Njála, 043

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search


Chapter 43

But when the messenger came to the Thing to tell Gunnar of the slaying, then Gunnar said, "This has happened ill, and no tidings could come to my ears which I should think worse; but yet we will now go at once and see Njal. I still hope he may take it well, though he be sorely tried."

So they went to see Njal, and called him to come out and talk to them. He went out at once to meet Gunnar, and they talked, nor were there any more men by at first than Kolskegg.

"Hard tidings have I to tell thee," says Gunnar; "the slaying of Thord Freedmanson, and I wish to offer thee selfdoom for the slaying."

Njal held his peace some while, and then said, "That is well offered, and I will take it; but yet it is to be looked for that I shall have blame from my wife or from my sons for that, for it will mislike them much; but still I will run the risk, for I know that I have to deal with a good man and true; nor do I wish that any breach should arise in our friendship on my part.

"Wilt thou let thy sons be by, pray?" says Gunnar.

"I will not," says Njal, "for they will not break the peace which I make, but if they stand by while we make it they will not pull well together with us."

"So it shall be," says Gunnar. "See thou to it alone."

Then they shook one another by the hand, and made peace well and quickly.

Then Njal said, "The award that I make is two hundred in silver,[1] and that thou wilt think much."

"I do not think it too much," says Gunnar, and went home to his booth.

Njal's sons came home, and Skarphedinn asked whence that great sum of money came, which his father held in his hand.

Njal said, "I tell you of your foster-father's Thord's slaying, and we two, Gunnar and I, have now made peace in the matter, and he has paid an atonement for him as for two men."

"Who slew him?" says Skarphedinn.

"Sigmund and Skiolld, but Thrain was standing near too," says Njal.

"They thought they had need of much strength," says Skarphedinn, and sang a song--

"Bold in deeds of derring-do, Burdeners of ocean's steeds, Strength enough it seems they needed All to slay a single man; When shall we our hands uplift? We who brandish burnished steel-- Famous men erst reddened weapons, When? if now we quiet sit?"

"Yes! when shall the day come[2] when we shall lift our hands?"

"That will not be long off," says Njal, "and then thou shalt not be baulked; but still, methinks, I set great store on your not breaking this peace that I have made."

"Then we will not break it," says Skarphedinn, "but if anything arises between us, then we will bear in mind the old feud."

"Then I will ask you to spare no one," says Njal.

References

  1. two hundred in silver: "Brynjólf gyilkosa, Szabadult fia Thórd Njautl fiainak nevelőapja volt. Nem csoda tehát, hogy érte kétszeres váltságot, azaz 200 ezüstöt követelt Njautl." Gyönki, Viktória. Váltságfizetés a 10-11. századi Izlandon két nemzetségi sagában (p.29)
  2. when shall the day come: "When Skarpheðinn hears of Þórðr´s death he is no longer amused" Miller, William Ian. Justifying Skarpheðinn (p. 321).

Kafli 43

En er sendimaður kom til þings að segja Gunnari vígið, Gunnar mælti: „Þetta er illa orðið og eigi kæmu þau tíðindi til eyrna mér að mér þætti verri. En þó skulum vér nú fara þegar að finna Njál og væntir mig enn að honum fari vel þótt hann sé mjög að þreyttur.“

Gengu þeir þá á fund Njáls og kölluðu hann til máls við sig. Hann gekk þegar til fundar við Gunnar. Þeir töluðu og var ekki manna við fleira fyrst en Kolskeggur.

„Hörð tíðindi hefi eg að segja þér,“ segir Gunnar, „víg Þórðar leysingjasonar og vil eg bjóða þér sjálfdæmi fyrir vígið.“

Njáll þagði nokkurt skeið og mælti síðan: „Vel er slíkt boðið,“ segir hann, „og mun eg það taka. En þó er eigi örvænt að eg hafi ámæli af konu minni eða sonum fyrir þetta því að þeim mun mjög mislíka. En þó mun eg á það hætta því að eg veit að eg á við dreng um. Vil eg og eigi að af mér standi brigð okkarrar vináttu.“

„Viltu nokkuð sonu þína við láta vera?“ segir Gunnar.

„Ekki,“ segir Njáll, „því að eigi munu þeir rjúfa þá sátt er eg geri. En ef þeir eru við staddir þá munu þeir ekki saman draga.“

„Svo mun vera,“ segir Gunnar. „Sjá þú einn fyrir.“

Þeir tókust þá í hendur og sættust vel og skjótt.

Þá mælti Njáll: „Tvö hundruð silfurs [1] geri eg og mun þér mikið þykja.“

„Eigi þykir mér þetta of mikið,“ segir Gunnar og gekk heim til búðar.

Synir Njáls komu heim og spurði Skarphéðinn hvaðan fé það væri komið hið mikla er faðir hans hélt á.

Njáll mælti: „Eg segi yður víg Þórðar fóstra yðars og höfum við Gunnar nú sæst á málið og hefir hann tvennum manngjöldum bætt hann.“

„Hverjir hafa vegið hann?“ segir Skarphéðinn.

„Sigmundur og Skjöldur en Þráinn var þó nær staddur,“ segir Njáll.

„Mikils þótti þeim við þurfa,“ segir Skarphéðinn, „en hvar skal þá komið[2] er vér skulum handa hefja?“

„Skammt mun til þess,“ segir Njáll, „og munt þú þá eigi þess lattur en þó þykir mér mikið undir að þér rjúfið eigi þessa sætt.“

„Svo munum vér þá gera,“ segir Skarphéðinn, „en ef til verður nokkuð með oss þá munum vér minnast á hinn forna fjandskap.“

„Engis mun eg þá um beiða,“ segir Njáll.

Tilvísanir

  1. Tvö hundruð silfurs: "Brynjólf gyilkosa, Szabadult fia Thórd Njautl fiainak nevelőapja volt. Nem csoda tehát, hogy érte kétszeres váltságot, azaz 200 ezüstöt követelt Njautl." Gyönki, Viktória. Váltságfizetés a 10-11. századi Izlandon két nemzetségi sagában (p. 29)
  2. hvar skal þá komið: "When Skarpheðinn hears of Þórðr´s death he is no longer amused" Miller, William Ian. Justifying Skarpheðinn (s. 321).

Links