Egla, 90

From WikiSaga
Revision as of 15:41, 8 November 2011 by Jón Karl Helgason (talk | contribs)
Jump to navigationJump to search


Chapter 90

Kafli 90

Endir Egils sögu

Þorsteinn Egilsson tók skírn þá er kristni kom á Ísland og lét kirkju gera að Borg. Hann var maður trúfastur og vel siðaður. Hann varð maður gamall og sóttdauður og var jarðaður að Borg að þeirri kirkju er hann lét gera.

Frá Þorsteini er mikil ætt komin og margt stórmenni og skáld mörg og er það Mýramannakyn og svo allt það er komið er frá Skalla-Grími. Lengi hélst það í ætt þeirri að menn voru sterkir og vígamenn miklir en sumir spakir að viti. Það var sundurleitt. Þeirri ætt hafa fæðst þeir menn er fríðastir hafa verið á Íslandi sem var Þorsteinn Egilsson og Kjartan Ólafsson systurson Þorsteins og Hallur Guðmundarson svo og Helga hin fagra, dóttir Þorsteins, er þeir deildu um Gunnlaugur ormstunga og Skáld-Hrafn. En fleiri voru Mýramenn manna ljótastir.

Þorgeir son Þorsteins var þeirra sterkastur bræðra en Skúli var mestur. Hann bjó að Borg eftir dag Þorsteins föður síns. Skúli var lengi í víking. Hann var stafnbúi Eiríks jarls á Járnbarðanum þá er Ólafur konungur Tryggvason féll. Skúli hafði átt í víking sjö orustur.

[1]

References

  1. REFERENCE TEXT(Fræðigrein:DISPLAY AS OTHER INFO)

Links