Njála, 148

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search


Chapter 148

KARI COMES TO BJORN'S HOUSE IN THE MARK.


Thorgeir Craggeir rode home from the peace meeting, and Kari asked whether the atonement had come about. Thorgeir said that they now fully atoned.

Then Kari took his horse and was for riding away.

"Thou hast no need to ride away," says Thorgeir, "for it was laid down in our atonement that thou shouldst be here as before if thou chosest."

"It shall not be so, cousin, for as soon as ever I slay a man they will be sure to say that thou wert in the plot with me, and I will not have that! But I wish this, that thou wouldst let me hand over in trust to thee my goods, and the estates of me and my wife Helga Njal's daughter, and my three daughters, and then they will not be seized by those adversaries of mine."

Thorgeir agreed to what Kari wished to ask of him, and then Thorgeir had Kari's goods handed over to him in trust.

After that Kari rode away. He had two horses and his weapons and outer clothing, and some ready money in gold and silver.

Now Kari rode west by Selialandsmull and up along Markfleet, and so on up into Thorsmark. There there are three farms all called "Mark." At the midmost farm dwelt that man whose name was Bjorn, and his surname was Bjorn the White; he was the son of Kadal, the son of Bjalfi. Bjalfi had been the freedman of Asgerda, the mother of Njal and Holt-Thorir; Bjorn had to wife Valgerda, she was the daughter of Thorbrand, the son of Asbrand. Her mother's name was Gudlauga, she was a sister of Hamond, the father of Gunnar of Lithend; she was given away to Bjorn for his money's sake, and she did not love him much, but yet they had children together, and they had enough and to spare in the house.

Bjorn was a man who was always boasting and praising himself, but his housewife thought that bad. He was sharpsighted and swift of foot.

Thither Kari turned in as a guest, and they took him by both hands, and he was there that night. But the next morning Kari said to Bjom, "I wish thou wouldst take me in, for I should think myself well housed here with thee. I would too that thou shouldst be with me in my journeyings, as thou art a sharpsighted, swiftfooted man, and besides I think thou wouldst be dauntless in an onslaught."

"I can't blame myself," says Bjorn, "for wanting either sharp sight, or dash, or any other bravery; but no doubt thou camest hither because all thy other earths are stopped. Still at thy prayer, Kari, I will not look on thee as an everyday man; I will surely help thee in all that thou askest."

"The trolls take thy boasting and bragging," said his housewife, "and thou shouldst not utter such stuff and silliness to any one than thyself. As for me, I will willingly give Kari meat and other good things, which I know will be useful to him; but on Bjom's hardihood, Kari, thou shalt not trust, for I am afraid that thou wilt find it quite otherwise than he says."

"Often hast thou thrown blame upon me," said Bjorn, "but for all that I put so much faith in myself that though I am put to the trial I will never give way to any man; and the best proof of it is this, that few try a tussle with me because none dare to do so."

Kari was there some while in hiding, and few men knew of it.

Now men think that Kari must have ridden to the north country to see Gudmund the Powerful, for Kari made Bjorn tell his neighbours that he had met Kari on the beaten track, and that he rode thence up into Godaland, and so north to Goose-sand, and then north to Gudmund the Powerful at Modruvale.

So that story was spread over all the country.

References


Kafli 148

Þorgeir skorargeir reið heim af sáttarfundinum. Kári spurði hvort saman gengi sættin. Þorgeir sagði að þeir voru sáttir að fullu. Kári tók hest sinn og vildi í braut ríða.

„Eigi þarftu í braut að ríða,“ segir Þorgeir, „fyrir því að það var skilið í sætt vora að þú skyldir hér vera jafnan er þú vildir.“

Kári mælti: „Ekki skal svo vera, mágur, því að þegar ef eg veg víg nokkurt þá munu þeir það mæla að þú sért í ráðum með mér og vil eg það eigi. En það vil eg að þú takir við handsölum á fé mínu og eignir ykkur Helgu Njálsdóttur konu minni og dætrum mínum. Mun það þá ekki upp tekið af þeim sökudólgum mínum.“

Þorgeir játaði því sem Kári vildi beitt hafa. Tók Þorgeir þá handsölum á fé Kára.

Síðan reið Kári í braut. Hann hafði hesta tvo og vopn sín og klæði og nokkurt lausafé í gulli og silfri. Kári reið nú vestur fyrir Seljalandsmúla og upp með Markarfljóti og svo upp í Þórsmörk. Þar eru þrír bæir er í Mörk heita allir. Á miðbænum bjó sá maður er Björn hét og var kallaður Björn hvíti. Hann var Kaðalsson, Bjálfasonar. Bjálfi hafði verið leysingi Ásgerðar móður Njáls og Holta-Þóris. Björn átti þá konu er Valgerður hét. Hún var Þorbrandsdóttir, Ásbrandssonar. Móðir hennar hét Guðlaug. Hún var systir Hámundar föður Gunnars frá Hlíðarenda. Hún var gefin til fjár Birni og unni hún honum ekki mikið en þau áttu gnótt í búi. Björn var maður sjálfhælinn en húsfreyju hans þótti það illt. Hann var skyggn og skjótur á fæti. Þangað kom Kári til gistingar og tóku þau við honum báðum höndum. Var hann þar um nóttina.

En um morguninn mælti Kári til Bjarnar: „Það vildi eg að þú tækir við mér. Þykist eg hér vel kominn með þér. Vildi eg að þú værir í ferðum með mér er þú ert maður skyggn og frár enda ætla eg að þú munir öruggur til áræðis.“

„Hvorki frý eg mér,“ segir Björn, „skyggnleiks né áræðis eða nokkurrar karlmennsku. En því munt þú hingað kominn að nú mun fokið í öll skjól. En við áskorun þína, Kári,“ segir Björn, „þá skal ekki gera þig líkan hversdagsmönnum. Skal eg víst verða þér að liði öllu því sem þú beiðir.“

Húsfreyja hans mælti: „Tröll hafi þitt hól,“ sagði hún, „og skrum og skyldir þú eigi mæla ykkur tál báðum og hégóma í þessu. En gjarna vil eg veita Kára mat og aðra góða hluti þá er eg veit að honum má gagn að verða. En á harðræði Bjarnar skaltu ekki treysta því að eg uggi að þér verði að öðru en hann segir.“

Björn mælti: „Oft hefir þú veitt mér ámæli en eg treysti mér svo vel að eg mun fyrir engum á hæl hopa. Er hér raun til að því leita fáir á mig að engir þora.“

Þar var Kári nokkura stund á laun og var það á fárra manna viti. Ætla menn nú að Kári muni riðinn norður um land á fund Guðmundar hins ríka því að Kári lét Björn það segja nábúum sínum að hann hefði fundið Kára á förnum vegi og hann riði þaðan upp á Goðaland og síðan til Guðmundar hins ríka norður á Möðruvöllu. Spurðist það þá um allar sveitir.


Tilvísanir

Links