Egla, 82: Difference between revisions

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search
(Created page with "{{Egla_TOC}} ==Chapter 1== ==Kafli 1== <ref>REFERENCE TEXT(Fræðigrein:DISPLAY AS OTHER INFO)</ref> ==References== <references /> ==Links== [[Category:Eg...")
 
No edit summary
Line 3: Line 3:




==Chapter 1==
==Chapter 82==
 
==Kafli 82==
 
'''Af Þorsteini Egilssyni'''
 
Þorsteinn, son Egils, þá er hann óx upp, var allra manna fríðastur sýnum, hvítur á hár og bjartur álitum. Hann var mikill og sterkur og þó ekki eftir því sem faðir hans. Þorsteinn var vitur maður og kyrrlátur, hógvær, stilltur manna best. Egill unni honum lítið. Þorsteini var og ekki við hann ástúðigt en þau Ásgerður og Þorsteinn unnust mikið. Egill tók þá að eldast mjög.
 
Það var eitthvert sumar er Þorsteinn reið til alþingis en Egill sat þá heima. En áður Þorsteinn færi heiman stilltu þau Ásgerður um og tóku úr kistu Egils silkislæður Arinbjarnarnauta og hafði Þorsteinn til þings. Og er hann hafði á þinginu þá voru honum dragsíðar og urðu saurgar neðan þá er þeir voru í Lögbergsgöngu. Og er hann kom heim þá hirti Ásgerður slæðurnar þar sem áður voru. En mjög miklu síðar þá er Egill lauk upp kistu sína þá fann hann að spillt var slæðunum og leitaði þá máls um við Ásgerði hverju það gegndi. Hún sagði þá hið sanna til. Þá kvað Egill:
 
Áttka eg erfinytja, <br>
arfa mér til þarfan.<br>
Mig hefir sonr of svikið,<br>
svik tel eg í því, kvikvan.<br>
Vel mætti þess vatna <br>
viggríðandi bíða <br>
er hafskíða hlæðu <br>
hljótendur of mig grjóti.<br>
 
Þorsteinn fékk Jófríðar dóttur Gunnars Hlífarsonar. Móðir hennar var Helga dóttir Ólafs feilans, systir Þórðar gellis. Jófríði hafði átt fyrr Þóroddur son Tungu-Odds.
 
Litlu eftir þetta andaðist Ásgerður. Eftir það brá Egill búi og seldi í hendur Þorsteini en Egill fór þá suður til Mosfells til Gríms mágs síns því að hann unni mest Þórdísi stjúpdóttur sinni þeirra manna er þá voru á lífi.
 
Það var eitt sumar að skip kom út í Leiruvogi og stýrði sá maður er Þormóður hét. Hann var norrænn og húskarl Þorsteins Þórusonar. Hann hafði með að fara skjöld er Þorsteinn hafði sent Agli Skalla-Grímssyni og var það ágætagripur. Þormóður færði Agli skjöldinn en hann tók við þakksamlega. Eftir um veturinn orti Egill drápu um skjaldargjöfina er kölluð er Berudrápa og er þetta upphaf að:
 
Heyri fúrs á forsa <br>
fallhadds vinar stalla,<br>
hyggi þegn til þagnar <br>
þinn lýðr konungr, mína.<br>
Oft skal arnar kjafta <br>
örð góð of tröð Hörða,<br>
hrafnstýrandi hræra <br>
hregna, mín of fregnast.<br>
 
Þorsteinn Egilsson bjó að Borg. Hann átti tvo laungetna sonu, Hriflu og Hrafn, en síðan hann kvongaðist áttu þau Jófríður tíu börn. Helga hin fagra var þeirra dóttir, er þeir deildu um Skáld-Hrafn og Gunnlaugur ormstunga. Grímur var elstur sona þeirra, annar Skúli, þriðji Þorgeir, fjórði Kollsveinn, fimmti Hjörleifur, sétti Halli, sjöundi Egill, átti Þórður. Þóra hét dóttir þeirra er átti Þormóður Kleppjárnsson. Frá börnum Þorsteins er komin kynslóð mikil og margt stórmenni. Það er kallað Mýramannakyn allt það er frá Skalla-Grími er komið.
 


==Kafli 1==


<ref>REFERENCE TEXT(Fræðigrein:[[PAGE NAME|DISPLAY AS]] OTHER INFO)</ref>
<ref>REFERENCE TEXT(Fræðigrein:[[PAGE NAME|DISPLAY AS]] OTHER INFO)</ref>

Revision as of 15:36, 8 November 2011


Chapter 82

Kafli 82

Af Þorsteini Egilssyni

Þorsteinn, son Egils, þá er hann óx upp, var allra manna fríðastur sýnum, hvítur á hár og bjartur álitum. Hann var mikill og sterkur og þó ekki eftir því sem faðir hans. Þorsteinn var vitur maður og kyrrlátur, hógvær, stilltur manna best. Egill unni honum lítið. Þorsteini var og ekki við hann ástúðigt en þau Ásgerður og Þorsteinn unnust mikið. Egill tók þá að eldast mjög.

Það var eitthvert sumar er Þorsteinn reið til alþingis en Egill sat þá heima. En áður Þorsteinn færi heiman stilltu þau Ásgerður um og tóku úr kistu Egils silkislæður Arinbjarnarnauta og hafði Þorsteinn til þings. Og er hann hafði á þinginu þá voru honum dragsíðar og urðu saurgar neðan þá er þeir voru í Lögbergsgöngu. Og er hann kom heim þá hirti Ásgerður slæðurnar þar sem áður voru. En mjög miklu síðar þá er Egill lauk upp kistu sína þá fann hann að spillt var slæðunum og leitaði þá máls um við Ásgerði hverju það gegndi. Hún sagði þá hið sanna til. Þá kvað Egill:

Áttka eg erfinytja,
arfa mér til þarfan.
Mig hefir sonr of svikið,
svik tel eg í því, kvikvan.
Vel mætti þess vatna
viggríðandi bíða
er hafskíða hlæðu
hljótendur of mig grjóti.

Þorsteinn fékk Jófríðar dóttur Gunnars Hlífarsonar. Móðir hennar var Helga dóttir Ólafs feilans, systir Þórðar gellis. Jófríði hafði átt fyrr Þóroddur son Tungu-Odds.

Litlu eftir þetta andaðist Ásgerður. Eftir það brá Egill búi og seldi í hendur Þorsteini en Egill fór þá suður til Mosfells til Gríms mágs síns því að hann unni mest Þórdísi stjúpdóttur sinni þeirra manna er þá voru á lífi.

Það var eitt sumar að skip kom út í Leiruvogi og stýrði sá maður er Þormóður hét. Hann var norrænn og húskarl Þorsteins Þórusonar. Hann hafði með að fara skjöld er Þorsteinn hafði sent Agli Skalla-Grímssyni og var það ágætagripur. Þormóður færði Agli skjöldinn en hann tók við þakksamlega. Eftir um veturinn orti Egill drápu um skjaldargjöfina er kölluð er Berudrápa og er þetta upphaf að:

Heyri fúrs á forsa
fallhadds vinar stalla,
hyggi þegn til þagnar
þinn lýðr konungr, mína.
Oft skal arnar kjafta
örð góð of tröð Hörða,
hrafnstýrandi hræra
hregna, mín of fregnast.

Þorsteinn Egilsson bjó að Borg. Hann átti tvo laungetna sonu, Hriflu og Hrafn, en síðan hann kvongaðist áttu þau Jófríður tíu börn. Helga hin fagra var þeirra dóttir, er þeir deildu um Skáld-Hrafn og Gunnlaugur ormstunga. Grímur var elstur sona þeirra, annar Skúli, þriðji Þorgeir, fjórði Kollsveinn, fimmti Hjörleifur, sétti Halli, sjöundi Egill, átti Þórður. Þóra hét dóttir þeirra er átti Þormóður Kleppjárnsson. Frá börnum Þorsteins er komin kynslóð mikil og margt stórmenni. Það er kallað Mýramannakyn allt það er frá Skalla-Grími er komið.


[1]

References

  1. REFERENCE TEXT(Fræðigrein:DISPLAY AS OTHER INFO)

Links