Egla, 18

From WikiSaga
Jump to: navigation, search


Contents

Chapter 18

There were two brothers named Sigtrygg Swiftfarer and Hallvard Hardfarer, kinsmen of king Harold on the mother's side; from their father, a wealthy man, they had inherited an estate in Hising. Four brothers there were in all; but Thord and Thorgeir, the two younger, were at home, and managed the estate. Sigtrygg and Hallvard carried all the king's messages, both within and without the land, and had gone on many dangerous journeys, both for putting men out of the way and confiscating the goods of those whose homes the king ordered to be attacked. They kept about them a large following; they were not generally in favour, but the king prized them highly. None could match them at travelling, either on foot or on snow-shoes; in voyaging also they were speedier than others, valiant men they were, and very wary.

These two men were with the king when those things happened that have just been told. In the autumn the king went to a banquet in Hordaland. And one day he summoned to him the brothers Hallvard and Sigtrygg, and when they came he bade them go with their following and spy after the ship which Thorgils had taken westward to England in the summer.

'Bring me,' said he, 'the ship and all that is in it, except the men; let them go their way in peace, if they do not try to defend the ship.'

The brothers made them ready for this, and, taking each one his long-ship, went to seek Thorgils, and learnt that he was come from the west, and had sailed northwards along the coast. Northwards after him went they, and found him in Fir Sound. They knew the ship at once, and laid one of their ships on the seaward side of her, while some of them landed, and thence went out on to the ship by the gangways. Thorgils' crew, apprehending no danger, made no defence; they found out nothing till many armed men were aboard, and so they were all seized, and afterwards put on shore weaponless, with nothing but the clothes they wore. But Hallvard's men drew out the gangways, loosed the cables, and towed out the ship; then turned them about, and sailed southwards along the coast till they met the king, to whom they brought the ship and all that was in it. And when the cargo was unloaded, the king saw that it was great wealth, and what Harek had said was no lie.

But Thorgils and his comrades got conveyance, and went to Kveldulf and his son, and told of the misadventure of their voyage, yet were they well received. Kveldulf said all was tending to what he had foreboded, that Thorolf would not in the end have good luck in his friendship with king Harold.

'And I care little,' said he, 'for Thorolf's money loss in this, if worse does not come after; but I misdoubt, as before, that Thorolf will not rightly rate his own means against the stronger power with which he has to deal.'

And he bade Thorgils say this to Thorolf:

'My counsel is that you go away out of the land, for maybe you will do better for yourself if you serve under the king of England, or of Denmark, or of Sweden.'

Then he gave Thorgils a rowing-cutter with tackling complete, a tent also, and provisions, and all things needful for their journey. So they departed, and stayed not their journey till they came to Thorolf and told him all that had happened.

Thorolf took his loss cheerfully, and said that he should not be short of money; tis good,' said he, 'to be in partnership with a king.' He then bought meal and all that he needed for the maintenance of his people; his house-carles must for awhile, he said, be less bravely attired than he had purposed. Some lands he sold, some he mortgaged, but he kept up all expenses as before; he had no fewer men with him than last winter, nay, rather more. And as to feasts and friends entertained at his house, he had more means for all this than before. He stayed at home all that winter.


References


Kafli 18

Sigtryggur snarfari og Hallvarður harðfari hétu bræður tveir. Þeir voru með Haraldi konungi, víkverskir menn. Var móðurætt þeirra á Vestfold og voru þeir í frændsemistölu við Harald konung. Faðir þeirra hafði kyn átt tveim megum Gautelfar. Hann hafði bú átt í Hísing og var maður stórauðigur en þá höfðu þeir tekið við arfi eftir föður sinn. Þeir voru fjórir bræður. Hét einn Þórður, og Þorgeir, og voru þeir yngri. Þeir voru heima og réðu fyrir búi. Þeir Sigtryggur og Hallvarður höfðu sendiferðir konungs allar, bæði innan lands og utan lands, og höfðu margar ferðir þær farið er háskasamlegar voru, bæði til aftöku manna eða fé upp að taka fyrir þeim mönnum er konungur lætur heimferðir veita. Þeir höfðu sveit mikla um sig. Ekki voru þeir vingaðir alþýðu manns en konungur mat þá mikils og voru þeir allra manna best færir bæði á fæti og á skíðum, svo og í skipförum voru þeir hvatfærri en aðrir menn. Hreystimenn voru þeir og miklir og forsjálir um flest. Þeir voru þá með konungi er þetta var tíðinda.

Um haustið fór konungur að veislum um Hörðaland. Það var einn dag að hann lét kalla til sín þá bræður, Hallvarð og Sigtrygg. En er þeir komu til hans sagði hann þeim að þeir skyldu fara með sveit sína og halda njósn um skip það sem Þorgils gjallandi fór með „og hann hafði í sumar vestur til Englands. Færið mér skipið og allt það er á er nema menn. Látið þá fara í brott leið sína í friði ef þeir vilja ekki verja skipið.“

Þeir bræður voru þess albúnir og tók sitt langskip hvor þeirra, fara síðan að leita þeirra Þorgils og spurðu að hann var vestan kominn og hann hafði siglt norður með landi. Þeir fara norður eftir þeim og hitta þá í Furusundi, kenndu brátt skipið og lögðu að annað skipið á útborða en sumir gengu á land upp og út á skipið að bryggjunum. Þeir Þorgils vissu sér engis ótta von og vöruðust ekki. Fundu þeir eigi fyrr en fjöldi manns var uppi á skipinu með alvæpni og þeir voru allir handteknir og leiddir síðan á land upp og vopnlausir og höfðu ekki nema ígangsklæði ein. En þeir Hallvarður skutu út bryggjunum og slógu strenginum og drógu út skipið, snúa síðan leið sína og sigldu suður þar til þess er þeir fundu konung, færðu honum skipið og allt það er á var.

En er farmurinn var borinn af skipinu þá sá konungur að það var stórfé og eigi var það lygi er Hárekur hafði sagt.

En Þorgils og hans félagar fengu sér flutningar og leita þeir á fund Kveld-Úlfs og þeirra feðga og sögðu sínar farar eigi sléttar. Fengu þar þó góðar viðtökur.

Sagði Kveld-Úlfur að þá mundi þar til draga sem honum hafði fyrir boðað, að Þórólfur mundi eigi til alls endis gæfu til bera um vináttu Haralds konungs „og þætti mér ekki mikils vert um félát þetta er Þórólfur hefir misst nú ef nú færi eigi hér hið meira eftir. Grunar mig enn sem fyrr að Þórólfur muni eigi gerr kunna að sjá efni sín við ofurefli slíkt sem hann á að skipta“ og bað Þorgils svo segja Þórólfi að „mitt ráð er það,“ segir hann, „að hann fari úr landi á brott því að vera kann að hann komi sér betur ef hann sækir á hönd Englakonungi eða Danakonungi eða Svíakonungi.“

Síðan fékk hann Þorgísli róðrarskútu eina og þar með reiða allan, svo tjöld og vistir og allt það er þeir þurftu til ferðar sinnar. Síðan fóru þeir og léttu eigi fyrr ferð sinni en þeir komu norður til Þórólfs og sögðu honum það er til tíðinda hafði gerst.

Þórólfur varð vel við skaða sinn, sagði svo að hann mundi ekki fé skorta „er gott félag að eiga við konung.“

Síðan keypti Þórólfur mjöl og malt og það annað er hann þurfti til framflutningar liði sínu. Sagði hann að húskarlar mundu vera ekki svo fagurbúnir sem hann hafði ætlað um hríð.

Þórólfur seldi jarðir sínar en sumar veðsetti hann en hélt upp kostnaði öllum sem fyrr. Hafði hann þá og ekki færra lið með sér en hina fyrri vetur heldur hafði hann nokkuru fleira manna, svo um veislur og heimboð við vini sína þá hafði hann meira efni um það allt en fyrr. Var hann heima þann vetur allan.


Tilvísanir

Links

Personal tools