Njála, 115

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search


Chapter 115

OF FLOSI THORD'S SON.


Flosi hears of Hauskuld's slaying, and that brings him much grief and wrath, but still he kept his feelings well in hand. He was told how the suit had been set on foot, as has been said, for Hauskuld's slaying, and he said little about it. He sent word to Hall of the Side, his father-in-law, and to Ljot his son, that they must gather in a great company at the Thing. Ljot was thought the most hopeful man for a chief away there east. It had been foretold that if he could ride three summers running to the Thing, and come safe and sound home, that then he would be the greatest chief in all his family, and the oldest man. He had then ridden one summer to the Thing, and now he meant to ride the second time.

Flosi sent word to Kol Thorstein's son, and Glum the son of Hilldir the Old, the son of Gerleif, the son of Aunund Wallet- back, and to Modolf Kettle's son, and they all rode to meet Flosi.

Hall gave his word, too, to gather a great company, and Flosi rode till he came to Kirkby, to Surt Asbjorn's son. Then Flosi sent after Kolbein Egil's son, his brother's son, and he came to him there. Thence he rode to Headbrink. There dwelt Thorgrim the Showy, the son of Thorkel the Fair. Flosi begged him to ride to the Althing with him, and he said yea to the journey, and spoke thus to Flosi, "Often hast thou been more glad, master, than thou art now, but thou hast some right to be so."

"Of a truth," said Flosi, "that hath now come on my hands, which I would give all my goods that it had never happened. Ill seed has been sown, and so an ill crop will spring from it."

Thence he rode over Amstacksheath, and so to Solheim that evening. There dwelt Lodmund Wolf's son, but he was a great friend of Flosi, and there he stayed that night, and next morning Lodmund rode with him into the Dale.

There dwelt RunoIf, the son of Wolf Aurpriest.

Flosi said to Runolf, "Here we shall have true stories as to the slaying of Hauskuld, the Priest of Whiteness. Thou art a truthful man, and hast got at the truth by asking, and I will trust to all that thou tellest me as to what was the cause of quarrel between them."

"There is no good in mincing the matter," said Runolf, "but we must say outright that he has been slain for less than no cause; and his death is a great grief to all men. No one thinks it so much a loss as Njal, his foster-father."

"Then they will be ill off for help from men," says Flosi; "and they will find no one to speak up for them."

"So it will be," says Runolf, "unless it be otherwise foredoomed."

"What has been done in the suit?" says Flosi.

"Now the neighbours have been summoned on the inquest," says Runolf, "and due notice given of the suit for manslaughter."

"Who took that step?" asks Flosi.

"Mord Valgard's son," says Runolf.

"How far is that to be trusted?" says Flosi.

"He is of my kin," says Runolf; "but still if I tell the truth of him, I must say that more men reap ill than good from him. But this one thing I will ask of thee, Flosi, that thou givest rest to thy wrath, and takest the matter up in such a way as may lead to the least trouble. For Njal will make a good offer, and so will others of the best men."

"Ride thou then to the Thing, Runolf," said Flosi, "and thy words shall have much weight with me, unless things turn out worse than they should."

After that they cease speaking about it, and Runolf promised to go to the Thing.

Runolf sent word to Hafr the Wise, his kinsman, and he rode thither at once.

Thence Flosi rode to Ossaby.

References


Kafli 115

Flosi spyr víg Höskulds og fær honum það mikillar áhyggju og reiði og var hann þó vel stilltur. Honum var sagður málatilbúnaður sá sem hafður hafði verið eftir víg Höskulds og lagði hann fátt til. Hann sendi orð Halli á Síðu mági sínum og Ljóti syni hans að þeir skyldu fjölmenna mjög til þings. Ljótur þótti best höfðingjaefni austur þar. Honum var það fyrir spáð ef hann riði þrjú sumur til þings og kæmi heill heim að þá mundi hann verða mestur höfðingi í ætt sinni og elstur. Hann hafði þá riðið eitt sumar til þings en nú ætlaði hann annað. Flosi sendi orð Kol Þorsteinssyni og Glúmi syni Hildis hins gamla, Geirleifi Önundarsyni töskubaks og Móðólfi Ketilssyni og riðu þeir allir til móts við Flosa. Hallur hét og að fjölmenna mjög.

Flosi reið þar til er hann kom í Kirkjubæ til Surts Ásbjarnarsonar. Þá sendi Flosi eftir Kolbeini Egilssyni bróðursyni sínum og kom hann þar.

Þaðan reið hann til Höfðabrekku. Þar bjó Þorgrímur skrauti son Þorkels hins fagra.

Flosi bað hann ríða til alþingis með sér en hann játaði ferðinni og mælti til Flosa: „Oftar hefir þú glaðari verið, bóndi, en nú og er þó nokkur vorkunn á þótt svo sé.“

Flosi mælti: „Það hefir nú víst að hendi borið er eg mundi gefa til mína eigu að það hefði eigi fram komið. Er og illu korni til sáð enda mun illt af gróa.“

Þaðan reið hann um Arnarstakksheiði og á Sólheima um kveldið. Þar bjó Löðmundur Úlfsson en hann var vinur mikill Flosa og var hann þar um nóttina. En um morguninn reið Löðmundur með honum í Dal. Þar bjó Runólfur son Úlfs aurgoða.

Flosi mælti til Runólfs: „Hér munum vér hafa sannar sögur um víg Höskulds Hvítanesgoða. Ertu maður sannorður og kominn nær frétt og mun eg því trúa öllu er þú segir mér frá hvað til saka hefir orðið með þeim.“

Runólfur mælti: „Ekki þarf það orðum að fegra að hann hefir meir en saklaus veginn verið og er hann öllum mönnum harmdauði. Þykir engum jafnmikið sem Njáli fóstra hans.“

„Þá mun þeim verða illt til liðveislumanna,“ segir Flosi.

„Svo mun það,“ segir Runólfur, „ef ekki dregur til.“

„Hvað er nú að gert?“ segir Flosi.

„Nú eru kvaddir búar og lýst víginu.“

„Hver gerði það?“ segir Flosi.

„Mörður Valgarðsson,“ segir Runólfur.

„Hve trútt mun það?“ segir Flosi.

„Skyldur er hann mér,“ segir Runólfur, „en þó mun eg satt frá honum segja að fleiri hljóta illt af honum en gott. Þess vil eg nú biðja þig, Flosi, að þú gefir ró reiði og takir það af er minnst vandræði standi af því að Njáll mun góð boð bjóða og aðrir hinir bestu menn.“

Flosi mælti: „Ríð þú þá til þings, Runólfur, og skulu mikið þín orð mega við mig nema til verra dragi en vera skyldi.“

Síðan hættu þeir talinu og hét Runólfur ferðinni. Runólfur sendi orð Hafri hinum spaka. Hann reið þegar þangað.

Flosi reið þaðan í Ossabæ.


Tilvísanir

Links