Njála, 010

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search


Chapter 10

Hauskuld told Hallgerda of the bargain[1] he had made, and she said, "Now that has been put to the proof which I have all along been afraid of, that thou lovest me not so much as thou art always saying, when thou hast not thought it worth while to tell me a word of all this matter. Besides, I do not think this match so good a one as thou hast always promised me."

So she went on, and let them know in every way that she thought she was thrown away.

Then Hauskuld said, "I do not set so much store by thy pride as to let it stand in the way of my bargains; and my will, not thine, shall carry the day if we fall out on any point."

"The pride of all you kinsfolk is great," she said, "and so it is not wonderful if I have some of it."

With that she went away, and found her foster-father Thiostolf, and told him what was in store for her, and was very heavy-hearted. Then Thiostolf said, "Be of good cheer, for thou wilt be married a second time, and then they will ask thee what thou thinkest of the match; for I will do in all things as thou wishest, except in what touches thy father or Hrut."

After that they spoke no more of the matter, and Hauskuld made ready the bridal feast, and rode off to ask men to it. So he came to Hrutstede and called Hrut out to speak with him. Hrut went out, and they began to talk, and Hauskuld told him the whole story of the bargain, and bade him to the feast, saying, "I should be glad to know that thou dost not feel hurt though I did not tell thee when the bargain was being made.

"I should be better pleased," said Hrut "to have nothing at all to do with it; for this match will bring luck neither to him nor to her; but still I will come to the feast if thou thinkest it will add any honour to thee."

"Of course I think so," said Hauskuld, and rode off home.

Oswif and Thorwald also asked men to come, so that no fewer than one hundred guests were asked.

There was a man named Swan, who dwelt in Bearfirth, which lies north from Steingrimsfirth. This Swan was a great wizard, and he was Hallgerda's mother's brother. He was quarrelsome, and hard to deal with, but Hallgerda asked him to the feast, and sends Thiostolf to him; so he went, and it soon got to friendship between him and Swan.

Now men come to the feast, and Hallgerda sat upon the cross- bench, and she was a very merry bride. Thiostolf was always talking to her, though he sometimes found time to speak to Swan, and men thought their talking strange. The feast went off well, and Hauskuld paid down Hallgerda's portion with the greatest readiness. After he had done that, he said to Hrut, "Shall I bring out any gifts beside?"

"The day will come," answered Hrut, "when thou wilt have to waste thy goods for Hallgerda's sake, so hold thy hand now."

References

  1. told Hallgerda of the bargain: "Hallgerðrs direkte Rede, die am Schluß durch den Autor noch brennpunktartig zusammengefaßt wird, führt von der Oberfläche des Geschehens in die Tiefenschicht und gibt so Einblick in ihre seelische Verfassung. Sie hat schon lange bezweifelt, ob den häufigen Liebeserklärungen ihres Vaters Glauben zu schenken sei. Sie durfte sich geliebt glauben, aber nun ist sie der Warheit auf die Spur gekommen. […] Dem Vater bleibt nichts übrig, als brüsk zu antworten und ihren Widerstand als Hochmut auszulegen." Heinrichs, Anne. Hallgerðrs Saga in der Njála (p. ???).

Kafli 10

Höskuldur sagði Hallgerði kaupið.[1]

Hún mælti: „Nú er eg að raun komin um það er mig hefir lengi grunað að þú mundir eigi unna mér svo mikið sem þú sagðir jafnan er þér þótti eigi þess vert að við mig væri um talað þetta mál enda þykir mér ráð þetta ekki svo mikils háttar sem þér hétuð mér.“

Og fannst það á öllu er hún þóttist vargefin.

Höskuldur mælti: „Ekki legg eg svo mikið við ofmetnað þinn að hann standi fyrir kaupum mínum og skal eg ráða en [eigi þú ef okkur skilur á.“

„Mikill er metnaður yðar frænda,“ segir hún, „og er það eigi undarlegt að eg hafi nokkurn“ og gekk á brott síðan.

Hún fann fóstra sinn Þjóstólf og segir honum hvað ætlað var og var henni skapþungt.

Þjóstólfur mælti: „Gerðu þér gott í skapi. Þú munt vera gefin í annað sinn og muntu þá eftir spurð því að alls staðar mun eg gera að þínu skapi nema þar er faðir þinn er eða Hrútur.“

Síðan tala þau ekki um fleira.

Höskuldur bjó veislu og reið að bjóða mönnum til og kom á Hrútsstaði og kallar Hrút út til máls við sig. Hann gekk út og gengu þeir á tal og sagði Höskuldur honum kaupmála allan og bauð honum til boðs „og vildi eg að þér þætti eigi verr þótt eg gerði þér eigi orð þá er kaupið réðst.“

„Betur þætti mér að eg kæmi hvergi í nánd,“ segir Hrútur, „því að hvorigu mun í þessu kaupi gifta, honum né henni. En þó mun eg fara til boðs ef þér þykir sæmd í.“

„Það þykir mér víst,“ sagði Höskuldur og reið heim síðan.

Ósvífur og Þorvaldur buðu og mönnum og var eigi boðið færra en hundraði.

Maður er nefndur Svanur. Hann bjó í Bjarnarfirði. Það er norður frá Steingrímsfirði. Svanur var fjölkunnigur mjög. Hann var móðurbróðir Hallgerðar. Hann var ódæll og illur viðureignar. Honum bauð Hallgerður til boðs og sendi honum Þjóstólf. Hann fór og voru vináttumál með þeim þegar.

Nú koma menn til veislunnar og sat Hallgerður á palli og var brúðurin allkát og gekk Þjóstólfur jafnan til tals við hana en stundum talar hann við Svan og fannst mönnum mikið um tal þeirra. Veislan fór vel fram. Höskuldur leysti út fé Hallgerðar með hinum besta greiðskap.

Síðan mælti hann til Hrúts: „Skal eg nokkurar gjafir fram leggja?“

Hrútur svaraði: „Kostur mun þér af tómi að eyða fé þínu fyrir Hallgerði og lát hér stað nema.“


Tilvísanir

  1. Höskuldur sagði Hallgerði kaupið: "Hallgerðrs direkte Rede, die am Schluß durch den Autor noch brennpunktartig zusammengefaßt wird, führt von der Oberfläche des Geschehens in die Tiefenschicht und gibt so Einblick in ihre seelische Verfassung. Sie hat schon lange bezweifelt, ob den häufigen Liebeserklärungen ihres Vaters Glauben zu schenken sei. Sie durfte sich geliebt glauben, aber nun ist sie der Warheit auf die Spur gekommen. […] Dem Vater bleibt nichts übrig, als brüsk zu antworten und ihren Widerstand als Hochmut auszulegen." Heinrichs, Anne. Hallgerðrs Saga in der Njála (s. ???).

Links