Egla, 21

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search


Chapter 21

King Harold was in Vik while Thorolf was harrying, and in the autumn he went to Upland, and thence northward to Throndheim, where he stayed through the winter with a large force. Sigtrygg and Hallvard were with him: they had heard what Thorolf had done at their house on Hising, what scathe he had wrought on men and property. They often reminded the king of this, and withal how Thorolf had plundered the king and his subjects, and had gone about harrying within the land. They begged the king's leave that they two brothers might go with their usual following and attack Thorolf in his home.

The king answered thus: 'Ye may think ye have good cause for taking Thorolf's life, but I doubt your fortune falls far short of this work. Thorolf is more than your match, brave and doughty as ye may deem yourselves.'

The brothers said that his would be put to the proof, if the king would grant them leave; they had often run great risk against men on whom they had less to avenge, and generally they had won the day.

And when spring came, and men made ready to go their several ways, then did Hallvard and his brother again urge their request that they might go and take Thorolf's life. So the king gave them leave. 'And I know,' he said, 'ye will bring me his head and many costly things withal when ye come back; yet some do guess that if ye sail north ye will both sail and row south.'

They made them ready with all speed, taking two ships and two hundred men; and when they were ready they sailed with a north-east wind out of the firth, but that is a head-wind for those coasting northward.

References

Kafli 21

Haraldur konungur var í Víkinni þá er Þórólfur var í hernaðinum og fór um haustið til Upplanda og þaðan norður til Þrándheims og sat þar um veturinn og hafði fjölmenni mikið.

Þar voru þá með konungi Sigtryggur og Hallvarður og höfðu spurt hvernig Þórólfur hafði búið að herbergjum þeirra í Hísing og hvern mannskaða og fjárskaða er hann hafði þar gert. Þeir minntu konung oft á það og svo það með að Þórólfur hafði rænt konung og þegna hans og farið með hernaði þar innan lands. Þeir báðu konung orlofs til að þeir bræður skyldu fara með liði því er vant var þeim að fylgja og sækja heim að Þórólfi.

Konungur svarar svo: „Vera munu ykkur þykja sakar til þó að þið ráðið Þórólf af lífi en eg ætla að ykkur skorti mikið hamingju til þess verks. Er Þórólfur ekki ykkar maki þó að þið þykist vera menn hraustir eða vel að ykkur gervir.“

Þeir bræður sögðu að það mundi brátt reynt verða ef konungur vill þeim lof til gefa og segja að þeir hafa oft lagt á hættu mikla við þá menn er þeir áttu minna í að hefna og hafði þeim oftast orðið sigurs auðið.

En er voraði þá bjuggust menn ferða sinna. Þá var enn sem fyrr var sagt að þeir Hallvarður bræður héldu á því máli að þeir fari til og taki Þórólf af lífi. Hann kvaðst þá lofa að þeir tækju Þórólf af lífi „og veit eg að þið munuð færa mér höfuð hans er þið komið aftur og með marga dýrgripi en þó geta þess sumir menn,“ segir konungur, „ef þið siglið norður að þið munið bæði sigla og róa norðan.“

Nú búast þeir sem skjótast og höfðu tvö skip og hálft annað hundrað manna. Og er þeir voru búnir taka þeir landnyrðing út eftir firðinum en það er andviðri norður með landi.



Tilvísanir

Links