Egla, 13

From WikiSaga
Revision as of 15:45, 10 November 2011 by Jón Karl Helgason (talk | contribs)
Jump to navigationJump to search


Chapter 13

Thorgils goes to the king

There was a man named Thorgils Yeller, a house-carle of Thorolf's, honoured above all the rest of his household; he had followed Thorolf in his roving voyages as fore-castle man and standard-bearer. He had been in Hafr's Firth, in the fleet of king Harold, and was then steering the very ship that Thorolf had used in his roving. Thorgils was strong of body and right bold of heart; the king had bestowed on him friendly gifts after the battle, and promised him his friendship. Thorgils was manager at Torgar, and bore rule there when Thorolf was not at home.

Before Thorolf went away this time he had counted over all the king's tribute that he had brought from the fells, and he put it in Thorgils' hand, bidding him convey it to the king, if he himself came not home before the king returned south. So Thorgils made ready a large ship of burden belonging to Thorolf, and put the tribute on board, and taking about twenty men sailed southward after the king, and found him in Naumdale.

But when Thorgils met the king he gave him greeting from Thorolf, and said that he was come thither with the Finns' tribute sent by Thorolf. The king looked at him, but answered never a word, and all saw that he was angry. Thorgils then went away, thinking to find a better time to speak with the king; he sought Aulvir Hnuf, and told him what had passed, and asked him if he knew what was the matter.

'That do I not,' said he; 'but this I have marked, that, since we were at Leka, the king is silent every time Thorolf is mentioned, and I suspect he has been slandered. This I know of Hildirida's sons, that they were long in conference with the king, and it is easy to see from their words that they are Thorolf's enemies. But I will soon be certain about this from the king himself.'

Thereupon Aulvir went to the king, and said: 'Here is come Thorgils Yeller thy friend, with the tribute which is thine; and the tribute is much larger than it has been before, and far better wares. He is eager to be on his way; be so good, O king, as to go and see it; for never have been seen such good gray furs.'

The king answered not, but he went to where the ship lay. Thorgils at once set forth the furs and showed them to the king. And when the king saw that it was true, that the tribute was much larger and better, his brows somewhat cleared, and Thorgils got speech with him. He brought the king some bearskins which Thorolf sent him, and other valuables besides, which he had gotten upon the fells. So the king brightened up, and asked tidings of the journey of Thorolf and his company. Thorgils told it all in detail.

Then said the king: 'Great pity is it Thorolf should be unfaithful to me and plot my death.'

Then answered many who stood by, and all with one mind, that it was a slander of wicked men if such words had been spoken, and Thorolf would be found guiltless. The king said he would prefer to believe this. Then was the king cheerful in all his talk with Thorgils, and they parted friends.

But when Thorgils met Thorolf he told him all that had happened.

References


Kafli 13

Af Þorgísli gjallanda

Þorgils gjallandi hét maður. Hann var heimamaður Þórólfs og hafði af honum mesta virðing húskarla hans. Hann hafði fylgt Þórólfi þá er hann var í víking, var þá stafnbúi hans og merkismaður. Þorgils hafði verið í Hafursfirði í liði Haralds konungs og stýrði þá skipi því er Þórólfur átti og hann hafði haft í víking. Þorgils var rammur að afli og hinn mesti hreystimaður. Konungur hafði veitt honum vingjafir eftir orustu og heitið vináttu sinni. Þorgils var forstjóri fyrir búi í Torgum þá er Þórólfur var eigi heima. Hafði Þorgils þá þar ráð.

En er Þórólfur hafði heiman farið þá hafði hann til greitt finnskatt þann allan er hann hafði haft af fjalli og konungur átti og fékk í hendur Þorgísli og bað hann færa konungi ef hann kæmi eigi heim áður um það er konungur færi norðan og suður um. Þorgils bjó byrðing mikinn og góðan er Þórólfur átti, og bar þar á skattinn og hafði nær tuttugu mönnum, sigldi suður eftir konungi og fann hann inn í Naumudal.

En er Þorgils kom á fund konungs þá bar hann konungi kveðju Þórólfs og sagði að hann fór þar með finnskatt þann er Þórólfur sendi honum.

Konungur sá til hans og svarar engu og sáu menn að hann var reiður.

Gekk þá Þorgils á brott og ætlaði að fá betra dagráð að tala við konung. Hann kom á fund Ölvis hnúfu og sagði honum allt sem farið hafði og spurði ef hann vissi nokkuð til hverju gegndi.

„Eigi veit eg það,“ sagði hann, „hitt hefi eg fundið að konungur þagnar hvert sinn er Þórólfs er getið síðan er vér vorum í Leku og grunar mig af því að hann muni rægður vera. Það veit eg um Hildiríðarsonu að þeir eru löngum á einmælum við konung en það er auðfundið á orðum þeirra að þeir eru óvinir Þórólfs. En eg mun þessa brátt vís verða af konungi.“

Síðan fór Ölvir til fundar við konung og mælti: „Þorgils gjallandi er hér kominn vinur yðvar með skatt þann er kominn er af Finnmörk og þér eigið og er skatturinn miklu meiri en fyrr hefur verið og miklu betri vara. Er honum títt um ferð sína. Ger svo vel konungur, gakk til og sjá því að engi mun séð hafa jafngóða grávöru.“

Konungur svarar engu og gekk þó þar er skipið lá. Þorgils braut þegar upp vöruna og sýndi konungi. En er konungur sá að það var satt að skatturinn var miklu meiri og betri en fyrr hafði verið þá hóf honum heldur upp brún og mátti Þorgils þá tala við hann. Hann færði konungi bjórskinn nokkur er Þórólfur sendi honum og enn fleiri dýrgripi er hann hafði fengið á fjalli. Konungur gladdist þá og spyr hvað til tíðinda hefði orðið um ferðir þeirra Þórólfs. Þorgils sagði það allt greinilega.

Þá mælti konungur: „Skaði mikill er það er Þórólfur skal eigi vera tryggur mér eða vilja vera banamaður minn.“

Þá svöruðu margir er hjá voru og allir á eina lund, sögðu að vera mundi róg illra manna ef konungi væri slíkt sagt, en Þórólfur mundi ósannur að vera. Kom þá svo að konungur kveðst því mundu heldur af trúa. Var konungur þá léttur í öllum ræðum við Þorgils og skildust sáttir.

En er Þorgils hitti Þórólf sagði hann honum allt sem farið hafði.

[1]

Tilvísanir

  1. REFERENCE TEXT(Fræðigrein:DISPLAY AS OTHER INFO)

Links