Egla, 41
Egils saga (Table of Contents) | |||||||||||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | 32 | 33 | 34 | 35 | 36 | 37 | 38 | 39 | 40 | 41 | 42 | 43 | 44 | 45 | 46 | 47 | 48 | 49 | 50 | 51 | 52 | 53 | 54 | 55 | 56 | 57 | 58 | 59 | 60 |
61 | 62 | 63 | 64 | 65 | 66 | 67 | 68 | 69 | 70 | 71 | 72 | 73 | 74 | 75 | 76 | 77 | 78 | 79 | 80 | 81 | 82 | 83 | 84 | 85 | 86 | 87 | 88 | 89 | 90 |
Chapter 41
Of Bjorn
Bjorn got for his portion another good and valuable homestead. He did not become a liege-man of the king, wherefore he was called Bjorn Yeoman. He was right wealthy, and a great man. No sooner did Thorolf come off the sea then he went at once to Bjorn, and brought him Asgerdr his daughter. There was a joyful meeting. Asgerdr was a most beautiful and accomplished woman, wise and right skilful.
Thorolf went to see king Eric. And when they met, Thorolf greeted Eric from Skallagrim, and said that he had thankfully received the king's gift. He then brought out a good long-ship's sail, which he said Skallagrim had sent to the king. King Eric received the gift well, and bade Thorolf be with him for the winter. For this Thorolf thanked the king, but said: 'I must first go to Thorir; with him I have an urgent errand.'
Then Thorolf went to Thorir, as he had said, and met there a right hearty welcome. Thorir bade him be with him. This Thorolf said he would accept; 'and there is,' said he, 'one with me who must have lodging where I am; he is my brother, and he has never before been away from home, and he needs that I look after him.'
Thorir said that Thorolf had every right, if he would, to bring more men with him thither. 'Your brother, too,' said he, 'we think, betters our company if he be at all like you.'
Then Thorolf went to his ship, and had it drawn up and made snug, whereafter he and Egil went to lord Thorir. Thorir had a son named Arinbjorn, who was somewhat older than Egil. Arinbjorn early showed himself a manly fellow and a doughty. With Arinbjorn Egil struck up a friendship,[1] and was ever his follower. But between the brothers was rather a coolness.[2]
References
- ↑ Arinbjorn Egil struck up a friendship: "The pause in the narrative account and the authorial intervention at the first appearance of Arinbjǫrn must be seen as establishing the emotional prime mover in the friendship that develops. Despite the incongruity when viewed from the perspective of Egill’s later career, this can only be seen as hero worship." Sayers, William. Generational Models for the Friendship of Egill and Arinbjǫrn (p. 170).
- ↑ But between the brothers was rather a coolness: "Arinbjörns venskab er sikkert til at begynde med blevet Egil en slags erstatning for de blidere følelser, som han har savnet hos sin broder." Friðrik Á. Brekkan. Lidt om Egil Skallagrimssons personlighed (p. 105).
Kafli 41
Af Birni
Björn hlaut annan bústað góðan og virðilegan. Gerðist hann ekki handgenginn konungi. Því var hann kallaður Björn höldur. Var hann maður vellauðigur og stórmenni mikið.
Þórólfur fór brátt á fund Bjarnar þegar er hann kom af hafi og fylgdi heim Ásgerði dóttur hans. Varð þar fagnafundur. Ásgerður var hin vænsta kona og hin gervilegasta, vitur kona og allvel kunnandi.
Þórólfur fór á fund Eiríks konungs. En er þeir hittust bar Þórólfur Eiríki konungi kveðju Skalla-Gríms og sagði að hann hafði þakksamlega tekið sending konungs, bar fram síðan langskipssegl gott er hann sagði er Skalla-Grímur hefði sent konungi. Eiríkur konungur tók vel við gjöf þeirri og bauð Þórólfi að vera með sér um veturinn.
Þórólfur þakkaði konungi boð sitt „eg mun nú fyrst fara til Þóris. Á eg við hann nauðsynjaerindi.“
Síðan fór Þórólfur til Þóris sem hann hafði sagt og fékk þar allgóðar viðtökur. Bauð Þórir honum að vera með sér.
Þórólfur sagði að hann mundi það þekkjast „og er sá maður með mér að þar skal vist hafa sem eg er. Hann er bróðir minn og hefir hann ekki fyrr heiman gengið og þarf hann að eg veiti honum umsjá.“
Þórir sagði að það var heimult þó að Þórólfur vildi fleiri menn hafa með sér þangað. „Þykir oss,“ segir hann, „sveitarbót að bróður þínum ef hann er nokkuð þér líkur.“
Síðan fór Þórólfur til skips síns og lét það upp setja og um búa en hann fór og Egill til Þóris hersis.
Þórir átti son er hét Arinbjörn. Hann var nokkuru eldri en Egill. Arinbjörn var þegar snemma skörulegur maður og hinn mesti íþróttamaður. Egill gerði sér títt við Arinbjörn[1] og var honum fylgjusamur en heldur var fátt með þeim bræðrum.[2]
Tilvísanir
- ↑ Egill gerði sér títt við Arinbjörn: "The pause in the narrative account and the authorial intervention at the first appearance of Arinbjǫrn must be seen as establishing the emotional prime mover in the friendship that develops. Despite the incongruity when viewed from the perspective of Egill’s later career, this can only be seen as hero worship." Sayers, William. Generational Models for the Friendship of Egill and Arinbjǫrn (s. 170).
- ↑ en heldur var fátt með þeim bræðrum: "Arinbjörns venskab er sikkert til at begynde med blevet Egil en slags erstatning for de blidere følelser, som han har savnet hos sin broder." Friðrik Á. Brekkan. Lidt om Egil Skallagrimssons personlighed (s. 105).