Egla, 51: Difference between revisions

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search
(Created page with "{{Egla_TOC}} ==Chapter 1== ==Kafli 1== <ref>REFERENCE TEXT(Fræðigrein:DISPLAY AS OTHER INFO)</ref> ==References== <references /> ==Links== [[Category:Eg...")
 
No edit summary
Line 3: Line 3:




==Chapter 1==
==Chapter 51==
 
==Kafli 51==
 
'''Af Ólafi Skotakonungi'''
 
Ólafur rauði hét konungur á Skotlandi. Hann var skoskur að föðurkyni en danskur að móðurkyni og kominn af ætt Ragnars loðbrókar. Hann var ríkur maður. Skotland var kallað þriðjungur ríkis við England.
 
Norðimbraland er kallað fimmtungur Englands og er það norðast, næst Skotlandi fyrir austan. Það höfðu haft að fornu Danakonungar. Jórvík er þar höfuðstaður. Það ríki átti Aðalsteinn og hafði sett yfir jarla tvo. Hét annar Álfgeir en annar Goðrekur. Þeir sátu þar til landvarnar bæði fyrir ágangi Skota og Dana eða Norðmanna er mjög herjuðu á landið og þóttust eiga tilkall mikið þar til lands, því að á Norðimbralandi voru þeir einir menn, ef nokkuð var til, að danska ætt áttu að faðerni eða móðerni en margir hvorirtveggju.
 
Fyrir Bretlandi réðu bræður tveir, Hringur og Aðils, og voru skattgildir undir Aðalstein konung og fylgdi það þá er þeir voru í her með konungi að þeir og þeirra lið skyldu vera í brjósti í fylking fyrir merkjum konungs. Voru þeir bræður hinir mestu hermenn og eigi allungir menn.
 
Elfráður hinn ríki hafði tekið alla skattkonunga af nafni og veldi. Hétu þeir þá jarlar er áður voru konungar eða konungasynir. Hélst það allt um hans ævi og Játvarðar sonar hans en Aðalsteinn kom ungur til ríkis og þótti af honum minni ógn standa. Gerðust þá margir ótryggir þeir er áður voru þjónustufullir.


==Kafli 1==


<ref>REFERENCE TEXT(Fræðigrein:[[PAGE NAME|DISPLAY AS]] OTHER INFO)</ref>
<ref>REFERENCE TEXT(Fræðigrein:[[PAGE NAME|DISPLAY AS]] OTHER INFO)</ref>

Revision as of 14:40, 8 November 2011


Chapter 51

Kafli 51

Af Ólafi Skotakonungi

Ólafur rauði hét konungur á Skotlandi. Hann var skoskur að föðurkyni en danskur að móðurkyni og kominn af ætt Ragnars loðbrókar. Hann var ríkur maður. Skotland var kallað þriðjungur ríkis við England.

Norðimbraland er kallað fimmtungur Englands og er það norðast, næst Skotlandi fyrir austan. Það höfðu haft að fornu Danakonungar. Jórvík er þar höfuðstaður. Það ríki átti Aðalsteinn og hafði sett yfir jarla tvo. Hét annar Álfgeir en annar Goðrekur. Þeir sátu þar til landvarnar bæði fyrir ágangi Skota og Dana eða Norðmanna er mjög herjuðu á landið og þóttust eiga tilkall mikið þar til lands, því að á Norðimbralandi voru þeir einir menn, ef nokkuð var til, að danska ætt áttu að faðerni eða móðerni en margir hvorirtveggju.

Fyrir Bretlandi réðu bræður tveir, Hringur og Aðils, og voru skattgildir undir Aðalstein konung og fylgdi það þá er þeir voru í her með konungi að þeir og þeirra lið skyldu vera í brjósti í fylking fyrir merkjum konungs. Voru þeir bræður hinir mestu hermenn og eigi allungir menn.

Elfráður hinn ríki hafði tekið alla skattkonunga af nafni og veldi. Hétu þeir þá jarlar er áður voru konungar eða konungasynir. Hélst það allt um hans ævi og Játvarðar sonar hans en Aðalsteinn kom ungur til ríkis og þótti af honum minni ógn standa. Gerðust þá margir ótryggir þeir er áður voru þjónustufullir.


[1]

References

  1. REFERENCE TEXT(Fræðigrein:DISPLAY AS OTHER INFO)

Links