Egla, 57: Difference between revisions

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search
No edit summary
No edit summary
Line 4: Line 4:


==Chapter 57==
==Chapter 57==
'''
Suit between Egil and Onund'''


Suit between Egil and Onund.
King Eric was there numerously attended. Bergonund was among his train, as were his brothers; there was a large following. But when the meeting was to be held about men's lawsuits, both the parties went where the court was set, to plead their proofs. Then was Onund full of big words. Now where the court sate was a level plot, with hazel-poles planted in a ring, and outside were twisted ropes all around. This was called, 'the precincts.' Within the ring sate twelve judges of the Firth-folk, twelve of the Sogn-folk, twelve of the Horda-folk. These three twelves were to judge all the suits. Arinbjorn ruled who should be judges from the Firth-folk, Thord of Aurland who should be so from the Sogn-folk. All these were of one party. Arinbjorn had brought thither a long-ship full equipt, also many small craft and store-ships. King Eric had six or seven long-ships all well equipt; a great number of landowners were also there.
King Eric was there numerously attended. Bergonund was among his train, as were his brothers; there was a large following. But when the meeting was to be held about men's lawsuits, both the parties went where the court was set, to plead their proofs. Then was Onund full of big words. Now where the court sate was a level plot, with hazel-poles planted in a ring, and outside were twisted ropes all around. This was called, 'the precincts.' Within the ring sate twelve judges of the Firth-folk, twelve of the Sogn-folk, twelve of the Horda-folk. These three twelves were to judge all the suits. Arinbjorn ruled who should be judges from the Firth-folk, Thord of Aurland who should be so from the Sogn-folk. All these were of one party. Arinbjorn had brought thither a long-ship full equipt, also many small craft and store-ships. King Eric had six or seven long-ships all well equipt; a great number of landowners were also there.



Revision as of 09:39, 11 November 2011


Chapter 57

Suit between Egil and Onund

King Eric was there numerously attended. Bergonund was among his train, as were his brothers; there was a large following. But when the meeting was to be held about men's lawsuits, both the parties went where the court was set, to plead their proofs. Then was Onund full of big words. Now where the court sate was a level plot, with hazel-poles planted in a ring, and outside were twisted ropes all around. This was called, 'the precincts.' Within the ring sate twelve judges of the Firth-folk, twelve of the Sogn-folk, twelve of the Horda-folk. These three twelves were to judge all the suits. Arinbjorn ruled who should be judges from the Firth-folk, Thord of Aurland who should be so from the Sogn-folk. All these were of one party. Arinbjorn had brought thither a long-ship full equipt, also many small craft and store-ships. King Eric had six or seven long-ships all well equipt; a great number of landowners were also there.

Egil began his cause thus: he craved the judges to give him lawful judgement in the suit between him and Onund. He then set forth what proofs he held of his claim on the property that had belonged to Bjorn Brynjolf's son. He said that Asgerdr daughter of Bjorn, own wife of him Egil, was rightful heiress, born noble, of landed gentry, even of titled family further back. And he craved of the judges this, to adjudge to Asgerdr half of Bjorn's inheritance, whether land or chattels.

And when he ceased speaking, then Bergonund took the word and spoke thus: 'Gunnhilda my wife is the daughter of Bjorn and Alof, the wife whom Bjorn lawfully married. Gunnhilda is rightful heiress of Bjorn. I for this reason took possession of all the property left by Bjorn, because I knew that that other daughter of Bjorn had no right to inherit. Her mother was a captive of war, afterwards taken as concubine, without her kinsmen's consent, and carried from land to land. But thou, Egil, thinkest to go on here, as everywhere else, with thy fierceness and wrongful dealing. This will not avail thee now; for king Eric and queen Gunnhilda have promised me that I shall have right in every cause within the bounds of their dominion. I will produce true evidence before the king and the judges that Thora Lace-hand, Asgerdr's mother, was taken captive from the house of Thorir her brother, and a second time from Brynjolf's house at Aurland. Then she went away out of the land with freebooters, and was outlawed from Norway, and in this outlawry Bjorn and she had born to them this girl Asgerdr. A great wonder now is this in Egil, that he thinks to make void all the words of king Eric. First, Egil, thou art here in the land after Eric made thee an outlaw; secondly - which is worse - though, thou hast a bondwoman to thy wife, thou claimest for her right of heritage. I demand this of the judges, that they adjudge the inheritance to Gunnhilda, but adjudge Asgerdr to be the bondwoman of the king, because she was begotten when her father and mother were outlawed by the king.'

Right wroth was Arinbjorn when he heard Thora Lace-hand called a bondwoman; and he stood up, and would no longer hold his peace, but looked around on either side, and took the word:

'Evidence we will bring, sir king, in this matter, and oaths we will add, that this was in the reconciliation of my father and Bjorn Yeoman expressly provided, that Asgerdr daughter of Bjorn and Thora was to have right of inheriting after Bjorn her father; as also this, which thyself, O king, dost know, that thou restoredst Bjorn to his rights in Norway, and so everything was settled which had before stood in the way of their reconciliation.'

To these words the king found no ready answer. Then sang Egil a stave:

'Bondwoman born this knave
My brooch-decked lady calls.
Shameless in selfish greed
Such dealing Onund loves:
Braggart! my bride is one
Born heiress, jewell'd dame.
Our oaths, great king, accept,
Oaths that are meet and true.'

Then Arinbjorn produced witnesses, twelve men, and all well chosen. These all had heard, being present, the reconciliation of Thorir and Bjorn, and they offered to the king and judges to swear to it. The judges were willing to accept their oath if the king forbade it not.

Then did queen Gunnhilda take the word:

'Great wonder is this, sir king, that thou lettest this big Egil make such a coil of the whole cause before thee. Wouldst thou find nought to say against him, though he should claim at thy hand thy very kingdom? Now though thou wilt give no decision that may help Onund, yet will not I brook this, that Egil tread under foot our friends and wrongfully take the property from Onund. Where is Alf my brother? Go thou, Alf, with thy following, where the judges are, and let them not give this wrong judgment.'

Then he and his men went thither, and cut in sunder the precinct-ropes and tore down the poles, and scattered the judges. Great uproar was there in the Thing; but men there were all weaponless.

Then spake Egil: 'Can Bergonund hear my words?'

'I hear,' said Onund.

'Then do I challenge thee to combat, and be our fight here at the Thing. Let him of us twain have this property, both lands and chattels, who wins the victory. But be thou every man's dastard if thou darest not.'

Whereupon king Eric made answer: 'If thou, Egil, art strongly set on fighting, then will we grant thee this forthwith.'

Egil replied: 'I will not fight with king's power and overwhelming force; but before equal numbers I will not flee, if this be given me. Nor will I then make any distinction of persons, titled or untitled.'

Then spake Arinbjorn: 'Go we away, Egil; we shall not here effect to-day anything that will be to our gain.'

And with this Arinbjorn and all his people turned to depart.

But Egil turned him and cried aloud: 'This do I protest before thee, Arinbjorn, and thee, Thord, and all men that now can hear my word, barons and lawmen and all people, that I ban all those lands that belonged to Bjorn Brynjolfsson, from building and tillage, and from all gain therefrom to be gotten. I ban them to thee, Bergonund, and to all others, natives and foreigners, high and low; and anyone who shall herein offend I denounce as a law-breaker, a peace breaker, and accursed.'

After which Egil went away with Arinbjorn.

They then went to their ships; and there was a rise in the ground of some extent to pass over, so that the ships were not visible from the Thing-field. Egil was very wroth. And when they came to the ships, Arinbjorn spoke before his people and said:

'All men know what has been the issue of the Thing here, that we have not got law; but the king is much in wrath, so that I expect our men will get hard measure from him if he can bring it about. I will now that every man embark on his ship and go home. Let none wait for other.'

Then Arinbjorn went on board his own ship, and to Egil he said: 'Now go you with your comrades on board the cutter that lies here outside the long-ship, and get you away at once. Travel by night so much as you may, and not by day, and be on your guard, for the king will seek to meet with you. Come and find me afterwards, when all this is ended, whatever may have chanced between you and the king.'

Egil did as Arinbjorn said; they went aboard the cutter, about thirty men, and rowed with all their might. The vessel was remarkably fast. Then rowed out of the haven many other ships of Arinbjorn's people, cutters and row-boats; but the long-ship which Arinbjorn steered went last, for it was the heaviest under oars. Egil's cutter, which he steered, soon outstripped the rest. Then Egil sang a stave:

'My heritage he steals,
The money-grasping heir
Of Thornfoot. But his threats,
Though fierce, I boldly meet.
For land we sought the law:
Land-grabbing loon is he!
But robbery of my right
Ere long he shall repay.'

References

Kafli 57

Egill bjó um vorið kaupskip til Íslandsferðar. Réð Arinbjörn honum það að staðfestast ekki í Noregi meðan ríki Gunnhildar væri svo mikið „því að hún er allþung til þín,“ segir Arinbjörn, „og hefir þetta mikið um spillt er þér Eyvindur fundust við Jótland.“

Og er Egill var búinn og byr gaf þá siglir hann í haf og greiddist hans ferð vel. Kemur hann um haustið til Íslands og hélt til Borgarfjarðar. Hann hafði þá verið utan tólf vetur. Gerðist þá Skalla-Grímur maður gamall. Varð hann þá feginn[1] er Egill kom heim. Fór Egill til Borgar að vistum og með honum Þorfinnur strangi og þeir mjög margir saman. Voru þeir með Skalla-Grími um veturinn. Egill hafði þar ógrynni fjár en ekki er þess getið að Egill skipti silfri því er Aðalsteinn konungur hafði fengið honum í hendur, hvorki við Skalla-Grím né aðra menn.

Þann vetur fékk Þorfinnur Sæunnar dóttur Skalla-Gríms og eftir um vorið fékk Skalla-Grímur þeim bústað að Langárfossi og land inn frá Leirulæk milli Langár og Álftár allt til fjalls. Dóttir Þorfinns og Sæunnar var Þórdís er átti Arngeir í Hólmi, son Bersa goðlauss. Þeirra son var Björn Hítdælakappi.

Egill dvaldist þá með Skalla-Grími nokkura vetur. Tók hann til fjárforráða og búsumsýslu engu miður Skalla-Grími. Egill gerðist enn snoðinn.

Þá tók héraðið að byggjast víða. Hrómundur, bróðir Gríms hins háleyska, byggði þá í Þverárhlíð og skipverjar hans. Hrómundur var faðir Gunnlaugs, föður Þuríðar dyllu, móður Illuga svarta.

Egill hafði þá verið svo að vetrum skipti mjög mörgum að Borg. Þá var það á einu sumri er skip komu af Noregi til Íslands að þau tíðindi spurðust austan að Björn höldur var andaður. Það fylgdi þeirri sögn að fé það allt er Björn hafði átt hafði upp tekið Berg-Önundur mágur hans. Hann hafði flutt heim til sín alla lausaaura en jarðir hafði hann byggt og skilið sér allar landskyldir. Hann hafði og sinni eigu kastað á jarðir þær allar er Björn hafði átt.

Og er Egill heyrði þetta þá spurði hann vandlega hvort Berg-Önundur mundi sínum ráðum fram hafa farið um þetta eða hefði hann traust til haft sér meiri manna. Honum var sagt að Önundur var kominn í vináttu mikla við Eirík konung og við Gunnhildi þó miklu kærra.

Egill lét það kyrrt vera á því hausti. En er veturinn leið af og vora tók þá lét Egill setja fram skip það er hann átti er staðið hafði í hrófi við Langárfoss. Hann bjó skip það til hafs og fékk menn til. Ásgerður kona hans var ráðin til farar en Þórdís dóttir Þórólfs var eftir. Egill sigldi í haf er hann var búinn. Er frá hans ferð ekki að segja fyrr en hann kemur til Noregs. Hélt hann þegar til fundar við Arinbjörn sem fyrst mátti hann. Arinbjörn tók vel við honum og bauð Agli með sér að vera og það þekktist hann. Fóru þau Ásgerður bæði þangað og nokkurir menn með þeim.

Egill kom brátt á ræður við Arinbjörn um fjárheimtur þær er Egill þóttist eiga þar í landi.

Arinbjörn segir: „Það mál þykir mér óvænlegt. Berg-Önundur er harður og ódæll, ranglátur og fégjarn, en hann hefir nú hald mikið af konungi og drottningu. Er Gunnhildur hinn mesti óvinur þinn, sem þú veist áður, og mun hún ekki fýsa Önund að hann geri greiða á málinu.“

Egill segir: „Konungur mun oss láta ná lögum og réttindum á máli þessu en með liðveislu þinni þá vex mér ekki í augu að leita laga við Berg-Önund.“

Ráða þeir það af að Egill skipar skútu. Fóru þeir þar á nær tveir tigir. Þeir fóru suður á Hörðaland og koma fram á Aski. Ganga þeir þar til húss og hitta Önund. Ber þá Egill upp mál sín og krefur Önund skiptis um arf Bjarnar og segir að dætur Bjarnar væru jafnkomnar til arfs eftir hann að lögum „þó að mér þyki,“ kvað Egill, „sem Ásgerður muni þykja ættborin miklu betur en Gunnhildur kona þín.“

Önundur segir þá snellt mjög: „Þú ert furðulega djarfur maður Egill, útlagi Eiríks konungs, er þú ferð hingað í land hans og ætlar hér til ágangs við menn hans. Máttu svo ætla Egill að eg hefi velta látið slíka sem þú ert og af minnum sökum en mér þykja þessar, er þú telur til arfs fyrir hönd konu þinnar, því að það er kunnigt alþýðu að hún er þýborin að móðerni.“ Önundur var málóði um hríð.

Og er Egill sá að Önundur vildi engan hlut greiða um þetta mál þá stefnir Egill honum þing og skýtur málinu til Gulaþingslaga.

Önundur segir: „Koma mun eg til Gulaþings og mundi eg vilja að þú kæmir þaðan eigi heill í brott.“

Egill segir að hann mun til þess hætta að koma þó til þings allt að einu „verður þá sem má hversu málum vorum lýkur.“

Fara þeir Egill síðan í brott og er hann kom heim segir hann Arinbirni frá ferð sinni og frá svörum Önundar. Arinbjörn varð reiður mjög er Þóra föðursystir hans var kölluð ambátt.

Arinbjörn fór á fund Eiríks konungs, bar upp fyrir hann þetta mál.

Konungur tók heldur þungt hans máli og segir að Arinbjörn hefði lengi fylgt mjög málum Egils „hefir hann notið þín að því er eg hefi látið hann vera hér í landi en nú mun mér örðigt þykja ef þú heldur hann til þess að hann gangi á vini mína.“

Arinbjörn segir: „Þú munt láta oss ná lögum af þessu máli.“

Konungur var heldur styggur í þessu máli. Arinbjörn fann að drottning mundi þó miklu verr viljuð. Fer Arinbjörn aftur og sagði að heldur horfir óvænt.

Líður af veturinn og kemur þar er menn fara til Gulaþings. Arinbjörn fjölmennti mjög til þings. Var Egill í för með honum. Eiríkur konungur var þar og hafði fjölmenni mikið. Berg-Önundur var í sveit konungs og þeir bræður og höfðu þeir sveit mikla. En er þinga skyldi um mál manna þá gengu hvorirtveggju þar til er dómurinn var settur að flytja fram sannindi sín. Var Önundur þá allstórorður.

En þar er dómurinn var settur var völlur sléttur og settar niður heslistengur í völlinn í hring en lögð um utan snæri umhverfis. Voru það kölluð vébönd. En fyrir innan í hringinum sátu dómendur, tólf úr Firðafylki og tólf úr Sygnafylki, tólf úr Hörðafylki. Þær þrennar tylftir manna skyldu þar dæma um mál öll. Arinbjörn réð fyrir hverjir dómendur voru úr Firðafylki en Þórður af Aurlandi hverjir úr Sygnafylki voru og voru þeir allir eins liðs.

Arinbjörn hafði fjölmenni mikið til þings, snekkju alskipaða og margt smáskipa, skútur og róðrarferjur er bændur áttu. Eiríkur konungur hafði þar mikið lið og langskip sex eða sjö. Þar var og mikið lið af bóndum.

Egill hóf svo mál sitt að hann krafði dómendur að dæma sér lög af máli þeirra Önundar. Innti hann þá hver sannindi hann hafði í tilkalli til fjár þess er átt hafði Björn Brynjólfsson. Sagði hann að Ásgerður, dóttir Bjarnar, eiginkona Egils, var tilkomin arfs og óðalborin í allar ættir en tiginborin fram í kyn. Krafði hann dómendur að dæma Ásgerði til handa hálfan arf Bjarnar, lönd og lausaaura.

Og er hann hætti sinni ræðu þá tók Berg-Önundur til máls: „Gunnhildur kona mín er dóttir Bjarnar og Ólafar, þeirrar konu er Björn hafði lögfengið. Er Gunnhildur réttur erfingi Bjarnar. Tók eg fyrir þá sök upp fé það allt er Björn hafði átt að eg vissi að sú ein var dóttir Bjarnar önnur er ekki átti arf að taka. Var móðir hennar hernumin og tekin síðan frillutaki og ekki að frændaráði og flutt land af landi. En þú Egill ætlar að fara hér sem hvarvetna annars staðar með ofurkapp þitt og ójafnað. Nú mun þér það ekki hér tjá því að Eiríkur konungur og Gunnhildur drottning hafa mér því heitið að eg skuli rétt hafa af hverju máli þar er þeirra ríki stendur yfir. Mun eg færa fram sönn vitni fyrir konungi og drottningu og dómendum að Þóra hlaðhönd móðir Ásgerðar var hertekin heiman frá Þóri bróður sínum og annað sinn af Aurlandi frá Brynjólfi. Fór hún þá land af landi með Birni og víkingum og útlögum konungs og í þeirri útlegð gátu þau mey þessa, Ásgerði. Nú er furða mikil um Egil er hann ætlar að gera ómæt öll mál Eiríks konungs. Það fyrst að þú ert hér í landi síðan Eiríkur gerði þig útlægan og það enn er meira, þótt þú hafir fengið ambáttar, að kalla hana arfgenga. Vil eg þess krefja dómendur að þeir dæmi mér allan arf eftir Björn en dæmi Ásgerði ambátt konungs því að hún var svo getin að faðir hennar og móðir voru í útlegð konungs.“

Þá tók Arinbjörn til máls: „Vitni munum vér fram bera konungur um þetta mál og láta eiða fylgja að það var til skilið í sætt þeirra Þóris föður míns og Bjarnar að Ásgerður, dóttir þeirra Bjarnar og Þóru, var til arfs tekin eftir föður sinn og svo það sem yður var kunnigt sjálfum konungur að þú gerðir Björn innlendan og öllu því máli var þá lokið er áður hafði í milli staðið sættar manna.“

Konungur svarar seint hans máli.

Þá kvað Egill vísu:

Þýborna kveðr þorna
þorn reið ár horna,
sýslir hann of sína
síngirnd Önundr, mína.
Naddhristir, á eg nesta
norn til arfs of borna.
Þigg þú, Auða konr, eiða,
eiðsært er það, greiða.

Þá tók til máls Gunnhildur drottning: „Það er undarlegt konungur er þú lætur Egil þenna hinn mikla vefja öll mál fyrir þér, eða hvort mundir þú eigi í móti mæla þó að hann kallaði til konungdómsins í hendur þér? Nú þótt þú viljir enga úrskurði þá veita er Önundi sé lið að þá skal eg það eigi þola að Egill troði undir fótum vini vora og taki með rangindum fé þetta af Önundi. Eða hvar ertu Askmaður? Far þú til með sveit þína þar dómendurnir eru og lát eigi dæma rangindi þessi.“

Síðan hljóp Askmaður til dómsins og hans sveitungar og skáru í sundur véböndin en brutu niður stengur en hleyptu í brott dómendum. Þá gerðist þys mikill á þinginu en allir menn voru þar vopnlausir.

Þá mælti Egill: „Má Berg-Önundur heyra mál mitt?“

„Heyri eg,“ sagði hann.

„Eg vil bjóða þér hólmgöngu og berjumst hér á þinginu. Hafi sá fé þetta, lönd og lausaaura, er sigur fær en ver þú hvers manns níðingur ef þú þorir eigi.“

Þá svarar Eiríkur konungur: „Ef þú Egill ert nú allfús til að berjast þá skulum vér nú veita þér það.“

Egill svarar: „Ekki vil eg berjast við konungs ríki og ofurefli liðs en fyrir jafnmörgum mönnum mun eg eigi flýja ef mér skal þess unna. Mun eg að því gera engan mannamun.“

Þá mælti Arinbjörn: „Förum í brott Egill, ekki munum vér hér um sýsla að sinni.“

Sneri þá Arinbjörn á brott og allt lið hans með honum.

Þá snerist Egill aftur og mælti hátt: „Það skírskota eg undir þig, Arinbjörn, og þig, Þórður, og þá menn alla er nú heyra mál mitt, lenda menn og lögmenn og alla alþýðu, að eg banna jarðir þær allar, er átt hefir Björn Brynjólfsson, að byggja og vinna og allra gagna af að neyta. Banna eg þér, Berg-Önundur, og öllum öðrum mönnum, útlenskum og innlenskum, tignum og ótignum, en hverjum er það gerir legg eg við lagabrot landsréttar, goðagremi og griðarof.“

Síðan gekk Egill á brott með Arinbirni. Gengu þeir til skipanna og var þar að ganga yfir leiti nokkuð og eigi allskammt svo að eigi sá skipin af þingvellinum.

Og er þeir komu til skipanna talaði Arinbjörn fyrir liðinu og mælti svo: „Öllum yður er kunnigt hver þinglok hér hafa orðið, að vér höfum eigi náð lögum en konungur er reiður svo að mér er von að vorir menn sæti af honum afarkostum ef hann má svo við komast. Vil eg að hver gangi á sitt skip og fari sem ákafast til síns heimilis. Bíði nú engi annars.“

Síðan gekk Arinbjörn á skip sitt og mælti til Egils: „Gakk þú nú á skútu er hér liggur á útborða langskipinu og ver á brottu sem skjótast, farið um nætur sem þér megið en eigi um daga og forðið yður því að konungur mun eftir leita að fundi yðra mætti saman bera. Leitið enn síðan til mín þá er þessu lýkur, hvað sem í kann berast.“

Egill gerði svo sem Arinbjörn mælti. Gengu þeir á skútuna þrír tigir manna og reru sem ákafast. Skipið var einkar skjótt. Þá reri fjöldi manna út úr höfninni af liði Arinbjarnar, skútur og róðrarferjur, en langskip sem Arinbjörn stýrði fór síðast því að það var þyngst undir árum. En skúta sú er Egill var á gekk brátt fram úr samflotinu. Þá kvað Egill:

Erfingi réð arfi
arflyndr fyr mér svarfa,
mæti eg hans og heitum
hótun, Þyrnifótar.
Vargi er simla sorgar
slíkt rán, er eg gef honum,
vér deildum, fjöt foldar,
fold væringja, goldið.

Tilvísanir

  1. varð hann þá feginn: „Þegar Egill kemur heim ... er Skalla-Grímur „feginn“ að sjá son sinn. Þetta er eina jákvæða lýsingarorðið sem er notað um samskipti þeirra feðga í allri sögunni.“ Ármann Jakobsson. Ástin á tímum þjóðveldisins (p. 74).

Links