Njála, 029

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search


Chapter 29

So Gunnar fared abroad, and Kolskegg with him. They sailed first to Tonsberg, and were there that winter. There had then been a shift of rulers in Norway. Harold Grayfell was then dead, and so was Gunnhillda. Earl Hacon the Bad, Sigurd's son, Hacon's son, Gritgarth's son, then ruled the realm. The mother of Hacon was Bergliot, the daughter of Earl Thorir. Her mother was Olof Harvest-heal. She was Harold Fair-hair's daughter.

Hallvard asks Gunnar if he would make up his mind to go to Earl Hacon?

"No; I will not do that," says Gunnar. "Hast thou ever a long- ship?"

"I have two," he says.

"Then I would that we two went on warfare; and let us get men to go with us."

"I will do that," says Hallvard.

After that they went to the Bay, and took with them two ships, and fitted them out thence. They had good choice of men, for much praise was said of Gunnar.

"Whither wilt thou first fare?" says Gunnar.

"I wish to go south-east to Hisingen, to see my kinsman Oliver," says Hallvard.

"What dost thou want of him?" says Gunnar.

He answered, "He is a fine brave fellow, and he will be sure to get us some more strength for our voyage."

"Then let us go thither," says Gunnar.

So, as soon as they were "boun," they held on east to Hisingen, and had there a hearty welcome. Gunnar had only been there a short time ere Oliver made much of him. Oliver asks about his voyage, and Hallvard says that Gunnar wishes to go a-warfaring to gather goods for himself.

"There's no use thinking of that," says Oliver, "when ye have no force."

"Well" says Hallvard, "then you may add to it."

"So I do mean to strengthen Gunnar somewhat," says Oliver; "and though thou reckonest thyself my kith and kin, I think there is more good in him."

"What force, now, wilt thou add to ours?" he asks.

"Two long-ships, one with twenty, and the other with thirty seats for rowers."

"Who shall man them?" asks Hallvard.

"I will man one of them with my own house-carles, and the freemen around shall man the other. But still I have found out that strife has come into the river, and I know not whether ye two will be able to get away; for they are in the river."

"Who?" says Hallvard.

"Brothers twain," says Oliver; "one's name is Vandil, and the other's Karli, sons of Sjolf the Old, east away out of Gothland."

Hallvard told Gunnar that Oliver had added some ships to theirs, and Gunnar was glad at that. They busked them for their voyage thence, till they were "allboun." Then Gunnar and Hallvard went before Oliver, and thanked him; he bade them fare warily for the sake of those brothers.


References


Kafli 29

Gunnar fór utan og Kolskeggur með honum. Þeir sigldu til Túnsbergs og voru þar um veturinn. Þá var orðið höfðingjaskipti í Noregi. Var þá dauður Haraldur gráfeldur og Gunnhildur. Réð þá ríki Hákon jarl hinn illi Sigurðarson, Hákonarsonar, Grjótgarðssonar. Móðir Hákonar var Bergljót, dóttir Þóris jarls. Móðir hennar var Ólöf árbót. Hún var dóttir Haralds hins hárfagra.

Hallvarður spurði Gunnar ef hann vildi ráðast til Hákonar jarls.

„Eigi vil eg það,“ segir Gunnar. „Átt þú nokkuð langskip?“ segir Gunnar.

„Á eg tvö,“ segir hann.

„Þá vildi eg að við færum í hernað,“ segir Gunnar, „og réðum menn til með okkur.“

„Það vil eg þá,“ segir Hallvarður.

Síðan fara þeir til Víkurinnar og taka þar skip tvö og bjuggust þaðan. Þeim varð gott til manna því að mikil ágæti voru sögð frá Gunnari.

„Hvert vilt þú?“ segir Gunnar.

„Austur til Hísingar. Eg vil,“ segir Hallvarður, „á fund Ölvis frænda míns.“

„Hvað vilt þú honum?“ segir Gunnar.

Hann svaraði: „Hann er góður drengur og mun hann fá okkur nokkurn styrk til ferðarinnar.“

„Förum við þangað þá,“ segir Gunnar.

Þegar er þeir voru búnir héldu þeir austur til Hísingar og höfðu þar góðar viðtökur.

Skamma stund hafði Gunnar þar verið áður Ölvi fannst mikið um hann. Ölvir spurði um ferð hans. Hallvarður segir að Gunnar vill í hernað og afla sér fjár.

„Það er engi ætlan,“ segir Ölvir, „þar sem þér hafið lið ekki.“

„Nú megið þér og við auka,“ segir hann.

„Eg ætla gott að styrkja Gunnar að nokkuru,“ segir Ölvir, „og þóttú eigir frændsemi að telja við mig þá þykir mér þó meiri slægur til hans.“

„Hvað viltu nú þá til leggja?“ segir hann.

„Langskip tvö, annað tvítugsessu en annað þrítugsessu.“

„Hver skal þau skipa?“ segir hann.

„Eg skal skipa húskörlum mínum annað en bóndum annað. En þó hefi eg frétt að ófriður er kominn í ána og veit eg eigi hvort þið komist í braut því að þeir eru í ánni.“

„Hverjir?“ segir hann.

„Bræður tveir,“ segir Ölvir, „heitir annar Vandill en annar Karli, synir Sjólfs hins gamla úr Gautlandi austan.“

Hallvarður segir Gunnari að Ölvir hafði lagið til skipin við þá. Gunnar varð glaður við það. Þeir bjuggu ferð sína þaðan þar til er þeir voru albúnir. Þeir Gunnar gengu fyrir Ölvi og þökkuðu honum. Hann bað þá fara varlega fyrir þeim bræðrum.


Tilvísanir

Links