Njála, 042

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search


Chapter 42 [41]

Then Sigmund came from the east and those companions. Hallgerda told them that Thord was at home, but that he was to ride straightway to the Thing after a few nights' space. "Now ye will have a fair chance at him," she says, "but if this goes off, ye will never get nigh him." Men came to Lithend from Thorolfsfell, and told Hallgerda that Thord was there. Hallgerda went to Thrain Sigfus' son, and his companions, and said to him, "Now is Thord on Thorolfsfell, and now your best plan is to fall on him and kill him as he goes home."

"That we will do," says Sigmund. So they went out, and took their weapons and horses and rode on the way to meet him. Sigmund said to Thrain, "Now thou shalt have nothing to do with it; for we shall not need all of us."

"Very well, so I will," says he.

Then Thord rode up to them a little while after, and Sigmund said to him, "Give thyself up," he says, "for now shalt thou die."

"That shall not be," says Thord, "come thou to single combat with me."

"That shall not be either," says Sigmund; "we will make the most of our numbers; but it is not strange that Skarphedinn is strong, for it is said that a fourth of a foster-child's strength comes from the foster-father.

"Thou wilt feel the force of that," says Thord, "for Skarphedinn will avenge me."

After that they fall on him, and he breaks a spear of each of them, so well did he guard himself. Then Skiolld cut off his hand, and he still kept them off with his other hand for some time, till Sigmund thrust him through. Then he fell dead to earth. They drew over him turf and stones; and Thrain said, "We have won an ill work, and Njal's sons will take this slaying ill when they hear of it."

They ride home and tell Hallgerda. She was glad to hear of the slaying, but Rannveig, Gunnar's mother, said, "It is said 'but a short while is hand fain of blow,' and so it will be here; but still Gunnar will set thee free from this matter. But if Hallgerda makes thee take another fly in thy mouth, then that will be thy bane."

Hallgerda sent a man to Bergthorsknoll, to tell the slaying, and another man to the Thing, to tell it to Gunnar. Bergthora said she would not fight against Hallgerda with ill words about such a matter; "That," quoth she, "would be no revenge for so great a quarrel."

References


Kafli 42

Sigmundur kom austan og þeir félagar. Hallgerður sagði þeim að Þórður var heima en hann skyldi þegar til þings ríða á fárra nátta fresti.

„Mun yður nú færi á við hann,“ segir hún, „en ef þetta ber undan náið þið honum eigi.“

Menn komu til Hlíðarenda frá Þórólfsfelli og sögðu Hallgerði að Þórður væri þar.

Hallgerður gekk til þeirra Þráins Sigfússonar og mælti til hans: „Nú er Þórður í Þórólfsfelli og er yður nú ráð að vega að honum er hann fer heim.“

„Það skulum vér nú gera,“ segir Sigmundur.

Gengu þeir þá út og tóku vopn sín og hesta og riðu á leið fyrir hann.

Sigmundur mælti til Þráins: „Nú skalt þú ekki að gerast því að oss mun eigi alla til þurfa.“

„Svo mun eg gera,“ segir hann.

Þá reið Þórður að þeim litlu síðar.

Sigmundur mælti til hans: „Gefst þú upp,“ segir hann, „því að nú skalt þú deyja.“

„Eigi skal það,“ segir Þórður, „gakk þú til einvígis við mig.“

„Eigi skal það,“ segir Sigmundur, „vér skulum þess njóta er vér erum fleiri. En eigi er kynlegt að Skarphéðinn sé hraustur að það er mælt að fjórðungi bregði til fósturs.“

„Að því mun þér verða,“ segir Þórður, „því að Skarphéðinn mun mín hefna.“

Síðan sækja þeir að honum og brýtur hann spjót fyrir hvorumtveggja þeirra. Svo varðist hann vel. Þá hjó Skjöldur af honum höndina og varðist hann þá með annarri nokkura stund þar til er Sigmundur lagði í gegnum hann. Þeir báru að honum torf og grjót.

Þráinn mælti: „Vér höfum illt verk unnið og munu synir Njáls illa kunna víginu þá er þeir spyrja.“

Þeir ríða heim og segja Hallgerði. Hún lét vel yfir víginu.

Rannveig mælti, móðir Gunnars: „Það er mælt að skamma stund verður hönd höggvi fegin enda mun svo hér. En þó mun Gunnar leysa þig af þessu máli. En ef Hallgerður kemur annarri flugu í munn þér þá verður það þinn bani.“

Hallgerður sendi mann til Bergþórshvols að segja vígið en annan sendi hún til þings að segja Gunnari vígið. Bergþóra kvaðst ekki mundu berja Hallgerði illyrðum um slíkt og kvað það öngva hefnd fyrir svo mikið mál.


Tilvísanir

Links