Egla, 11

From WikiSaga
Revision as of 15:43, 10 November 2011 by Jón Karl Helgason (talk | contribs)
Jump to navigationJump to search


Chapter 11

The king feasts with Thorolf

King Harold went that summer to Halogaland, and banquets were made ready against his coming, both where his estates were, and also by barons and powerful landowners.

Thorolf prepared a banquet for the king at great cost; it was fixed for when the king should come there. To this he bade a numerous company, the best men that could be found. The king had about three hundred men with him when he came to the banquet, but Thorolf had five hundred present. Thorolf had caused a large granary to be fitted up where the drinking should be, for there was no hall large enough to contain all that multitude. And all around the building shields were hung.

The king sate in the high seat; but when the foremost bench was filled, then the king looked round, and he turned red, but spoke not, and men thought they could see he was angry. The banquet was magnificent, and all the viands of the best. The king, however, was gloomy; he remained there three nights, as had been intended. On the day when the king was to leave Thorolf went to him, and offered that they should go together down to the strand. The king did so, and there, moored off the land, floated that dragon-ship which Thorolf had had built, with tent and tackling complete. Thorolf gave the ship to the king, and prayed the king to believe that he had gathered such numbers for this end, to show the king honour, and not to enter into rivalry with him. The king took Thorolf's words well, and then became merry and cheerful. Many added their good word, saying (as was true) that the banquet was most splendid, and the farewell escort magnificent, and that the king gained much strength by such men. Then they parted with much affection.

The king went northwards through Halogaland as he had purposed, and returned south as summer wore on. He went to yet other banquets there that were prepared for him.

References


Kafli 11

Þórólfur bauð konungi

Haraldur konungur fór það sumar á Hálogaland og voru gervar veislur í móti honum, bæði þar er hans bú voru og svo gerðu lendir menn og ríkir bændur.

Þórólfur bjó veislu í móti konungi og lagði á kostnað mikinn. Var það ákveðið nær konungur skyldi þar koma. Þórólfur bauð þangað fjölda manns og hafði þar allt hið besta mannval það er kostur var. Konungur hafði nær þrjú hundruð manna er hann kom til veislunnar, en Þórólfur hafði fyrir fimm hundruð manna. Þórólfur hafði látið búa kornhlöðu mikla er þar var, og látið leggja bekki í og lét þar drekka því að þar var engi stofa svo mikil er það fjölmenni mætti allt inni vera. Þar voru og festir skildir umhverfis í húsinu.

Konungur settist í hásæti. En er alskipað var hið efra og hið fremra þá sást konungur um og roðnaði og mælti ekki og þóttust menn finna að hann var reiður. Veisla var hin prúðlegasta og öll föng hin bestu. Konungur var heldur ókátur og var þar þrjár nætur sem ætlað var.

Þann dag er konungur skyldi brott fara, gekk Þórólfur til hans og bað að þeir skyldu fara ofan til strandar. Konungur gerði svo. Þar flaut fyrir landi dreki sá er Þórólfur hafði gera látið, með tjöldum og öllum reiða. Þórólfur gaf konungi skipið og bað að konungur skyldi svo virða sem honum hafði til gengið að hann hafði fyrir því haft fjölmenni svo mikið að það væri konungi vegsemd en ekki fyrir kapps sakir við hann. Konungur tók þá vel orðum Þórólfs og gerði sig þá blíðan og kátan. Lögðu þá og margir góð orð til, sögðu sem satt var, að veislan var hin vegsamlegasta og útleiðslan hin skörulegasta og konungi var styrkur mikill að slíkum mönnum, skildust þá með kærleik miklum.

Fór konungur norður á Hálogaland sem hann hafði ætlað og sneri aftur suður er á leið sumarið, fór þá enn að veislum þar sem fyrir honum var búið.

[1]

Tilvísanir

  1. REFERENCE TEXT(Fræðigrein:DISPLAY AS OTHER INFO)

Links