Egla, 50: Difference between revisions

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search
(Created page with "{{Egla_TOC}} ==Chapter 1== ==Kafli 1== <ref>REFERENCE TEXT(Fræðigrein:DISPLAY AS OTHER INFO)</ref> ==References== <references /> ==Links== [[Category:Eg...")
 
No edit summary
Line 3: Line 3:




==Chapter 1==
==Chapter 50==


==Kafli 1==
==Kafli 50==
 
Elfráður hinn ríki réð fyrir Englandi. Hann var fyrstur einvaldskonungur yfir Englandi sinna kynsmanna. Það var á dögum Haralds hins hárfagra Noregskonungs. Eftir hann var konungur í Englandi son hans Játvarður. Hann var faðir Aðalsteins hins sigursæla, fóstra Hákonar hins góða. Í þenna tíma tók Aðalsteinn konungdóm í Englandi eftir föður sinn. Þeir voru fleiri bræður, synir Játvarðs.
 
En er Aðalsteinn hafði tekið konungdóm þá hófust upp til ófriðar þeir höfðingjar er áður höfðu látið ríki sín fyrir þeim langfeðgum, þótti nú sem dælst mundi til að kalla er ungur konungur réð fyrir ríki. Voru það bæði Bretar og Skotar og Írar. En Aðalsteinn konungur safnaði herliði að sér og gaf mála þeim mönnum öllum er það vildu hafa til féfangs sér bæði útlenskum og innlenskum.
 
Þeir bræður Þórólfur og Egill héldu suður fyrir Saxland og Flæmingjaland. Þá spurðu þeir að Englandskonungur þóttist liðs þurfa og þar var von féfangs mikils. Gera þeir þá það ráð að halda þangað liði sínu. Fóru þeir þá um haustið til þess er þeir komu á fund Aðalsteins konungs. Tók hann vel við þeim og leist svo á að liðsemd mikil mundi vera að fylgd þeirra. Verður það brátt í ræðum Englandskonungs að hann býður þeim til sín að taka þar mála og gerast landvarnarmenn hans. Semja þeir það sín í milli að þeir gerast menn Aðalsteins.
 
England var kristið og hafði lengi verið þá er þetta var tíðinda. Aðalsteinn konungur var vel kristinn. Hann var kallaður Aðalsteinn hinn trúfasti. Konungur bað Þórólf og þá bræður að þeir skyldu láta prímsignast því að það var þá mikill siður bæði með kaupmönnum og þeim mönnum er á mála gengu með kristnum mönnum, því að þeir menn er prímsignaðir voru höfðu allt samneyti við kristna menn og svo heiðna en höfðu það að átrúnaði er þeim var skapfelldast. Þeir Þórólfur og Egill gerðu það eftir bæn konungs og létu prímsignast báðir. Þeir höfðu þar þrjú hundruð sinna manna, þeirra er mála tóku af konungi.


<ref>REFERENCE TEXT(Fræðigrein:[[PAGE NAME|DISPLAY AS]] OTHER INFO)</ref>
<ref>REFERENCE TEXT(Fræðigrein:[[PAGE NAME|DISPLAY AS]] OTHER INFO)</ref>

Revision as of 14:40, 8 November 2011


Chapter 50

Kafli 50

Elfráður hinn ríki réð fyrir Englandi. Hann var fyrstur einvaldskonungur yfir Englandi sinna kynsmanna. Það var á dögum Haralds hins hárfagra Noregskonungs. Eftir hann var konungur í Englandi son hans Játvarður. Hann var faðir Aðalsteins hins sigursæla, fóstra Hákonar hins góða. Í þenna tíma tók Aðalsteinn konungdóm í Englandi eftir föður sinn. Þeir voru fleiri bræður, synir Játvarðs.

En er Aðalsteinn hafði tekið konungdóm þá hófust upp til ófriðar þeir höfðingjar er áður höfðu látið ríki sín fyrir þeim langfeðgum, þótti nú sem dælst mundi til að kalla er ungur konungur réð fyrir ríki. Voru það bæði Bretar og Skotar og Írar. En Aðalsteinn konungur safnaði herliði að sér og gaf mála þeim mönnum öllum er það vildu hafa til féfangs sér bæði útlenskum og innlenskum.

Þeir bræður Þórólfur og Egill héldu suður fyrir Saxland og Flæmingjaland. Þá spurðu þeir að Englandskonungur þóttist liðs þurfa og þar var von féfangs mikils. Gera þeir þá það ráð að halda þangað liði sínu. Fóru þeir þá um haustið til þess er þeir komu á fund Aðalsteins konungs. Tók hann vel við þeim og leist svo á að liðsemd mikil mundi vera að fylgd þeirra. Verður það brátt í ræðum Englandskonungs að hann býður þeim til sín að taka þar mála og gerast landvarnarmenn hans. Semja þeir það sín í milli að þeir gerast menn Aðalsteins.

England var kristið og hafði lengi verið þá er þetta var tíðinda. Aðalsteinn konungur var vel kristinn. Hann var kallaður Aðalsteinn hinn trúfasti. Konungur bað Þórólf og þá bræður að þeir skyldu láta prímsignast því að það var þá mikill siður bæði með kaupmönnum og þeim mönnum er á mála gengu með kristnum mönnum, því að þeir menn er prímsignaðir voru höfðu allt samneyti við kristna menn og svo heiðna en höfðu það að átrúnaði er þeim var skapfelldast. Þeir Þórólfur og Egill gerðu það eftir bæn konungs og létu prímsignast báðir. Þeir höfðu þar þrjú hundruð sinna manna, þeirra er mála tóku af konungi.

[1]

References

  1. REFERENCE TEXT(Fræðigrein:DISPLAY AS OTHER INFO)

Links