Njála, 132: Difference between revisions

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search
(Created page with "{{Njála_TOC}} ==Chapter 132== '''TITLE.''' ENSKA ==References== <references /> ==Kafli 132== '''TITILL''' ÍSLENSKA ==Tilvísanir== <references /> ==Links== [[Categ...")
 
No edit summary
Line 14: Line 14:
==Kafli 132==
==Kafli 132==


'''TITILL'''
Kári bað Hjalta að fara að leita beina Njáls „því að því munu allir trúa er þú segir frá og þér sýnist.“
 
Hjalti kvaðst það gjarna gera vilja að flytja bein Njáls til kirkju.
 
Þaðan riðu fimmtán menn. Þeir riðu austur yfir Þjórsá og kvöddu þar menn með sér til þess er þeir höfðu hundrað manna með nábúum Njáls. Þeir komu til Bergþórshvols að hádegi dags.
 
Hjalti spurði Kára hvar Njáll mundi undir liggja en Kári vísaði þeim til og var þar mikilli ösku af að moka. Þar fundu þeir undir húðina og var sem hún væri skorpnuð við eld. Þeir tóku upp húðina og voru þau óbrunnin undir. Allir lofuðu guð fyrir það og þótti stór jartegn í vera. Síðan var tekinn sveinninn er legið hafði í millum þeirra og var af honum brunninn fingurinn er hann hafði rétt út undan húðinni. Njáll var út borinn og svo Bergþóra. Síðan gengu til allir menn að sjá líkami þeirra.
 
Hjalti mælti: „Hversu lítast yður líkamir þessir?“
 
Þeir svöruðu: „Þinna atkvæða viljum vér bíða.“
 
Hjalti mælti: „Ekki mun mér um þetta einarðarfátt verða. Líkami Bergþóru þykir mér að líkindum og þó vel. En líkami Njáls og ásjóna sýnist mér svo bjartur að eg hefi engis dauðs manns líkama séð jafnbjartan.“
 
Allir sögðu að sýndist. Þá leituðu þeir Skarphéðins. Þar vísuðu þeir heimamenn til sem þeir Flosi heyrðu að vísan var kveðin og var þar þekjan fallin að gaflinum og þar mælti Hjalti að til skyldi leita. Síðan gera þeir svo og fundu líkama Skarphéðins þar og hafði hann staðið upp við gaflhlaðið og voru brunnir fætur af honum mjög svo neðan til knjá en allt annað óbrunnið á honum. Hann hafði bitið á kampinum. Augu hans voru opin og óþrútin. Hann hafði rekið öxina í gaflhlaðið svo fast að gengið hafði upp á miðjan fetann og var hún ekki af því dignuð. Síðan var út borin öxin.
 
Hjalti tók upp öxina og mælti: „Þetta er fágætt vopn og munu fáir bera mega.“
 
Kári mælti: „Sé eg mann til hver bera skal öxina.“
 
„Hver er sá?“ segir Hjalti.
 
„Þorgeir skorargeir,“ segir Kári, „sá er eg ætla nú mestan muni í þeirri ætt vera.“
 
Þá var Skarphéðinn flettur af klæðunum því að þau voru ekki brunnin. Hann hafði lagið hendur sínar í kross og á ofan hina hægri. Díla fundu þeir á honum í millum herðanna en annan á bringunni og var hvortveggi brenndur í kross og ætluðu menn að hann mundi sig sjálfur brennt hafa. Allir menn mæltu það að betra þætti hjá Skarphéðni dauðum en þeir ætluðu því að engi maður hræddist hann.
 
Þeir leituðu beina Gríms og fundu bein hans í miðjum skálanum. Þeir fundu þar gegnt honum undir hliðvegginum Þórð leysingja en í vefjarstofunni fundu þeir Sæunni kerlingu og þrjá menn aðra. Alls fundu þeir þar bein af níu mönnum. Fluttu þeir nú líkin til kirkju.
 
Þá reið Hjalti heim og Kári með honum.
 
Blástur kom í fótinn Ingjaldi. Fór hann þá til Hjalta og græddi hann Ingjald og var hann þó jafnan haltur síðan.
 
Kári reið í Tungu til Ásgríms Elliða-Grímssonar. Þá var Þórhalla heim komin og hafði hún þá sagt áður tíðindin. Ásgrímur tók við Kára báðum höndum að hann skyldi vera þar öll þau misseri. Kári kvað svo vera skyldu. Ásgrímur bauð því öllu liði til sín er að Bergþórshvoli hafði verið.
 
Kári kvað það vel boðið og lést það þiggja mundu fyrir þeirra hönd.
 
Var þá flutt þangað allt liðið.
 
Þórhalli Ásgrímssyni brá svo við er honum var sagt að Njáll fóstri hans var dauður og hann hafði inni brunnið að hann þrútnaði allur og blóðbogi stóð úr hvorutveggja eyranu og varð eigi stöðvað og féll hann í óvit og þá stöðvaðist.
 
Eftir stóð hann upp og kvað sér lítilmannlega verða „en það mundi eg vilja að eg hefndi þessa á þeim nokkurum er hann brenndu inni er nú hefir mig hent.“
 
En aðrir sögðu að engi mundi honum þetta virða til skammar en hann kvaðst ekki taka mega af því hvað mælt væri.
 
Ásgrímur spurði hvers trausts Kári mundi von eiga af þeim fyrir austan árnar. Kári segir að Mörður Valgarðsson og Hjalti Skeggjason mundu veita honum slíkan styrk sem þeir mættu og Þorgeir skorargeir og þeir allir bræður. Ásgrímur sagði það mikinn afla.
 
„Hvern styrk skulum vér af þér hafa?“ segir Kári.
 
„Allan þann sem eg má veita,“ segir Ásgrímur, „og skal eg líf á leggja.“
 
„Gerðu svo,“ segir Kári.
 
„Eg hefi og komið Gissuri í málið og spurði eg hann ráðs hversu með skyldi fara,“ sagði Ásgrímur.
 
„Hvað lagði hann til?“ segir Kári.
 
Ásgrímur svarar: „Það lagði hann til að vér skyldum öllu kyrru fyrir halda til vors en ríða þá austur og búa mál til á hendur Flosa um víg Helga og kveðja búa heiman og lýsa á þingi brennumálunum og kveðja þar hina sömu búa í dóm. Eg spurði og Gissur hver sækja skyldi vígsmálið en hann sagði að Mörður skyldi sækja hvort sem honum þætti gott eða illt, „skal hann því þungast af hafa að honum hafa öll málin verst farið hér til. Kári skal og síreiður jafnan er hann finnur Mörð og mun hann slíkt til draga og forsjá mín í annan stað,“ sagði Gissur.“
 
Kári mælti þá: „Þínum ráðum munum vér fram fara meðan þeirra er kostur og þú vilt fyrir vera.“
 
Svo er að segja frá Kára að hann mátti ekki sofa um nætur. Ásgrímur vaknaði eina nótt og heyrði að Kári vakti.
 
Ásgrímur mælti: „Hvort verður ekki svefnsamt á næturnar?“
 
Kári kvað þá vísu:
 
 
 
40. Kemrat, Ullur, um allar,
 
álmsíma, mér grímur,
 
beðhlíðar man eg bænir
 
bauga, svefn á auga,
 
síð brandviðir brenndu
 
böðvar nausts á hausti,
 
eg er að mínu meini
 
minnigur, Níal inni.
 
 
 
Engra manna gat Kári jafnoft sem Njáls og Skarphéðins. Aldrei ámælti hann óvinum sínum og aldrei heitaðist hann við þá.


ÍSLENSKA





Revision as of 08:23, 25 June 2014


Chapter 132

TITLE.

ENSKA

References


Kafli 132

Kári bað Hjalta að fara að leita beina Njáls „því að því munu allir trúa er þú segir frá og þér sýnist.“

Hjalti kvaðst það gjarna gera vilja að flytja bein Njáls til kirkju.

Þaðan riðu fimmtán menn. Þeir riðu austur yfir Þjórsá og kvöddu þar menn með sér til þess er þeir höfðu hundrað manna með nábúum Njáls. Þeir komu til Bergþórshvols að hádegi dags.

Hjalti spurði Kára hvar Njáll mundi undir liggja en Kári vísaði þeim til og var þar mikilli ösku af að moka. Þar fundu þeir undir húðina og var sem hún væri skorpnuð við eld. Þeir tóku upp húðina og voru þau óbrunnin undir. Allir lofuðu guð fyrir það og þótti stór jartegn í vera. Síðan var tekinn sveinninn er legið hafði í millum þeirra og var af honum brunninn fingurinn er hann hafði rétt út undan húðinni. Njáll var út borinn og svo Bergþóra. Síðan gengu til allir menn að sjá líkami þeirra.

Hjalti mælti: „Hversu lítast yður líkamir þessir?“

Þeir svöruðu: „Þinna atkvæða viljum vér bíða.“

Hjalti mælti: „Ekki mun mér um þetta einarðarfátt verða. Líkami Bergþóru þykir mér að líkindum og þó vel. En líkami Njáls og ásjóna sýnist mér svo bjartur að eg hefi engis dauðs manns líkama séð jafnbjartan.“

Allir sögðu að sýndist. Þá leituðu þeir Skarphéðins. Þar vísuðu þeir heimamenn til sem þeir Flosi heyrðu að vísan var kveðin og var þar þekjan fallin að gaflinum og þar mælti Hjalti að til skyldi leita. Síðan gera þeir svo og fundu líkama Skarphéðins þar og hafði hann staðið upp við gaflhlaðið og voru brunnir fætur af honum mjög svo neðan til knjá en allt annað óbrunnið á honum. Hann hafði bitið á kampinum. Augu hans voru opin og óþrútin. Hann hafði rekið öxina í gaflhlaðið svo fast að gengið hafði upp á miðjan fetann og var hún ekki af því dignuð. Síðan var út borin öxin.

Hjalti tók upp öxina og mælti: „Þetta er fágætt vopn og munu fáir bera mega.“

Kári mælti: „Sé eg mann til hver bera skal öxina.“

„Hver er sá?“ segir Hjalti.

„Þorgeir skorargeir,“ segir Kári, „sá er eg ætla nú mestan muni í þeirri ætt vera.“

Þá var Skarphéðinn flettur af klæðunum því að þau voru ekki brunnin. Hann hafði lagið hendur sínar í kross og á ofan hina hægri. Díla fundu þeir á honum í millum herðanna en annan á bringunni og var hvortveggi brenndur í kross og ætluðu menn að hann mundi sig sjálfur brennt hafa. Allir menn mæltu það að betra þætti hjá Skarphéðni dauðum en þeir ætluðu því að engi maður hræddist hann.

Þeir leituðu beina Gríms og fundu bein hans í miðjum skálanum. Þeir fundu þar gegnt honum undir hliðvegginum Þórð leysingja en í vefjarstofunni fundu þeir Sæunni kerlingu og þrjá menn aðra. Alls fundu þeir þar bein af níu mönnum. Fluttu þeir nú líkin til kirkju.

Þá reið Hjalti heim og Kári með honum.

Blástur kom í fótinn Ingjaldi. Fór hann þá til Hjalta og græddi hann Ingjald og var hann þó jafnan haltur síðan.

Kári reið í Tungu til Ásgríms Elliða-Grímssonar. Þá var Þórhalla heim komin og hafði hún þá sagt áður tíðindin. Ásgrímur tók við Kára báðum höndum að hann skyldi vera þar öll þau misseri. Kári kvað svo vera skyldu. Ásgrímur bauð því öllu liði til sín er að Bergþórshvoli hafði verið.

Kári kvað það vel boðið og lést það þiggja mundu fyrir þeirra hönd.

Var þá flutt þangað allt liðið.

Þórhalli Ásgrímssyni brá svo við er honum var sagt að Njáll fóstri hans var dauður og hann hafði inni brunnið að hann þrútnaði allur og blóðbogi stóð úr hvorutveggja eyranu og varð eigi stöðvað og féll hann í óvit og þá stöðvaðist.

Eftir stóð hann upp og kvað sér lítilmannlega verða „en það mundi eg vilja að eg hefndi þessa á þeim nokkurum er hann brenndu inni er nú hefir mig hent.“

En aðrir sögðu að engi mundi honum þetta virða til skammar en hann kvaðst ekki taka mega af því hvað mælt væri.

Ásgrímur spurði hvers trausts Kári mundi von eiga af þeim fyrir austan árnar. Kári segir að Mörður Valgarðsson og Hjalti Skeggjason mundu veita honum slíkan styrk sem þeir mættu og Þorgeir skorargeir og þeir allir bræður. Ásgrímur sagði það mikinn afla.

„Hvern styrk skulum vér af þér hafa?“ segir Kári.

„Allan þann sem eg má veita,“ segir Ásgrímur, „og skal eg líf á leggja.“

„Gerðu svo,“ segir Kári.

„Eg hefi og komið Gissuri í málið og spurði eg hann ráðs hversu með skyldi fara,“ sagði Ásgrímur.

„Hvað lagði hann til?“ segir Kári.

Ásgrímur svarar: „Það lagði hann til að vér skyldum öllu kyrru fyrir halda til vors en ríða þá austur og búa mál til á hendur Flosa um víg Helga og kveðja búa heiman og lýsa á þingi brennumálunum og kveðja þar hina sömu búa í dóm. Eg spurði og Gissur hver sækja skyldi vígsmálið en hann sagði að Mörður skyldi sækja hvort sem honum þætti gott eða illt, „skal hann því þungast af hafa að honum hafa öll málin verst farið hér til. Kári skal og síreiður jafnan er hann finnur Mörð og mun hann slíkt til draga og forsjá mín í annan stað,“ sagði Gissur.“

Kári mælti þá: „Þínum ráðum munum vér fram fara meðan þeirra er kostur og þú vilt fyrir vera.“

Svo er að segja frá Kára að hann mátti ekki sofa um nætur. Ásgrímur vaknaði eina nótt og heyrði að Kári vakti.

Ásgrímur mælti: „Hvort verður ekki svefnsamt á næturnar?“

Kári kvað þá vísu:


40. Kemrat, Ullur, um allar,

álmsíma, mér grímur,

beðhlíðar man eg bænir

bauga, svefn á auga,

síð brandviðir brenndu

böðvar nausts á hausti,

eg er að mínu meini

minnigur, Níal inni.


Engra manna gat Kári jafnoft sem Njáls og Skarphéðins. Aldrei ámælti hann óvinum sínum og aldrei heitaðist hann við þá.


Tilvísanir

Links