Egla, 70: Difference between revisions

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search
(Created page with "{{Egla_TOC}} ==Chapter 69== ==Kafli 69== '''Utanferð Egils''' Egill spurði þau tíðindi austan um haf að Eiríkur blóðex hefði fallið í vesturvíking en Gunnhildu...")
 
No edit summary
Line 3: Line 3:




==Chapter 69==
==Chapter 70==


==Kafli 69==
==Kafli 70==


'''Utanferð Egils'''
Ógleði Egils
Egill fékk ógleði mikla eftir jólin svo að hann kvað eigi orð. Og er Arinbjörn fann það þá tók hann ræðu við Egil og spurði hverju það gegndi ógleði sú er hann hafði. „Vil eg,“ segir hann, „að þú látir mig vita hvort þú ert sjúkur eða ber annað til. Megum vér þá bætur á vinna.“


Egill spurði þau tíðindi austan um haf að Eiríkur blóðex hefði fallið í vesturvíking en Gunnhildur og synir þeirra voru farin til Danmerkur suður og brottu var af Englandi það lið allt er þeim Eiríki hafði þangað fylgt. Arinbjörn var þá kominn til Noregs. Hafði hann fengið veislur sínar og eignir þær er hann hafði átt og var kominn í kærleika mikla við konung. Þótti Agli þá enn fýsilegt gerast að fara til Noregs. Það fylgdi og tíðindasögu að Aðalsteinn konungur var andaður. Réð þá fyrir Englandi bróðir hans Játmundur.
Egill segir: „Engar hefi eg kvellisóttir en áhyggjur hefi eg miklar um það hversu eg skal ná fé því er eg vann til þá er eg felldi Ljót hinn bleika norður á Mæri. Mér er sagt að ármenn konungs hafi það fé allt upp tekið og kastað á konungs eigu. Nú vil eg þar til hafa þitt liðsinni um þessa fjárheimtu.


Egill bjó þá skip sitt og réð háseta til. Önundur sjóni réðst þar til, sonur Ána frá Ánabrekku. Önundur var mikill og þeirra manna sterkastur er þá voru þar í sveit. Eigi var um það einmælt hann væri eigi hamrammur. Önundur hafði oft verið í förum landa í milli. Hann var nokkuru eldri en Egill. Með þeim hafði lengi verið vingott.
Arinbjörn segir: „Ekki ætla eg það fjarri lands lögum að þú eignaðist fé það en þó þykir mér nú féið fastlega komið. Er konungsgarður rúmur inngangs en þröngur brottfarar. Hafa oss orðið margar torsóttar fjárheimtur við ofureflismennina og sátum vér þá í meira trausti við konung en nú er því að vinátta okkur Hákonar konungs stendur grunnt þó að eg verði svo að gera sem fornkveðið orð er að þá verður eik fága er undir skal búa.


Og er Egill var búinn lét hann í haf og greiddist þeirra ferð vel, komu miðjum Noregi. Og er þeir sáu land stefndu þeir inn í Fjörðu. Og er þeir fengu tíðindi af landi var þeim sagt að Arinbjörn var heima að búum sínum. Heldur Egill þangað skipi sínu í höfn sem næst bæ Arinbjarnar.
„Þar leikur þó minn hugur á,“ segir Egill, „ef vér höfum lög mæla að vér freistum. Má svo vera að konungur unni oss hér af rétts því að mér er sagt að konungur sé maður réttlátur og haldi vel lög þau er hann setur hér í landi. Telst mér það helst í hug að eg muni fara á fund konungs og freista þessa mála við hann.


Síðan fór Egill að finna Arinbjörn og varð þar fagnafundur mikill með þeim. Bauð Arinbjörn Agli þangað til vistar og föruneyti hans því er hann vildi að þangað færi. Egill þekktist það og lét ráða skipi sínu til hlunns en hásetar vistuðust. Egill fór til Arinbjarnar og þeir tólf saman. Egill hafði látið gera langskipssegl mjög vandað. Segl það gaf hann Arinbirni og enn fleiri gjafir þær er sendilegar voru. Var Egill þar um veturinn í góðu yfirlæti. Egill fór um veturinn suður í Sogn að landskyldum sínum, dvaldist þar mjög lengi. Síðan fór hann norður í Fjörðu.
Arinbjörn segir að hann var ekki fús þess „þykir mér sem því muni óhægt saman að koma Egill, kappi þínu og dirfð en skaplyndi konungs og ríki hans, því að eg hygg hann vera engan vin þinn og þykja honum þó sakir til vera. Vil eg heldur að við látum þetta mál niður falla og hefjum eigi upp. En ef þú vilt það Egill þá skal eg heldur fara á fund konungs með þessi málaleitan.


Arinbjörn hafði jólaboð mikið, bauð til sín vinum sínum og héraðsbóndum. Var þar fjölmenni mikið og veisla góð. Hann gaf Agli jólagjöf slæður gervar af silki og gullsaumaðar mjög, settar fyrir allt gullknöppum í gegnum niður. Arinbjörn hafði látið gera klæði það við vöxt Egils. Arinbjörn gaf Agli alklæðnað nýskorinn að jólum. Voru þar skorin í ensk klæði með mörgum litum. Arinbjörn gaf margs konar vingjafir um jólin þeim mönnum er hann höfðu heimsótt því að Arinbjörn var allra manna örvastur og mestur skörungur.
Egill segir að hann kynni þess mikla þökk og aufúsu og hann vill þenna kost gjarna. Hákon var þá á Rogalandi en stundum á Hörðalandi. Varð ekki torsótt sækja hans fund. Var það og eigi miklu síðar en ræðan hafði verið.


Þá orti Egill vísu:
Arinbjörn bjó ferð sína. Var það þá gert ljóst fyrir mönnum að hann ætlaði til konungs fundar. Skipaði hann húskörlum sínum tvítugsessu er hann átti. Egill skyldi heima vera. Vildi Arinbjörn eigi að hann færi. Fór Arinbjörn þá er hann var búinn og fórst honum vel. Fann hann Hákon konung og fékk þar góðar viðtökur.
<div>
 
Sjálfráði lét slæður <div>
Og er hann hafði litla hríð dvalist þar bar hann upp erindi sín við konung og segir að Egill Skalla-Grímsson er þar kominn til lands og hann þóttist eiga fé það allt er átt hafði Ljótur hinn bleiki „er oss svo sagt konungur að Egill muni lög mæla um þetta en féið hafa tekið upp ármenn yðrir og kastað á yðvarri eigu. Vil eg yður þess biðja herra að Egill nái þar af lögum.“
silki drengr of fengið <div>
 
gullknappaðar greppi, <div>
Konungur svarar hans máli og tók seint til orða: „Eigi veit eg hví þú gengur með slíku máli fyrir hönd Egils. Kom hann eitt sinn á minn fund og sagði eg honum að eg ekki vildi hér í landi vistir hans af þeim sökum sem yður er áður kunnigt. Nú þarf Egill ekki að hefja upp slíkt tilkall við mig sem við Eirík bróður minn. En þér Arinbjörn er það að segja að þú svo megir vera hér í landi að þú metir eigi meira útlenda menn en mig eða mín orð því að eg veit að hugir þínir standa þar til er Haraldur er Eiríksson fósturson þinn. Og er þér sá kostur bestur að fara til fundar við þá bræður og vera með þeim því að mér er mikill grunur á að muni slíkir menn illir tiltaks ef það þarf að reyna um skipti vor sona Eiríks.“
get eg aldrei vin betri. <div>
 
Arinbjörn hefir árnað <div>
Og er konungur tók þessu máli svo þvert þá sá Arinbjörn að ekki mundi tjá að leita þeirra mála við hann. Bjóst hann þá til heimferðar. Konungur var heldur styggur og óblíður til Arinbjarnar síðan hann vissi erindi hans. Arinbjörn hafði þá og ekki skaplyndi til að mjúklæta sig við konung um þetta mál. Skildust þeir við svo búið.
eirarlaust eða meira, <div>
 
síð mun seggr of fæðast <div>
Fór Arinbjörn heim og sagði Agli erindislok sín „mun eg eigi slíkra mála oftar leita við konung.
slíkr, oddvita ríki.<div>
 
<div>
Egill varð allófrýnn við þessa sögu, þóttist þar mikils fjár missa og eigi að réttu.
 
Fám dögum síðar var það snemma einn morgun þá er Arinbjörn var í herbergi sínu, var þar þá ekki margt manna, þá lét hann kalla þangað Egil. Og er hann kom þar þá lét Arinbjörn lúka upp kistu og reiddi þar úr fjóra tigu marka silfurs og mælti svo: „Þetta fé geld eg þér Egill fyrir jarðir þær er Ljótur hinn bleiki hafði átt. Þykir mér það sannlegt að þú hafir þessi laun af okkur Friðgeiri frændum fyrir það er þú leystir líf hans af Ljóti en eg veit að þú lést mín að njóta. Er eg því skyldur að láta þig ei lögræning af því máli.“
 
Egill tók við fénu og þakkaði Arinbirni. Gerðist Egill þá enn einteiti.
 
Breyta


<ref>"Liksom det senare ledet avrundas med talesätt om eken  som man måste vårda sig om, om man vill bo under dess krona, tilspetsas den första tankegången med sentensen: på konungagården är ingången vid men utgången trång (eller, mera ordagrannt: konungagården är rymlig med avseende på ingåendet, men trång med avseende på bortfärden). Balansen och parallellismen mellan de båda tankeleden blir härigenom nära nog fullständig."(Fræðigrein:[[PAGE NAME|DISPLAY AS]] OTHER INFO) (p. 178).</ref>
<ref>"Liksom det senare ledet avrundas med talesätt om eken  som man måste vårda sig om, om man vill bo under dess krona, tilspetsas den första tankegången med sentensen: på konungagården är ingången vid men utgången trång (eller, mera ordagrannt: konungagården är rymlig med avseende på ingåendet, men trång med avseende på bortfärden). Balansen och parallellismen mellan de båda tankeleden blir härigenom nära nog fullständig."(Fræðigrein:[[PAGE NAME|DISPLAY AS]] OTHER INFO) (p. 178).</ref>

Revision as of 17:30, 1 November 2011


Chapter 70

Kafli 70

Ógleði Egils Egill fékk ógleði mikla eftir jólin svo að hann kvað eigi orð. Og er Arinbjörn fann það þá tók hann ræðu við Egil og spurði hverju það gegndi ógleði sú er hann hafði. „Vil eg,“ segir hann, „að þú látir mig vita hvort þú ert sjúkur eða ber annað til. Megum vér þá bætur á vinna.“

Egill segir: „Engar hefi eg kvellisóttir en áhyggjur hefi eg miklar um það hversu eg skal ná fé því er eg vann til þá er eg felldi Ljót hinn bleika norður á Mæri. Mér er sagt að ármenn konungs hafi það fé allt upp tekið og kastað á konungs eigu. Nú vil eg þar til hafa þitt liðsinni um þessa fjárheimtu.“

Arinbjörn segir: „Ekki ætla eg það fjarri lands lögum að þú eignaðist fé það en þó þykir mér nú féið fastlega komið. Er konungsgarður rúmur inngangs en þröngur brottfarar. Hafa oss orðið margar torsóttar fjárheimtur við ofureflismennina og sátum vér þá í meira trausti við konung en nú er því að vinátta okkur Hákonar konungs stendur grunnt þó að eg verði svo að gera sem fornkveðið orð er að þá verður eik að fága er undir skal búa.“

„Þar leikur þó minn hugur á,“ segir Egill, „ef vér höfum lög að mæla að vér freistum. Má svo vera að konungur unni oss hér af rétts því að mér er sagt að konungur sé maður réttlátur og haldi vel lög þau er hann setur hér í landi. Telst mér það helst í hug að eg muni fara á fund konungs og freista þessa mála við hann.“

Arinbjörn segir að hann var ekki fús þess „þykir mér sem því muni óhægt saman að koma Egill, kappi þínu og dirfð en skaplyndi konungs og ríki hans, því að eg hygg hann vera engan vin þinn og þykja honum þó sakir til vera. Vil eg heldur að við látum þetta mál niður falla og hefjum eigi upp. En ef þú vilt það Egill þá skal eg heldur fara á fund konungs með þessi málaleitan.“

Egill segir að hann kynni þess mikla þökk og aufúsu og hann vill þenna kost gjarna. Hákon var þá á Rogalandi en stundum á Hörðalandi. Varð ekki torsótt að sækja hans fund. Var það og eigi miklu síðar en ræðan hafði verið.

Arinbjörn bjó ferð sína. Var það þá gert ljóst fyrir mönnum að hann ætlaði til konungs fundar. Skipaði hann húskörlum sínum tvítugsessu er hann átti. Egill skyldi heima vera. Vildi Arinbjörn eigi að hann færi. Fór Arinbjörn þá er hann var búinn og fórst honum vel. Fann hann Hákon konung og fékk þar góðar viðtökur.

Og er hann hafði litla hríð dvalist þar bar hann upp erindi sín við konung og segir að Egill Skalla-Grímsson er þar kominn til lands og hann þóttist eiga fé það allt er átt hafði Ljótur hinn bleiki „er oss svo sagt konungur að Egill muni lög mæla um þetta en féið hafa tekið upp ármenn yðrir og kastað á yðvarri eigu. Vil eg yður þess biðja herra að Egill nái þar af lögum.“

Konungur svarar hans máli og tók seint til orða: „Eigi veit eg hví þú gengur með slíku máli fyrir hönd Egils. Kom hann eitt sinn á minn fund og sagði eg honum að eg ekki vildi hér í landi vistir hans af þeim sökum sem yður er áður kunnigt. Nú þarf Egill ekki að hefja upp slíkt tilkall við mig sem við Eirík bróður minn. En þér Arinbjörn er það að segja að þú svo megir vera hér í landi að þú metir eigi meira útlenda menn en mig eða mín orð því að eg veit að hugir þínir standa þar til er Haraldur er Eiríksson fósturson þinn. Og er þér sá kostur bestur að fara til fundar við þá bræður og vera með þeim því að mér er mikill grunur á að muni slíkir menn illir tiltaks ef það þarf að reyna um skipti vor sona Eiríks.“

Og er konungur tók þessu máli svo þvert þá sá Arinbjörn að ekki mundi tjá að leita þeirra mála við hann. Bjóst hann þá til heimferðar. Konungur var heldur styggur og óblíður til Arinbjarnar síðan hann vissi erindi hans. Arinbjörn hafði þá og ekki skaplyndi til að mjúklæta sig við konung um þetta mál. Skildust þeir við svo búið.

Fór Arinbjörn heim og sagði Agli erindislok sín „mun eg eigi slíkra mála oftar leita við konung.“

Egill varð allófrýnn við þessa sögu, þóttist þar mikils fjár missa og eigi að réttu.

Fám dögum síðar var það snemma einn morgun þá er Arinbjörn var í herbergi sínu, var þar þá ekki margt manna, þá lét hann kalla þangað Egil. Og er hann kom þar þá lét Arinbjörn lúka upp kistu og reiddi þar úr fjóra tigu marka silfurs og mælti svo: „Þetta fé geld eg þér Egill fyrir jarðir þær er Ljótur hinn bleiki hafði átt. Þykir mér það sannlegt að þú hafir þessi laun af okkur Friðgeiri frændum fyrir það er þú leystir líf hans af Ljóti en eg veit að þú lést mín að njóta. Er eg því skyldur að láta þig ei lögræning af því máli.“

Egill tók við fénu og þakkaði Arinbirni. Gerðist Egill þá enn einteiti.

Breyta

[1]

References

  1. "Liksom det senare ledet avrundas med talesätt om eken som man måste vårda sig om, om man vill bo under dess krona, tilspetsas den första tankegången med sentensen: på konungagården är ingången vid men utgången trång (eller, mera ordagrannt: konungagården är rymlig med avseende på ingåendet, men trång med avseende på bortfärden). Balansen och parallellismen mellan de båda tankeleden blir härigenom nära nog fullständig."(Fræðigrein:DISPLAY AS OTHER INFO) (p. 178).

Links