Egla, 88: Difference between revisions

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search
No edit summary
No edit summary
Line 77: Line 77:
Og er Egill var búinn gekk hann út og hafði með sér silfurkistur sínar. Hann steig á hest, fór síðan ofan eftir túninu fyrir brekku þá er þar verður er menn sáu síðast.
Og er Egill var búinn gekk hann út og hafði með sér silfurkistur sínar. Hann steig á hest, fór síðan ofan eftir túninu fyrir brekku þá er þar verður er menn sáu síðast.


En um morguninn er menn risu upp þá sáu þeir að Egill hvarflaði á holtinu fyrir austan garð<ref>fyrir austan garð: „Svo var röm í [Agli] forneskjan, og má af því ráða að hann hafi trúað því að hann mundi nota silfursins dauður, ef hann græfi það í jörð. Tilgátan um, að hann hafi fólgið það í gilinu „fyrir austan garð at Mosfelli“ er því ekki ósennileg“  [[Árni Óla. Hvar fól Egill silfur Aðalsteins konungs]] (p. 183).<ref> og leiddi eftir sér hestinn. Fara þeir þá til hans og fluttu hann heim.
En um morguninn er menn risu upp þá sáu þeir að Egill hvarflaði á holtinu fyrir austan garð<ref>fyrir austan garð: „Svo var röm í [Agli] forneskjan, og má af því ráða að hann hafi trúað því að hann mundi nota silfursins dauður, ef hann græfi það í jörð. Tilgátan um, að hann hafi fólgið það í gilinu „fyrir austan garð at Mosfelli“ er því ekki ósennileg“  [[Árni Óla. Hvar fól Egill silfur Aðalsteins konungs]] (p. 183).</ref> og leiddi eftir sér hestinn. Fara þeir þá til hans og fluttu hann heim.


En hvorki komu aftur síðan þrælarnir né kisturnar og eru þar margar gátur á hvar Egill hafi fólgið fé sitt. Fyrir austan garð að Mosfelli gengur gil ofan úr fjalli. En það hefir orðið þar til merkja að í bráðaþeyjum er þar vatnfall mikið en eftir það er vötnin hafa fram fallið hafa fundist í gilinu enskir peningar. Geta sumir menn þess að Egill muni þar féið hafa fólgið. Fyrir neðan tún að Mosfelli eru fen stór og furðulega djúp. Hafa það margir fyrir satt að Egill muni þar hafa kastað í fé sínu. Fyrir sunnan ána eru laugar og þar skammt frá jarðholur stórar og geta þess sumir að Egill mundi þar hafa fólgið fé sitt því að þangað er oftlega sénn haugaeldur. Egill sagði að hann hefði drepið þræla Gríms og svo það að hann hafði fé sitt fólgið, en það sagði hann engum manni hvar hann hefði fólgið.
En hvorki komu aftur síðan þrælarnir né kisturnar og eru þar margar gátur á hvar Egill hafi fólgið fé sitt. Fyrir austan garð að Mosfelli gengur gil ofan úr fjalli. En það hefir orðið þar til merkja að í bráðaþeyjum er þar vatnfall mikið en eftir það er vötnin hafa fram fallið hafa fundist í gilinu enskir peningar. Geta sumir menn þess að Egill muni þar féið hafa fólgið. Fyrir neðan tún að Mosfelli eru fen stór og furðulega djúp. Hafa það margir fyrir satt að Egill muni þar hafa kastað í fé sínu. Fyrir sunnan ána eru laugar og þar skammt frá jarðholur stórar og geta þess sumir að Egill mundi þar hafa fólgið fé sitt því að þangað er oftlega sénn haugaeldur. Egill sagði að hann hefði drepið þræla Gríms og svo það að hann hafði fé sitt fólgið, en það sagði hann engum manni hvar hann hefði fólgið.

Revision as of 12:43, 4 November 2011


Chapter 88

Kafli 88

Andlát Egils Skalla-Grímssonar Egill Skalla-Grímsson varð maður gamall en í elli hans gerðist hann þungfær og glapnaði honum bæði heyrn og sýn. Hann gerðist og fótstirður. Egill var þá að Mosfelli með Grími og Þórdísi.

Það var einn dag er Egill gekk úti með vegg og drap fæti og féll. Konur nokkurar sáu það og hlógu að og mæltu: „Farinn ertu nú Egill með öllu er þú fellur einn saman.“

Þá segir Grímur bóndi: „Miður hæddu konur að okkur þá er við vorum yngri.“

Þá kvað Egill:

Vald hefi eg vofur helsis,
váfallr er eg skalla.
Blautr erumst bergi fótar[1]
borr en lust er þorrin.

Egill varð með öllu sjónlaus. Það var einhvern dag er veður var kalt um veturinn að Egill fór til elds að verma sig. Matseljan ræddi um að það var undur mikið, slíkur maður sem Egill hafði verið, að hann skyldi liggja fyrir fótum þeim svo að þær mættu eigi vinna verk sín.

„Ver þú vel við,“ segir Egill, „þótt eg bakist við eldinn og mýkjumst vér við um rúmin.“

„Stattu upp,“ segir hún, „og gakk til rúms þíns og lát oss vinna verk vor.“

Egill stóð upp og gekk til rúms síns og kvað:

Hvarfa eg blindr of branda,
bið eg eirar Syn geira,
þann ber eg harm á hvarma
hvitvöllum mér, sitja.
Er jarðgöfugr, orðum,
orð mín konungr forðum
hafði, gramr, að gamni,
Geirhamdis mig framdi.

Það var enn eitt sinn er Egill gekk til elds að verma sig, þá spurði maður hann hvort honum væri kalt á fótum og bað hann eigi rétta of nær eldinum.

„Svo skal vera,“ segir Egill, „en eigi verður mér nú hógstýrt fótunum er eg sé eigi og er of dauflegt sjónleysið.“

Þá kvað Egill:

Langt þykir mér,
ligg eg einn saman,
karl afgamall,
á konungs vörnum.
Eigum ekkjur
alkaldar tvær
en þær konur
þurfa blossa.

Það var á dögum Hákonar hins ríka öndverðum, þá var Egill Skalla-Grímsson á níunda tigi og var hann þá hress maður fyrir annars sakir en sjónleysis.

Það var um sumarið er menn bjuggust til þings þá beiddi Egill Grím að ríða til þings með honum. Grímur tók því seinlega.

Og er þau Grímur og Þórdís töluðust við þá sagði Grímur henni hvers Egill hafði beitt „vil eg að þú forvitnist hvað undir mun búa bæn þessi.“

Þórdís gekk til máls við Egil frænda sinn. Var þá mest gaman Egils að ræða við hana. Og er hún hitti hann þá spurði hún: „Er það satt frændi er þú vilt til þings ríða? Vildi eg að þú segðir mér hvað væri í ráðagerð þinni.“

„Eg skal segja þér,“ kvað hann, „hvað eg hefi hugsað. Eg ætla að hafa til þings með mér kistur þær tvær er Aðalsteinn konungur gaf mér er hvortveggi er full af ensku silfri. Ætla eg að láta bera kisturnar til Lögbergs þá er þar er fjölmennast. Síðan ætla eg að sá silfrinu og þykir mér undarlegt ef allir skipta vel sín í milli. Ætla eg að þar mundi vera þá hrundningar eða pústrar eða bærist að um síðir að allur þingheimurinn berðist.“

Þórdís segir: „Þetta þykir mér þjóðráð og mun uppi meðan landið er byggt.“

Síðan gekk Þórdís til tals við Grím og sagði honum ráðagerð Egils.

„Það skal aldrei verða að hann komi þessu fram, svo miklum firnum.“

Og er Egill kom á ræður við Grím um þingferðina þá taldi Grímur það allt af og sat Egill heima um þingið. Eigi líkaði honum það vel. Var hann heldur ófrýnn.

Að Mosfelli var höfð selför og var Þórdís í seli um þingið.

Það var eitt kveld þá er menn bjuggust til rekkna að Mosfelli að Egill kallaði til sín þræla tvo er Grímur átti. Hann bað þá taka sér hest „vil eg fara til laugar.“

Og er Egill var búinn gekk hann út og hafði með sér silfurkistur sínar. Hann steig á hest, fór síðan ofan eftir túninu fyrir brekku þá er þar verður er menn sáu síðast.

En um morguninn er menn risu upp þá sáu þeir að Egill hvarflaði á holtinu fyrir austan garð[2] og leiddi eftir sér hestinn. Fara þeir þá til hans og fluttu hann heim.

En hvorki komu aftur síðan þrælarnir né kisturnar og eru þar margar gátur á hvar Egill hafi fólgið fé sitt. Fyrir austan garð að Mosfelli gengur gil ofan úr fjalli. En það hefir orðið þar til merkja að í bráðaþeyjum er þar vatnfall mikið en eftir það er vötnin hafa fram fallið hafa fundist í gilinu enskir peningar. Geta sumir menn þess að Egill muni þar féið hafa fólgið. Fyrir neðan tún að Mosfelli eru fen stór og furðulega djúp. Hafa það margir fyrir satt að Egill muni þar hafa kastað í fé sínu. Fyrir sunnan ána eru laugar og þar skammt frá jarðholur stórar og geta þess sumir að Egill mundi þar hafa fólgið fé sitt því að þangað er oftlega sénn haugaeldur. Egill sagði að hann hefði drepið þræla Gríms og svo það að hann hafði fé sitt fólgið, en það sagði hann engum manni hvar hann hefði fólgið.

Egill tók sótt eftir um haustið þá er hann leiddi til bana. En er hann var andaður þá lét Grímur færa Egil í klæði góð. Síðan lét hann flytja hann ofan í Tjaldanes og gera þar haug og var Egill þar í lagður og vopn hans og klæði.

References

  1. bergi fótar: “Egill Skalla-Grímsson is literally impotent, but mentally perhaps less so than many others of his age, since at least he is able to compose a skaldic poem about the limpness of his penis.” Ármann Jakobsson. The Specter of Old Age (p. 316).
  2. fyrir austan garð: „Svo var röm í [Agli] forneskjan, og má af því ráða að hann hafi trúað því að hann mundi nota silfursins dauður, ef hann græfi það í jörð. Tilgátan um, að hann hafi fólgið það í gilinu „fyrir austan garð at Mosfelli“ er því ekki ósennileg“ Árni Óla. Hvar fól Egill silfur Aðalsteins konungs (p. 183).

Links