Egla, 39

From WikiSaga
Revision as of 08:57, 11 November 2011 by Jón Karl Helgason (talk | contribs)
Jump to navigationJump to search


Chapter 39

Kettle Blund comes out to Iceland

This had happened while Thorolf was away, that one summer a merchant-ship from Norway came into Borgar-firth. Merchant-ships used then commonly to be drawn up into rivers, brook-mouths, or ditches. This ship belonged to a man named Kettle, and by-named Blund; he was a Norwegian of noble kin and wealthy. His son, named Geir, who was then of full age, was with him in the ship. Kettle meant to make his home in Iceland; he came late in the summer. Skallagrim knew all about him, and offered him lodging for himself and all his company. This Kettle took, and was with Skallagrim for the winter. That winter Geir, Kettle's son, asked to wife Thorunn, Skallagrim's daughter, and the match was made, and Geir took her.

Next spring Skallagrim showed Kettle to land above Oleif's land, by White-river, from Flokadale-river mouth to Reykjadale-river mouth, and all the tongue that lay between the rivers up to Redgill, and all Flokadale above the slopes. Kettle dwelt at Thrandarholt; Geir at Geirs-lithe; he had another farm in Reykjadale at Upper Reykir. He was called Geir the wealthy; his sons were Blund-Kettle and Thorgeir-blund. A third was Hrisa-blund, who first dwelt at Hrisa.

References


Kafli 39

Geir fékk Þórunnar

Það varð til tíðinda meðan Þórólfur hafði verið utanlendis en Skalla-Grímur bjó að Borg að eitt sumar kom kaupskip af Noregi í Borgarfjörð. Var þá víða höfð uppsát kaupskipum í ár eða í lækjarósa eða í sík. Maður hét Ketill er kallaður var Ketill blundur er átti skip það. Hann var norrænn maður, kynstór og auðigur. Geir hét son hans er þá var fulltíði og var á skipi með honum. Ketill ætlaði að fá sér bústað á Íslandi. Hann kom síð sumars. Skalla-Grímur vissi öll deili á honum. Bauð Skalla-Grímur honum til vistar með sér með allt föruneyti sitt. Ketill þekktist það og var hann um veturinn með Skalla-Grími.

Þann vetur bað Geir son Ketils Þórunnar dóttur Skalla-Gríms og var það að ráði gert. Fékk Geir Þórunnar. En eftir um vorið vísaði Skalla-Grímur Katli til lands upp frá landi Óleifs með Hvítá frá Flókadalsárósi og til Reykjadalsáróss og tungu þá alla er þar var á milli upp til Rauðsgils og Flókadal allan fyrir ofan brekkur. Ketill bjó í Þrándarholti en Geir í Geirshlíð. Hann átti annað bú í Reykjadal að Reykjum hinum efrum. Hann var kallaður Geir hinn auðgi. Hans synir voru þeir Blund-Ketill og Þorgeir blundur. Þriðji var Þóroddur Hrísablundur er fyrstur bjó í Hrísum.


[1]

Tilvísanir

  1. REFERENCE TEXT(Fræðigrein:DISPLAY AS OTHER INFO)

Links