Egla, 56

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search


Chapter 56

Marriage of Egil

Bergonund son of Thorgeir Thornfoot had then married Gunnhilda daughter of Bjorn Yeoman. She had come to keep house with him at Askr. But Asgerdr, whom Thorolf Skallagrimsson had had to wife, was then with Arinbjorn, her kinsman. Thorolf and she had a daughter named Thordis, and the girl was there with her mother. Egil told Asgerdr of Thorolf's death, and offered her his guardianship. Asgerdr was much grieved at the tidings; she answered Egil's words well, saying however but little one way or the other.

But, at autumn wore on, Egil began to be very gloomy and drank little, and often say with his head drooping in his cloak. One time Arinbjorn went to him and asked what meant his gloom.

'Though now you have had a great loss in your brother, yet 'tis manly to bear up well; man must overlive man. Come, what verse are you now repeating? Let me hear.'

Egil said he had just made this verse:

'Unfriendly, who was friend,
Fair goddess seems. Of old
Bold with uplifted brow
Beheld I woman's face[1].
Now one (whose name I veil)
No sooner to the skald
Occurs, than shyly sinks
Screen'd in his cloak his head.'

Arinbjorn asked who was the woman about whom he composed such love-song. 'Have you hidden her name in this stave?'

Then Egil recited:

'Sorrow shows not, but hides
The saddening thought within.
Names in my poesy
Not oft I use to veil.
For Odin's warrior wights
Will surely searching find
In war-god's wine of song
What poet deep hath plunged.'

'Here,' said Egil, 'will the old saw be found true. All should be told to a friend. I will tell you that which you ask, about what woman I compose verse.[2] Tis Asgerdr your kinswoman; and I would fain have your furtherance to secure this match.'

Arinbjorn said that he deemed it well thought of. 'I will,' said he, 'surely give my good word that this match may be made.'

Then Egil laid this matter before Asgerdr, but she referred it to the decision of her father and her kinsman Arinbjorn. Arinbjorn talked with Asgerdr, and she made the same answer. Arinbjorn was desirous of this match. After this Arinbjorn and Egil went together to Bjorn, and then Egil made his suit and asked to wife Asgerdr Bjorn's daughter. Bjorn took this matter well, and said that Arinbjorn should chiefly decide this. Arinbjorn greatly desired it; and the end of the matter was that Egil and Asgerdr were betrothed, and the wedding was to be at Arinbjorn's.

And when the appointed time came, there was a very grand feast at Egil's marriage. He was then very cheerful for the remaining part of the winter.

References

  1. woman's face: "Rangt var það og, er sami fróðleiksmaðr í þessari vísu vildi gera „þó" að sagnarorði (= þvoði) í stað ins einfalda vanalega samtengingarorðs og komst svo að þeirri niðrstöðu, að Egill hefði svo talað hér um bil: „Nú venst ég ókynni, enn áðr var annað, konan þvoði mér um höfuðið", o. s. frv." Gísli Brynjúlfsson. Tvær vísur eftir höfuðskáld (p. 9).
  2. what woman I compose verse: "It is significant that Egill’s two verses about his relationship with Ásgerðr suggest more emotion than is implied by the prose narrative, in which his marriage to her seems to be partly a commercial transaction, partly a stage in the process of healing the grief at his brother’s death". Finlay, Alison. Egils saga and other poets’ sagas (s. 34).

Kafli 56

Kvonfang Egils

Berg-Önundur son Þorgeirs þyrnifótar hafði þá fengið Gunnhildar dóttur Bjarnar hölds. Var hún komin til bús með honum á Aski. En Ásgerður er átt hafði Þórólfur Skalla-Grímsson var þá með Arinbirni frænda sínum. Þau Þórólfur áttu dóttur eina unga er Þórdís hét og var mærin þar með móður sinni. Egill sagði Ásgerði lát Þórólfs og bauð henni sína umsjá. Ásgerður varð mjög ókát við þá sögu en svaraði vel ræðum Egils og tók lítið af öllu.

Og er á leið haustið tók Egill ógleði mikla, sat oft og drap höfðinu niður í feld sinn.

Eitthvert sinn gekk Arinbjörn til hans og spurði hvað ógleði hans ylli „nú þó að þú hafir fengið skaða mikinn um bróður þinn þá er það karlmannlegt að bera það vel. Skal maður eftir mann lifa eða hvað kveður þú nú? Láttu mig nú heyra.“

Egill sagði að hann hefði þetta fyrir skemmstu kveðið:

Ókynni venst, ennis,
ungr þorði eg vel forðum,
hauka klifs, að hefja,
Hlín, þvergnípur[1] mínar.
Verð í feld, þá er foldar
faldr kemr í hug skaldi
berg-Óneris, brúna
brátt miðstalli hváta.

Arinbjörn spurði hver kona sú væri er hann orti mansöng um „hefir þú fólgið nafn hennar í vísu þessi.“

Þá kvað Egill:

Sef, Skuldar fel eg sjaldan,
sorg eyvita borgar,
í niðerfi Narfa
nafn aurmýils, drafnar
því að geir-Rótu Gautar
gnýþings bragar fingrum
rógs að ræsis veigum
reifendr munu þreifa.

„Hér mun vera,“ segir Egill, „sem oft er mælt að segjanda er allt sínum vin. Eg mun segja þér það er þú spyrð, um hverja konu eg yrki.[2] Þar er Ásgerður frændkona þín og þar til vildi eg hafa fullting þitt að eg næði því ráði.“

Arinbjörn segir að honum þykir það vel fundið „skal eg víst leggja þar orð til að þau ráð takist.“

Síðan bar Egill það mál fyrir Ásgerði en hún skaut til ráða föður síns og Arinbjarnar frænda síns. Síðan ræðir Arinbjörn við Ásgerði og hafði hún hin sömu svör fyrir sér. Arinbjörn fýsti þessa ráðs. Síðan fara þeir Arinbjörn og Egill á fund Bjarnar og hefur Egill þá bónorð og bað Ásgerðar dóttur Bjarnar. Björn tók því máli vel og sagði að Arinbjörn mundi því mjög ráða. Arinbjörn fýsti mjög og lauk því máli svo að Egill festi Ásgerði og skyldi brullaup vera að Arinbjarnar. En er að þeirri stefnu kemur þá var þar veisla allvegleg er Egill kvongaðist. Var hann þá allkátur það er eftir var vetrarins.


Tilvísanir

  1. hlín, þvergnípur: "Rangt var það og, er sami fróðleiksmaðr í þessari vísu vildi gera „þó" að sagnarorði (= þvoði) í stað ins einfalda vanalega samtengingarorðs og komst svo að þeirri niðrstöðu, að Egill hefði svo talað hér um bil: „Nú venst ég ókynni, enn áðr var annað, konan þvoði mér um höfuðið", o. s. frv." Gísli Brynjúlfsson. Tvær vísur eftir höfuðskáld (s. 9).
  2. hverja konu eg yrki: "It is significant that Egill’s two verses about his relationship with Ásgerðr suggest more emotion than is implied by the prose narrative, in which his marriage to her seems to be partly a commercial transaction, partly a stage in the process of healing the grief at his brother’s death". Finlay, Alison. Egils saga and other poets’ sagas (s. 34).

Links