Egla, 33

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search
The printable version is no longer supported and may have rendering errors. Please update your browser bookmarks and please use the default browser print function instead.


Chapter 33

A little before winter came a ship from the south out of the Orkneys, with the tidings that a long-ship had come in autumn to those islands. Therein were messengers of king Harold, with this errand to earl Sigurd, that the king would have Bjorn Brynjolfsson slain wherever he might be found, and the same message Harold sent to the Southern Isles and even to Dublin. Bjorn heard these tidings, and withal that he was outlawed in Norway. Forthwith on reaching Shetland Bjorn had held his wedding with Thora, and through the winter they stayed at Moss-ey-town.

But in spring, as soon as ever the sea began to calm, Bjorn drew forth his ship, and made him ready with all speed. And when he was ready and got a wind, he sailed out to the main. They had a strong breeze, and were but little time out ere they came to the south coast of Iceland. The wind was blowing on the land; then it bore them westwards along the coast, and so out to sea. But when they got a shift of wind back again, then they sailed for the land. There was not a single man on board who had been in Iceland before. They sailed into a wondrous large firth, the wind bearing them towards its western shore. Land-wards nothing was seen but breakers and harbourless shore. Then they stood slant-wise across the wind as they might (but still eastwards), till a firth lay over against them, into which they sailed, till all the skerries and the surf were passed. Then they put in by a ness. An island lay out opposite this, and a deep sound was between them: there they made fast the ship. A bay ran up west of the ness, and above this bay stood a good-sized rocky hill.

Bjorn and some men with him got into a boat, Bjorn telling his comrades to beware of saying about their voyage aught that might work them trouble. They rowed to the buildings, and found there men to speak to. First they asked where they had come to land. The men told them that this was named Borgar-firth; that the buildings they saw were called Borg; that the goodman was Skallagrim.

Bjorn at once remembered about him, and he went to meet Skallagrim, and they talked together. Skallagrim asked who they were. Bjorn named himself and his father, but Skallagrim knew Brynjolf well, so he offered to Bjorn such help as he needed. This Bjorn accepted thankfully. Then Skallagrim asked what others there were in the ship, persons of rank. Bjorn said there was Thora, Hroald's daughter, sister of lord Thorir. Skallagrim was right glad for that, and said that it was his bounden duty to give to the sister of Thorir his own foster-brother such help as she needed or he could supply; and he bade her and Bjorn both to his house with all his shipmates. Bjorn accepted this. So the cargo was moved from the ship up to the homestead at Borg. There they set up their booths; but the ship was drawn up into the brook hard by. And where Bjorn's party had their booths is still called Bjorn's home-field. Bjorn and his shipmates all took up their abode with Skallagrim, who never had about him fewer than sixty stout fellows.

References


Kafli 33

Litlu fyrir vetur kom skip til Hjaltlands sunnan úr Orkneyjum. Sögðu þeir þau tíðindi að langskip hafði komið um haustið til eyjanna. Voru það sendimenn Haralds konungs með þeim erindum til Sigurðar jarls að konungur vildi drepa láta Björn Brynjólfsson hvar sem hann yrði áhendur og slíkar orðsendingar gerði hann til Suðureyja allt til Dyflinnar. Björn spurði þessi tíðindi og það með að hann var útlægur í Noregi. En þegar er Björn hafði komið til Hjaltlands gerði hann brullaup til Þóru. Sátu þau um veturinn í Móseyjarborg.

En þegar um vorið er sjó tók að lægja setti Björn fram skip sitt og bjó sem ákaflegast. En er hann var búinn og byr gaf sigldi hann í haf. Fengu þeir veður stór og voru litla stund úti, komu sunnan að Íslandi. Gekk þá veður á land og bar þá vestur fyrir landið og þá í haf út. En er þeim gaf byr aftur þá sigldu þeir að landinu. Engi var sá maður þar innan borðs er verið hefði fyrr á Íslandi.

Þeir sigldu inn á fjörð einn furðulega mikinn og bar þá að hinni vestri ströndinni. Sá þar til lands inn ekki nema boða eina og hafnleysur. Beittu þá sem þverast austur fyrir landið, allt til þess er fjörður varð fyrir þeim og sigldu þeir inn eftir firðinum til þess er lokið var skerjum öllum og brimi. Þá lögðu þeir að nesi einu, lá þar ey fyrir utan en sund djúpt í milli, festu þar skipið. Vík gekk upp fyrir vestan nesið en upp af víkinni stóð borg mikil.

Björn gekk á bát einn og menn með honum. Björn sagði förunautum sínum að þeir skyldu varast að segja það ekki frá ferðum sínum er þeim stæði vandræði af því. Þeir Björn reru til bæjarins og hittu þar menn að máli. Spurðu þeir þess fyrst hvar þeir voru að landi komnir. Menn sögðu að það hét að Borgarfirði en bær sá er þar var hét að Borg en Skalla-Grímur bóndinn. Björn kannaðist brátt við hann og gekk til móts við Skalla-Grím og töluðust þeir við. Spurði Skalla-Grímur hvað mönnum þeir væru. Björn nefndi sig og föður sinn en Skalla-Grími var allur kunnleiki á Brynjólfi og bauð Birni allan forbeina sinn þann er hann þurfti. Björn tók því þakksamlega. Þá spurði Skalla-Grímur hvað fleira væri þeirra manna á skipi er virðingarmenn væru. Björn sagði að þar var Þóra Hróaldsdóttir, systir Þóris hersis. Skalla-Grímur varð við það allglaður og sagði svo að það var skylt og heimult um systur Þóris fóstbróður síns að hann gerði slíkan forbeina sem þurfti eða hann hefði föng til og bauð þeim Birni báðum til sín með alla skipverja sína. Björn þekktist það. Var þá fluttur farmur af skipinu upp í tún að Borg. Settu þeir þar búðir sínar en skipið var leitt upp í læk þann er þar verður. En þar er kallað Bjarnartöður sem þeir Björn höfðu búðir.

Björn og þeir skipverjar allir fóru til vistar með Skalla-Grími. Hann hafði aldrei færri menn með sér en sex tigu vígra karla.



Tilvísanir

Links