Egla, 56: Difference between revisions

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search
(Created page with "{{Egla_TOC}} ==Chapter 1== ==Kafli 1== <ref>REFERENCE TEXT(Fræðigrein:DISPLAY AS OTHER INFO)</ref> ==References== <references /> ==Links== [[Category:Eg...")
 
No edit summary
Line 3: Line 3:




==Chapter 1==
==Chapter 56==
 
==Kafli 56==
 
'''Kvonfang Egils'''
 
Berg-Önundur son Þorgeirs þyrnifótar hafði þá fengið Gunnhildar dóttur Bjarnar hölds. Var hún komin til bús með honum á Aski. En Ásgerður er átt hafði Þórólfur Skalla-Grímsson var þá með Arinbirni frænda sínum. Þau Þórólfur áttu dóttur eina unga er Þórdís hét og var mærin þar með móður sinni. Egill sagði Ásgerði lát Þórólfs og bauð henni sína umsjá. Ásgerður varð mjög ókát við þá sögu en svaraði vel ræðum Egils og tók lítið af öllu.
 
Og er á leið haustið tók Egill ógleði mikla, sat oft og drap höfðinu niður í feld sinn.
 
Eitthvert sinn gekk Arinbjörn til hans og spurði hvað ógleði hans ylli „nú þó að þú hafir fengið skaða mikinn um bróður þinn þá er það karlmannlegt að bera það vel. Skal maður eftir mann lifa eða hvað kveður þú nú? Láttu mig nú heyra.“
 
Egill sagði að hann hefði þetta fyrir skemmstu kveðið:
 
Ókynni venst, ennis, <br>
ungr þorði eg vel forðum, <br>
hauka klifs, að hefja, <br>
Hlín, þvergnípur mínar.<br>
Verð í feld, þá er foldar <br>
faldr kemr í hug skaldi <br>
berg-Óneris, brúna <br>
brátt miðstalli hváta.<br>
 
Arinbjörn spurði hver kona sú væri er hann orti mansöng um „hefir þú fólgið nafn hennar í vísu þessi.“
 
Þá kvað Egill:
 
Sef, Skuldar fel eg sjaldan,<br>
sorg eyvita borgar, <br>
í niðerfi Narfa <br>
nafn aurmýils, drafnar<br>
því að geir-Rótu Gautar <br>
gnýþings bragar fingrum <br>
rógs að ræsis veigum <br>
reifendr munu þreifa.<br>
 
„Hér mun vera,“ segir Egill, „sem oft er mælt að segjanda er allt sínum vin. Eg mun segja þér það er þú spyrð, um hverja konu eg yrki. Þar er Ásgerður frændkona þín og þar til vildi eg hafa fullting þitt að eg næði því ráði.“
 
Arinbjörn segir að honum þykir það vel fundið „skal eg víst leggja þar orð til að þau ráð takist.“
 
Síðan bar Egill það mál fyrir Ásgerði en hún skaut til ráða föður síns og Arinbjarnar frænda síns. Síðan ræðir Arinbjörn við Ásgerði og hafði hún hin sömu svör fyrir sér. Arinbjörn fýsti þessa ráðs. Síðan fara þeir Arinbjörn og Egill á fund Bjarnar og hefur Egill þá bónorð og bað Ásgerðar dóttur Bjarnar. Björn tók því máli vel og sagði að Arinbjörn mundi því mjög ráða. Arinbjörn fýsti mjög og lauk því máli svo að Egill festi Ásgerði og skyldi brullaup vera að Arinbjarnar. En er að þeirri stefnu kemur þá var þar veisla allvegleg er Egill kvongaðist. Var hann þá allkátur það er eftir var vetrarins.
 


==Kafli 1==


<ref>REFERENCE TEXT(Fræðigrein:[[PAGE NAME|DISPLAY AS]] OTHER INFO)</ref>
<ref>REFERENCE TEXT(Fræðigrein:[[PAGE NAME|DISPLAY AS]] OTHER INFO)</ref>

Revision as of 14:47, 8 November 2011


Chapter 56

Kafli 56

Kvonfang Egils

Berg-Önundur son Þorgeirs þyrnifótar hafði þá fengið Gunnhildar dóttur Bjarnar hölds. Var hún komin til bús með honum á Aski. En Ásgerður er átt hafði Þórólfur Skalla-Grímsson var þá með Arinbirni frænda sínum. Þau Þórólfur áttu dóttur eina unga er Þórdís hét og var mærin þar með móður sinni. Egill sagði Ásgerði lát Þórólfs og bauð henni sína umsjá. Ásgerður varð mjög ókát við þá sögu en svaraði vel ræðum Egils og tók lítið af öllu.

Og er á leið haustið tók Egill ógleði mikla, sat oft og drap höfðinu niður í feld sinn.

Eitthvert sinn gekk Arinbjörn til hans og spurði hvað ógleði hans ylli „nú þó að þú hafir fengið skaða mikinn um bróður þinn þá er það karlmannlegt að bera það vel. Skal maður eftir mann lifa eða hvað kveður þú nú? Láttu mig nú heyra.“

Egill sagði að hann hefði þetta fyrir skemmstu kveðið:

Ókynni venst, ennis,
ungr þorði eg vel forðum,
hauka klifs, að hefja,
Hlín, þvergnípur mínar.
Verð í feld, þá er foldar
faldr kemr í hug skaldi
berg-Óneris, brúna
brátt miðstalli hváta.

Arinbjörn spurði hver kona sú væri er hann orti mansöng um „hefir þú fólgið nafn hennar í vísu þessi.“

Þá kvað Egill:

Sef, Skuldar fel eg sjaldan,
sorg eyvita borgar,
í niðerfi Narfa
nafn aurmýils, drafnar
því að geir-Rótu Gautar
gnýþings bragar fingrum
rógs að ræsis veigum
reifendr munu þreifa.

„Hér mun vera,“ segir Egill, „sem oft er mælt að segjanda er allt sínum vin. Eg mun segja þér það er þú spyrð, um hverja konu eg yrki. Þar er Ásgerður frændkona þín og þar til vildi eg hafa fullting þitt að eg næði því ráði.“

Arinbjörn segir að honum þykir það vel fundið „skal eg víst leggja þar orð til að þau ráð takist.“

Síðan bar Egill það mál fyrir Ásgerði en hún skaut til ráða föður síns og Arinbjarnar frænda síns. Síðan ræðir Arinbjörn við Ásgerði og hafði hún hin sömu svör fyrir sér. Arinbjörn fýsti þessa ráðs. Síðan fara þeir Arinbjörn og Egill á fund Bjarnar og hefur Egill þá bónorð og bað Ásgerðar dóttur Bjarnar. Björn tók því máli vel og sagði að Arinbjörn mundi því mjög ráða. Arinbjörn fýsti mjög og lauk því máli svo að Egill festi Ásgerði og skyldi brullaup vera að Arinbjarnar. En er að þeirri stefnu kemur þá var þar veisla allvegleg er Egill kvongaðist. Var hann þá allkátur það er eftir var vetrarins.


[1]

References

  1. REFERENCE TEXT(Fræðigrein:DISPLAY AS OTHER INFO)

Links