Njála, 064

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search


Chapter 64

Steinvor, at Sandgil, besought Thorgrim the Easterling to take in hand the care of her goods, and not to sail away from Iceland, and so to keep in mind the death of his messmate and kinsman.

"My messmate Thorir," said he, "foretold that I should fall by Gunnar's hand if I stayed here in the land, and he must have foreseen that when he foreknew his own death."

"I will give thee," she says, "Gudruna my daughter to wife, and all my goods into the bargain."

"I knew not," he said, "that thou wouldest pay such a long price."

After that they struck the bargain that he shall have her, and the wedding feast was to be the next summer.

Now Gunnar rides to Bergthorsknoll, and Kolskegg with him. Njal was out of doors and his sons, and they went to meet Gunnar and gave them a hearty welcome. After that they fell a-talking, and Gunnar said, "Hither am I come to seek good counsel and help at thy hand."

"That is thy due," said Njal.

"I have fallen into a great strait," says Gunnar, "and slain many men, and I wish to know what thou wilt make of the matter?"

"Many will say this," said Njal, "that thou hast been driven into it much against thy will; but now thou shalt give me time to take counsel with myself."

Then Njal went away all by himself, and thought over a plan, and came back and said, "Now have I thought over the matter somewhat, and it seems to me as though this must be carried through--if it be carried through at all--with hardihood and daring. Thorgeir has got my kinswoman Thorfinna with child, and I will hand over to thee the suit[1] for seduction. Another suit of outlawry against Starkad I hand over also to thee, for having hewn trees in my wood on the Threecorner ridge. Both these suits shalt thou take up. Thou shalt fare too, to the spot where ye fought, and dig up the dead, and name witnesses to the wounds, and make all the dead outlaws, for that they came against thee with that mind to give thee and thy brothers wounds or swift death. But if this be tried at the Thing, and it be brought up against thee that thou first gave Thorgeir a blow, and so mayst neither plead thine own cause nor that of others, then I will answer in that matter, and say that I gave thee back thy rights at the Thingskala-Thing, so that thou shouldest be able to plead thine own suit as well as that of others, and then there will be an answer to that point. Thou shalt also go to see Tyrfing of Berianess, and he must hand over to thee a suit against Aunund of Witchwood, who has the blood feud after his brother Egil."

Then first of all Gunnar rode home; but a few nights after Njal's sons and Gunnar rode thither where the bodies were, and dug them up that were buried there. Then Gunnar summoned them all as outlaws for assault and treachery, and rode home after that.

References

  1. hand over to thee the suit: "Here we see unprosecuted lawsuits used as a sort of debt instrument; that they would be so mobilized makes perfect sense, given the shortage of silver and the practical absence of coinage. These dormants claims have value. … Because of their assignability, lawsuits in fact can function as a kind of money, though mostly as a limited-use money because they can be only assigned once or reassigned to the original holder." Miller, William Ian. Gunnar vs. the Thrihyrning People: Chapters 57–66 (p. 129).

Kafli 64

Steinvör í Sandgili bað Þorgrím Austmann vera fyrir fjárforráðum sínum og fara ekki utan og muna svo lát félaga síns og frænda.

Hann sagði: „Það spáði mér Þórir félagi minn að eg mundi falla fyrir Gunnari ef eg væri hér á landi og mun hann vita það fyrir er hann vissi dauða sinn.“

„Eg mun gefa þér til Guðrúnu dóttur mína og féið allt.“

„Eigi vissi eg að þú mundir þessu svo miklu kaupa,“ segir hann.

Síðan kaupa þau þessu að hann skal fá hennar og er boð þetta um sumarið.

Gunnar ríður til Bergþórshvols og með honum Kolskeggur. Njáll var úti og synir hans og gengu í móti Gunnari og fögnuðu þeim vel. Síðan gengu þeir á tal.

Gunnar mælti: „Hingað er eg kominn að sækja heilræði að þér og traust.“

Njáll sagði: „Skylt er það.“

„Eg hefi ratað í vandræði mikil og drepið marga menn og vil eg vita,“ segir Gunnar, „hversu þú vilt vera láta.“

„Það munu margir mæla,“ segir Njáll, „að þú hafir mjög verið til neyddur. En nú skalt þú gefa mér tóm til ráðagerðar.“

Njáll gekk í braut einn saman og hugsaði ráðið og kom aftur og mælti: „Nú hefi eg nokkuð hugsað málið og líst mér sem þetta muni nú nokkuð með harðfengi og kappi verða að gera. Þorgeir hefir barnað Þorfinnu frændkonu mína og mun eg selja þér í hendur legorðssökina.[1] Aðra skóggangssök sel eg þér á hendur Starkaði er hann hefir höggvið í skógi mínum á Þríhyrningshálsum og skalt þú sækja þær sakir báðar. Þú skalt fara þangað sem þér börðust og grafa upp hina dauðu fyrir það er þeir fóru með þann hug til fundar að veita þér ákomur og bráðan bana og bræðrum þínum. En ef þetta er prófað á þingi og því sé við lostið að þú hafir áður lostið Þorgeir og megir hvorki sækja þína sök né annarra, þá mun eg svara því máli og segja að eg helgaði þig á Þingskálaþingi að þú skyldir bæði mega sækja þitt mál og svo annarra og mun þá verða svarað máli því. Þú skalt og finna Tyrfing í Berjanesi og skal hann selja þér sök á hendur Önundi í Tröllaskógi er mál á eftir Egil bróður sinn.“

Reið þá Gunnar heim fyrst.

En nokkurum nóttum síðar riðu þeir Njálssynir og Gunnar þangað til sem líkin voru og grófu þá upp alla sem jarðaðir voru. Stefndi Gunnar þeim þá öllum til óhelgi fyrir aðför og fjörráð og reið heim eftir það.


Tilvísanir

  1. selja þér í hendur legorðssökina: "Here we see unprosecuted lawsuits used as a sort of debt instrument; that they would be so mobilized makes perfect sense, given the shortage of silver and the practical absence of coinage. These dormants claims have value. … Because of their assignability, lawsuits in fact can function as a kind of money, though mostly as a limited-use money because they can be only assigned once or reassigned to the original holder." Miller, William Ian. Gunnar vs. the Thrihyrning People: Chapters 57–66 (s. 129).

Links