Egla, 69
Egils saga (Table of Contents) | |||||||||||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | 32 | 33 | 34 | 35 | 36 | 37 | 38 | 39 | 40 | 41 | 42 | 43 | 44 | 45 | 46 | 47 | 48 | 49 | 50 | 51 | 52 | 53 | 54 | 55 | 56 | 57 | 58 | 59 | 60 |
61 | 62 | 63 | 64 | 65 | 66 | 67 | 68 | 69 | 70 | 71 | 72 | 73 | 74 | 75 | 76 | 77 | 78 | 79 | 80 | 81 | 82 | 83 | 84 | 85 | 86 | 87 | 88 | 89 | 90 |
Chapter 69
Egil goes abroad
Egil heard tidings from east over the seas that Eric Bloodaxe had fallen in the west while freebooting; but Gunnhilda and her sons and Eric's had gone to Denmark, and all those that had followed Eric to England had left that country. This, too, he heard, that Arinbjorn was now come to Norway. He had taken again the grants and possessions that he had before, and had gotten great favour with the king. Then Egil thought it desirable again to go to Norway. Besides this came the tidings that king Athelstan was dead. His brother Edmund[1] now ruled England.
So Egil made ready his ship, and got him a crew. Aunund Sjoni was among them, son of Ani of Anabrekka. Aunund was tall, and the strongest of those men who were then in the country-side; nay, some doubted whether he were not shape-strong. Aunund had often been on voyages from land to land. He was somewhat older than Egil; there had long been friendship between the two.
And when Egil was ready he put out to sea, and their voyage sped well; they came to Mid-Norway. And when they sighted land, they steered for the Firths. They soon got tidings from land, and it was told them that Arinbjorn was at home on his estate.
Egil put his ship into the haven nearest to Arinbjorn's house; then went he to seek Arinbjorn, and a most joyful meeting was theirs. Arinbjorn offered quarters to Egil and such of his men as he liked to bring. This Egil accepted, and had his ship set up on rollers; but his crew found them quarters. Egil and eleven with him went to Arinbjorn's. Egil had caused to be made a long ship's sail, elaborately worked; this he gave to Arinbjorn, and yet other gifts of value. Egil was there for the winter, treated with much honour.
In the winter Egil went southwards to Sogn to collect his land-rents, staying there some time. After that he came north again to the Firths. Arinbjorn held a great Yule-feast, to which he bade his friends and the neighbouring landowners. There was there much company and good cheer. Arinbjorn gave Egil as a Yule-gift a trailing robe made of silk, and richly broidered with gold, studded with gold buttons in front all down to the hem. Arinbjorn had had the robe made to fit Egil's stature. Arinbjorn gave also to Egil at Yule a complete suit newly made; it was cut of English cloth of many colours. Friendly gifts of many kinds gave Arinbjorn at Yule to those who were his guests, for Arinbjorn was beyond all men open-handed and noble.
Then Egil composed a stave:
'Warrior gave to poet
Silken robe gold-glistering:
Never shall I find me
Friend of better faith.
Arinbjorn untiring
Earneth well his honours:
For his like the ages
Long may look in vain.'
References
- ↑ his brother Edmund: "Þó mælir margt á móti því, að Eiríkr hafi verið í Jórvík um daga Játmundar, er átti viðskifti við aðra konunga þar nyrðra, enda segja sögurnar einum rómi, að Aðalsteinn hafi veitt Eiríki yfirsókn á Norðimbralandi, og er það sögn Eg. og Hkr., að Eiríkr hafi verið settur þar til landvarnar, en haldist þar eigi við eftir að Játmundr kom til ríkis." Jón Jónsson. Eiríkr blóðöx í Jórvík (pp. 316-17).
Kafli 69
Utanferð Egils
Egill spurði þau tíðindi austan um haf að Eiríkur blóðex hefði fallið í vesturvíking en Gunnhildur og synir þeirra voru farin til Danmerkur suður og brottu var af Englandi það lið allt er þeim Eiríki hafði þangað fylgt. Arinbjörn var þá kominn til Noregs. Hafði hann fengið veislur sínar og eignir þær er hann hafði átt og var kominn í kærleika mikla við konung. Þótti Agli þá enn fýsilegt gerast að fara til Noregs. Það fylgdi og tíðindasögu að Aðalsteinn konungur var andaður. Réð þá fyrir Englandi bróðir hans Játmundur.[1]
Egill bjó þá skip sitt og réð háseta til. Önundur sjóni réðst þar til, sonur Ána frá Ánabrekku. Önundur var mikill og þeirra manna sterkastur er þá voru þar í sveit. Eigi var um það einmælt að hann væri eigi hamrammur. Önundur hafði oft verið í förum landa í milli. Hann var nokkuru eldri en Egill. Með þeim hafði lengi verið vingott.
Og er Egill var búinn lét hann í haf og greiddist þeirra ferð vel, komu að miðjum Noregi. Og er þeir sáu land stefndu þeir inn í Fjörðu. Og er þeir fengu tíðindi af landi var þeim sagt að Arinbjörn var heima að búum sínum. Heldur Egill þangað skipi sínu í höfn sem næst bæ Arinbjarnar.
Síðan fór Egill að finna Arinbjörn og varð þar fagnafundur mikill með þeim. Bauð Arinbjörn Agli þangað til vistar og föruneyti hans því er hann vildi að þangað færi. Egill þekktist það og lét ráða skipi sínu til hlunns en hásetar vistuðust. Egill fór til Arinbjarnar og þeir tólf saman. Egill hafði látið gera langskipssegl mjög vandað. Segl það gaf hann Arinbirni og enn fleiri gjafir þær er sendilegar voru. Var Egill þar um veturinn í góðu yfirlæti. Egill fór um veturinn suður í Sogn að landskyldum sínum, dvaldist þar mjög lengi. Síðan fór hann norður í Fjörðu.
Arinbjörn hafði jólaboð mikið, bauð til sín vinum sínum og héraðsbóndum. Var þar fjölmenni mikið og veisla góð. Hann gaf Agli að jólagjöf slæður gervar af silki og gullsaumaðar mjög, settar fyrir allt gullknöppum í gegnum niður. Arinbjörn hafði látið gera klæði það við vöxt Egils. Arinbjörn gaf Agli alklæðnað nýskorinn að jólum. Voru þar skorin í ensk klæði með mörgum litum. Arinbjörn gaf margs konar vingjafir um jólin þeim mönnum er hann höfðu heimsótt því að Arinbjörn var allra manna örvastur og mestur skörungur.
Þá orti Egill vísu:
Tilvísanir
- ↑ bróðir hans Játmundur: "Þó mælir margt á móti því, að Eiríkr hafi verið í Jórvík um daga Játmundar, er átti viðskifti við aðra konunga þar nyrðra, enda segja sögurnar einum rómi, að Aðalsteinn hafi veitt Eiríki yfirsókn á Norðimbralandi, og er það sögn Eg. og Hkr., að Eiríkr hafi verið settur þar til landvarnar, en haldist þar eigi við eftir að Játmundr kom til ríkis." Jón Jónsson. Eiríkr blóðöx í Jórvík (s. 316-17).