Egla, 15

From WikiSaga
Revision as of 13:57, 8 November 2011 by Jón Karl Helgason (talk | contribs)
Jump to navigationJump to search


Chapter 15

Kafli 15

Hildiríðarsynir höfðu verið þann vetur með Haraldi konungi með tólfta mann og höfðu með sér heimamenn sína og nábúa. Þeir bræður voru oftlega á tali við konung og fluttu enn á sömu leið mál Þórólfs.

Hárekur spurði: „Líkaði yður vel finnskatturinn konungur er Þórólfur sendi yður?“

„Vel,“ sagði konungur.

„Þá mundi yður margt um finnast,“ segir Hárekur, „ef þér hefðuð allan þann sem þér áttuð en nú fór það fjarri. Var hitt miklu meiri hlutur er Þórólfur dró undir sig. Hann sendi yður að gjöf bjórskinn þrjú en eg veit víst að hann hafði eftir þrjá tigu þeirra er þér áttuð og hygg eg að slíkan mun hafi farið um annað. Satt mun það konungur ef þú færð sýsluna í hönd okkur bræðrum að meira fé skulum við færa þér.“

En allt það er þeir sögðu á hendur Þórólfi þá báru förunautar þeirra vitni með þeim. Kom þá svo að konungur var hinn reiðasti.


[1]

References

  1. REFERENCE TEXT(Fræðigrein:DISPLAY AS OTHER INFO)

Links