Egla, 63: Difference between revisions

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search
(Created page with "{{Egla_TOC}} ==Chapter 1== ==Kafli 1== <ref>REFERENCE TEXT(Fræðigrein:DISPLAY AS OTHER INFO)</ref> ==References== <references /> ==Links== [[Category:Eg...")
 
No edit summary
Line 3: Line 3:




==Chapter 1==
==Chapter 63==
 
==Kafli 63==
 
'''Lífgjöf Egils'''
 
Eiríkur konungur sat uppréttur meðan Egill kvað kvæðið og hvessti augun á hann. Og er lokið var drápunni þá mælti konungur: „Besta er kvæðið fram flutt. En nú hefi eg hugsað Arinbjörn um mál vort Egils hvar koma skal. Þú hefir flutt mál Egils með ákafa miklum er þú býður að etja vandræðum við mig. Nú skal það gera fyrir þínar sakir sem þú hefir beðið að Egill skal fara frá mínum fundi heill og ósakaður. En þú Egill hátta svo ferðum þínum að síðan er þú kemur frá mínum fundi af þessi stofu, þá kom þú aldregi í augsýn mér og sonum mínum og verð aldrei fyrir mér né mínu liði. En eg gef þér nú höfuð þitt að sinni. Fyrir þá sök er þú gekkst á mitt vald, þá vil eg eigi gera níðingsverk á þér. En vita skaltu það til sanns að þetta er engi sætt við mig né sonu mína og enga frændur vora þá sem réttar vilja reka.“
 
Þá kvað Egill:
 
Erumka leitt, <br>
þótt ljótr of sé, <br>
hjálma klett <br>
af hilmi að þiggja. <br>
Hvar er sá er gat <br>
af göfuglyndum <br>
æðri gjöf <br>
allvalds syni?<br>
 
Arinbjörn þakkaði konungi með fögrum orðum þá sæmd og vináttu er konungur hefir veitt honum. Þá ganga þeir Arinbjörn og Egill heim í garð Arinbjarnar. Síðan lét Arinbjörn búa reiðskjóta liði sínu. Reið hann brott með Agli og hundrað manna alvopnaðra með honum. Arinbjörn reið með lið það til þess er þeir komu til Aðalsteins konungs og fengu þar góðar viðtökur. Bauð konungur Agli með sér að vera og spurði hvernig farið hafði með þeim Eiríki konungi.
 
Þá kvað Egill:
 
Svartbrúnum lét sjónum<br>
sannspár Hugins vára, <br>
hugr tjáðum mjög mága, <br>
magnaðr Egil fagna.<br>
Arfstóli kná eg Ála <br>
áttgöfguðum háttar <br>
fyr regn-Gnár regni <br>
ráða nú sem áðan.<br>
 
En að skilnaði þeirra Arinbjarnar og Egils þá gaf Egill Arinbirni gullhringa þá tvo er Aðalsteinn konungur gaf honum og stóð mörk hvor en Arinbjörn gaf Agli sverð það er Dragvandill hét. Það hafði gefið Arinbirni Þórólfur Skalla-Grímsson en áður hafði Skalla-Grímur þegið af Þórólfi bróður sínum en Þórólfi gaf sverðið Grímur loðinkinni son Ketils hængs. Það sverð hafði átt Ketill hængur og haft í hólmgöngum og var það allra sverða bitrast. Skildust þeir með kærleik hinum mesta. Fór Arinbjörn heim í Jórvík til Eiríks konungs en förunautar Egils og skipverjar hans höfðu þar frið góðan og vörðu varningi sínum í trausti Arinbjarnar. En er á leið veturinn fluttust þeir suður til Englands og fóru á fund Egils.
 


==Kafli 1==


<ref>REFERENCE TEXT(Fræðigrein:[[PAGE NAME|DISPLAY AS]] OTHER INFO)</ref>
<ref>REFERENCE TEXT(Fræðigrein:[[PAGE NAME|DISPLAY AS]] OTHER INFO)</ref>

Revision as of 15:06, 8 November 2011


Chapter 63

Kafli 63

Lífgjöf Egils

Eiríkur konungur sat uppréttur meðan Egill kvað kvæðið og hvessti augun á hann. Og er lokið var drápunni þá mælti konungur: „Besta er kvæðið fram flutt. En nú hefi eg hugsað Arinbjörn um mál vort Egils hvar koma skal. Þú hefir flutt mál Egils með ákafa miklum er þú býður að etja vandræðum við mig. Nú skal það gera fyrir þínar sakir sem þú hefir beðið að Egill skal fara frá mínum fundi heill og ósakaður. En þú Egill hátta svo ferðum þínum að síðan er þú kemur frá mínum fundi af þessi stofu, þá kom þú aldregi í augsýn mér og sonum mínum og verð aldrei fyrir mér né mínu liði. En eg gef þér nú höfuð þitt að sinni. Fyrir þá sök er þú gekkst á mitt vald, þá vil eg eigi gera níðingsverk á þér. En vita skaltu það til sanns að þetta er engi sætt við mig né sonu mína og enga frændur vora þá sem réttar vilja reka.“

Þá kvað Egill:

Erumka leitt,
þótt ljótr of sé,
hjálma klett
af hilmi að þiggja.
Hvar er sá er gat
af göfuglyndum
æðri gjöf
allvalds syni?

Arinbjörn þakkaði konungi með fögrum orðum þá sæmd og vináttu er konungur hefir veitt honum. Þá ganga þeir Arinbjörn og Egill heim í garð Arinbjarnar. Síðan lét Arinbjörn búa reiðskjóta liði sínu. Reið hann brott með Agli og hundrað manna alvopnaðra með honum. Arinbjörn reið með lið það til þess er þeir komu til Aðalsteins konungs og fengu þar góðar viðtökur. Bauð konungur Agli með sér að vera og spurði hvernig farið hafði með þeim Eiríki konungi.

Þá kvað Egill:

Svartbrúnum lét sjónum
sannspár Hugins vára,
hugr tjáðum mjög mága,
magnaðr Egil fagna.
Arfstóli kná eg Ála
áttgöfguðum háttar
fyr regn-Gnár regni
ráða nú sem áðan.

En að skilnaði þeirra Arinbjarnar og Egils þá gaf Egill Arinbirni gullhringa þá tvo er Aðalsteinn konungur gaf honum og stóð mörk hvor en Arinbjörn gaf Agli sverð það er Dragvandill hét. Það hafði gefið Arinbirni Þórólfur Skalla-Grímsson en áður hafði Skalla-Grímur þegið af Þórólfi bróður sínum en Þórólfi gaf sverðið Grímur loðinkinni son Ketils hængs. Það sverð hafði átt Ketill hængur og haft í hólmgöngum og var það allra sverða bitrast. Skildust þeir með kærleik hinum mesta. Fór Arinbjörn heim í Jórvík til Eiríks konungs en förunautar Egils og skipverjar hans höfðu þar frið góðan og vörðu varningi sínum í trausti Arinbjarnar. En er á leið veturinn fluttust þeir suður til Englands og fóru á fund Egils.


[1]

References

  1. REFERENCE TEXT(Fræðigrein:DISPLAY AS OTHER INFO)

Links