Njála, 123

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search


Chapter 123

OF THE JUDGES.

Then Snorri the Priest spoke thus, "Now are we here twelve judges to whom these suits are handed over, now I will beg you all that we may have no stumbling blocks in these suits, so that they may not be atoned."

"Will ye," said Gudmund, "award either the lesser or the greater outlawry? Shall they be banished from the district, or from the whole land?"

"Neither of them," says Snorri, "for those banishments are often ill fulfilled, and men have been slain for that sake, and atonements broken, but I will award so great a money fine that no man shall have had a higher price here in the land than Hauskuld."

They all spoke well of his words.

Then they talked over the matter, and could not agree which should first utter how great he thought the fine ought to be, and so the end of it was that they cast lots, and the lot fell on Snorri to utter it.

Then Snorri said, "I will not sit long over this, I will now tell you what my utterance is, I will let Hauskuld be atoned for with triple manfines, but that is six hundred in silver. Now ye shall change it, if ye think it too much or too little."

They said that they would change it in nothing.

"This too shall be added," he said, "that all the money shall be paid down here at the Thing."

Then Gizur the White spoke and said, "Methinks that can hardly be, for they will not have enough money to pay their fines."

"I know what Snorri wishes," said Gudmund the Powerful, "he wants that all we daysmen should give such a sum as our bounty will bestow, and then many will do as we do."

Hall of the Side thanked him, and said he would willingly give as much as any one else gave, and then all the other daysmen agreed to that.

After that they went away, and settled between them that Hall should utter the award at the Hill of Laws.

So the bell was rung, and all men went to the Hill of Laws, and Hall of the Side stood up and spoke, "In this suit, in which we have come to an award, we have been all well agreed, and we have awarded six hundred in silver, and half this sum we the daysmen will pay, but it must all be paid up here at the Thing. But it is my prayer to all the people that each man will give something for God's sake."

All answered well to that, and then Hall took witness to the award, that no one should be able to break it.

Njal thanked them for their award, but Skarphedinn stood by, and held his peace, and smiled scornfully.

Then men went from the Hill of Laws and to their booths, but the daysmen gathered together in the freemen's churchyard the money which they had promised to give.

Njal's sons handed over that money which they had by them, and Kari did the same, and that came to a hundred in silver.

Njal took out that money which he had with him, and that was another hundred in silver.

So this money was all brought before the Hill of Laws, and then men gave so much, that not a penny was wanting.

Then Njal took a silken scarf and a pair of boots and laid them on the top of the heap.

After that, Hall said to Njal, that he should go to fetch his sons, "But I will go for Flosi, and now each must give the other pledges of peace."

Then Njal went home to his booth, and spoke to his sons and said, "Now are our suits come into a fair way of settlement, now are we men atoned, for all the money has been brought together in one place; and now either side is to go and grant the other peace and pledges of good faith. I will therefore ask you this [1], my sons, not to spoil these things in any way."

Skarphedinn stroked his brow, and smiled scornfully. So they all go to the Court of Laws.

Hall went to meet Flosi and said, "Go thou now to the Court of Laws, for now all the money has been bravely paid down, and it has been brought together in one place."

Then Flosi bade the sons of Sigfus to go up with him, and they all went out of their booths. They came from the east, but Njal went from the west to the Court of Laws, and his sons with him.

Skarphedinn went to the middle bench and stood there.

Flosi went into the Court of Laws to look closely at the money, and said, "This money is both great and good, and well paid down, as was to be looked for."

After that he took up the scarf, and waved it, and asked, "Who may have given this?"

But no man answered him.

A second time he waved the scarf, and asked, "Who may have given this?" and laughed, but no man answered him.

Then Flosi said, "How is it that none of you knows who has owned this gear, or is it that none dares to tell me?"

"Who?" said Skarphedinn, "dost thou think, has given it?"

"If thou must know," said Flosi, "then I will tell thee; I think that thy father the 'Beardless Carle' must have given it, for many know not who look at him whether he is more a man than a woman.

"Such words are ill-spoken," said Skarphedinn, "to make game of him, an old man, and no man of any worth has ever done so before. Ye may know, too, that he is a man, for he has had sons by his wife, and few of our kinsfolk have fallen unatoned by our house, so that we have not had vengeance for them."

Then Skarphedinn took to himself the silken scarf, but threw a pair of blue breeks to Flosi, and said he would need them more.

"Why," said Flosi, "should I need these more?"

"Because," said Skarphedinn, "thou art the sweetheart of the Swinefell's goblin, if, as men say, he does indeed turn thee into a woman[2]" every ninth night."

Then Flosi spurned the money, and said he would not touch a penny of it, and then he said he would only have one of two things: either that Hauskuld should fall unatoned, or they would have vengeance for him.

Then Flosi would neither give nor take peace, and he said to the sons of Sigfus, "Go we now home; one fate shall befall us all."

Then they went home to their booth, and Hall said, "Here most unlucky men have a share in this suit."

Njal and his sons went home to their booth,[3] and Njal said, "Now comes to pass what my heart told me long ago, that this suit would fall heavy on us."

"Not so," says Skarphedinn; "they can never pursue us by the laws of the land."

"Then that will happen," says Njal, "which will be worse for all of us."

Those men who had given the money spoke about it, and said that they should take it back; but Gudmund the Powerful said, "That shame I will never choose for myself, to take back what I have given away, either here or elsewhere."

"That is well spoken," they said; and then no one would take it back.

Then Snorri the Priest said, "My counsel is, that Gizur the White and Hjallti Skeggi's son keep the money till the next Althing; my heart tells me that no long time will pass ere there may be need to touch this money."

Hjallti took half the money and kept it safe, but Gizur took the rest.

Then men went home to their booths.

References

  1. I will therefore ask you this: "Njáll’s words to his sons before the settlement scene can be understood in a different light: Skarphéðinn’s initial response where he grins and strokes his forehead followed by his subsequent defamation of Flosi are not unanticipated by Njáll, but perhaps intended.” Tirosh, Yoav. Víga-Njáll: A New Approach Toward Njáls saga (p. 213).
  2. he does indeed turn thee into a woman: "The intent behind this insult is not to deceive anyone concerning Flosi’s nature, but first to undo, once and for all, publicly, Hallgerd’s slander against his family, and secondly to incite Flosi to lose his temper and renounce the peace. Skarp-Hedin wants to settle the issue with force, and his words make his own fate." Taylor, Paul B. Wielders and Wasters of Words (p. 295)
  3. home to their booth: "Following Höskuldr’s death, metaphorically the extinguishing of the light of Njáll’s eyes, the process of law is once again incapacitated, and the resulting courthearing reaches deadlock." Hamer, Andrew. "It seemed to me that the sweetest light of my eyes had been extinguished" (p. 95).

Kafli 123

Snorri goði mælti svo: „Nú erum vér hér tólf dómendur er málum þessum er til skotið. Vil eg nú biðja yður alla að vér höfum enga trega í málum þessum svo að þeir megi eigi sáttir verða.“

Guðmundur mælti: „Viljið þér nokkuð héraðssektir gera eða utanferðir?“

„Engar,“ segir Snorri, „því að það efnist oft illa og hafa menn fyrir það drepnir verið og orðið ósáttir. En gera vil eg fésætt svo mikla að engi maður hafi dýrri verið hér á landi en Höskuldur.“

Hans orð mæltust vel fyrir. Síðan töluðu þeir um málið og urðu eigi á sáttir hver fyrst skyldi upp kveða hversu mikil fésekt vera skyldi. Og kom svo að þeir hlutuðu um og hlaut Snorri upp að kveða.

Snorri mælti: „Ekki mun eg lengur yfir þessu sitja. Mun eg nú segja yður hvað mitt ákvæði er, að eg vil Höskuld bæta láta þrennum manngjöldum en það eru sex hundruð silfurs. Skuluð þér nú að gera ef yður þykir of mikið eða of lítið.“

Þeir svöruðu að þeir skyldu hvergi að gera.

„Það skal og fylgja að hér skal allt féið upp gjaldast á þinginu.“

Þá mælti Gissur hvíti: „Þetta þykir mér varla vera mega því að þeir munu hafa lítinn einn hlut til að gjalda fyrir sig.“

Guðmundur hinn ríki mælti: „Eg veit hvað Snorri vill. Það vill hann að vér gefum til allir gerðarmenn slíkt sem vor er drengskapur til og mun þar þá margur eftir gera.“

Hallur af Síðu þakkaði honum og kvaðst gjarna vilja til gefa sem sá er mest gæfi til. Játuðu því þá allir gerðarmenn. Eftir það gengu þeir í braut og réðu það með sér að Hallur skyldi segja upp gjörðina að Lögbergi.

Eftir það var hringt og gengu allir menn til Lögbergs.

Hallur af Síðu stóð upp og mælti: „Mál þessi er vér höfum gert um höfum vér orðið vel á sáttir og höfum gert sex hundruð silfurs. Skulum vér gjalda upp helminginn gerðarmenn og skal hér allt upp gjaldast á þinginu. En það er bænarstaður minn til allrar alþýðu að nokkurn hlut gefi til fyrir guðs sakir.“

Því svöruðu allir vel. Nefndi Hallur þá votta að gerðinni að hana skyldi engi rjúfa mega. Njáll þakkaði þeim gerðina. Skarphéðinn stóð hjá og þagði og glotti við. Gengu menn þá frá Lögbergi og til búða sinna.

En gerðarmenn báru saman í bóndakirkjugarði fé það sem þeir höfðu heitið til að leggja. Njálssynir seldu fram fé það er þeir höfðu og svo Kári og var þar hundrað silfurs. Njáll tók það fé er hann hafði og var það annað hundrað silfurs. Síðan var fé þetta borið allt saman í lögréttu og gáfu menn þá svo mikið til að engan pening vantaði á. Njáll tók þá silkislæður og bóta og lagði á hrúguna ofan.

Síðan mælti Hallur til Njáls að hann skyldi ganga eftir sonum sínum „en eg mun ganga eftir Flosa og veiti nú hvorir öðrum tryggðir.“

Njáll gekk þá heim til búðar sinnar og mælti til sona sinna: „Nú er málum vorum komið í gott efni. Vér erum nú menn sáttir en fé allt komið í einn stað. Skulu nú hvorirtveggju ganga til og veita öðrum grið og tryggðir. Vil eg þess nú biðja yður [1] sonu mína að þér spillið í engu um.“

Skarphéðinn strauk um ennið og glotti við. Ganga þeir nú allir til lögréttu.

Hallur gekk til móts við Flosa og mælti: „Gakktu nú til lögréttu því að nú er féið allt vel af hendi goldið og saman komið í einn stað.“

Flosi bað þá Sigfússonu ganga til með sér. Gengu þeir þá út allir. Þeir gengu austan, Njáll gekk vestan að lögréttu og synir hans. Skarphéðinn gekk á meðalpallinn og stóð þar.

Flosi gekk í lögréttu að hyggja að fénu og mælti: „Þetta fé er bæði mikið og gott og vel af höndum greitt sem von er að.“

Síðan tók hann upp slæðurnar og spurði hver þær mundi hafa til gefið en engi svaraði honum. Í annað sinn veifði hann slæðunum og spurði hver til mundi hafa gefið og hló að og svaraði honum engi.

Flosi mælti þá: „Hvort er að engi yðvar veit hver þenna búning hefir átt eða þorið þér eigi að segja mér?“

Skarphéðinn mælti: „Hvað ætlar þú hver til hafi gefið?“

Flosi mælti: „Ef þú vilt það vita þá mun eg segja þér að eg ætla að til hafi gefið faðir þinn, karl hinn skegglausi, því að margir vita eigi er hann sjá hvort hann er heldur kona eða karlmaður.“

Skarphéðinn mælti: „Slíkt er illa mælt að sneiða honum afgömlum er engi hefir áður til orðið dugandi maður. Megið þér það og vita að hann er karlmaður því að hann hefir sonu átt við konu sinni. Hafa fáir vorir frændur legið óbættir hjá garði vorum svo að vér höfum eigi hefnt.“

Síðan tók Skarphéðinn til sín slæðurnar en kastaði brókum blám til Flosa og kvað hann þeirra meir þurfa.

Flosi mælti: „Hví mun eg þeirra meir þurfa?“

Skarphéðinn mælti: „Því þá ef þú ert brúður Svínfellsáss sem sagt er hverja hina níundu nótt og hann geri þig að konu.[2]

Flosi hratt þá fénu og kvaðst þá engan pening hafa skyldu af, kvað þá vera skyldu annaðhvort að Höskuldur skyldi vera ógildur ella skyldu þeir hefna hans.

Vildi þá Flosi engi grið selja og engi taka og mælti til Sigfússona: „Göngum vér nú heim. Eitt skal yfir oss líða alla.“

Síðan gengu þeir heim til búðar.

Hallur mælti: „Helsti miklir ógæfumenn eiga hér í hlut að.“

Þeir Njáll og synir hans gengu heim til búðar. [3]

Njáll mælti: „Nú kemur það fram sem mér sagði löngu hugur um að oss mundu þungt falla þessi mál.“

„Eigi er það,“ segir Skarphéðinn. „Þeir mega aldrei sækja oss að landslögum.“

„Þá mun það fram koma,“ segir Njáll, „er öllum oss mun verr gegna.“

Þeir menn töluðu um er gefið höfðu féið að þeir mundu í braut taka.

Guðmundur hinn ríki mælti: „Þá skömm kýs eg mér eigi til handa að taka það aftur er eg gef hvorki hér né annars staðar.“

„Vel er þetta mælt,“ sögðu þeir.

Vildi þá og engi í braut taka.

Snorri goði mælti: „Það er mitt ráð að Gissur hvíti og Hjalti Skeggjason varðveiti féið til annars alþingis. Segir mér svo hugur um að eigi muni langt líða áður til muni þurfa að taka þessa fjár.“

Hjalti tók og varðveitti helminginn fjárins en Gissur sumt. Gengu menn þá heim til búða sinna.

Tilvísanir

  1. Vil eg þess nú biðja yður: "Njáll’s words to his sons before the settlement scene can be understood in a different light: Skarphéðinn’s initial response where he grins and strokes his forehead followed by his subsequent defamation of Flosi are not unanticipated by Njáll, but perhaps intended.” Tirosh, Yoav. Víga-Njáll: A New Approach Toward Njáls saga (s. 213).
  2. hann geri þig að konu: "The intent behind this insult is not to deceive anyone concerning Flosi’s nature, but first to undo, once and for all, publicly, Hallgerd’s slander against his family, and secondly to incite Flosi to lose his temper and renounce the peace. Skarp-Hedin wants to settle the issue with force, and his words make his own fate." Taylor, Paul B. Wielders and Wasters of Words (p. 295)
  3. heim til búðar: "Following Höskuldr’s death, metaphorically the extinguishing of the light of Njáll’s eyes, the process of law is once again incapacitated, and the resulting courthearing reaches deadlock." Hamer, Andrew. "It seemed to me that the sweetest light of my eyes had been extinguished" (s. 95).

Links