Egla, 70
Egils saga (Table of Contents) | |||||||||||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | 32 | 33 | 34 | 35 | 36 | 37 | 38 | 39 | 40 | 41 | 42 | 43 | 44 | 45 | 46 | 47 | 48 | 49 | 50 | 51 | 52 | 53 | 54 | 55 | 56 | 57 | 58 | 59 | 60 |
61 | 62 | 63 | 64 | 65 | 66 | 67 | 68 | 69 | 70 | 71 | 72 | 73 | 74 | 75 | 76 | 77 | 78 | 79 | 80 | 81 | 82 | 83 | 84 | 85 | 86 | 87 | 88 | 89 | 90 |
Chapter 70
Egil's sadness
Egil after Yule-tide was taken with much sadness that he spake not a word. And when Arinbjorn perceived this he began to talk with Egil, and asked what this sadness meant. 'I wish,' said he, 'you would let me know whether you are sick, or anything ails you, that I may find a remedy.'
Egil said: 'Sickness of body I have none; but I have much anxiety about this, how I shall get that property which I won when I slew Ljot the Pale northwards in Mæra. I am told that the king's stewards have taken up all that property, and claimed ownership thereof for the king. Now I would fain have your help in the recovery of this.'
Arinbjorn: 'I do not think your claim to the ownership of that property is against the law of the land; yet methinks the property is now come into strong keeping. The king's treasury hath a wide entrance, but a narrow exit. We have urged many arduous claims of money against powerful persons, but we were in more confidence with the king than now; for the friendship between me and king Hacon is shallow; yet must I act after the old saw: He must tend the oak who is to dwell beneath it.'
'Yet,' said Egil, 'my mind is that, if we have law to show, we should try. Maybe the king will grant us right in this, for I am told that the king is just, and keeps well to the laws which he has made here in the land. I am rather minded to go seek the king and try the matter with him.'
Arinbjorn said that he did not desire this. 'I think, Egil, that these things will be hard to reconcile, your eagerness and daring, and the king's temper and power. For I deem him to be no friend of yours, and for good reason as he thinks. I would rather that we let this matter drop, and did not take it up. But if you wish it, Egil, I will rather myself go to the king and moot the question.'
Egil said that he thanked him heartily, and would choose it to be so.
Hacon was then in Rogaland, but at times in Hordaland; there was no difficulty in finding him. And not long after this talk Arinbjorn made ready for his journey. It was then publicly known that he purposed to seek the king. He manned with his house-carles a twenty-oared galley that he had. Egil was to stay at home; Arinbjorn would not have him go. Arinbjorn started when ready, and his journey went well; he found king Hacon, and was well received.
And when he had been there a little while, he declared his errand before the king, and said that Egil Skallagrimsson was come there in the land, and thought he had a claim to all that property that had belonged to Ljot the Pale. 'We are told, O king, that Egil pleads but law in this; but your stewards have taken up the property, and claimed ownership for you. I would pray you, my lord, that Egil may get law herein.'
The king was slow to speak, but at length answered: 'I know not, Arinbjorn, why thou comest with such pleading for Egil. He came once before me, and I told him that I would not have him sojourn here in the land, for reasons which ye already know. Now Egil must not set up such claim before me ad he did before my brother Eric. And to thee, Arinbjorn, I have this to say, that thou mayest be here in the land only so long as thou preferrest not foreigners before me and my word; for I know that thy heart is with Harold son of Eric, thy foster-son; and this is thy best choice, to go to those brothers and be with them; for I strongly suspect that men like thee will be ill to trust to, if I and Eric's sons ever have to try conclusions.'
And when the king had so spoken, Arinbjorn saw that it would not do to plead this cause any further with him; so he prepared to return home. The king was rather sullen and gloomy towards Arinbjorn after he knew his errand; but Arinbjorn was not in the mood to humble himself before the king about this matter. And so they parted.
Arinbjorn went home and told Egil the issue of his errand. 'I will not,' said he, 'again plead such a cause to the king.'
Egil at this report frowned much; he thought he had lost much wealth, and wrongfully. A few days after, early one morning when Arinbjorn was in his chamber and few men were present, he had Egil called thither; and when he came, then Arinbjorn had a chest opened, and weighed out forty marks of silver, adding these words: 'This money I pay you, Egil, for those lands which belonged to Ljot the Pale. I deem it just that you should have this reward from me and my kinsman Fridgeir for saving his life from Ljot; for I know that you did this for love of me. I therefore am bound not to let you be cheated of your lawful right in this matter.'
Egil took the money, and thanked Arinbjorn. Then Egil again became quite cheerful.
References
Kafli 70
Ógleði Egils
Egill fékk ógleði mikla eftir jólin svo að hann kvað eigi orð. Og er Arinbjörn fann það þá tók hann ræðu við Egil og spurði hverju það gegndi ógleði sú er hann hafði. „Vil eg,“ segir hann, „að þú látir mig vita hvort þú ert sjúkur eða ber annað til. Megum vér þá bætur á vinna.“
Egill segir: „Engar hefi eg kvellisóttir en áhyggjur hefi eg miklar um það hversu eg skal ná fé því er eg vann til þá er eg felldi Ljót hinn bleika norður á Mæri. Mér er sagt að ármenn konungs hafi það fé allt upp tekið og kastað á konungs eigu. Nú vil eg þar til hafa þitt liðsinni um þessa fjárheimtu.“
Arinbjörn segir: „Ekki ætla eg það fjarri lands lögum að þú eignaðist fé það en þó þykir mér nú féið fastlega komið. Er konungsgarður rúmur inngangs en þröngur brottfarar.[1] Hafa oss orðið margar torsóttar fjárheimtur við ofureflismennina og sátum vér þá í meira trausti við konung en nú er því að vinátta okkur Hákonar konungs stendur grunnt þó að eg verði svo að gera sem fornkveðið orð er að þá verður eik að fága er undir skal búa.“
„Þar leikur þó minn hugur á,“ segir Egill, „ef vér höfum lög að mæla að vér freistum. Má svo vera að konungur unni oss hér af rétts því að mér er sagt að konungur sé maður réttlátur og haldi vel lög þau er hann setur hér í landi. Telst mér það helst í hug að eg muni fara á fund konungs og freista þessa mála við hann.“
Arinbjörn segir að hann var ekki fús þess „þykir mér sem því muni óhægt saman að koma Egill, kappi þínu og dirfð en skaplyndi konungs og ríki hans, því að eg hygg hann vera engan vin þinn og þykja honum þó sakir til vera. Vil eg heldur að við látum þetta mál niður falla og hefjum eigi upp. En ef þú vilt það Egill þá skal eg heldur fara á fund konungs með þessi málaleitan.“
Egill segir að hann kynni þess mikla þökk og aufúsu og hann vill þenna kost gjarna. Hákon var þá á Rogalandi en stundum á Hörðalandi. Varð ekki torsótt að sækja hans fund. Var það og eigi miklu síðar en ræðan hafði verið.
Arinbjörn bjó ferð sína. Var það þá gert ljóst fyrir mönnum að hann ætlaði til konungs fundar. Skipaði hann húskörlum sínum tvítugsessu er hann átti. Egill skyldi heima vera. Vildi Arinbjörn eigi að hann færi. Fór Arinbjörn þá er hann var búinn og fórst honum vel. Fann hann Hákon konung og fékk þar góðar viðtökur.
Og er hann hafði litla hríð dvalist þar bar hann upp erindi sín við konung og segir að Egill Skalla-Grímsson er þar kominn til lands og hann þóttist eiga fé það allt er átt hafði Ljótur hinn bleiki „er oss svo sagt konungur að Egill muni lög mæla um þetta en féið hafa tekið upp ármenn yðrir og kastað á yðvarri eigu. Vil eg yður þess biðja herra að Egill nái þar af lögum.“
Konungur svarar hans máli og tók seint til orða: „Eigi veit eg hví þú gengur með slíku máli fyrir hönd Egils. Kom hann eitt sinn á minn fund og sagði eg honum að eg ekki vildi hér í landi vistir hans af þeim sökum sem yður er áður kunnigt. Nú þarf Egill ekki að hefja upp slíkt tilkall við mig sem við Eirík bróður minn. En þér Arinbjörn er það að segja að þú svo megir vera hér í landi að þú metir eigi meira útlenda menn en mig eða mín orð því að eg veit að hugir þínir standa þar til er Haraldur er Eiríksson fósturson þinn. Og er þér sá kostur bestur að fara til fundar við þá bræður og vera með þeim því að mér er mikill grunur á að muni slíkir menn illir tiltaks ef það þarf að reyna um skipti vor sona Eiríks.“
Og er konungur tók þessu máli svo þvert þá sá Arinbjörn að ekki mundi tjá að leita þeirra mála við hann. Bjóst hann þá til heimferðar. Konungur var heldur styggur og óblíður til Arinbjarnar síðan hann vissi erindi hans. Arinbjörn hafði þá og ekki skaplyndi til að mjúklæta sig við konung um þetta mál. Skildust þeir við svo búið.
Fór Arinbjörn heim og sagði Agli erindislok sín „mun eg eigi slíkra mála oftar leita við konung.“
Egill varð allófrýnn við þessa sögu, þóttist þar mikils fjár missa og eigi að réttu.
Fám dögum síðar var það snemma einn morgun þá er Arinbjörn var í herbergi sínu, var þar þá ekki margt manna, þá lét hann kalla þangað Egil. Og er hann kom þar þá lét Arinbjörn lúka upp kistu og reiddi þar úr fjóra tigu marka silfurs og mælti svo: „Þetta fé geld eg þér Egill fyrir jarðir þær er Ljótur hinn bleiki hafði átt. Þykir mér það sannlegt að þú hafir þessi laun af okkur Friðgeiri frændum fyrir það er þú leystir líf hans af Ljóti en eg veit að þú lést mín að njóta. Er eg því skyldur að láta þig ei lögræning af því máli.“
Egill tók við fénu og þakkaði Arinbirni. Gerðist Egill þá enn einteiti.
Tilvísanir
- ↑ konungsgarður rúmur inngangs: "Liksom det senare ledet avrundas med talesätt om eken som man måste vårda sig om, om man vill bo under dess krona, tilspetsas den första tankegången med sentensen: på konungagården är ingången vid men utgången trång (eller, mera ordagrannt: konungagården är rymlig med avseende på ingåendet, men trång med avseende på bortfärden). Balansen och parallellismen mellan de båda tankeleden blir härigenom nära nog fullständig." Almqvist, Bo. Er konungsgarðr rúmr inngangs, en þröngr brottfarar (p. 178).