn urðu þess varir að Þórólfur var af lífi tekinn þá rufu þeir safnaðinn. Hængur hafði með sér sex tigu manna og sneri hann til Torga en þar voru fyrir Hildiríðarsynir og höfðu fátt lið. En er Hængur kom á bæinn veitti hann þeim atgöngu. Féllu þar Hildiríðarsynir og þeir menn flestir er þar voru fyrir en þeir Hængur tóku fé allt það er þeir fengu.

Eftir það tók Hængur knörru tvo þá er hann fékk mesta, lét þar bera á út fé það allt er hann átti og hann mátti með komast. Hann hafði með sér konu sína og börn, svo þá menn alla er að þeim verkum höfðu verið með honum. Baugur hét maður, fóstbróðir Hængs, ættstór maður og auðigur. Hann stýrði öðrum knerrinum. En er þeir voru búnir og byr gaf þá sigldu þeir í haf út.

Fám vetrum áður höfðu þeir Ingólfur og Hjörleifur farið að byggja Ísland og var mönnum þá alltíðrætt um þá ferð. Sögðu menn þar vera allgóða landkosti.

Hængur sigldi vestur í haf og leitaði Íslands. En er þeir urðu við land varir þá voru þeir fyrir sunnan að komnir. En fyrir því að veður var hvasst en brim á landið og ekki hafnlegt þá sigldu þeir vestur um landið fyrir sandana. En er veðrið tók minnka og lægja brim þá varð fyrir þeim árós mikill og héldu þeir þar skipunum upp í ána og lögðu við hið eystra land. Sú á heitir nú Þjórsá, féll þá miklu þröngra og var djúpari en nú er. Þeir ruddu skipin, tóku þá og könnuðu landið fyrir austan ána og fluttu eftir sér búfé sitt. Var Hængur hinn fyrsta vetur fyrir utan Rangá hina ytri. En um vorið kannaði hann austur landið og nam þá land milli Þjórsár og Markarfljóts, á milli fjalls og fjöru, og byggði að Hofi við Rangá hina eystri.

Ingunn kona hans fæddi barn um vorið þá er þau höfðu þar verið hinn fyrsta vetur og hét sveinn sá Hrafn. En er hús voru þar ofan tekin þá var þar síðan kallað Hrafntóftir.

Hængur gaf Baugi land í Fljótshlíð ofan frá Merkiá til árinnar fyrir utan Breiðabólstað og bjó hann að Hlíðarenda og frá Baugi er komin mikil kynslóð í þeirri sveit. Hængur gaf land skipverjum sínum en seldi sumum við litlu verði og eru þeir landnámamenn kallaðir.

Stórólfur hét son Hængs. Hann átti Hvolinn og Stórólfsvöll. Hans son var Ormur hinn sterki. Herjólfur hét annar son Hængs. Hann átti land í Fljótshlíð til móts við Baug og út til Hvolslækjar. Hann bjó undir Brekkum. Sonur hans hét Sumarliði, faðir Veturliða skálds. Helgi var hinn þriðji son Hængs. Hann bjó á Velli og átti land til Rangár hið efra og ofan til móts við bræður sína. Vestar hét hinn fjórði son Hængs. Hann átti land fyrir austan Rangá milli og Þverár og hinn neðra hlut Stórólfsvallar. Hann átti Móeiði dóttur Hildis úr Hildisey. Þeirra dóttir var Ásný er átti Ófeigur grettir. Vestar bjó að Móeiðarhvoli. Hrafn var hinn fimmti Hængs son. Hann var fyrstur lögsögumaður á Íslandi. Hann bjó að Hofi eftir föður sinn. Þorlaug var dóttir Hrafns er átti Jörundur goði. Þeirra son var Valgarður að Hofi. Hrafn var göfgastur sona Hængs.


[1]

References

  1. REFERENCE TEXT(Fræðigrein:DISPLAY AS OTHER INFO)

Links