Egla, 43
Egils saga (Table of Contents) | |||||||||||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | 32 | 33 | 34 | 35 | 36 | 37 | 38 | 39 | 40 | 41 | 42 | 43 | 44 | 45 | 46 | 47 | 48 | 49 | 50 | 51 | 52 | 53 | 54 | 55 | 56 | 57 | 58 | 59 | 60 |
61 | 62 | 63 | 64 | 65 | 66 | 67 | 68 | 69 | 70 | 71 | 72 | 73 | 74 | 75 | 76 | 77 | 78 | 79 | 80 | 81 | 82 | 83 | 84 | 85 | 86 | 87 | 88 | 89 | 90 |
Chapter 43
Of Aulvir and Egil
There was a man named Aulvir, a house-carle of Thorir's, who was manager and bailiff over his estate. He had the getting in of debts, and was treasurer. Aulvir was past his youth, but was still quite a hale man. It so happened that Aulvir had to leave home to get in some rents of Thorir's that had stood over from the spring. He had a row-boat, on board which went twelve of Thorir's house-carles. Just then Egil began to recover, and rose from his bed. He thought it was dull work at home when everybody was gone away. So he spoke with Aulvir, and said he would like to go with him. But Aulvir thought one good comrade would not overload them, as there was enough ship-room. So Egil prepared to go. He had his weapons, sword, halberd, and buckler.
They went their way when they were ready. They had the wind blowing hard against them, and sharp gale and troublesome; but they pursued their journey vigorously, taking to their oars. And their progress was such, that on the evening of a day they came to Atla-isle, and there put in to land. In this island, not far up from the shore, was a large farm belonging to king Eric. The overlooker thereof was a man named Bard. He was called Bard of Atla-isle, and was a good business man and worker; not of high birth, but much prized by the king and Gunnhilda.
Aulvir and his men drew up their ship beyond flood-tide mark. They then went to the farm buildings, and found Bard outside, and told him of their journey, and withal that they would fain be there for the night. Bard saw that they were very wet, and led them to a fire-hall that stood apart from the other buildings. There he had a large fire made for them, at which their clothes were dried. When they had put them on again, Bard came in. 'Now will we,' said he, 'set you a table here. I know you will be glad to sleep; you are weary from your wetting.'
Aulvir liked that well. Soon the table was set, and food given them, bread and butter and large bowls of curds set forth. Bard said: 'Right sorry am I that there is no ale in the house, that I might receive you as I would; you will have to make out with what there is.'
Aulvir and his folk were very thirsty, and drank up the curds. Then Bard had oat-drink brought in, and they drank that. 'I should like,' said Bard, 'to give you better drink if I had any.'
There was no lack of straw in the room. Then he bade them lie down to sleep.
References
Kafli 43
Af Ölvi
Ölvir hét maður. Hann var húskarl Þóris og var forstjóri og ráðamaður fyrir búi hans. Hafði hann skuldaheimtur og var féhirðir. Ölvir var af æskualdri og þó maður hinn hressasti.
Svo bar til að Ölvir átti heimanferð að heimta landskyldir Þóris þær er eftir höfðu staðið um vorið. Hafði hann róðrarferju og voru þeir á tólf húskarlar Þóris. Þá tók Egill að hressast og reis hann þá upp. Honum þótti þá gerast dauflegt heima er alþýða manna var á brott farin. Kom hann að máli við Ölvi og sagði að hann vildi fara með honum. En Ölvi þótti eigi góðum liðsmanni ofaukið því að skipkostur var ærinn. Réðst Egill til ferðar þeirrar. Egill hafði vopn sín, sverð og kesju og buklara. Fara þeir ferðar sinnar er þeir voru búnir og fengu veðrabálk harðan, hvöss veður og óhagstæð, en þeir sóttu ferðina knálega, tóku róðrarleiði.
Svo bar til ferð þeirra að þeir komu aftan dags til Atlaeyjar og lögðu þar að landi en þar var í eyjunni skammt upp bú mikið er átti Eiríkur konungur. En þar réð fyrir maður sá er Bárður hét. Hann var kallaður Atleyjar-Bárður og var sýslumaður mikill og starfsmaður góður. Ekki var hann kynstór maður en kær mjög Eiríki konungi og Gunnhildi drottningu.
Þeir Ölvir drógu upp skip sitt úr flæðarmáli, gengu síðan til bæjar og hittu Bárð úti og sögðu honum um ferð sína, svo það að þeir vildu þar vera um nóttina. Bárður sá að þeir voru votir mjög og fylgdi hann þeim til eldahúss nokkurs. Var það brott frá öðrum húsum. Hann lét gera eld mikinn fyrir þeim og voru þar þurrkuð klæði þeirra.
En er þeir höfðu tekið klæði sín þá kom Bárður þar. „Nú munum vér,“ segir hann, „hér setja yður borð. Eg veit að yður mun vera títt að sofa. Þér eruð menn móðir af vosi.“
Ölvi líkaði það vel. Síðan var sett borð og gefinn þeim matur, brauð og smjör, og settir fram skyraskar stórir.
Bárður sagði: „Harmur er það nú mikill er öl er ekki inni það er eg megi yður fagna sem eg vildi. Verðið þér nú að bjargast við slíkt sem til er.“
Þeir Ölvir voru þyrstir mjög og supu skyrið. Síðan lét Bárður bera inn afur og drukku þeir það.
„Fús mundi eg,“ kvað Bárður, „að gefa yður betra drykk ef til væri.“
Hálm skorti þar eigi inni. Bað hann þá þar niður leggjast til svefns.
Tilvísanir
- ↑ REFERENCE TEXT(Fræðigrein:DISPLAY AS OTHER INFO)