Njála, 012

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search


Chapter 12

While this was going on, Thorwald's men came down with their load, but Thiostolf was not slow in his plans. He hewed with both hands at the gunwale of the skiff and cut it down about two planks; then he leapt into his boat, but the dark blue sea poured into the skiff, and down she went with all her freight. Down too sank Thorwald's body, so that his men could not see what had been done to him, but they knew well enough that he was dead. Thiostolf rowed away up the firth, but they shouted after him wishing him ill luck. He made them no answer, but rowed on till he got home, and ran the boat up on the beach, and went up to the house with his axe, all bloody as it was, on his shoulder. Hallgerda stood out of doors, and said, "Thine axe is bloody; what hast thou done?"

"I have done now what will cause thee to be wedded a second time."

"Thou tellest me then that Thorwald is dead," she said.

"So it is," said he, "and now look out for my safety."

"So I will," she said; "I will send thee north to Bearfirth, to Swanshol, and Swan, my kinsman, will receive thee with open arms. He is so mighty a man that no one will seek thee thither."

So he saddled a horse that she had, and jumped on his back, and rode off north to Bearfirth, to Swanshol, and Swan received him with open arms, and said: "That's what I call a man who does not stick at trifles! And now I promise thee if they seek thee here, they shall get nothing but the greatest shame."

Now, the story goes back to Hallgerda, and how she behaved. She called on Liot the Black, her kinsman, to go with her, and bade him saddle their horses, for she said, "I will ride home to my father."

While he made ready for their journey, she went to her chests and unlocked them and called all the men of her house about her, and gave each of them some gift; but they all grieved at her going. Now she rides home to her father; and he received her well, for as yet he had not heard the news. But Hrut said to Hallgerda, "Why did not Thorwald come with thee?" and she answered, "He is dead."

Then said Hauskuld, "That was Thiostolf's doing."

"It was," she said.

"Ah!" said Hauskuld, "Hrut was not far wrong when he told me that this bargain would draw mickle misfortune after it. But there's no good in troubling one's self about a thing that's done and gone."

Now, the story must go back to Thorwald's mates, how there they are, and how they begged the loan of a boat to get to the mainland. So a boat was lent them at once, and they rowed up the firth to Reykianess, and found Oswif, and told him these tidings.

He said, "Ill luck is the end of ill redes, and now I see how it has all gone. Hallgerda must have sent Thiostolf to Bearfirth, but she herself must have ridden home to her father. Let us now gather folk and follow him up thither north." So they did that, and went about asking for help, and got together many men. And then they all rode off to Steingrims river, and so on to Liotriverdale and Selriverdale, till they came to Bearfirth.

Now Swan began to speak, and gasped much. "Now Oswif's fetches are seeking us out." Then up sprung Thiostolf, but Swan said, "Go thou out with me, there won't be need of much." So they went out both of them, and Swan took a goatskin and wrapped it about his own head, and said, "Become mist and fog, become fright and wonder mickle to all those who seek thee."

Now, it must be told how Oswif, his friends, and his men are riding along the ridge; then came a great mist[1] against them, and Oswif said, "This is Swan's doing; 'twere well if nothing worse followed." A little after a mighty darkness came before their eyes, so that they could see nothing, and then they fell off their horses' backs, and lost their horses, and dropped their weapons, and went over head and ears into bogs, and some went astray into the wood, till they were on the brink of bodily harm. Then Oswif said, "If I could only find my horse and weapons, then I'd turn back;" and he hid scarce spoken these words than they saw somewhat, and found their horses and weapons. Then many still egged the others on to look after the chase once more; and so they did, and at once the same wonders befell them, and so they fared thrice. Then Oswif said, "Though the course be not good, let us still turn back. Now, we will take counsel a second time, and what now pleases my mind best, is to go and find Hauskuld, and ask atonement for my son; for there's no hope of honour where there's good store of it."

So they rode thence to the Broadfirth dales, and there is nothing to be told about them till they came to Hauskuldstede, and Hrut was there before them. Oswif called out Hauskuld and Hrut, and they both went out and bade him good day. After that they began to talk. Hauskuld asked Oswif whence he came. He said he had set out to search for Thiostolf, but couldn't find him. Hauskuld said he must have gone north to Swanshol, "and thither it is not every man's lot to go to find him."

"Well," says Oswif, "I am come hither for this, to ask atonement for my son from thee."

Hauskuld answered, "I did not slay thy son, nor did I plot his death; still it may be forgiven thee to look for atonement somewhere."

"Nose is next of kin, brother, to eyes," said Hrut, "and it is needful to stop all evil tongues, and to make him atonement for his son, and so mend thy daughter's state, for that will only be the case when this suit is dropped, and the less that is said about it the better it will be."

Hauskuld said, "Wilt thou undertake the award?"

"That I will," says Hrut, "nor will I shield thee at all in my award; for if the truth must be told thy daughter planned his death."

Then Hrut held his peace some little while, and afterwards he stood up, and said to Oswif, "Take now my hand in handsel as a token that thou lettest the suit drop."

So Oswif stood up and said, "This is not an atonement on equal terms when thy brother utters the award, but still thou (speaking to Hrut) hast behaved so well about it that I trust thee thoroughly to make it." Then he stood up and took Hauskuld's hand, and came to an atonement[2] in the matter, on the understanding that Hrut was to make up his mind and utter the award before Oswif went away. After that, Hrut made his award, and said, "For the slaying of Thorwald I award two hundred in silver"--that was then thought a good price for a man--"and thou shalt pay it down at once, brother, and pay it too with an open hand."

Hauskuld did so, and then Hrut said to Oswif, "I will give thee a good cloak which I brought with me from foreign lands."

He thanked him for his gift, and went home well pleased at the way in which things had gone.

After that Hauskuld and Hrut came to Oswif to share the goods, and they and Oswif came to a good agreement about that too, and they went home with their share of the goods, and Oswif is now out of our story. Hallgerda begged Hauskuld to let her come back home to him, and he gave her leave, and for a long time there was much talk about Thorwald's slaying. As for Hallgerda's goods they went on growing till they were worth a great sum.

References

  1. came a great mist: "The simplest approach is to equate parallel motifs with direct influence, and then start pursuing parallel motifs through literature. For example, there are many mists in Celtic stories (e.g.in the Mabinogion, Jones 1989, 43) similar to the magic mist that protects Þjóstólfr from his pursuers in Njáls saga." Robinson, Peter. Vikings and Celts (p. 129).
  2. took Hauskuld's hand, and came to an atonement : “This case provides in Hrut an example of a person who plays a number of roles in the processing of a dispute, all with great intelligence and skill. He serves as an advisor and supporter to his brother, a mediator, and ultimately an arbitrator.” Miller, William Ian. Avoiding Legal Judgment (p. 120).

Kafli 12

Þá fóru þeir ofan, menn Þorvalds, með byrðarnar. Þjóstólfur tók til ráða skjótt. Höggur hann þá tveim höndum borð skútunnar og gengu í sundur borðin um tvö rúm, og hljóp í skip sitt. En á skútunni féll inn sjór kolblár og sökk hún niður með öllum farminum. Þar sökk og niður lík Þorvalds og máttu þeir eigi sjá hversu Þorvaldur var til ger en hitt vissu þeir að hann var dauður.

Þjóstólfur reri inn á fjörðinn en þeir báðu hann illa fara og aldrei þrífast. Hann svaraði engu og reri þar til er hann kom heim og brýndi upp skipinu og gekk heim og hafði uppi öxina og var hún blóðug mjög.

Hallgerður var úti og mælti: „Blóðug er öx þín. Hvað hefir þú unnið?“

„Nú hefi eg það gert að þú munt gefin verða í öðru sinni.“

„Dauðan segir þú þá Þorvald,“ segir hún.

„Svo er,“ sagði hann, „og sjá] þú nú nokkurt ráð fyrir mér.“

„Svo skal vera,“ sagði hún. „Eg vil senda þig norður til Bjarnarfjarðar á Svanshól og mun Svanur taka við þér báðum höndum og er hann svo mikill fyrir sér að þangað sækir þig engi.“

Hann söðlaði hest er hann átti og steig á bak og reið norður til Bjarnarfjarðar á Svanshól og tók Svanur við honum báðum höndum.

Svanur mælti: „Slíkt kalla eg menn er eigi láta sér allt í augu vaxa að gera og mun eg því heita þér ef þeir sækja þig hingað að þeir skulu af því hina mestu skömm fá.“

Nú er þar til máls að taka er Hallgerður er að hún kvaddi til ferðar með sér Ljót hinn svarta, frænda sinn, og bað hann söðla hesta þeirra „og vil eg ríða heim til föður míns.“

Hann bjó ferð þeirra. Hún gekk til kistna sinna og lauk upp og lét kalla til sín heimamenn sína og gaf þeim nokkura gjöf öllum en þeir hörmuðu hana allir.

Nú ríður hún heim til föður síns og tók hann vel við henni því að hann hafði eigi spurt tíðindin.

Höskuldur mælti til Hallgerðar: „Hví fór Þorvaldur eigi með þér.“

Hún svaraði: „Dauður er hann.“

Höskuldur mælti: „Þjóstólfur mun því valda.“

Hún sagði svo vera.

„Það mun mér síst í tauma ganga er Hrútur segir mér að hér mundi til mikillar ógiftu draga um kaup þessi en ekki mun týja að saka sig um orðinn hlut.“

Nú er þar til máls að taka er förunautar Þorvalds eru að þeir biðu til þess er skip komu að landi. Þeir sögðu víg Þorvalds og báðu sér skips inn til lands. Þeim var léð þegar og reru þeir inn til lands að Reykjanesi og fundu nú Ósvífur og sögðu honum þessi tíðindi.

Hann mælti: „Illa gefast ills ráðs leifar og sé eg nú allt eftir hversu farið hefir. Hallgerður mun sent hafa Þjóstólf til Bjarnarfjarðar en hún mun riðin heim til föður síns. Skulum vér nú safna liði og sækja hann norður þangað.“

Þeir gerðu svo og fóru í liðsbón og varð þeim gott til manna og riðu til Steingrímsfjarðar og svo til Ljótárdals og til Selárdals og svo til Bjarnarfjarðar.

Nú tók Svanur til orða og geispaði mjög: „Nú sækja að fylgjur Ósvífurs.“

Þá spratt Þjóstólfur upp.

Svanur mælti: „Gakk þú út með mér. Lítils mun við þurfa.“

Síðan gengu þeir út báðir.

Svanur tók geitskinn eitt og vafði um höfuð sér og mælti:

4.Verði þoka
og verði skrípi
og undur mikil öllum þeim
sem eftir þér sækja.

Nú er frá því að segja að þeir Ósvífur riðu á hálsinn og menn hans. Þá kom þoka mikil[1] í móti þeim.

Ósvífur mælti: „Þessu mun Svanur valda og væri vel ef eigi fylgdi meira illt.“

Litlu síðar sé sorti mikill fyrir augu þeim svo er þeir sáu ekki og féllu þeir þá af baki og týndu hestunum og gengu í fen ofan sjálfir en sumir í skóginn svo að þeim hélt við meiðingar. Þeir töpuðu af sér vopnunum.

Þá mælti Ósvífur: „Ef eg fyndi hesta mína og vopn þá mundi eg aftur hverfa.“

Og er hann hafði þetta mælt þá sáu þeir nokkuð og fundu hesta sína og vopn. Þá eggjuðu enn margir á að við skyldi leita um atreiðina og var það gjört og urðu þeim þegar hin sömu undur. Og fór svo þrem sinnum.

Þá mælti Ósvífur: „Þótt förin sé eigi góð þá skal þó nú aftur hverfa. Nú skulum vér gera ráð vort í annað sinn og hefi eg það helst í hug mér að fara og finna Höskuld og beiða hann sonarbóta því að þar er sæmdar von er nóg er til.“

Þaðan riðu þeir til Breiðafjarðardala og er nú ekki fyrr frá að segja en þeir koma á Höskuldsstaði. Þar var þá fyrir Hrútur. Ósvífur kvaddi út Höskuld og Hrút. Þeir gengu út báðir og heilsuðu Ósvífri en síðan gengu þeir á tal. Höskuldur spurði Ósvífur hvaðan hann kæmi að. Hann kveðst hafa farið að leita Þjóstólfs og fundið hann eigi.

Höskuldur segir hann kominn mundu norður á Svanshól „og er það eigi allra að sækja hann þangað.“

„Því er eg hér kominn,“ sagði Ósvífur, „að eg vil beiða þig sonarbóta.“

Höskuldur svaraði: „Eigi drap eg son þinn og eigi réð eg honum banaráð en þó heldur þig vorkunn til að leita á nokkur.“

Hrútur mælti: „Náið er, bróðir, nef augum. Og er nauðsyn að drepa niður illu orði og bæta honum son sinn og rífka svo ráð fyrir dóttur þinni því að sá einn er til er þetta falli niður því að þá er betur að fátt sé um talað.“

Höskuldur mælti: „Vilt þú gera um málið?“

„Það vil eg,“ segir Hrútur, „og mun eg ekki hlífa þér í gjörðinni því ef satt skal um tala þá hefir dóttir þín ráðið honum banann.“

Hrútur þagði þá nokkra stund. Síðan stóð hann upp og mælti til Ósvífurs: „Tak nú í hönd mér og handsala niðurfall að sökum.“

Ósvífur stóð upp og mælti: „Eigi er það jafnsætti að bróðir hans gjöri um. En þó hefir þú svo vel til lagt að eg trúi þér vel að gera um málin.“

Síðan stóð hann upp og tók í hönd Höskuldi og sættust þeir[2] svo á málið að Hrútur skyldi gera og lúka upp gerðinni áður Ósvífur færi braut.

Síðan gerði Hrútur og mælti: „Fyrir víg Þorvalds geri eg tvö hundruð silfurs“ – það þótti þá góð manngjöld – „og skal gjalda þegar, bróðir, og leysa vel af hendi.“

Höskuldur gerði svo. Þá mælti Hrútur til Ósvífurs: „Eg vil gefa þér skikkju góða er eg hafði út.“

Hann þakkaði honum gjöfina og undi nú vel við þar sem komið var og fór heim.

Þeir Hrútur og Höskuldur komu þangað til fjárskiptis og urðu þeir Ósvífur á það vel sáttir og fóru heim með féið og er Ósvífur úr sögunni.

Hallgerður bað Höskuld að hún færi heim þangað og veitti hann henni það og var lengi margtalað um víg Þorvalds. Fé Hallgerðar gekk fram og gerðist mikið.


Tilvísanir

  1. kom þoka mikil: "The simplest approach is to equate parallel motifs with direct influence, and then start pursuing parallel motifs through literature. For example, there are many mists in Celtic stories (e.g.in the Mabinogion, Jones 1989, 43) similar to the magic mist that protects Þjóstólfr from his pursuers in Njáls saga." Robinson, Peter. Vikings and Celts (s. 129).
  2. tók í hönd Höskuldi og sættust þeir : “This case provides in Hrut an example of a person who plays a number of roles in the processing of a dispute, all with great intelligence and skill. He serves as an advisor and supporter to his brother, a mediator, and ultimately an arbitrator.” Miller, William Ian. Avoiding Legal Judgment (s. 120).

Links