Egla, 47: Difference between revisions

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search
(Created page with "{{Egla_TOC}} ==Chapter 1== ==Kafli 1== <ref>REFERENCE TEXT(Fræðigrein:DISPLAY AS OTHER INFO)</ref> ==References== <references /> ==Links== [[Category:Eg...")
 
No edit summary
Line 3: Line 3:




==Chapter 1==
==Chapter 47==
 
==Kafli 47==
 
'''Af Þórólfi og Egli'''
 
Haraldur Gormsson hafði þá tekið við ríki í Danmörk en Gormur faðir hans var þá dauður. Landið var þá herskátt. Lágu víkingar mjög úti fyrir Danmörku. Áka var kunnigt í Danmörku bæði á sjá og landi. Spurði Egill hann mjög eftir hvar þeir staðir væru er stór féföng mundu fyrir liggja.
 
En er þeir komu í Eyrarsund þá sagði Áki að þar var á land upp kaupstaður mikill er hét í Lundi, sagði að þar var févon en líklegt að þar mundi vera viðtaka er bæjarmenn væru. Það mál var upp borið fyrir liðsmenn hvort þar skyldi ráða til uppgöngu eða eigi. Menn tóku þar allmisjafnt á, fýstu sumir en sumir löttu. Var því máli skotið til stýrimanna. Þórólfur fýsti heldur uppgöngu. Þá var rætt við Egil hvað honum þótti ráð. Hann kvað vísu:
 
Upp skulum vorum sverðum, <br>
úlfs tannlituðr, glitra.<br>
Eigum dáð að drýgja <br>
í dalmiskunn fiska.<br>
Leiti upp til Lundar <br>
lýða hver sem bráðast. <br>
Gerum þar fyr setr sólar <br>
seið ófagran vigra.<br>
 
Síðan bjuggust menn til uppgöngu og fóru til kaupstaðarins. En er bæjarmenn urðu varir við ófrið þá stefndu þeir í mót. Var þar tréborg um staðinn. Settu þeir þar menn til að verja. Tókst þar bardagi. Egill gengur fyrstur inn um borgina. Síðan flýðu bæjarmenn. Varð þar mannfall mikið. Rændu þeir kaupstaðinn en brenndu áður þeir skildust við. Fóru síðan ofan til skipa sinna.


==Kafli 1==


<ref>REFERENCE TEXT(Fræðigrein:[[PAGE NAME|DISPLAY AS]] OTHER INFO)</ref>
<ref>REFERENCE TEXT(Fræðigrein:[[PAGE NAME|DISPLAY AS]] OTHER INFO)</ref>

Revision as of 14:36, 8 November 2011


Chapter 47

Kafli 47

Af Þórólfi og Egli

Haraldur Gormsson hafði þá tekið við ríki í Danmörk en Gormur faðir hans var þá dauður. Landið var þá herskátt. Lágu víkingar mjög úti fyrir Danmörku. Áka var kunnigt í Danmörku bæði á sjá og landi. Spurði Egill hann mjög eftir hvar þeir staðir væru er stór féföng mundu fyrir liggja.

En er þeir komu í Eyrarsund þá sagði Áki að þar var á land upp kaupstaður mikill er hét í Lundi, sagði að þar var févon en líklegt að þar mundi vera viðtaka er bæjarmenn væru. Það mál var upp borið fyrir liðsmenn hvort þar skyldi ráða til uppgöngu eða eigi. Menn tóku þar allmisjafnt á, fýstu sumir en sumir löttu. Var því máli skotið til stýrimanna. Þórólfur fýsti heldur uppgöngu. Þá var rætt við Egil hvað honum þótti ráð. Hann kvað vísu:

Upp skulum vorum sverðum,
úlfs tannlituðr, glitra.
Eigum dáð að drýgja
í dalmiskunn fiska.
Leiti upp til Lundar
lýða hver sem bráðast.
Gerum þar fyr setr sólar
seið ófagran vigra.

Síðan bjuggust menn til uppgöngu og fóru til kaupstaðarins. En er bæjarmenn urðu varir við ófrið þá stefndu þeir í mót. Var þar tréborg um staðinn. Settu þeir þar menn til að verja. Tókst þar bardagi. Egill gengur fyrstur inn um borgina. Síðan flýðu bæjarmenn. Varð þar mannfall mikið. Rændu þeir kaupstaðinn en brenndu áður þeir skildust við. Fóru síðan ofan til skipa sinna.


[1]

References

  1. REFERENCE TEXT(Fræðigrein:DISPLAY AS OTHER INFO)

Links