Egla, 21: Difference between revisions

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search
No edit summary
No edit summary
Line 6: Line 6:


==Kafli 21==
==Kafli 21==
Haraldur konungur var í Víkinni þá er Þórólfur var í hernaðinum og fór um haustið til Upplanda og þaðan norður til Þrándheims og sat þar um veturinn og hafði fjölmenni mikið.
Haraldur konungur var í Víkinni þá er Þórólfur var í hernaðinum og fór um haustið til Upplanda og þaðan norður til Þrándheims og sat þar um veturinn og hafði fjölmenni mikið.



Revision as of 14:02, 8 November 2011


Chapter 21

Kafli 21

Haraldur konungur var í Víkinni þá er Þórólfur var í hernaðinum og fór um haustið til Upplanda og þaðan norður til Þrándheims og sat þar um veturinn og hafði fjölmenni mikið.

Þar voru þá með konungi Sigtryggur og Hallvarður og höfðu spurt hvernig Þórólfur hafði búið að herbergjum þeirra í Hísing og hvern mannskaða og fjárskaða er hann hafði þar gert. Þeir minntu konung oft á það og svo það með að Þórólfur hafði rænt konung og þegna hans og farið með hernaði þar innan lands. Þeir báðu konung orlofs til að þeir bræður skyldu fara með liði því er vant var þeim að fylgja og sækja heim að Þórólfi.

Konungur svarar svo: „Vera munu ykkur þykja sakar til þó að þið ráðið Þórólf af lífi en eg ætla að ykkur skorti mikið hamingju til þess verks. Er Þórólfur ekki ykkar maki þó að þið þykist vera menn hraustir eða vel að ykkur gervir.“

Þeir bræður sögðu að það mundi brátt reynt verða ef konungur vill þeim lof til gefa og segja að þeir hafa oft lagt á hættu mikla við þá menn er þeir áttu minna í að hefna og hafði þeim oftast orðið sigurs auðið.

En er voraði þá bjuggust menn ferða sinna. Þá var enn sem fyrr var sagt að þeir Hallvarður bræður héldu á því máli að þeir fari til og taki Þórólf af lífi. Hann kvaðst þá lofa að þeir tækju Þórólf af lífi „og veit eg að þið munuð færa mér höfuð hans er þið komið aftur og með marga dýrgripi en þó geta þess sumir menn,“ segir konungur, „ef þið siglið norður að þið munið bæði sigla og róa norðan.“

Nú búast þeir sem skjótast og höfðu tvö skip og hálft annað hundrað manna. Og er þeir voru búnir taka þeir landnyrðing út eftir firðinum en það er andviðri norður með landi.


[1]

References

  1. REFERENCE TEXT(Fræðigrein:DISPLAY AS OTHER INFO)

Links