Egla, 77

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search
The printable version is no longer supported and may have rendering errors. Please update your browser bookmarks and please use the default browser print function instead.


Chapter 77

Egil and his band slay twenty-five men

Egil went till he came to Alf's, and was there for the night in good quarters. Next morning he rose before day and made ready for his journey. And while they sat over their morning meal, Alf the master came in. He said: 'You are making a start betimes, Egil; but my counsel would be that you hurry not your journey, but rather look before you, for I think there be liers-in-wait for you in the wood. I have no men to give you as escort who would be any strength to you: but this I offer, that ye tarry here with me till I can report to you that the wood is safe.' Egil said: 'That will be mere nonsense. I will go on my way as I before meant to do.'

So he and his men made ready to go, while Alf tried to stop them, and bade them come back, if they saw that the way was trodden: 'None,' he said, 'have passed the wood from the east since you, Egil, went eastward, except these, who, as I suspect, have gone wishing to encounter you.' Egil said, 'How many will they be, think you, if it is as you say? We have not lost the game, though there be some odds against us.' Alf said: 'I with my house-carles had gone to the wood, and we came on men's footprints; the trail led into the wood, and there must have been many in all. But if you do not believe this that I say, go and see for yourself the trail, and then turn back, if it seems as I tell you.' Egil went his way, and when they came where the road entered the wood, they saw there the tracks both of men and horses. Egil's comrades then advised that they should turn back. 'We will go on,' said Egil: 'methinks 'tis no wonder that men have gone through Eida-wood, for it is a public road.' So they went on, and the footmarks continued, being of a numerous company. And when they came there where the roads forked, then the trail also forked, and was equally strong either way.

Then said Egil: 'Now I think that maybe Alf has told the truth. We will now make us ready as expecting an encounter.' So then Egil and his men doffed their cloaks and all their loose clothing, and laid these on the sledge. Egil had brought in his sledge a very long cord of bast, for it is the wont of those who take long sledging journeys to have with them some spare cord in case the harness need mending. Egil took a large flat stone, and laid it before his breast and stomach. Then he bent thereon the cord, and wound it round and round him, and so encased him right up to the shoulders.

Eida-wood is of this kind: there is reaching to the cultivated land on either side dense forest, but in the middle is a wide space of shrubs and thin copse, with some parts quite bare of wood. Egil and his company turned by the shorter way, which lay over the ridge. They all had shields and helms, and weapons both to cut and thrust. Egil walked first. And when they came to the ridge, there was wood at the foot of it, but above on the rock it was bare. But when they came up to the rock, then seven men leapt out of the wood and up to the cliff after them, and shot at them. Egil and his men turned and stood abreast across the path. Then came other men against them from above on the crag's brow, and cast stones at them, and this was by far the greater danger. Then said Egil, 'Now must you step back and close to the cliff, and cover yourselves as best ye may; but I will try to win the summit.' They did so. And when Egil got past the rock out on the top, there were in front eight men, who all at once set upon him. Of their exchange of blows nought is there to tell: the end was that Egil slew them all. Then he went forward to the verge of the summit and hurled over stones, that none could withstand; and thereafter three of the Vermians fell, but four gat them into the wood sore wounded and bruised.

Then Egil and his men took their horses and went on their way till they came over the ridge. But the Vermians who had escaped brought news of this to their fellows, who were by the bog. They then advanced by the lower road and so beset the way in front of Egil. Ulf said to his comrades: 'We must now go cunningly to work with them, and so manage that none get away. This,' said he, 'is the nature of the ground: the road skirts the ridge, close to the foot of which runs the bog, while a rocky brow is above, and the passage lies between these and is no broader than a footpath. Now some of us shall go forward round the brow to withstand them if they advance; but some shall hide here in the wood, and leap out at their back when they have got on before us. And take we such heed that none escape.' They did as Ulf bade: Ulf went forward round the brow and ten men with him.

Egil and his men went on their way knowing nought of this plan till they came into the narrow path. Then out leapt men behind them, and drove at them with weapons. They faced about and defended themselves. Now also dashed at them those who were in front of the rocky brow; and when Egil saw that, he turned to meet them. Quick were the blows exchanged between them; and Egil smote down some in the narrow pass, but some turned back to where there was more level space. Egil dashed after them. There fell Ulf. And in the end Egil slew there single-handed eleven men. Then he went where his comrades were keeping the pass before eight men: there were some wounded on either side. But when Egil came, then at once the Vermians fled to the wood hard by. Five escaped, all sore wounded, but three fell there. Egil had many wounds, but none serious.

They then continued their journey. He bound his comrades' wounds, none of which were mortal. They sat in the sledge, and drove for the rest of the day.

But the Vermians who escaped took their horses, and dragged themselves from the wood eastwards to inhabited parts. There they got their wounds bound. Procuring companions, they made their way to the earl, and told him of their misadventure. They told how both the Ulfs had fallen, twenty-five men were dead, and but five escaped with life, and they all wounded and bruised. The earl then asked what were the tidings of Egil and his comrades. They answered: 'We know not for sure how much they were wounded; but full boldly did they set on us when we were eight and they four; then we fled. Five reached the wood, but three perished; yet, for all we could see, Egil and his men were as fresh as ever.'

The earl said that their journey had been as bad as could be. 'I could have been content we should have great loss of life, had ye but slain these Northmen; but now when they come west from the wood and tell these tidings to Norway's king, then may we expect from him the very hardest terms.'

References

Kafli 77

Þeir Egill drápu hálfan þriðja tug manna

Egill fór til þess er hann kom til Álfs og var þar um nótt í góðum beinleika. Eftir um morguninn stóð hann upp fyrir dag, bjóst þá til ferðar. Og er þeir sátu yfir dagverði þá kom þar Álfur bóndi. Hann mælti: „Snemma búist þér Egill en hitt mundi mitt ráð að hrapa ekki ferðinni, sjást heldur fyrir því að eg ætla að menn muni settir fyrir yður á skóginn. Eg hefi ekki menn til að fá þér til fylgdar svo að þér sé styrkur að en það vil eg bjóða að þú dveljist hér með mér þar til er eg kann það segja þér að fært mun um skóginn.“

Egill segir: „Það mun ekki nema hégómi einn. Mun eg fara veg minn sem eg hefi áður ætlað.“

Þeir Egill bjuggust til farar en Álfur latti og bað hann aftur fara ef hann yrði var við að vegurinn væri troðinn, sagði að þar hefði engi maður farið yfir skóginn austan síðan er Egill fór austur „nema þessir hafi farið er mér er von að yður vilji finna.“

„Hvað ætlar þú hversu margir þeir muni vera ef svo er sem þér segið? Ekki erum vér uppnæmir þótt nokkur sé liðsmunur.“

Hann segir: „Eg var farinn fram til skógarins og húskarlar mínir með mér og komum við á mannafar og lá sú slóð fram á skóginn og mundu þeir hafa verið margir saman. En ef þú trúir eigi því er eg segi þér þá far þangað og sjá slóðina en snú aftur ef þér sýnist sem eg segi þér.“

Egill fór sína leið. Og er þeir komu á veginn þann er á skóginn lá þá sáu þeir þar bæði manna spor og hrossa. Þá mæltu förunautar Egils að þeir skyldu aftur hverfa.

„Fara munum vér,“ sagði Egill, „þykir mér það ekki undarlegt þótt menn hafi farið um Eiðaskóg því að það er alþýðuleið.“

Síðan fóru þeir og hélst ferillinn, og var þá fjöldi spora, og er þeir koma þar er leiðir skildi þá skildi og slóðina og var þá jafnmikil í hvorn stað.

Þá mælti Egill: „Nú þykir mér vera mega að Álfur hafi satt sagt. Skulum vér nú búast um svo sem oss sé von að fundur vor muni verða.“

Síðan kasta þeir Egill af sér skikkjum og öllum lausaklæðum. Leggja þeir það í sleða. Egill hafði haft í sleða sínum bastlínu mjög mikla því að það er siður manna er aka langar leiðir og hafa með sér lausataugar ef að reiða þarf að gera. Egill tók hellustein mikinn og lagði fyrir brjóst sér og kviðinn. Síðan rábenti hann þar að tauginni og vafði henni sívafi og bjó svo allt upp um herðarnar.

Eiðaskógur er á þann veg að mörk er stór allt að byggðinni hvorritveggju en um miðjan skóginn er víða smáviði og kjörr en sumstaðar skóglaust með öllu.

Þeir Egill sneru leið hina skemmri er yfir hálsinn lá. Allir höfðu þeir skjöldu og hjálma og höggvopn og lagvopn. Egill fór fyrir. Og er þeir fóru að hálsinum þá var þar undir niðri skógur en skóglaust uppi á klifinu.

En er þeir voru komnir upp í klifið þá hljópu sjö menn úr skóginum og upp í kleifina eftir þeim og skutu að þeim. Þeir Egill snerust við og stóðu þeir jafnfram um þvera götuna. Þá komu aðrir menn ofan að þeim á hamarinn og grýttu þeir þaðan á þá og var þeim það miklu hættara.

Þá mælti Egill: „Nú skuluð þér fara á hæli undan í kleifina og hlífast sem þér megið en eg mun leita upp á bergið.“

Þeir gerðu svo. Og er Egill kom upp úr klifinu þá voru þar fyrir átta menn og gengu allir senn að honum og sóttu hann. En ekki er að segja frá höggva viðskiptum, svo lauk að hann felldi þá alla. Síðan gekk hann á bergið fram og bar ofan grjót og stóð þar ekki við. Lágu þar eftir þrír hinir vermsku en fjórir komust í skóginn og voru þeir sárir og barðir.

Síðan tóku þeir Egill hesta sína og fóru fram á leið til þess er þeir komu yfir hálsinn. En þeir hinir vermsku er undan höfðu komist gerðu njósn félögum sínum þeim er við fenin voru. Stefndu þeir þá fram hina neðri leiðina og svo fram fyrir þá Egil á veginn.

Þá sagði Úlfur félögum sínum: „Nú skulum vér fara að ráðum við þá, stilla svo til að þeir nái eigi að renna. Hér er þannig til farið,“ segir hann, „að leiðin liggur fram með hálsinum en feninu víkur að upp og er þar hamar fyrir ofan en brautin liggur þar fram í milli og er eigi breiðari en götubreidd. Skulu sumir fara fram um hamarinn og taka við þeim ef þeir vilja fram en sumir skulu leynast hér í skóginum og hlaupa síðan á bak þeim er þeir koma fram um. Gætum svo til að engi komist undan.“

Þeir gerðu svo sem Úlfur mælti. Fór Úlfur fram um bergið og tíu menn með honum.

Þeir Egill fara sína leið og vissu ekki til þessar ráðagerðar fyrr en þeir komu í einstigið. Þá hljópu þar menn á bak þeim og báru þegar vopn á þá. Þeir Egill snerust í móti og vörðust. Nú drífa og menn að þeim, þeir er verið höfðu fyrir framan hamarinn, og er Egill sá það snerist hann í mót þeim. Var þar skammt höggva í millum og felldi Egill þar suma í götunni en sumir hurfu aftur þar er jafnlendið var meira. Egill sótti þá eftir þeim. Þar féll Úlfur og að lyktum drap Egill þar einn ellefu menn. Síðan sótti hann þar til er förunautar hans vörðu götuna fyrir átta mönnum. Voru þar hvorirtveggju sárir. Og er Egill kom til þá flýðu þegar hinir vermsku en skógurinn var við sjálft. Komust þar undan fimm og allir sárir mjög en þrír féllu þar.

Egill hafði mörg sár og engi stór. Fóru þeir nú sína leið. Hann batt sár förunauta sinna og voru engi banvæn. Settust þeir þá í sleða og óku það er eftir var dagsins.

En þeir hinir vermsku er undan komust tóku hesta sína og drógust austur af skóginum til byggða. Voru þá bundin sár þeirra. Fá þeir sér föruneyti til þess er þeir komu á fund jarls og segja honum sínar ófarar. Þeir segja að hvortveggi Úlfur er fallinn og dauðir voru hálfur þriðji tugur manna „en fimm einir komust undan með lífi og þó þeir allir sárir og barðir.“

Jarl spurði hvað þá væri tíðinda um Egil og hans förunauta.

Þeir svöruðu: „Ógerla vissum vér hversu mjög þeir voru sárir en ærið djarflega sóttu þeir að oss. Þá er vér vorum átta en þeir fjórir, þá flýðum vér. Komust fimm á skóginn en þrír létust en eigi sáum vér annað en þeir Egill væru þá spánnýir.“

Jarl sagði að þeirra ferð var orðin hin versta „mundi eg kunna því að vér hefðum mannalát mikið ef þér hefðuð drepið þá Norðmennina en nú er þeir koma vestur af skóginum og segja þessi tíðindi Noregskonungi þá eigum vér af honum von hinna mestu afarkosta.“



Tilvísanir

Links