Egla, 20

From WikiSaga
Revision as of 14:01, 8 November 2011 by Jón Karl Helgason (talk | contribs)
Jump to navigationJump to search


Chapter 20

Kafli 20

Af Yngvari

Maður hét Yngvar, ríkur og auðigur. Hann hafði verið lendur maður hinna fyrri konunga en síðan er Haraldur kom til ríkis settist Yngvar heima og þjónaði ekki konungi. Yngvar var maður kvongaður og átti dóttur er hét Bera. Yngvar bjó í Fjörðum. Bera var einbirni hans og stóð til arfs eftir hann.

Grímur Kveld-Úlfsson bað Beru til handa sér og var það að ráði gert. Fékk Grímur Beru þann vetur er þeir Þórólfur höfðu skilist áður um sumarið. Var Grímur þá hálfþrítugur að aldri og var þá sköllóttur. Síðan var hann kallaður Skalla-Grímur. Hann hafði þá forráð öll fyrir búi þeirra feðga og tilöflun alla en þó var Kveld-Úlfur hress maður og vel fær. Margt höfðu þeir frelsingja með sér og marga þá menn er heima þar höfðu upp vaxið og voru nær jafnaldrar Skalla-Gríms. Voru þeir margir afreksmenn miklir að afli því að Kveld-Úlfur og þeir feðgar völdu menn mjög að afli til fylgdar við sig og tömdu við skaplyndi sitt.

Skalla-Grímur var líkur föður sínum á vöxt og að afli, svo og að yfirlitum og skaplyndi.


[1]

References

  1. REFERENCE TEXT(Fræðigrein:DISPLAY AS OTHER INFO)

Links